Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN KRIS TJÁNSSON + Jóhann Krist- jánsson fæddist í Bolungarvík 28. nóv- ember 1925. Hann Iést á heimili sínu laugardaginn 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir, f. 14. júní 1887, d. 11. aprfl 1927, og Kri- stján Oddsson, f. 5. Jjjání 1887, d. 9. júní 1965. Systkini Jó- hanns voru Elín Kristjana, f. 1918, Oddur Kristján, f. 1920, og Guðný, f. 1923. Hálfsystkin sammæðra voru Guðmundur, f. 1911, Þórunn Aðalheiður, f. 1914, og Svein- björn, f. 1916. Þau eru öll látin. Eftir lát móður sinnar var Jó- hann tekinn í fóstur af hjónunum Kristínu Ingimundardóttur og Bjama Bárðarsyni í Bolungarvik og ólst Jóhann þar upp í stórum fóstursystkinahópi. Jóhann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Evlalíu Sigur- geirsdóttur, 24. desember 1946. -<Börn þeirra: 1) Jón Örnólfs, f. 10. mars 1946, d. 4. maí 1998. 2) Hall- dóra, f. 10. mars 1946, maki Jó- hann Magnússon. Þau eiga fjögur börn. 3) Margrét, f. 14. september 1947, maki Bjarni L. Benedikts- son. Þau eiga þijú börn. 4) Sigur- geir Guðmundur, f. 6. ágúst 1951, maki Guðlaug Elías- dóttir. Þau eiga íjög- ur börn. 5) Oddný Hervör, f. 19. októ- ber 1956, maki Kristján L. Möller. Þau eiga þijá syni. 6) Bjarni Kristinn, f. 23. júní 1958, maki Anna S. Jörunds- dóttir. Þau eiga þrjú börn. Barnabarna- börn Jóhanns eru ellefu talsins. Jóhann lauk prófi í vélstjómun 1944. Hann starfaði m.a. við sjómennsku og var verkstjóri í verksmiðju Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík í fjöldamörg ár. Síðustu árin vann hann á raf- magnsverkstæði Bjama sonar síns í Bolungarvík. Hann stundaði einnig búskap í Minni-Hlíð sam- hliða störfum sínum. Jóhann starfaði mikið að slysavarnamál- um í Bolungarvík og var m.a. for- maður björgunarsveitarinnar um árabil og beitti sér sérstaklega við að auka tækjakost sveitarinnar. Hann var einn af stofnefndum Sjálfsbjargar í Bolungarvík og sat þar í sfjórn í mörg ár. Hann lét málefni fatlaðra mikið til sín taka, og sat fjölda landsþinga Sjálfs- bjargar - landssambands fatlaðra. Utför Jóhanns fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík f dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og ekki síst bomin mín Óttar, ínu og Andra. Þú varst þeim einstaklega góður afi. Alltaf gafstu þér tíma til að sinna þeim, smíðaðir handa þeim leikföng og lagfærðir það sem bilaði. Þessi leikföng ásamt göngustöfunum sem þú smíðaðir fyrir göngumar í síðustu viku eru þeim sérstaklega kær og verða vel varðveitt. Best af öllu þótti þeim þó að koma til afa og ömmu og sofa í „hreiðrinu" sem þú útbjóst við hliðina á rúminu ykkar og voru ófá skiptin sem þau fóru „yfir“ til að sofa. Eg var svo einstaklega heppinn að fá að hafa þig í vinnu hjá mér á raf- magnsverkstæðinu síðastliðin 14 ár. Enginn getur fyllt það skarð sem þú skilur eftir þig þar. Mér fannst sér- staklega gott að leita til þín, fá ráð hjá þér og stuðning. Þegar ég leitaði ráða hjá þér varst þú alltaf svo já- kvæður og hvattir mig áfram. Minningin um tófuveiðarnar í sum- ar er einstök þar sem ég á góðar myndir af þér og Andra og varst þú ótrúlegur að ganga á öll þessi fjöll og alla Stigahlíðina þrátt fyrir háan ald- ur og heilsubrest. Þetta lýsir vel hversu kraftmikill og duglegur þú varst. Ég vona að þú hafir öðlast íyrri heilsu á nýjum stað og sért í góðra vina hópi. Minningin um einstaklega góðan pabba og afa lifir í hjörtum okkar. Bjami. „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ (Prédikari Salómons). Látinn er í Bolungarvík tengda- faðir minn Jóhann Kristjánsson. Ég minnist hans með hlýhug og virð- ingu. Jóhanni kynntist ég fljótlega eftir að ég kom sem íþróttakennari til Bol- ungarvíkur árið 1976 og fór að venja komur mínar heim til Oddnýjar sem seinna varð eiginkona mín. Jóhann tók mér af ljúfmennsku en gerði mér ljóst, í léttum dúr, að honum þætti tímanum betur varið í annað en íþróttir. Jóhann hafði fyrr á árum verið sjó- maður og meðal annars verið á sfld við Norðurland og alloft komið til Siglufjarðar. Hann var hafsjór af fróðleik um sfldveiðar og miðlaði þeim fróðleik óspart til mín mér til ánægju. Eftir að við Oddný settumst að á Siglufirði komu þau hjónin ár- lega í heimsókn og þá kom vel í Ijós hve sterkar taugar hann hafði til bæjarins og ekki síst Sfldarminja- safnsins sem hann heimsótti alltaf og hafði gaman af að skoða. Gaf því reyndar gamla skektu sem var í eigu hans. Hann tengdafaðir minn var mikill verkmaður og vildi drífa í hlut- unum. Eitt sinn færði ég í tal við hann fyrir vestan að Sfldarminja- safnið vantaði nótabát. Hann vissi af einum slíkum í Skötufirði og þangað var rennt, aðstæður skoðaðar og mikið spekúlerað. Ymsar kringum- UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen 'útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is J stæður reyndust óhagstæðar við flutning á bátnum svo ekkert varð af því en áhugann og þrautseigjuna vantaði ekki né heldur framkvæmda- viljann. Á þeim tíma sem ég kom til Bol- ungarvíkur var Jóhann með búskap frammi í Minni-Hlíð. Hann gekk þar til verka af dugnaði og natni og hafði yndi af bústörfunum. Hann var einn- ig mjög laghentur og vandvirkur og ýmiss konai- iðnaðarstörf léku í hönd- um hans. Skóli lífsins reyndist hon- um drjúgur til margra verka og Jó- hann var kröfuharður til sjálfs síns í vinnu. Hann fylgdist vel með lands- málum og fréttum yfirleitt og var helst í essinu sínu þegar honum tókst að fá fram öndverðar skoðanir og koma fólki til að kýta aðeins. Hann var einnig virkur í félagsmálum bæði í Björgunarsveitinni og hjá Sjálfs- björgu. Hann hafði mikla ánægju af að grúska í gömlum heimildum og var mjög fróður um búskaparhætti fyrri tíma. Því áhugamáli deildi hann með tengdaforeldrum sínum og það var lærdómsríkt að heyra samræður þeirra um búskap og basl. Hann var einnig mjög fróður um staðhætti og lyrir vestan þekkti hann hveija þúfu og hvem tind. Ég gat þess hér í upphafi að Jó- hanni hefði fundist íþróttir vera tíma- sóun. Mér þótti því merkilegt þegar hann fyrir allmörgum árum bað mig að útvega sér fótboltaskó. Hann ætl- aði þá reyndar ekki fyrir þá iðkun heldur til að fara á í göngur og nota í klettaklifur. Ég fór einu sinni í slíka ferð með honum og það sló út erfið- ustu íþróttir. Jóhann var góður fjölskyldufaðir og hafði mikinn áhuga á öllu því sem bamabömin tóku sér fyrir hendur. Hin síðari ár var hann því farinn að fylgjast af áhuga með fótbolta og sýndi þá að það eins og annað sem hann fékk áhuga á tók hann alvar- lega. Jóhann lést að kvöldi réttardags Bolvfldnga. Ég vil enda þessi minn- ingarbrot um hann á tveimur erind- um úr kvæðinu Vor eftir Snorra Hjartarson: Blessaðverigrasið sem grær kringum húsin bóndansoglesmér jjóðhans, þráogsigur hins þögula manns. Blessaðverigrasið semgræryfirleiðin, felurhinadánu friðiogvon. Blessuð sé minning Jóhanns tengdaföður míns. Kristján L. Möller. Kæri tengdapabbi. Ég vil með fátæklegum orðum þakka þér þann tíma sem við voram samferða í lífinu. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur, því þrátt fyrir atorkusemina í gegnum árin áttir þú mörgu ólokið hér. Það helsta var að fá að fylgja barnabörn- unum betur úr hlaði, sérstaklega þeim yngstu, en þú varst einstaklega þolinmóður og góður þeim, enda sakna þau þín sárt. Frá því ég kom inn í fjölskyldu ykkar varstu mer góður og vildir allt fyrir mig gera. Ég minnist þess sérstaklega hvað þú varst alltaf jákvæður fyrir öllum hug- myndum sem komu upp og ólmur í að hrinda þeim í framkvæmd sem fyrst. Fyrir mér varstu léttur og kátur maður og þannig mun ég minnast þín. Elsku tengdapabbi, saman mun- um við fjölskyldan styðja tengda- mömmu í gegnum hennar miklu sorg. Hvfl í friði, þín tengdadóttir, Anna. Elsku afi okkar! Þetta var reiðarslag fyrir okkur öll að heyra fréttirnar síðasta laugardag. Þetta var ekki það sem við áttum von á að heyra. Við höfð- um þó haft það á tilfinningunni að eitthvað væri í vændum en aldrei áttum við von á að fá þessar fréttir. Það var gangnadagur og þú varst búinn að vera svo duglegur að atast í fénu allan daginn. Okkur þykir það huggun að síðasti dagurinn þinn hérna megin hafi verið h'flegur og skemmtilegur. Minningarnar hrannast upp, hvert okkar á sínar minningai- en einnig eigum við mai’gar sameiginlegar. Öll aðfangadagskvöldin sem við áttum saman heima hjá ykkur á Holtastíg. Þegar við voram yngri varð helst að taka allar gjafirnar með til þess að sýna ykkur ömmu. Hvernig verður það núna, elsku afi? Það verður stórt skarð í fjölskyldunni, en þú verður með okkur í minningunni og við vit- um að þú munt vaka yfír okkur þá, eins og alla aðra daga. Þú varst sá sem fórst með okkur í okkar fyrstu göngur. Og ekki megum við gleyma göngustöfunum. Það var merkisdagur þegar stafur var í vændum, það biðu allir í ofvæni eftir stöfum. Álltaf þótti það jafnmerki- legt, annar stafurinn var jafnmerki- legur og sá fyrsti. Við fórum alltaf stolt af stað í göngur með staf sem þú hafðir gert fyrir okkur. í göngum varst þú með endalaust þrek, það var sama hvað gekk á, alltaf gast þú hald- ið áfram. Síðasta gangan þín á Stiga- hlíðina var 1. júlí síðastliðinn, það var mikið spáð í það innan fjölskyldunnar hvort eitthvað vit væri í því að þú færir. En ef þú gætir ekki komist þetta, þá þurftum við hin ekki einu sinni að láta okkur detta það í hug að fara af stað. Þér þótti þetta ekki leið- inlegt. Þegar þú sagðir frá kennileit- um skein af þér gleðin, þú vissir svo mikið. Það vora stoltir fjölskyldu- meðlimir sem horfðu og hlustuðu þegar þú sagðir frá. Og ekki var það minna stolt sem skein af þeim sem tóku á móti þegar ferðin var á enda. Fólk í ferðinni talaði um hvað þú værir hraustur og duglegur, maður á 75. aldursári að geta þetta, en við ef- uðumst aldrei um getu þína á þessu sviði. Við efuðumst aldrei um getu þína á neinu sviði, því þú varst stoð okkar og stytta. Við gátum alltaf leit- að til þín, það var alveg sama hvað þú varst að gera, alltaf gastu tekið þér smápásu til að spjalla við okkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og hvattir okkur áfram. Það var nánast sama hvað okkur datt í hug, þú gast alltaf séð eitthvað jákvætt í því og komið með hlý hvatningarorð. Hrafnhildur var íárin að hlakka svo til að geta sagt þér írá nýju vinnunni sem hún er að fara að byrja í. Hún vissi að þú gætir komið með hvatn- ingarorð sem gætu hjálpað henni að takast á við nýtt umhverfi. Þú hafðir alltaf óbilandi trú á okkur öllum. Þú varst maður sem þurftir alltaf að vera að, ekki munum við eftir þér sitjandi auðum höndum. Við gátum átt von á því þegar við vöknuðum á morgnana að þú værir búinn að byggja höll, stundum spáðum við í það hvort þú þyrftir aldrei að hvflast. Það á eftir að verða okkur erfitt að keyra Aðalstrætið og sjá þig ekki hlaupa út í banka, út í búð eða heim í mat. Þú settir sterkan svip á bæinn, elsku afi okkar. Við vitum að þú hefur það gott núna og við vitum að þú átt eftir að taka okkur opnum örmum þegar við mætum. Elsku, elsku afi, það er erfitt að kveðja þig, við biðjum góðan guð að styrkja okkur öll og veita ömmu allan þann styrk sem hún þarfnast. Minning þín mun lifa. Halldóra, Elvar, Hrefna og Hrafnhildur. Elsku afi minn! Það er svo erfitt að kyngja því að þú sért dáinn. Þú sem varst alltaf svo kátur og hress. En svona er lífið, við deyjum víst öll en það er bara svo erf- itt að sætta sig við það. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, komst alltaf brosandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn, sama hve upp- tekinn þú varst þá hafðir þú alltaf tíma til að spjalla svolítið. Þú vildir alltaf vita hvað við voram að gera og það var sama hvað okkur datt í hug þér fannst það alltaf jafnæðislegt og studdir okkur af heilum hug. Það er svo margt sem mig langar að skrifa og segja þér en ég finn ekki réttu orðin. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun ætíð muna og ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég og Elvar fóram með þér og ömmu inn að Fæti og þið sögðuð okk- ur svo margt um þá staði sem við löbbuðum framhjá. Þetta var svo heitur og sólríkur dagur að þú fórst og buslaðir í sjónum og kallaðir á okkur að koma með þér. Við skemmt- um okkur svo vel þennan daginn, við voram öll eins og lítil börn að busla í pollum. Ef þú vissir að amma var að baka þá sagðir þú okkur alltaf að fara nú inn og fá okkur aðeins í gogginn. Þér var alltaf í mun að við borðuðum nóg þegar við vorum að vinna mikið. Ég man alltaf hvað mér þótti gam- an að horfa á ykkur ömmu þegar þú varst að hjálpa henni að baka rúg- kökur eða þegar þið stóðuð við hakkavélina. Þú sóðst með borvélina til að snúa hakkavélinni og amma fyllti á jafnóðum. Þið vorað svo ham- ingjusöm og þú varst svo kátur með þessa uppfinningu þína. Áður en ég kom hingað suður í fyrsta skipti þá vorað þið amma búin að plana ferð suður. Þið gistuð á Hót- el Sögu og þú varst búinn að segja mér að þegar þú kæmir suður þá ætl- aðir þú sko að bjóða mér í mat. Og þú stóðst við það alveg eins og þú gerðir alltaf. Ég og Halldóra komum í há- degismat og þú varst svo kátur, vildir að við prófuðum allt og vildir vera al- veg viss um að við borðuðum nóg. Við fóram svo með ykkur upp á hótelher- bergi og þar vorað þið með mandar- ínur sem þú auðvitað byrjaðir á að bjóða okkur. Ég man þegar ég kom og kvaddi þig áður en ég fór erlendis í vetur og þú faðmaðir mig að þér og sagðir mér hve þú hefðir viljað getað ferðast svona þegar þú varst ungur. Þér þótti svo gaman að ferðast og ég hefði svo viljað fara í ferðalag með þér og skoða heiminn. Ég veit að þú ert á góðum stað og að þér líður vel núna. Þú vakir yfir okkur þegar við þörfnuðumst styrks þíns. Elsku afi minn, megi guð geyma þig og styrkja ömmu og okkur hin sem syrgjum. Þín er og verður ætíð sárt saknað. Þín Hrefna. „Fram í heiðanna ró fann ég ból- stað og bjó.“ Þessar ljóðlínur koma í huga minn þegar ég minnist Jóhanns mágs míns. Eða Hanna eins og við kölluðum hann. Hann var mikill söngvinur, hlustaði mikið á tónlist, sérstaklega hafði hann gaman af karlakóram og harmóníkumúsik, enda mikill dansmaður. Þegar Hanni kom í fjölskylduna og giftist Illu systur minni, var ég um fermingu og hin systkinin öll yngri. Svo við tengdumst honum öll mjög náið, enda var hann mjög bamgóður. Foreldram okkar reyndist hann hinn besti tengdasonur. Hann átti plöt- uspilara sem var ekki á hverju heim- ili í þá daga, og nutum við krakkarnir góðs af. Ég var í vist hjá Illu og Hanna þegar Margrét næstelsta dóttir þeirra fæddist og fór ég í heyskap með Hanna það sumar og þá fékk ég að slá með orfi, sem mér þótti mikil upphefð. Þegar við Gestur, maðurinn minn, byrjuðum að búa, leigðum við hjá þeim fyrsta árið, svo margs er að minnast. Hanni var lærður vélstjóri og var við sjómennsku í mörg ár, en eftir að hann kom í land starfaði hann í verksmiðju hjá E.G., en jafnframt því var hann alltaf með búskap. Hanni var léttur á fæti þegar hann hljóp á eftir rollunum og talinn afburðamað- ur í smalamennsku og klettum. Hanni var mikill náttúraunnandi, kom sér upp sumarbústað í Minni- Hlíð, þar sem þau hjón nutu sín vel öll sumur. Þar byggði hann gróður- hús og ræktaði grænmeti og góðar vora rófumar og næpurnar úr Minni-Hlíð. Ekki hef ég þekkt bónbetri og vilj- ugri mann en Hanna, ef maður bað hann að gera sér greiða var hann hlaupinn og búinn að „redda“ málun- um. Það var alltaf gaman að hitta Hanna, hann var hress og góður sögumaður og sagði skemmtilega frá. Nú er allt orðið hljótt, en eftir lif- ir minning um góðan dreng. Okkur systkinin langar að kveðja hann með þessu Ijóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.