Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 29

Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 29 Hollusta hófdrykkju Hreinsar æðar Reuters Áhrif áfengis á verkun lyfja gætu reynst verri en hugsanlegir kostir hófdrykkjunnar. HÓFLEG neysla áfengis kann að stöðva, og jafnvel hreinsa burt fitu sem safnast fyrir í æðum og er lielsta orsök hjartasjúkdóma. Er þetta niðurstaða nýrrar rann- sóknar sem greint var frá í kana- diska dagblaðinu The Globe and Mail nýverið. Yísindamenn hafa löngum vit- að að þeim sem neyta áfengis í hófi er síður hætt við hjartasjúk- dómum, jafnvel þótt þeir neyti mjög fituríkrar fæðu. Hefur þetta verið nefnt franska þver- sögnin, því Frakkar neyta marg- ir kólesterólríks matar en hjarta- sjúkdómar eru mun óalgengari í Frakklandi en Bandaríkjunum. Hefur þessi munur verið talinn tengjast víni. I nýlegu hefti læknaritsins Alcohol: Clinical and Experíment- aI Research greinir hópur faraldsfræðinga við Háskólann í Illinois í Chicago frá því að það sé sjálft alkóhólið sem veiti vemd. Telja vísindamennimir að alkóhólið hafi áhrif á framleiðslu líkamans á cytokínum, sem leiði til ónæmisviðbragða er dragi úr hættunni á að æðar stíflist. Cytok- ín em prótín sem nefnd hafa ver- ið sendiboðar ónæmiskerfisins. Dr. Eugene Emeson, sem stjórnaði rannsókninni, segist telja að er fram líði stundir verði unnt að kalla fram þessi áhrif án þess að nota alkóhól. Þá væri hægt að búa til lyf til þess að meðhöndla eða koma í veg fyrir að fita safnist upp í æðum. í sama hefti læknaritsins segir dr. Sam Zakhari, framkvæmda- stjóri bandarískrar stofnunar er rannsakar áfengissýki og mis- notkun áfengis (U.S. National Institute on Alcohol Abuse and Alcoholism), að fara verði var- lega í að túlka niðurstöður rann- sóknarinnar. Þar eð hjartasjúkdómar em óalgengir hjá körlum yngri en 35 ára og konum yngri en 50 ára njóti ungt fólk að engu leyti góðs af áfengisneyslu. Auk þess eigi fólk, sem þarf að taka lyf - eink- um eldra fólk - á hættu að áfeng- isneyslan hafi áhrif á verkan lyíj'- anna og gæti það haft mun verri áhrif en hugsanlegir kostir áfengisneyslunnar. Lj ósmynd/Reuters Kúbveijarnir Reinaldo Cuellar (t.v.) og Roman Marrero fá sér reyk. Nikótínnauð á nokkrum dögum London. Reuters. Nýtt lyf sem slær á nikótíhlöngun Hefur reynst áhrifaríkt ÞAÐ kann að taka einungis fáeina daga að verða háður nikótíni eftir að maður byrjar að reykja og verið get- ur að nauðin taki völdin eftir aðeins nokkrar sígarettur, að því er vísinda- menn greindu nýverið frá. Stangast þetta á við það sem áður hefur verið talið, þ.e. að nikótínnauð nái smám saman tökum á reykingamönnum. í niðurstöðum rannsóknar vís- indamanna við Háskólann í Massa- chusetts og læknadeild Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum, er birtust í ritinu Tobacco Control, segir að „fyrstu einkenni nikótínnauðar" kunni að koma í ljós aðeins nokkrum dögum eða vikum eftir að byrjað er að reykja öðru hvoru og „oft áður en farið er að reykja á hverjum degi“. Rannsakaðar voru reykingar um 700 bandarískra táninga á aldrinum tólf til þrettán ára og kom í ljós að 95 þeirra reyktu að minnsta kosti eina sígarettu á mánuði. Af þessum 95 kváðust fimm hafa farið að finna fyr- ir einkennum nikótínfíknar eftir inn- an við mánuð frá því að þeir byrjuðu að reykja og 16 fóru að finna fyrir einkennum eftir innan við hálfan mánuð, að því er einn vísindamann- anna, Joseph DiFranza, tjáði Reut- ers. Alls sögðust 60 táninganna hafa fundið fyrir einu eða fleiri ein- kennum nikótínnauðar. Þrjátíu og sjö af þeim hópi sögðust hafa fundið fyrir fyrstu einkennunum áður en þeir fóru að reykja daglega eða byrj- uðu að reykja á hverjum degi eftir að hafa farið að finna til nauðar. Vísindamennirnir sögðu að til- raunir á músum sýndu að fjöldi nikótínmóttakara í heilanum eykst hratt strax eftir að annar skammtur- inn af nikótíni hefur verið gefinn og geri þetta að verkum að nauð geti þróast hratt. Vísindamennirnir geta sér þess enn fremur til, að flokka megi fólk i þijá hópa í ljósi nauðar þess í nikótín. í fyrsta lagi séu þeir sem ánetjist hratt, í öðru lagi þeir sem ánetjist hægt og í þriðja lagi þeir sem séu ónæmir fyrir nikótín- nauð. FYRSTA lyfið sem hefur þau áhrif að löngun reykingamanna í tóbak minnkar eða hverfur er komið á markað á Islandi. Lyfið heitir Zyb- an en virka innihaldsefnið buprop- ion. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, segir lyfið áhrifaríkt og að kostir þess að losna við reykingar og nik- ótínnauð vegi upp hugsanlegar aukaverkanir. „Auk þess getur Zyban stuðlað að því að þeir sem reykja öðlist betri aðgang að þeirri auknu þekkingu sem komið hefur fram á síðustu árum um eðli og or- sakir reykinga. Að skilgreina nikó- tínnauð sem sjúkdóm er ekki leng- ur umdeilt og tök heilbrigðisstétta á vandamálinu eru markvissari þegar báðum aðilum er ljóst frá byrjun að um er að ræða langvinn- an sjúkdóm þar sem stuttur með- ferðarhnykkur í bjartsýnisvímu á ekki við,“ segir hann. Verkun ekki með vissu þekkt Hormónið dópamín losnar úr taugaendum i heila þegar tóbaks er neytt og með endurteknum reyk- ingum verður þetta aukna magn hormónsins hið „eðlilega“ ástand heilans. „Dópamín losnar m.a. þeg- ar fólk hefur borðað góðan mat í hópi vina og þegar kynlíf er stund- að og veldur velliðan,“ segir Þor- steinn. „Hormónið losnar í mun meira magni þegar nikótíns er neytt.“ Dópamínstyrkurinn fellur á milli þess sem reykt er og við það fær reykingamaðurinn fráhvarfsein- kenni og löngunin i nikótín vaknar. Ekki er vitað með vissu á hvern hátt lyfið dregur úr tóbakslöngun. Þó er vitað að Zyban kemur í veg fyrir endurupptöku dópamíns í taugaendunum og er talið líklegt að í því sé galdurinn fólginn. Breyt- ingar á magni enn annars hormóns, svonefnds nóradrenalíns, eru taldar minnka fráhvarfseinkenni. Áhrifa lyfsins fer að gæta um viku eftir að byrjað er að nota það og er reykingafólki því ráðlagt að byrja að taka það inn í a.m.k. 7 daga áður en það haéttir alveg að reykja. Niðurgreitt í Bretlandi Áhrif lyfsins á taugakerfið eru háð lyfjaskammtinum sem tekinn er þannig að líkur á aukaverkunum aukast með stærri skammti. Helstu aukaverkanir eru þær sömu og af ýmsum þunglyndislyfjum, svo sem munnþurrkur og svefnleysi. Sjald- gæfari aukaverkanir eru maga- verkir, truflun á einbeitingu, hroll- ur, höfuðverkur, svimi og sviti. Auk þess hefur lyfið áhrif á verkun ým- issa annaira lyija t.d. annarra þunglyndislyfja og sumra hjarta- lyfja. „Hægt er að minna líkur á svefntruflunum m.þ.a. taka seinni töfluna af þeim tveimur sem teknar eru inn dag hvern 1-2 tímum fyrr,“ segir Þorsteinn. Töflurnar eru hannaðar þannig að lyfjaefnið losn- ar hægt út í blóðið og segir Þor- steinn að það minnki líkur á auka- verkunum á borð við krampa. „Þeir sem hafa sögu um krampa eða eru flogaveikir mega ekki nota lyfið.“ Tímaritið British Journal of Medicine birti í fyrra niðurstöður úr samanburðarrannsókn sem gerð var á lyfinu, lyfleysu og nikótínlyfj- um. Þegar eitt ár var liðið frá því að rannsóknin hófst voru 30,3% þeirra sem fengu lyfið enn reyk- laus en rúmlega 15% þeirra sem fengu platlyf og ríflega 16% þeirra sem fengu nikótínplástur. Rann- sóknin var tvíblind og voru þátttak- endur 893 reykingamenn. Árang- urinn var mældur m.þ.a. miða við þá sem voru í reykbindindi á hveij- um fylgitíma en ekki sem samfellt reykbindindi. Heimilislæknir í Bretlandi segir í bréfi, sem hann sendi tímaritinu í sumar skömmu eftir að lyfið fékk markaðsleyfi í Bretlandi, að þátttakendurnir hefðu fengið mjög mikla ráðgjöf meðan á rannsókninni stóð, m.a. í formi einkaviðtala og símaviðtala. Dregur hann mjög í efa að hægt sé að veita almenningi sömu þjónustu og að þess vegna sé ekki von til þess að árangurinn verði eins góð- ur og rannsóknin gefi til kynna. Hann telur að nýja lyfið gæti vel reynst góð viðbót við þær aðferðir sem til eru en viðrar um leið þá skoðun sina að aukaverkanir á borð við krampa sé vart hægt að þola þegar „lífsstílslyf“, eins og hann orðar það, á borð við þetta er ann- ars vegar. Zyban er lyfseðilsskylt. Segir Þorsteinn að mánaðarskammtur af lyfinu kosti 9.000 krónur hér á landi en um 600 krónur í Bretlandi, þar er lyfið niðurgreitt til að stuðla að reykbindindi sem allra flestra. n v v c y s 1 ij n n v r ný verslun í Faxafeni 9 s_t_a ö_u_r n v i a r v n r u r n v r s t í 1 1 l o p 1 F a x inni iö laugardag 10 - afeni 9 • s í m i 551 1 1 6 0 8 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.