Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐÍÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Biðröð við íslenska skálann í gærmorgnn. Heimssýningin Danfoss vill kaupa íslenska skálann DANSKA stórfyrirtekið Danfoss hcfur mikinn áhuga á að kaupa ís- lenska skálann á EXPO-heimssýn- ingunni í Hannover í Þýskalandi og setja hann upp við höfuðstöðvar sfnar í Nordborg í Danmörku. Við- ræður hafa þegar farið fram um kaupin. Sýningunni í Hannover lýk- ur 31. október og þá þarf að fjar- lægja skálann sem stendur á svæði sem ætlað er sem bílastæði. Að sögn Martins Kundsen hjá Danfoss hefur fyrirtækið mikinn áhuga á að kaupa húsið, en enn hef- ur ekki verið gengið frá kaupunum. Viðræður standa yfir. Hann segir að ef samningar nást verði skálinn fluttur til Nordborg og þar yrði hann sýningarhús fyrir framleiðslu fyrirtækisins. Skálinn er byggður þannig að auðvelt er að taka hann niður og færa hann úr stað. Islenski skálinn er blár risa- kubbur úr stálgrind, 23x23 metrar að flatarmáli og 19 metrar á hæð. Hann er klæddur bláum plastdúk og glærum þar yfir og rennur vatn af þaki skálans. Vatn er meginþema fslenska skálans. Það á vel við hjá Danfoss sem framleiðir hitastilla og fleira fyrir vatnskerfi húsa. Skálinn hefur vakið mikla athygli gesta á heimssýningunni í Hann- over og hafa nú 3,2 milljónir manna heimsótt hann frá opnun sýningar- innar 1. júní í sumar. Breytingar gerðar á starfsskipulagi Akraneskaupstaðar Þrjú ný svið sett á stofn BÆJARRÁÐ Akraness hefur sam- þykkt að leggja til við bæjarstjórn að gerðar verði breytingar á skip- uriti Akraneskaupstaðar, bæjar- málasamþykkt og reglugerðum Akranesveitu og Andakflsárvirkj- unar. Meginefni breytinganna er að stofnuð verði þrjú svið, fjár- mála- og stjórnsýslusvið, tækni- og umhverfissvið og fyrirtækjasvið. Tillagan gerir ráð fyrir að undir fjármála- og stjórnsýslusvið sam- einist fjármál, starfsmannamál og kaupstaðarins. Gert er ráð fyrir að undir tækni- og umhverfissvið sameinist í einni deild starfsemi sem tilheyrt hefur framkvæmda- og tæknisviði Akranesveitu, bygg- inga- og skipulagsfulltrúa og garðyrkjustjóra. Þá gerir tillagan ráð fyrir að undir fyrirtækjasvið heyri m.a. starfsemi Akranesveitu og Gámu, Andakílsárvirkjun, þjón- usta við Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar o.fl. Stefnt að aukinni skilvirkni í greinargerð með tillögunni segir að megininntak breytinganna sé að einfalda stjórnsýsluna, gera einingar hennar sterkari, skilvirk- ari og hagkvæmari en um leið bæta þjónustu við íbúana. Ekki er gert ráð fyrir breyting- um á sviðum annarra málaflokka undir bæjarsjóði. Fjárhag þeirra stofnana sem breytingarnar varða verður áfram haldið aðskildum eins og lög kveða á um. Nýjum sviðum koma til með að stýra sviðsstjórar sem heyra undir bæj- arstjóra. Mál þetta hefur verið kynnt fyr- ir starfsmönnum bæjarins. Tillag- an verður rædd í bæjarstjórn nk. þriðjudag. Við afgreiðslu málsins í bæjar- ráði lét Gunnar Sigurðsson, oddviti minnihlutans, bóka að það bæri vott um tillitsleysi meirihlutans að hafa ekki minnihlutann með í ráð- um. Áður en hægt sé að taka efnis- lega afstöðu til málsins þurfi að fást svör við því hvaða fjárhagslegi ávinningur sé af þessum stjórn- kerfisbreytingum og hvaða breyt- ingar verði í starfsmannahaldi. Rannsóknir Gunnars Guðmundssonar læknis Auka mj ög skilning á bólguferli heysóttar NIÐURSTOÐUR nýrra rann- sókna Gunnars Guðmundssonar læknis á heysótt, sem fyrst var lýst í heiminum á íslandi árið 1790, þykja auka mjög skilning á því bólguferli sem fylgir sóttinni. Fyrir vikið er hægt að beita markvissari lyfjameðferð gegn sjúkdómnum og jafnframt eykur skilningur á þessu tiltekna ferli til muna þekkingu á bólgu- myndun almennt. Heysóttin er viðfangsefni dokt- orsritgerðar Gunnars, „Cytokines in Hypersensitivity Pneumonitis", sem læknadeild Háskóla íslands hefur metið hæfa til doktorsprófs. Doktorsvörnin fer fram eftir viku, laugardaginn 30. september. Ranglega var sagt í Morgunblað- inu í gær að hún færi fram í dag, og er beðist velvirðingar á því. Heysóttin er að sögn Gunnars sjúkdómur sem leggst einkum á bændur. Honum valda dauðar hita- kærar bakteríur, sem vaxið hafa í illa þurrkuðu heyi og þyrlast upp þegar heyið er gefið og berast þannig ofan í lungu. Eru sjúk- dómseinkennin hósti, mæði og hiti sem kemur nokkrum klukkustundum eftir heygjöf. Gunnar segir að fyrr á öldum, þegar tíðarfar var erfitt á íslandi, hafi verið algengt að hey myglaði í hlöðum bænda. Eftir að farið hafi verið að nota stórar heyrúllur hafi verkun heysins hins vegar breyst og því sé sjúkdómurinn að mestu horfinn hjá bændum á íslandi. Gunnar tekur fram að sú þróun sé sann- arlega gleðileg enda hafi heysóttin getað leitt til varanlegrar örörku hjá sumum. Það breyti þó ekki því að mikilvægt hafi verið að rannsaka bólguferlið í lungun- um, sem fylgir sjúk- dómnum, en það ferli var ekki eins vel kannað og sjúkdóms- einkennin sjálf. Rannsóknin fór þannig fram að sjúkdómurinn var framkallaður í músum en einnig voru notaðar ræktaðar frumur í tilraunaglös- um. Kannaður var þáttur efna sem bera boð milli frumna og nefnast frumuhvatar. Bólgusvör- unin getur verið af Thl-gerð eða Th2-gerð og fer það eftir þvi hvaða frumuhvata frumurnar losa til að miðla boðum. Sýna rannsóknir Gunnars fram á að bólgusvörun í heysótt er fyrst og fremst af Thl-gerð og að Th2-svörun dregur úr bólgusvör- uninni. Ennfremur að hafi við- komandi haft fyrir veirusýkingu í öndunarvegi, t.d. kvef, geti það gert heysóttina mun verri. Hjálpa niðurstöðurnar almennt til við að skilgreina betur bólguferlið sem fram fer í heysótt, eins og áður kom fram. Doktorsvörn Gunnars fer fram í hátíðarsal Háskóla íslands laug- ardaginn 30. september og hefst kl. 14. Gunnar Guðmundsson Ökumaður dæmdur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum Lögreglan elti mann- innum 100 km langa leið HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær 24 ára gamlan mann í tveggja mánaða fangelsi, sem er skil- orðsbundið í tvö ár, fyrir brot á um- ferðar- og hegningarlögum. Þann 21 apríl sl. ók maðurinn ölvaður rúmlega 100 km leið frá Þorlákshöfn og að Gullfossi og neitaði að stöðva þó að lögreglan elti hann alla leiðina, þann- ig stofnaði hann fjölda manna í hættu með akstri sínum en hann ók leiðina á 100 til 140 km hraða, að mati dómsins. Auk þess að fá skilorðsbundinn fangelsisdóm missti maðurinn öku- réttindi í tvö ár og er honum enn frem- ur gert að greiða 125 þúsund króna sekt sem og allan sakarkostnað. Eins og áður sagði reyndi maður- inn að stinga lögregluna af eftir að hún reyndi að stöðva hann við Þrengslaveg og ók hann bæði óvar- lega og of hratt miðað við aðstæður og án þess að hafa beltin spennt. Maðurinn ók á allt að 140 km hraða og á Suðurlandsveginum var hann m.a. næstum búinn að aka á mann sem var að skipta um dekk á bifreið sinni en vitni sögðu að um einn metri hefði skilið manninn og bfllinn að þeg- ar hann ók fram þjá. Vítaverður akstur Olvaði ökumaðurinn braut einnig fjölda umferðarlagabrota. Hann virti ekki stöðvunarskyldur, ók á köflum á röngum vegarhelmingi, tók fram úr öðrum bílum þar sem slíkt var bann- að, m.a. á bhndhæð o.fl. Maðurinn stöðvaði loks bilreið sína á bílastæð- inu við Gullfoss. I niðurstöðum dómsins segir að akstur hins ákærða hafi verið víta- verður. Hann hafi á yfir 100 km langri leið sí og æ stofnað talsverðum fjölda manna í sérstaka hættu, auk þeirrar hættu sem hann skapaði sér og öðr- um með því að aka undir talsverðum áfengisáhrifum. Það var Jón Finn- bjömsson héraðsdómari sem kvað upp dóminn. ----------------- Þjófar sækja í staði þar sem tölvur og tæki er að finna MENNIRNIR sem brutust inn í Háskólann sl. miðvikudag og voru handsamaðir skömmu síðar hafa gengist við verknaðinum. Þeir hafa báðir marg oft komið við sögu hjá lögreglu og er talið að þeir hafi ætlað að fjármagna fíkniefna- neyslu sína með þvi að selja þýfið- Mennirnir ganga nú lausir og bíða dóms vegna þessa máls og annarra mála. Meðal þess sem þeir tóku voru fistölvur, skjávarpi sem kostar um hálfa milljón króna og fleira. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu sækjast innbrotsþjófar mjög eftir að stela fistölvum sem auðvelt er að koma í verð. Mikil verðmæti eru í tækjum af þessu tagi og sækja innbrotsþjófar á staði þar sem slíkan búnað er að finna. Hluti þýfisins fannst í bflnum sem þeir reyndu að komast undan á og einnig var talsverður hluti þess í stafla innandyra í Háskólan- um. Allt þýfið náðist, tæki og fjár- munir sem þeir höfðu undir hönd- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.