Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 218. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spenna fer vax- andi í Júgóslavíu Belgrad, Nis, Zagreb. AFP, AP, Reuters. STJÓRNARANDSTAÐAN í Júgó- slavíu hafnaði í gær þeirri fuliyrð- ingu aðstoðarforsætisráðherrans Momirs Bulatovic að hver sem úrslit kosninganna á sunnudag yrðu, hefði Slobodan Milosevic stjómarskrár- varinn rétt til að sitja áfram í for- setaembætti þar til kjörtímabil hans rennur út um mitt næsta ár. Spenna fer vaxandi í landinu, þar sem marg- ir óttast að Milosevic muni lýsa yfir sigri í kosningunum, hvemig sem at- kvæði falla. Vojislav Kostunica, forseta- frambjóðandi kosningabandalags stjómarandstöðunnar, sagði að það væri sér vissulega gleðiefni ef túlka mætti yfirlýsingu Bulatovic sem mat hans á því hver úrslit kosninganna yrðu. Zoran Djindjic, einn af leiðtogum stjómarandstöðunnar, tók í sama streng og sagði að yfirlýsing Bulat- ovic væri til marks um hræðslu stjómarflokkanna við yfirvofandi ósigur. Lög í Júgóslavíu gera ráð íyrir að forseti sverji embættiseið innan fimmtán daga frá kjöri. „Hvemig getur eitt land haft tvo for- seta,“ spurði Djindjic, „en alltvirðist reyndar vera hægt í þessu landi.“ Áðstoðarforsætisráðherrann, sem er náinn stuðningsmaður forsetans, fullyrti einnig að þó Milosevic biði lægri hlut hefði hann rétt til að til- nefna forsætisráðherra nýrrar ríkis- stjórnar, en Djindjie sagði það alger- lega fráleitt. Eftirlitsmenn ESB fá ekki vegabréfsáritanir Margir embættismenn og stjóm- málamenn á Vesturlöndum hafa lýst efasemdum um að kosningarnar fari fram á heiðarlegan hátt. Evrópu- Öttast að Milosevic lýsi yfír sigri hver sem úrslitin verða sambandið hafði áformað að senda eftirlitsnefndir til að fylgjast með framkvæmd kosninganna, en í gær varð ljóst að af því yrði ekki, þar sem eftirlitsmönnunum vom ekki veittar vegabréfsáritanir til Júgóslavíu. Chris Patten, sem fer með utan- ríkismál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, sagði í gær að margt benti til þess að Milosevic myndi ekki lúta úrslitum kosning- anna, ef þau yrðu stjórninni í óhag. Kvaðst hann draga í efa að lýðræðis- legir stjórnarhættir hefðu fest sig í sessi í Júgóslavíu. Serbneska rétttrúnaðarkirkjan hvatti stjórnvöld í landinu í gær til að sætta sig við úrslitin og reyna ekki að hagræða þeim, þar sem jpað gæti leitt til blóðbaðs í landinu. Bíllaus dag- ur í nærri 800 borgum DAGURINN í gær var yfírlýstur einkabílalaus dagur í um 800 evrópskum borgum og bæjum, þar á meðal Reykjavík. Hér skemmta listamenn fótgangandi vegfarend- um í miðborg Aþenu í tilefni dags- ins. Margot Wallström, sem fer með umhverfísmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði að bíllausi dagurinn gæti komið almenningi á bragðið með að bíllausar miðborgargötur væru eftirsóknarverðar og skapað þannig þrýsting á yfírvöld að koma á varanlegum takmörkun- um á slíka umferð. Samtök bíleig- enda sögðu hins vegar aðgerðir af þessu tagi fánýtar. Bandaríkiii Gripið til neyðar- forðans Washington. AP, Kcuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti heimilaði í gær, að teknir yrðu 30 milljarðar tunna af olíu úr olíu- neyðarbirgðum landsins. Bandaríski orkumálaráðherrann Bill Richard- son vísaði til hugs- anlegrar hús- hitunarkreppu. „Við verðum að sjá til þess að hlýtt verði á bandarísk- um heimilum í vet- ur,“ sagði ráðherr- ann; nú væri rétti tíminn að grípa til aðgerða. Tilgang- urinn væri ekki að hafa áhrif á verðmyndun olíu heldur forða húshitunarorkukreppu. HeOd- arbirgðir tO húshitunar í landinu væru nú 19% minni en á sama tíma í fyrra. Richardson tOkynnti um þessa ákvörðun daginn eftir að A1 Gore varaforseti og forsetaframbjóðandi demókrata hvatti til þess að hluti neyðarbirgða landsins yrði nýttur nú, en þetta er í annað sinn í sögunni sem ákveðið hefur verið að grípa til neyðarbirgða til þess að bregðast við orkukreppu. George W. Bush, forsetafram- bjóðandi repúblikana, og stjórnvöld Sádí-Arabíu, forysturíkis OPEC-ol- íuframleiðsluríkjanna, gagnrýndu ákvörðunina. Bush sagði hana greinilega „kosningabrellu, gerða eftir pöntun frá A1 Gore“. A kosningafundi á Flórída sagði Bush neyðarolíubirgðir ríkisins vera til þess að bregðast við raunverulegu neyðarástandi, svo sem af völdum stríðs, en ekki til að hafa áhrif á markaðinn. Danmörk goður fjárfestingarkost- ur án evrunnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ERLEND stórfyrirtæki ætla að halda áfram að fjárfesta í Dan- mörku þó að aðild að evrópska myntbandalaginu verði hafnað. Sum þeirra búast við óróleika á mörkuðum fyrst eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 28. september nk., ef andstæðingar evrunnar hafa betur, en telja að ef gengi dönsku krónunnar verði áfram tengt evrunni muni fljótlega kom- ast á stöðugleiki aftur. Þetta kemur fram í viðtölum dagblaðsins Berlingske Tidende við fulltrúa banka og alþjóðafyrir- tækja. Aðalhagfræðingur danska bankans Unibank segir að stað- setning hafi mikið að segja varð- andi fjárfestingar og Danmörk sé á vaxtarsvæði við Eystrasaltið. Starfsbróðir hans hjá þýskum banka bendir á að Nokia sé að færa út kvíarnar í Kaupmanna- höfn, fyrst og fremst vegna þess að þar sé að finna hæft starfsfólk. Danska ríkisstjómin reynir nú að vinna kjósendur tO liðs við evr- una með því að lýsa jákvæðum efnahagslegum áhrifum aðOdar að myntbandalaginu og með svartsýnisspám um framtíðina án hennar. Erfiðlega hefur þó gengið að fá stjómendur fyrirtækja til að taka undir þennan málflutning, og flestir þeirra hafa neitað að beita sér fyrir evrunni opinberlega. Vilja „bíða og sjá“ Hópur fyrirtækjastjómenda víða að úr landinu hefur meira að segja bundist samtökum gegn evrunni. Þeir segja að Danir eigi að hafna aðild nú og sjá hvað Bretar og Sviar gera, því hægt sé að ganga í myntbandalagið síðar, en nánast útOokað að ganga úr því ef aðild verður samþykkt strax. ■ Viðbúnir árás/24 Bandaríski seðlabankinn tekur þátt í að styrkja evruna Efast um varanleg áhrif inngripsaðgerða Berlfn, Lundúnum. AP, AFP. EVRAN, sameiginlega Evrópu- myntin sem stöðugt hefur verið að lækka í verðgildi gagnvart Banda- ríkjadoUar að undanfómu, styrktist ögn í gær, er hinn áhrifamikli seðla- banki Bandaríkjanna lagðist á sveif með systurstofnunum í Evrópu, Jap- an og fleiri ríkjum sem álíta þróunma á hinum alþjóðlegu gjaldeyrismörk- uðum skaðlega. I fyrstu skOuðu inngripsaðgerðir seðlabankanna þeim árangri, að gengi evrunnar hækkaði um meira en 5% gagnvart dollaranum, en síðan leitaði það fljótlega nánast í sama horf. Markaðssérfræðingar sögðu þetta sýna, að áhrif aðgerða seðlabankanna, sem varla eiga sér hliðstæðu í sögunni, yrðu tæpast var- anleg. Þær urðu þó tíl þess, að hluta- bréfagengi í kauphöOum Evrópu náði sér á strik eftir að hafa lækkað í byrj- un viðskipta í gær. Helztu vísitölum- ar, Euro Stoxx, DAX, FTSE-100 og CAC-40, stóðu svo að segja í stað. Sú staðreynd, að bandaríski seðla- bankinn greip líka inn í viðskipti með evruna, hafði mikið að segja fyrir áhrif aðgerðanna - sem Seðlabanki Evrópu hefur borið hitann og þung- ann af - einkum með tOliti tO þess að bandaríski bankinn gerði þetta skömmu fyrir forsetakosningarnar vestra og sérfræðingar höfðu talið að stjórnendur bankans kysu að skipta sér ekki af gengi evrunnar vegna mögulegra pólitískra afleiðinga slíkra afskipta. Kom á óvart Evrópskir bankamenn, þar á með- al Hans Tietmeyer, fyrrverandi bankastjóri þýzka seðlabankans, sögðu einnig að hinar samræmdu inn- gripsaðgerðir peningamálayfirvalda svo margra landa styrktu fullyrðing- ar þeirra um að gjaldeyrismarkað- imir vanmætu evruna. Verðgildi Evrópumyntarinnar náði nýju lágmarki sl. miðvikudag, þegar gengi hennar fór niður fyrir 0,85 doll- ara. Gengið hækkaði tímabundið í gær upp fyrir 90 sent, en náði síðan jafnvægi í kringum 88 sent. Afskiptí seðlabankanna kom mörkuðunum á óvart, þar sem ekki hafði verið búizt við neinu slíku fyrr en eftfr fund seðlabankastjóra sjö helztu iðnríkja heims, sem fram fer í Prag í dag. Markaðsrýnar sögðu inngripsað- gerðirnar ekki munu skOa varanleg- um árangri í að styrkja evruna nema þær héldu áfram fram í næstu viku. ■ Sameiginlegt átak/20 MORGUNBLAÐH) 23. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.