Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 4

Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 4
4 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Breytingar gerðar sem eiga að bæta kjör örorku- og ellilífeyrisþega Dregið úr tengingn bóta við tekjur maka UM MÁNAÐAMÓTIN verður frítekjumark örorku- og ellilífeyrisþega hækkað ásamt því sem dregið verður úr tengingu bóta við tekjur maka. Þá verður bensínstyrkur til rekstrar ökutækis hreyfihamlaðra hækkaður. Breytingar þessar ná til mörg þúsund manna en kostnaður er um 260 milljón- ir áári. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra, kynnti í gær reglugerð sem felur í sér hækkun á frítekjumörkum öryrkja- og ellilíf- eyrisþega auk þess sem dregið er úr tengingu upphæðar bóta við tekjur maka og taka breytingar þessar gildi um næstu mánaðamót. Almennt frítekjumark ellilífeyrislífeyrisþega verður nú 22.380 krónur á mánuði en var áður 20.916 og frítekjumark ellilífeyris- þega sem á útivinnandi maka verður 44.760 krónur á mánuði en var áður 33.570 krónur. Almennt frítekjum- ark öryrkja verður nú 33.570 krónur á mánuði en var áður 31.375 krónur og almennt frítekjumark öryrkja sem á útivinnandi maka verður 67.140 krónur á mánuði en var áður 50.356 krónur. Kostnaður er áætlað- ur um 180 milljónir kr. á ári. Ráðherra kynnti einnig reglugerð sem felur í sér 24% hækkun á bensín- styrk til rekstrar ökutækis hreyfi- hamlaðra og er hann nú 6.643 krónur á mánuði en var áður 5.343 krónur. 5.600 njóta þessara styrkja nú og verður kostnaður við breytinguna um 80 milljónir króna á ári. Kostnað- ur við reglugerðabreytingamar tvær samanlagt er því áætlaður um 260 til 270 milljónir kr. á ári Ráðherra sagði að með þessari hækkun á frítekjumarki öryrkja og ellilífeyrisþega væri tekið annað skref af tveimur í þá átt að draga úr tengingu bótagreiðslna við tekjur maka. Árið 1998 hafi fyrsta skrefið verið tekið en þá var frítekjumark bótaþega, sem áttu útivinnandi maka, hækkað um 50%. Með þessu skrefi hafi frítekjumarkið hækkað þannig að nú sé það 100% hærra en það var fyrir fyrri breytinguna. Ingibjörg sagði að fyrir tæplega ári hefði verið gerð útekt á vegum Tryggingarstofnunar, af Stefáni Ól- afssyni, þar sem ýmsar staðreyndir hefðu komið í ljós sem unnið væri eft- ir. Til dæmis hefði komið í ljós að staða ellilífeyrisþega og örorkulífeyr- isþega værí mjög ólík. „Við erum með gott kerfi. En það eru nokkuð margir í þjóðfélagi okkar sem við þurfum að bæta verulega tekjur hjá. Það erum við að gera með þessu skrefi. En við erum að gera meira, við erum að endurskoða al- mannatryggingakerfið og sam- kvæmt stjómarsáttmála, sem gerður var fyrir rúmu ári, ætlum við að taka sérstaklega tillit til þeirra sem minnstar tekjur hafa,“ sagði Ingi- björg. Hún sagði einnig að nefnd sem þá hafi verið sett á laggirnar á vegum ríkisstjórnarinnar muni skila niður- stöðum sínum nú í haust. „Þannig að þetta skref sem við er- um að taka er bara eitt af mörgum. Þetta er bara komma og það er eng- inn punktur við þessa kommu,“ sagði Ingibjörg. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, sagði að þrátt fyrir að almannatrygginga- kerfið hér á landi væri býsna gott, væri ljóst að sumir byggju samt sem áður við erfið skilyrði. Þessar breyt- ingar væru skref í átt til þess að bæta kjör þeirra. Hann sagði hækkunina á frítekjumarki vegna bóta og breyt- ingarnar á tengingu bóta við tekjur maka myndu hækka bætur um 3.500 einstaklinga, 2.000 öryrkja og 1.500 ellilífeyrisþega. Tekjutrygging hækkar jafnvel um tugþúsundir króna á ári Með breytingum þessum getur tekjutrygging örorku- og ellilífeyris- þega, sem eiga útivinnandi maka, hækkað töluvert. Ef tekið er dæmi af ellilífeyrisþega sem á útivinnandi maka með 100.000 krónur í mánaðarlaun, hækkar tekju- trygging hans um 22% eða 5.036 krónur á mánuði, úr 23.068 krónum á mánuði í 28.103 krónur og nema við- bótartekjur hans á ári því 60.432 krónum. Tekjutrygging örorkulíf- eyrisþega, sem á útivinnandi maka með 130.000 krónur í mánaðarlaun, hækkar um 27% eða 6.590 krónur á mánuði, úr 24.723 krónum á mánuði í 31.313 og nema viðbótartekjur hans á ári því um 79.080 krónum. Tekjutrygging ellilífeyrisþega, sem á maka sem er útivinnandi og með 170.000 krónur í mánaðarlaun, hækkar um 69%, verður 12.353 krón- ur á mánuði, en var áður 7.317 krón- ur. Viðbótartekjur hans eru því 5.036 krónur á mánuði eða 60.432 krónur á ári. Tekjutrygging örorkulífeyris- þega sem á maka sem er útivinnandi og með 170.000 krónur í mánaðar- laun, hækkar um 48%, verður 23.276 krónur á mánuði, en var áður 15.723 krónur. Viðbótartekjur hans eru því 7.553 krónur á mánuði eða 90.636 krónur á ári. Ofumæfure ftir Erlend Loe er óvenjuleg skáldsaga sem leiftrar af kímni og minnir um margt á 101 HeykjavíkoQ Bjargvættinn í grasinu. Einlæg og bráðskemmtileg frásögn sem vakið hefur mikla athygli víða um lönd og aflað Loe gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu, Noregi. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina. sjaldgæft að rekast á bækur sem eru skrifaðar afjafn miklu kæruleysi og sannfærandi getu I senn..." Huldar Breiðfjörð, Morgunblaðinu • • H jpSk Frítekjumark örorku- og t \ . ellilífeyrisþega hækkar Var Verður Frítekjumark ellilífeyrisþega kr. 20.916 kr. 22.380 Frítekjum. e. sem á útivinnandi maka 33.570 44.760 Frítekjumark öryrkja 31.375 33.570 Frítekjum. ö. sem á útivinnandi maka 50.356 67.140 Finnlands- forseti gaf birkifræ FORSETI Finnlands, Tarja Hal- onen, færði Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta íslands, finnsk birk- ifræ að gjöf og er talið að af þeim eigi að geta sprottið 100 þúsund tré. Forseti íslands afhenti for- ystumönnum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags íslands frægjöfina að Bessastöðum í gær. Finnlandsforseti sagði er hann afhenti forseta Islands gjöfina að hún væri sérstök þjóðargjöf til Is- lendinga og boðaði að henni yrði fylgt eftir með frekari frægjöfum á næstu árum. Kynnti forseti Is- lands þessi fyrirheit um stuðning Finna sem hann sagði hafa komið fram í viðræðum forsetanna. Fræin eru af þremur tegundum birkis, hengibjörk, valbjörk og ilmbjörk, og fylgdi gjöfinni ná- kvæm skrá um það hvar fræjun- um var safnað. Morgunblaðið/Kristinn Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir forystumönnum skógræktarmála frægjöf Finnlandsforseta. TF-LÍF sótti sjiíkaii sjómann 150 sjdmflur á haf út • • Oldugangur og lítið skyggni við togarann LANDHELGISGÆSLAN er tU- neydd til að skorast undan sjúkra- og björgunarflugi á þyrlum sínum á hverjum vetri þegar veðuraðstæður eru með þeim hætti að áhöfn er hætta búin að fara í flug. Rætt er um það innan Landhelgisgæslunnar að áhafnir fái nætursjónauka en það gerði þeim kleift að fljúga við skil- yrði sem ekki er hægt að fljúga við núna. Torben Lund var stýrimaður um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelg- isgæslunnar, sem fór í langflug í fyrrinótt að sækja sjúkan sjómann um borð í togarann Badminton. Hann segir að nætursjónaukar hefðu komið sér vel í þessu flugi. Togarinn var staddur 140 sjómíl- ur suð-suðvestur af Vestmannaeyj- um og nálægt 230 sjómílur frá Reykjavík. Flugið tók um fimm og hálfan tíma fram og til baka og nægði að fylla eldsneytistankinn í Reykjavík. „Það var búið að vera rok allan daginn og var enn þá úti af landinu, nálægt 10-13 metrar á sek- úndu þar sem skipið var statt. Þar var líka talsverð kvika og skipið lét ófríðlega. Enginn sjóndeildarhringur Við förum helst ekki í þessi lang- flug nema að fá fylgdarflugvél og TF-SÝN fylgdi okkur og sá um fjarskipti. Um borð í flugvélinni var spænskumælandi flugvirki, Jón Tómas Vilhjálmsson, og sá hann um samskipti við áhöfn togarans,“ sagði Torben. Hann sagði að þetta hefði verið mikil aðgerð og tóku þátt í henni a.m.k. tíu manns í flugvél og þyrlu auk mannskaps á stjórnstöð Land- helgisgæslunnar. Beiðni barst Landhelgisgæslunni kl. 19.30 frá fjarlækningamiðstöð í Madrid á Spáni um að ná í sjúkan mann um borð í skipið svo fljótt sem auðið væri. Þyrlan var yfir togaran- um, sem heitir Badminton og er frá Belize, klukkan 23:20. Nokkuð erfið- lega gekk á ná sjúklingnum um borð enda aðstæður erfiðar vegna mikils veltings á skipinu. Klukkan 23:55 var sjúklingurinn kominn um borð í þyrluna og héldu vélarnar þegar til Reykjavíkur og lenti þyrlan klukkan 01:23. Torben sagði að flugið hefði geng- ið vel en það væri alltaf erfitt að at- hafna sig í myrkri. Mikill öldugang- ur var þar sem skipið var statt. „Maður sér bara skipið og það veltur en engan sjóndeildarhring. Skipið er þá viðmiðunarpunkturinn og þegar hann er á fleygiferð getur þetta orð- ið dálítið erfitt," segir Torben. Sjómaðurinn var uppistandandi á dekkinu og var nógu hress til að vera hífður upp í björgunarlykkju. Torben sagði að það hefði bjargað málum því það hefði getað reynst erfitt að ná honum upp í börum. „Það er erfitt að leggja sig út í svona langflug í myrkri þegar skyggnið er ekki neitt. Þetta er ekk- ert tilhlökkunarefni. Það er núna verið að skoða nætursjónauka sem festir eru á hjálmana. Ef við fáum þennan búnað á það eftir að breyta miklu fyrir okkur," segir Torben. Hann segir að nætursjónaukar yrðu til stórkostlega bóta út frá ör- yggissjónarmiði. Það væri ekki svo slæmt að athafna sig í miklum öld- ugangi þegar menn hafa viðmiðanir af sjóndeildarhringnum og öldun- um. „Þjónusta okkar myndi aukast að næturlagi hefðum við þennan búnað. Það kemur núna oft fyrir að við þurfum að aflýsa flugi vegna myrkurs. Við getum ekki farið í kolniðamyrkri og úrkomu inn á landið yfir vetrartímann. Það er stórhættulegt. Við slíkar aðstæður sjáum við ekkert og getum lent á fjallshlíð eða rafstrengjum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.