Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 33 LISTIR Opnunaratriði 38. kvikmyndahátíðarinnar í New York, sem hófst í gærkveldi, var frumsýning á mynd Lars von Trier ,,Myrkradansarinn“. Björk Guðmundsdóttir leikur aðalhlutverkið í myndinni, en eins og flestum er kunn- ugt hlaut hún gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor fyrir frammistöðu sína. Björk hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í bandarískum blöðum þó myndin fái almennt misjafna dóma. „Myrkradansarann““. Hann segir ennfremur að þrátt fyrir að myndin hafi unnið til gullpálmans sé hún „einhver sundurgerðarlegasta fóls- un sem nokkurn tíma hafi borið fyrir augu áhorfenda“. Tónlist Bjarkar vinnur vel inn- an samhengis myndarinnar Nýjasta tölublað tímai'itsins Emp- ire gerir myndinni nokkur skil og fjallar meðal annars um tónlist Bjarkar. Þar segir gagnrýnandinn Kim Newman að Björk smeygi sér fyrirhafnarlítið í hlutverk hinnar tékknesku Selmu og sé „framúrskar- andi í ákaflega erfiðu hlutverki, þar sem hún lokar sjálfa sig af í raun- veralegu og táknrænu fangelsi vegna ástar sem hún getur ekki tjáð Björk Guðmundsddttir í hlutverki Selmu, „sem lokar sig af í raunverulegu og táknrænu fangelsi vegna ástar sem hún getur ekki tjáð með orðum“. Björk framúrskarandi í ákaflega erfíðu hlutverki með orðum“. Newman telur tónlist Bjarkar vinna vel innan þess sam- hengis sem myndin markar henni þó hin óvenjulega rödd hennar „njóti sín ekki sem skyldi, jafnvel í þessari ólíkindalegu söngvamynd". Hann minnist sérstaklega á flutning Bjarkar á laginu „My Favourite Things" úr „Tónaflóði“, þar sem hún færir lagið að sínum persónulega stíl, fyrst á fyndnum nótum, en að lokum þannig að áhrifin ganga mjög nærri tilfinningum áhorfandans. í grein sem birtist í gær á frétta- vef New York Times segir að heimur „Myrkradansarans" feli ekki í sér neinn vonarneista, hann sé alveg „snauður af farsælum málalyktum". Greinarhöfundurinn A.O. Scott er ekki eins afdráttarlaus í dómum sín- um um kvikmyndina og flestir aðrir, hann telur hana undarlega samsuðu snilldar og lágkúru. Hann segir myndina „hvorttveggja óendanlega lélega og að sama skapi ómótstæði- lega yfirþyrmandi". „í einu og sama atriðinu getur hún látið áhorfandann standa á öndinni af hrifningu og hrylla sig af viðurstyggð." Hann ráð- leggur áhorfendum að mæta á sýn- inguna „með vasaklút í annarri hendi og rotinn tómat í hinni“. Finnur upp nýja tegund kvikmyndaleiks Umsögn hans um leik Bjarkar er þó mjög hástemmd, enda segir hann Lars von Trier enn einu sinni hafa tekist að laða fram hjá aðalleikonu sinni leik sem nálgist það að vera kraftaverk. Hann líkir Björk við leik- konuna Emily Watson í „Brimbroti", „þar sem hún virðist í þessari frum- raun sinni. sem kvikmyndaleikkona hafa fundið upp nýja tegund kvik- myndaleiks, ef ekki nýja tegund mannveru". Scott ber saman hlut- skipti kvennanna tveggja sem eru aðalpersónur „Myrkradansarans" og „Brimbrots" og segir Björk og Watson leika lík hlutverk, því báðum þeim persónum sem þær leika sé fómað á altari vitsmunalegi’ar sann- færingar af verstu gerð. I lokaorðum greinarinnar segir hann að vera megi að „hin raunverulegu átök sem maður verður vitni að á tjaldinu hafi verið á milli Bjarkar og Lars von Trier, á milli listrænnar sannfæring- ar og fagurfræðilegrar kaldhæðni". Það er erfitt að dæma hvort þeirra hefur vinninginn, segir hann, „og ómögulegt að beina augunum annað en á tjaldið. „Myrkradansarinn" er sterklega lituð af kvalalosta, en myndin varpar jafnframt fram þeirri spurningu hvort kvalalosti geti þrátt fýrir allt, verið ein tegund ástar.“ Dramatískur ARÍUR og sönglög eftir Handel, Monteverdi, Elgar, Brahms og Off- enbach eru meðal þess sem mezzó- sópransöngkonan Inga Björg Stefánsdóttir hefur valið á efnis- skrá tónleika sinna í Langholtskirkju í dag kl. 16. Þá mun hún einnig taka þrjú fslensk sönglög; „f Qarlægð“, „Vögguljóð á hörpu“ og „Vorvísu“ - og þrjú spænsk eftir Manuel de Falla. Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur með á píanó, Helga Þórarinsdóttir á víólu og einnig mun Valgerður Guðna- dóttir sópransöngkona syngja einn dúett með Ingu. ,„,Sjávarmyndir“ eftir Edward Elgai- eru mitt uppáhald og á tón- leikunum ætla ég að flytja þrjú lög af fimm - en seinna dreymir mig um að flytja allan ljóðafiokkinn með hljómsveit," segir hún. Aðspurð segist Inga vera drama- tískur mezzósópran, en það þýði að hún syngi helst vinnukonu- og hjúkrunarkonuhlutverk. „Minn búningur er kartöflupoki," segir hún. „Meðan hinar stelpurnar eru í fínum kjólum með uppsett hár er ég alltaf ómáluð með hárið út í loftið." mezzósópran í kartöflupoka Morgunblaðið/Ami Sæberg Inga Björg Stefánsdóttir mezzósópran og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Inga hóf söngnám hjá Guðmundu Elíasdóttur nítján ára gömul, fór svo í Söngskólann í Reykjavík til Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og lauk þaðan áttunda stigi. Síðastlið- in tvö ár hefur hún verið við nám í Konunglegu tónlistarakademíunni f Lundúnum. Til stóð að Inga héldi útskriftartónleika sína frá Konung- legu akademíunni í júní sl. en þar sem hún lenti í því að fá hnút á radd- böndin varð hún að frestaþeim til næsta vors. „Ég hafði sungið eins og brjálæðingur marga klukkutíma á dag og tekið að mér alltof mörg verkefni - mitt vandamál er að ég get ekki sagt nei,“ segir Inga. Hún bætir við að ástæðan fyrir radd- bandahnútnum hafi ein- faldlega verið of mikið álag, hún hafi ekki beitt röddinni og líkamanum rétt. Hún er nú farin að læra Alexander-tækni hjá Sverri Guðjónssyni söngvara til þess að koinast hjá því að lenda í sömu gryfjunni aftur. Ut- skriftartónleikamir verða í júní næstkomandi cn Inga heldur að öðru leyti sínu striki og heldur tón- leika hér heima til að kynna sig og hyggst svo syngja fyrir á ýmsum stöðum, taka þátt í keppnum og þreifa fyrir sér. GAGNRYNENDUR eru ekki á einu máli um ágæti myndar Lars von Trier „Myrkradansarinn" sem frumsýnd var í New York í gær- kveldi, en svo virðist sem flestir þeirra álíti hana misheppnaða til- raun til að ögra áhorfendum og sýndarheimi hefðbundnari kvik- mynda. AJlir virðast þó ljúka lofsorði á leik Bjarkar Guðmundsdóttur í hlutverki Selmu, aðalpersónu mynd- arinnar. Jami Bemai’d gagnrýnandi blaðs- ins Daily News segir að Lars von Trier „misstígi sig á yfirdrifinn og ömurlegan máta í dansinum", og að vera megi að „áhorfendur á frumsýningu skarti sínu fínasta pússi en keisarinn sé samt sem áður allsnakinn". Umsögn hennar um Björk er þó á öðrum nótum en Bern- ard segir það líklega ekki alveg úr lausu lofti gripið að Björk hafi fengið gullpálmann fyrir að komast vel frá svo tilfinningalega krefjandi hlut- verki, án nokkurrar þjálfunar. A fréttavef New York Post heldur Jonathan Foreman því fram að hinn umdeildi tónlistarharmleikur Lars von Trier sé rusl í dulargervi listar, og „ef það væri ekki fyrir frábæra frammistöðu aðalleikkonunnar, ís- lensku poppsöngkonunnar Bjarkar, þá væri varla hægt að horfa á MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART I REYKJAVIK HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK « SÍMI 551 1990 Barnadeild í Gerðubergi Breiðholti Enn er hægt að koma nokkrum börnum að í 6-10 ára hópi á þriðjudögum kl. 15:15 -17:00 10-12 ára hópi á miðvikudögum kl. 15:00-17:15 Kennarar: ína S. Hallgrímsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir Upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans að Hringbraut 121, sími 551 1990 og 551 1939
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.