Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 19 Carlsberg hyggst stofna líftækni- fyrirtæki Ósló. Morgunblaöið. DANSKA brugghúsið Carlsberg leitar nú að samstarfsfyrirtækjum í þeim tilgangi að nýta þekkingu Carlsberg á líftækni. Markmiðið er að stofna líftæknifyrirtæki, að því er Politiken greinir frá. Leitin að samstarfsfyrirtækjum er nú hafin og vonast forsvarsmenn Carlsberg til að geta stofnað eitt eða fleiri fyrirtæki á sviði líftækni sem síðar yrðu seld. „Mikil þekking er innan fyrirtæk- isins, t.d. á eiginleikum gers og byggs, sem er æskilegt að markaðs- setja,“ segir Flemming Lindelov, forstjóri Carlsberg. Um 150 vísinda- menn starfa hjá fyrirtækinu og seg- ir Lindelov að þekking þeirra á fleiru en geri og byggi muni einnig nýtast innan líftæknifyrirtækis þeg- ar fram í sækir. Carlsberg hefur allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1876 leynt öllum upplýsingum um ölgerðina mjög vel. Nú sjá forsvarsmenn fyrirtækisins aftur á móti möguleika á að nýta upplýsingarnar til verðmætasköp- unar, að því er segir í Politiken. Nokkur lítil líftæknifyrirtæki hafa bréf sín skráð í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn og fleiri undirbúa skráningu. í Politiken segir að þessi fyrirtæki hafi selt hlutabréf fyrir margar milljónir án þess að hafa sýnt árangur. „En möguleikar Carlsberg á að ná árangri á mark- aðnum eru mun meiri þar sem þró- unarvinna innan fyrirtækisins er svo Hörð sam- keppni í útgáfu gulra síðna Ósló. Morgunblaðið. HLUTABRÉF dótturfélags sænska fjarskiptafyrirtækisins Telia, Eniro AB, verða skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi í október. Um er að ræða fyrirtæki sem m.a. gefur út síma- skrár auk upplýsingabóka og -bækl- inga af ýmsu tagi. Einnig rekur fyrir- tækið upplýsingaþjónustu á Netinu. Telia mun selja 50,1% af 150 millj- ónum hluta í Eniro. Hlutabréfaút- boðið fer fram í lok september og verða bréfin skráð 10. október. Tekjur Eniro jukust um 20% á milli áranna 1998 og 1999 og nam hagnað- ur síðasta árs um 6,5 milljörðum ís- lenskra króna. Að sögn vefmiðilsins digitoday.no getur þessi hagnaður þurrkast út ef nýleg áform Tele Danmark ganga eftir. Dagens industri greinir nefni- lega frá því að Tele Danmark hyggi á útgáfu upplýsingabóka, eða svokall- aðra gulra síðna, í Svíþjóð næsta vor. I þessum tilgangi hefur Tele Dan- mark stofnað dótturfyrirtæki í Svi- þjóð, Gulan AB. Verð auglýsinga í bók Gulan AB verður 30-50% lægra en Eniro hefur boðið hingað til. Þessar upplýsingar koma ekki á góðum tíma fyrir Telia og geta haft neikvæð áhrif á fjárfesta í undanfara útboðsins. Allt að helm- ingur tekna Eniro kemur frá útgáfu „gulu síðnanna“ og því Ijóst að leikur Tele Danmark getur skaðað rekstur Eniro. Fjárfestum er einnig mis- heppnað hlutafjárútboð Telia í fersku minni en hlutabréf fyrirtækis- ins lækkuðu i gær og hafa lækkað um 30% á þeim tíma sem liðinn er frá út- boðinu. Sérfræðingur sem Dagens ind- ustri ræðir við líkir þessu dæmi við það sem gerðist þegar Deutsche Telekom lækkaði verð á símtölum um 40% á sama tíma og þýska far- símafélagið Debitel kynnti hlutafjár- útboðog skapaði hinu síðarnefnda veralega erfiðleika. langt á veg komin,“ segir í Politiken. Yfirlýst markmið Carlsberg er að verða eitt af fimm stærstu brugg- húsum heims og m.a. í þeim tilgangi er nú sóst eftir samstarfi við önnur fyrirtæki. Carlsberg hefur þegar aflað fjármagns með því að selja Tí- volí í Kaupmannahöfn og nú er rætt um að selja fleiri fyrirtæki í eigu Carlsberg, t.d. postulíns- og skraut- gripafyrirtækið Royal Scandinavia. Nýtt tilboð í LSE Ósló. Morgunblaðið. BÚIST er við að Euronext, félag sameinaðra kauphalla Parísar, Amsterdam og Brussel, leggi fram tilboð í Kauphöllina í London (LSE) í dag. Sænska blaðið Dagens ind- astri greinir frá þessu. Þar segir að tilboðið verði upp á um 1,2 milljarða punda, sem samsvarar um 140 millj- örðum íslenskra króna. Þar með gæti tilboðsstríð um LSE verið hafið. Sænska fyrirtækið OM Gruppen hefur þegar lagt fram tilboð, eins og kunnugt er, ogjafnvel er búist við að Kauphöllin í Frank- furt leggi fram tilboð, en nýlega var fallið frá fyrirhuguðum samruna LSE og Kauphallarinnar í Frank- íúrt undir merkjum iX. Samstarfsfélagið Euronext var formlega stofnað í gær og getur fé- lagið því nú fyrst lagt fram formlegt tilboð. Samkvæmt franska dagblað- inu L’Agefí, sem DI vitnar til, mið- ast tilboðið við greiðslu í reiðufé og ku vera álitlegt fyrir hluthafa í LSE. Fréttavefur vitnar í franskan verðbréfamiðlara sem segir að Eur- onext geti ekki staðið aðgerðarlaust á meðan lítið sænskt fyrirtæki eins og OM gleypi LSE. Talsmaður Euronext staðfestír ekki að félagið geri tilboð í dag en segir að stjóm Euronext hafi fullan hug á að taka þátt í þeirri þróun sem verið hefur. Euronext-samruninn hefur geng- ið hnökralaust fyrir sig og er hinu sameinaða félagi hampað sem fyrstu landamæralausu kauphöll- inni með sameiginlega evrópska mynt. Frönsku hluthafamir eiga 60% hlutafjár í Euronext; hollensku 32% og Belgar eiga 8%. A mánudag er búist við að LSE hefji vöm sína gegn hinu óvinveitta 820 milijóna punda tilboði OM Grappen. 'lff Fólkið okkar er að springa úr ferskleika enda nýkomið af námskeiði hjá hinum þekkta heims- meistara KLAUS WAGENER. Komið um helgina og leyfið okkar meisturum að kynna ykkur blómlega nálgun á þremur ólíkum lífsstílum. Helga Harðardóttir Fríða Guðlaugsdóttir MÍúka a,erðin ,So,t look) Hjördís Jónsdóttir ® S,erku ukri,in (S,ron9 ,ourh) Kristján Ingi Jónsson ® Brey,,a nli,ia (Chon3e i ' \í\ 90-W \ *'evVraTl°«V»'oWsk,<i ®r£S-k’'*,í*w’ 3 Erikur frjólsf val kr.999 mriTiKfiTíi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.