Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 68
Ciscg Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED TæknivaS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Arnaldur UA með mestan kvóta ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. er kvótahæsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins miðað við úthlutun aflamarks innan fiskveiðilög- sögunnar í upphafi nýs fiskveiðiárs, með rétt um 20.000 tonn í þorskígild- um eða 5,82% af heildarúthlutun aflaheimilda. Kvóti stærstu sjávar- útvegsfyrirtækja landsins hefur minnkað töluvert frá síðustu fisk- veiðiáramótum, m.a. vegna minni þorskveiðiheimilda og minni ugp- hafsúthlutunar i loðnu. Kvóti ÚA hefur hins vegar aukist töluvert frá síðustu úthlutun en félagið samein- aðist Jökli hf. og Hólmadrangi hf. á Hólmavík á árinu. Sé kvótanum utan lögsögu á þessu almanaksári bætt við er Samherji með mestan heildar- kvóta íslenskra útgerða eða 23.900 þorskígildistonn. Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd er sem fyrr kvóta- hæsta skip landsins með ríflega 6.140 tonna kvóta eða um 1,94% heildarúthlutunarinnar. Athygli vekur að línuskipið Tjaldur SH frá Rifi er nú í öðru sæti yfir kvótahæstu skip landsins með 6.048 tonna kvóta. ■ ÚA með mestan/24 ' Veisla á trénu Ekið á karlmann í bifreiðageymslu í Kópavogi Nú er sá tími ársins þegar íslendingar geta sótt sér ávexti í faðm náttúr- unnar með því að eta ber af trjám og lyngi. Rifsberin eru orðin þroskuð á runnunum í garðinum hjá honum Orra í vesturbæ Reykjavíkur. Grunur um tilraun Tillaga landlæknis um gagnagrunn á aðalfundi Læknafélags fslands Upplýst sam- -þykki taki gildi um áramót MIKLAR umræður um gagna- grunnsmálið hafa verið á aðalfundi Læknafélags íslands, sem nú fer fram á ísafirði. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Islands, sagði í sam- taii við Morgunblaðið að umræður um gagnagrunninn hefðu verið fyrirferðarmiklar á fundinum í gær. M.a. lagði Sigurður Guðmunds- >«on landlæknir fram tillögu um að frá og með áramótum yrði farið fram á upplýst samþykki sjúklinga fyrir upplýsingum sem fara eiga í gagnagrunninn, en gengið yrði út frá ætluðu samþykki fram að þeim tíma. Sigurbjörn sagði að landlæknir legði tillöguna fram sem einn fé- lagsmanna í Læknafélaginu og hún færi í starfshóp sem ynni úr öllum tillögum sem varða gagna- grunn á heilbrigðissviði. „Hvaða örlög þessi tillaga fær þar er óljóst en kemur fram [í dag],“ sagði Sig- urbjörn, en í dag verður álykt- unartillaga aðalfundar félagsins um málið rædd og greidd um hana atkvæði. til manndráps KARLMAÐUR á sextugsaldri var í gær úrskurðaður af Hæstarétti til að sitja í gæsluvarðhaldi til 3. októ- ber nk., en hann er grunaður um til- raun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa vísvitandi ekið niður mann í Kópavogi sl. sunnudag. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Síðdegis á sunnudaginn var lög- reglan í Kópavogi kölluð að bíla- geymslu í Hamraborg þar sem bif- reið hafði verið ekið á mann. Þegar lögreglan kom á staðinn lá maður- inn á gólfi bílageymslunnar. Vitni sögðu að bíl hefði verið ekið í átt að manninum þar sem hann var á gangi ásamt tveimur konum. Þær náðu að forða sér en maðurinn lenti á bflnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bifreið sína heldur forðaði sér af vettvangi. Lögreglan hafði uppi á honum um hálftíma síðar. Hann játaði við yfir- heyrslur að hafa ekið á manninn en bar við að hann hefði einungis ætlað að skjóta honum skelk í bringu. Ökumaðurinn hefur verið í vörslu lögreglunnar síðan á sunnudag. Maðurinn sem varð fyrir bílnum er kínverskur og hefur búið hér á landi um nokkra hríð. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, slasaðist ekki alvarlega þegar hann varð fyrir bílnum en lögreglan telur að mun verr hefði getað farið. Talið er að at- vikið megi rekja til skilnaðarmáls, en á síðustu vikum hafa komið upp átta atvik þar sem karlmaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, er grunaður um áreitni. Borgarstjóri og formaður KSÍ Stærri stúka í Laugardal? FORMAÐUR Knattspymusam- bands Islands kynnti borgarstjóra í gær hugmyndir um að ráðist verði í framkvæmdir til að fjölga sætum í stúku Laugardalsvallar í 10-12 þús- und, en þar eru nú um 7 þúsund sæti. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra varð nið; urstaða fundarins sú að forysta KSI ynni áfram að málinu, m.a. að athug- un yrði gerð á því hvernig unnt yrði að fjármagna framkvæmdimar. Borgarstjóri sagði að á fundinum hefði Eggert Magnússon, formaður KSI, kynnt hugmyndir KSÍ um þetta efni. „Þetta vom fyrstu hug- myndir og spumingin var um að heimila þeim að vinna áfram á þeim grundvelli og skoða leiðir til að fjár- magna þá uppbyggingu." Borgarstjóri sagði að niðurstaða fundarins hefði ekki verið önnur en sú að ákveða að Eggert ynni áfram á grundvelli hugmyndadraganna og kannaði leiðir til að fjármagna fram- kvæmdimar. Um það hvaða leiðir væm þar taldar færar sagði borgar- stjóri að nefndar hefðu verið hug- myndir um að kanna möguleika á að fá fleiri rekstraraðila inn í myndina. „En það var ekkert ákveðið í þeim efnum,“ sagði hún. Nú em um sjö þúsund sæti í stúku Laugardalsvallar en vegiia alþjóða- reglna um knattspyrnumót er ekki lengur leyfilegt að selja í stæði á al- þjóðlega kappleiki. Af þeim sökum geta aðeins um 7.000 áhorfendur fylgst með landsleiknum við Dani þann 2. september nk. Hitaveita enn í vanda í Breiðholti og Kópavogi HEITAVATNSLAUST varð í hluta Breiðholts og Kópavogs um kl. 17 í gær og var vatns- laust í um tvær klukkustundir. Bilun kom upp í dælubmnn- inum við Stekkjarbakka á þriðjudag og hefur viðgerð staðið yfir síðan, en á meðan hefur heitu vatni verið veitt til þessara hverfa um önnur rör. Sigurður Guðmundsson, stöðvarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að í gær hafi ver- ið gerð tilraun til að veita vatni aftur um aðalæðina. Þá hafi önnur bilun komið í ljós og olli hún tímabundnu vatnsleysi. Heitu vatni hefði því aftur verið veitt um önnur rör til bráða- birgða og sagði hann að viðgerð við aðalæðina yrði haldið áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.