Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 51 Nú hallar degi svo hægt og rótt og húmið læðist um sumamótt. Fljólumar glitra, fíflamir titra, fjallgolan þýtur um nátthvolfm blá. Döggin hún fellur á dimmgræn strá. Draumblærinn andar á lukta brá. (Freysteinn Gunnarsson.) Elsku Illa, ég veit að þér verður gefinn innri styrkur til að takast á við tilveruna á erflðum tímamótum. Halldóra, Margrét, Sigurgeir, Odd- ný, Bjami og fjölskyldur, Guð veri með ykkur öllum. Sigurborg Sigurgeirsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá h'ður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr.Pét) Nú er afi minn, Jóhann Kristjáns- son, látinn. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er ég lít um öxl og rifja upp samverustundir okkar afa er hey- skapur í Minni-Hlíð. Það var alltaf eitthvað svo sérstakt við heyskapinn og við fengum að taka mikinn þátt þótt ekki værum við há í loftinu. Þú leyfðir okkur bræðrunum að keyra dráttarvélamar og þó mest þær litlu, Deutz-vélarnar, sem þú hafðir hugs- að svo vel um. Maður gat haldið að þær hefðu sál. Annað sem kemur í hug minn er hundurinn Valur sem þið amma átt- uð. Þið vomð mjög nánir og skilduð hvor annan. Þegar hann dó var hon- um útbúin vegleg kista sem þú hafðir smíðað. Það lýsir þér einna best hvernig þú komst fram við þá sem þér þótti vænst um. Þú gafst þeim alltaf það besta sem þú gast af þér gefið. Nú hittist þið Valur að nýju og verða eflaust miklir fagnaðarfundir. Þið getið gengið saman efth- fénu en þú hafðir nýlokið við að koma fénu í hús er þú kvaddir þennan heim. Það er mín einlæga ósk að þú kunnir jafn vel við smalamennskuna á nýjum slóðum og í Stigahlíðinni. Eg vil fá að þakka þér afi minn fyr- ir þær góðu stundir sem ég átti hjá ykkur í Bolungarvík. Við voram sam- mála um að þær hefðu mátt vera fleiri síðustu árin. Við náðum þó allt- af að hittast og oftast þurftir þú að sækja mig heim síðustu árin. Ég var ákveðinn í að endurgjalda þér heim- sóknimar með því að koma í 75 ára afmælið þitt núna í haust. Það bíður annars tíma. Elsku amma. Megi góður guð styTkja þig og leiða í sorginni. - Nú stillt og rótt ein stjama á himni skín sú stjama leiðir huga minn til þín. - (Ólafur Jóh. Sigurðsson.) Jóhann Georg Möller. Mig langar að skrifa nokkur orð í minningu vinar míns og þakka hon- um fyrir allt það sem hann var mér, allt frá því ég var lítil stelpa heima í Meiri-Hlíð. Ég segi bara eins og þið vmfrnir, pabbi, þú og fleiri sögðuð svo oft. Ég lít í anda liðna tíð, já það var þá, eins og þú sagðir síðast þegar við hittumst í Minni-Hlíð, þá sagðir þú mér líka hvað þér þótti alltaf vænt um hann pabba minn. Það var mér alltaf mikils virði að heyra það þótt ég hafi vitað það fyrir því svo oft var ég nú búin að fá að njóta þess að vera dóttir vinar þíns og mega h'ta á mig sem vin þinn. Það hefúr verið okkur Jakobi mikil þjálp og gleði að eiga ykkur fjölskylduna að síðan við hófum fjárbúskap í Minni-Hlíð, frá upphafi höfum við fengið ómetanlega hjálp og aðstoð frá ykkur öllum. Alveg sama hvað hefur komið uppá hjá okk- ur, hvort sem hefur verið um að ræða að líta á veika kind eða fá svar við ein- hverju sem upp hefur komið. Svarið vissum við að við gátum sótt til Hanna, Sigurgeirs, Guðlaugar eða Elvars. Ég held að við hefðum ekki getað þetta án ykkar hjálpar. Hjartans þökk fyrir allt. Við eram svo vanmáttug frammi fyrir ykkar miklu sorg og söknuði elsku Illa og fjölskylda, við getum bara beðið ykkur guðsblessunar og sent ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Elísabet María Pétursdóttir. + Selma Guð- mundsdóttir fæddist í Keflavík 20. október 1937. Hún lést á heimili sfnu, Garðhúsum í Höfn- um, 16. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðmundur Páll Pálsson, sjómaður og verkamaður, f. 12.1. 1906, d. 11.11. 1973, og Kristín Þorvarð- ardóttir, klæðskeri, f. 24.9. 1899, d. 13.1. 1983. Systkini Selmu voru: Asa, f. 24.8. 1927, d. 19.4. 1962; Ófeigur, f. 2.7. 1930, d. 1.6. 1931; Sunna, f. 12.5. 1932; Þor- björg, f. 8.7.1933, d. 19.6. 1935 og Heiðveig, f. 28.8. 1939. Selma giftist ung Ágústi Bent Bjarnasyni hárskera, f. 19.8.1935, d. 18.2. 1980. Eignuðust þau þrjár dætur sem allar eru matsveinar. Þær eru: Birna, f. 4.8. 1955, gift Vilhjálmi Reyni Sigurðssyni, hár- skera; Sigríður Agústsdóttir, f. 26.11. 1957, gift Sigurði Ara EI- Það má segja að nýr kafli hafi tekið við í lífi Selmu móður minnar er kynni tókust með þeim Þóroddi Vil- hjálmssyni eftirlifandi eiginmanni hennar fyrir um fimm áram. A fyrri hluta ársins 1995 keyptu þau húsið að Hafnagötu 30 í Höfnum sem mátti muna fífil sinn fegurri. Þarna nutu hæfileikar mömmu sín til fullnustu bæði úti sem inni. Hæfileikar sem ég hafði heyrt fjölskyldumeðlimi mína stundum minnast á en aldrei sjálfur orðið eins áþreifanlega var við og á heimili þeirra. Það var sama hvert lit- ið var: málverkin á veggjunum, bólstraðir sófarnir, útsaumur af ýmsu tagi, saumavélin varð í höndum hennar eins og fingur á píanósnillingi sem aldrei slógu feilnótu. En heimili þeirra hjóna var ekki verk eins manns því þar kom Þóroddur jafnoft nærri með sinni verklagni og tækni- þekldngu sem fáir hafa eðlislæga. Um vorið 1999 keyptum við Hugborg konan mín hús úti á Álftanesi. Eins og gengur og gerist þurfti að breyta og bæta og þá var gott að eiga góða að. Marga yndisfagra morgna keyrði ég suður í Hafnir og náði í mömmu sem var vægast sagt árrisul og eftir kaffið og stutt spjall var keyrt til baka. Hún móðir mín hafði mikið dá- læti á því að keyra í gegnum Hafnar- fjörðinn og lögðum við iðulega smá lykkju á leið okkar út á Álftanes. Mamma var fædd í Keflavík en flutt- ist snemma í Hafnarfjörð ásamt for- eldram sínum. Hún var víðlesin og gat tjáð sig um alla hluti og aldrei stóð á skoðunum hennar. Það eitt að sitja við hliðina á henni þennan stutta spotta milli Hafnarfjarðar og Álfta- ness veitti mér mikla ánægju þetta vor. Eftir gott dagsverk og marga lítra af málningu kom svo Þóroddur og sótti mömmu sem ekki blés úr nös eftir erfiði dagsins. Það var alltaf mikið líf í kringum hana og aldrei fór á milli mála þegar hún mamma var á svæðinu. Svona leið tíminn og suma- rið og verður það mér alltaf minnis- stætt hversu mikill dugnaðarforkur hún reyndist mér og henni Hugborgu minni þegar á hólminn var komið. En annað vil ég nefna en það vora böm- in. Það var alveg einstakt með hana móður mína hvað hún veitti Agnesi og Ásthildi, stjúpbörnum mínum, mikla ást og hvað hún skildi gleði og sorgir þeirra vel. Og ekkert fór fram hjá henni, hvort það voru afmælis- dagar eða skólaferðalög, hún var allt- af skrefi á undan. Stundum var fátt um svör hjá mér þegar hún mamma var að spyijast fyrir um þær einfald- lega vegna þess að ég vissi ekki bet- ur. Eitt er mér þó mjög minnisstætt í þessu tilliti en það var þegar Guðfríð- ur Selma, dóttir okkar Hugborgar, var skírð. Þetta var ný og erfið lífs- reynsla fyrir Ásthildi yngri stjúp- dóttur mína að sjá alla þessa pakka fara til hennar Guðfríðar sem svaf bara í burðarstólnum og var sama um allt og alla nema kannski mjólkursop- íassyni, rafvirkja- meistara og Selma Ágústsdóttir, f. 22.12.1959, gift Jens Herlufsen bifvéla- virkja. Seinna giftist Selma Sigurjóni Ein- arssyni, bifreiða- stjóra, f. 20.10. 1930. Eignuðust þau tvo syni: Einar Sigur- jónsson, matreiðslu- mann, f. 29.6. 1969, hans kona er Hug- borg Erlendsdóttir, leikskólakennari, og Kolbein Sigurjónsson, tölvufræð- ing, f. 22.1. 1972. Kona hans er Guðlaug Á. Arnardóttir, snyrti- fræðingur. Selma og Sigurjón skildu. Selma átti 19 barnaböm og eitt bamabamabarn. Árið 1995 giftist Selma Þóroddi Vilhjálmssyni, vélvirkjameistara frá Merkinesi í Höfnum, f. 20.10. 1937. Selma verður jarðsungin frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ann sem hún átti vísan hjá móður sinni. Þá skaut hún mamma Selma eins og við Ásthildur kölluðum hana allt í einu einum pakkanum til henn- ar. Ásthildur sem átti sér einskis von vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, brosið kom og deginum var bjargað. Það var sem hún mamma iðraðist og bæði um ást og fyrirgefningu þeg- ar böm og þeirra málefni voru annars vegar. Hún móðir mín var alla tíð ár- risul eins og ég nefndi hér að framan og mikið var hún ánægð þegar ég sló á þráðinn: fyrir tíu var silfur og fyrir níu var gull. Hún mamma var alla tíð í kapphlaupi, hún keppti við tímann sem hún hafði svo oft miklar áhyggj- ur af og endaspretturinn var harður. Verkefnin vora til þess að vinna þau og af nógu var að taka á heimili þeirra. það var nú svo að ekki var alltaf kátt í höllinni, hún mamma mín átti svo sannarlega við sín vandamál að etja. Það sem háði henni mest sein- ustu árin var að heilsu hennar fór hrakandi. Hún mamma var mjög hraust og sterk að upplagi en það dugði því miður ekki til og tíminn vann þar ekki með henni. Eftir sem áður var engu hlíft, Þetta var eins og eitthvert sögusviðið á sturlungaöld. Það skyldi barist til seinasta blóð- dropa þar sem menn stóðu uppréttir með iðrin í höndum sér. Margt af því sem hún mamma óskaði sér rættist, hún eignaðist yndislegan mann sem var henni stoð og stytta í veikindum hennar. Sárast þykir mér þó að horfa til tímans sem fram undan er en þar era jólin efst á blaði og svo skemmti- lega vildi til að þau Þóroddur áttu sameiginlegan afrnælisdag 20. októ- ber en þau vora jafnaldrar. Þá er hún Guðfríður dóttir okkar átta og hálfs mánaða þegar hún missir af ömmu sinni. Mamma mín ég þakka þér svo inni- lega fyrir þær gleðistundir, rifrildin og sættimar sem þú bauðst mér í gegnum árin því af þeim hefði ég ekki viljað missa af! Þinn ástkæri sonur, Einar. Mig langar að minnast góðrar konu sem ég var svo lánsöm að eiga sem tengdamóður. Þó að leiðir okkar Selmu hafi legið saman í stuttan tíma reyndist hún mér yndisleg tengda- móðir. Hún var dætrum mínum sem besta amma og bar hag og velferð þeirra fyrfr brjósti. Þegar ég og Einar, sonur hennar, keyptum hús á Álftanesi á síðasta ári þá lét hún svo sannai’lega ekki sitt eftir liggja. Hún hjálpaði okkur að mála heilu og hálfu dagana og lét það ekki aftra sér að koma snemma á morgnana frá Höfnum til að geta lagt sitt af mörkum. Selma var mikil lista- kona og allt virtist leika í höndum hennar, hún málaði falleg málverk, saumaði hvað sem var og bróderaði, t.d. saumaði hún þann fallegasta skírnarkjól sem ég hef augum litið fyrir Guðfríði Selmu, yngsta bama- bam hennar, dóttur okkar Einars. Selma var skarpgreind og fór fátt framhjá henni, hún vann verk sín af stakri nákvæmni. Það var mjög gaman að tala við hana, um viku fyrir andlát hennar töl- uðum við saman í ráma tvo klukku- tíma í síma, henni var m.a. tíðrætt um dauðann. Hún sagði mér að það erfið- asta sem gæti komið fyrir hana væri að lifa manninn sinn, það gæti hún ekki afborið. Henni varð að ósk sinni þó að dauði hennar hafi ekki verið tímabær. Selma var gift góðum manni og með honum átti hún ham- ingjusamt líf. Þóroddur var hennar besti vinur. Heimili þeirra í Höfnum var fallegt og hlýlegt og garðurinn þeirra ævintýri líkastur. Elsku Selma mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, hlýlegu orðin og faðmlögin. Við söknum þín afar sárt. Þín tengdadóttir, Hugborg Erlendsdóttir. Selma Guðmundsdóttir, móður- systir mín, var fædd í Keflavík 20. október 1937 og var því ekki nema rámlega sextug þegar hún lést á heimili sínu 16. september sl. Hún var næstyngst sex bama foreldra sinna en fjórar komust systurnar á legg, Ása móðir mín var elst, þá Sunna, Selma og Heiðveig yngst. Foreidrar þeirra, Guðmundur P. Pálsson og Kristín Þorvarðardóttur, bjuggu fyrstu búskaparárin í Kefla- vík á æskuslóðum Guðmundar, en í Hafnarfirði var heimili þeirra allt frá 1940 til æviloka, en Guðmundur lést 1973 og Kristín 1983. Selma og Heiða veiktust báðar af berklum sem börn. Upp í hugann koma ijósmyndir af þeim systram, uppáklæddum í köflóttar vetrarkáp- ur og með vetrarhúfur á björtum sólskinsdegi úti fyrir Ásbúð. Mynd- frnar vora teknar þegar þær fengu fyrst að fara út eftir margra mánaða innivera og legu, en heilsa Selmu bar merki þessara átaka við hvíta dauð- ann alla tíð. Selma giftist snemma Ágústi Bent Bjarnasyni og eignuðust þau þijár dætur, Birnu, Sigríði og Selmu. Hún vann í Reykjavík við verslunar- og af- greiðslustörf, m.a. í Bókaverslun Isa- foldar, í Alaska og í Kjörgarði en fluttist síðar í Mosfellssveit með þá- verandi manni sínum, Sigurjóni Ein- arssyni, og vann á Reykjalundi og í Reykjagarði. Þau Sigurjón eignuðust tvo syni, þá Einar og Kolbein. Selma frænka var mér ákaflega góð alla tíð og á unglingsáram mínum bókstaflega dekraði hún við mig. Það var ekki amalegt að eiga frænku sem gat og nennti að sauma á mann hvað sem hugurinn gimtist og það á met- tíma. Aðeins ein unglingatískubúð var í bænum og hún hét Kamabær. Þangað og í útlend blöð var leitað að sniðum og litum þegar eitthvað var í uppsiglingu, efni keypt í Vogue og Markaðnum og hlaupið heim til Selmu frænku eftir skóla. Ég leit eft- ir stelpunum, hitaði kaffi, vaskaði upp og keypti inn meðan hún klippti, þræddi og saumaði. Um kvöldið var kjóllinn, dragtin, buxurnar eða hvað það nú var, sem ég hafði beðið um, til- búið og alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Það lék reyndar fleira í höndunum á Selmu. Auk saumaskapsins málaði hún og teiknaði, skreytti glugga og pakka, prjónaði og var flinkur kokk- ur. Hún var kát kona og vinsæl, mein- hæðin og hafði gaman af því að herma eftir öðram og gera sprell. Svona man ég Selmu frænku frá fyrstu tíð og svona var hún líka þegar við hitt- umst síðast hjá Stínu frænku austur á Kjóastöðum í júlí í sumar. Á þessu litla ættarmóti okkar afkomenda ömmu Kristínar og afa Guðmundar lék Selma á als oddi. Hún var greini- lega mjög hamingjusöm kona og r 13!ómat>úðirt > öarðskom l v/ Possvogskirl<juga»‘3 . \. Sími: 554 0500 y/ ánægð með lífið og manninn sinn, Þórodd Vilhjálmsson, sem var jafn- gamall henni upp á dag. Þau áttu skil- ið að njóta samvistanna lengur. Ég votta Þóroddi, börnum Selmu Á og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Álfheiður Ingadóttir. Er tími haustsins gengur í garð era litbrigði jarðar hvað fegurst. í dag er til moldar borin kær vinkona og fyrrverandi vinnufélagi, Selma Guðmundsdóttir. Fráfall hennar bar skjótt að, hún var ekki heilsuhraust, veikindi hennai’ vora langvinn, hún vissi að hverju dró, en viðskilnaður- inn snöggur. Leiðir okkar lágu saman á Reykjalundi fyrir 22 áram. Minn-*~»- ingamar hrannast upp, eftirminni- legastir era kaffitímamfr, sem sumar okkar kölluðu „slæpu“, er við yngri og eldri starfsmenn deildum lífsskoð- unum og reynslu. Selma orðheppin svo af bar, frásagnir hennar af mann- lífinu og uppvextinum í Hafnarfirði engu líkar. Hún hafði góða nærvera. Ég vil minnast hennar sem hæfi- leikaríkrai' konu sem prýddi um- hverfi sitt og heimili af listfengi og natni. Allt heimilið bar handbragði hennar vitni; púðar, gluggatjöld, handmálaðfr hlutir að ógleymdum myndum og málverkum. Hún var okkur yngri vinnufélög- unum innan handar með snið og sauma, að horfa á hana handleika efni og sníða var hrein unun, kunnáttu- samlega var farið höndum um efnin, mælt og klippt og allt smellpassaði það þeim sem flíkin var ætluð. Allt lék í höndum hennai'. Hin síðari ár hittumst við sjaldnar er hún flutti úr Mosfellssveitinni suður í Hafnir, sím- tölin urðu þeim mun fleiri, oft talaði hún um bamabömin, og ofarlega í huga var henni að tengdadætur tvær hafði hún eignast á nýliðnum áram og tvö bamaböm höfðu bæst í hópinn. Hún var stolt af fjölskyldu sinni og naut þess að eiga að hamingjusamt ‘ 'r oggottfólk. Friður sé með ættfólki og þeim er næst stóðu Selmu Guðmundsdóttur. Minning um mæta konu lifir. Megi ljós friðar og kærleika lýsa henni á Drottins braut. Margrét Sigurmonsdóttir. Sumarið er hðið. Síðast þegar við áttum tal saman tók hún svona til orða. Undarlegt, einmitt þegar sólin skein sem skær- ast á hana. Við kynntumst ungar. Áttum vonir og þrár. Sumt rættist, annað ekki. Vinátta er dýrmæt eign sem þarf að rækja. Við gerðum það en oft leið ~ langur tími milli funda. Of langur á stundum. Ég sakna hennar. Hennar sem átti svo margt ógert. Hennar sem var svo mörgum hæfi- leikum búin. Lífið er snauðara. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Pel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka. (EinarBen.) Með þessum orðum sendi ég ein— lægar samúðarkveðjur til Bimu, Sig- ríðar, Selmu, Kolbeins, Einars og Þórodds. Ýrr. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I IMl blómaverkstæði I I PlNNfW | Skólavörðustig 12, á horni Bergstaðastrætis, simi 551 9090. SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.