Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 49

Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 49 -------------------------y UMRÆÐAN Öldrun í ljós kom, segir Ævar Jóhannesson, að þetta lesitín gat snúið við margs konar öldrunar- einkennum í heila gam- als fólks. því með ensímum úr hvítkáli eða bakteríum tókst að fá lesitín með mjög hátt innihald af f-serín. f ljós kom að þetta lesitín gat snúið við margs konar öldrunareinkennum í heila gamals fólks. Sérstaklega er það talið geta bætt lélegt skamm- tímaminni og jafnvel ungt fólk er tal- ið hafa gagn af að nota það, ef skammtímaminnið er lélegt. Frumulíffræðingurinn dr. Parris Kidd sagði í viðtali við læknaritið Townsend Letter for Doctors and Patients í janúar 1996 að hann teldi að yngja mætti upp heilastarfsemina hjá öldruðu fólki um 10 ár með því að nota f-serín. Þetta á þó sennilega ekki við um fólk með alzheimersjúkdóm, en sé byrjað að nota efnið áður en óbætan- legur skaði hefur orðið á heilafrum- um má þó sennilega seinka hrörnun- inni umtalsvert. Þá mælir dr. Kidd með að gamalt fólk noti bætiefni t.d. C- og E-vitamín, Q-10, musteristré o.m.fl. til viðbótar við f-serin. Heimild m.a. gi-ein í Heilsuhringn- um vor, 1997 og nokkrar tímarits- greinar. tSólveig Anna Leösdóttir fædd- ist í Reykjavík 2. október 1946. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 7. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 16. septem- ber. Mig langar til að kveðja með nokkrum orðum kæra mágkonu, Sólveigu Önnu Leós- dóttur sem lést 7. sept- ember sl. Kynni okkar Sollu hófust fyrir 30 árum þegar ég kom inn í fjöl- skylduna, og íljótlega eftir það fór heimili okkar Arna og bamanna að verða hennar annað heimili þegar hún fór í frí frá Sólheimum, þar sem hún hafði búið síðan 1952. Það tók ekki langan tíma íyrir Sollu að verða eins og eitt af börnunum mínum þó að við værum jafn gamlar. Það var ekki erfitt að láta sér þykja vænt um Sollu, því hún var svo einlæg og glaðvær og gaf svo mikið af sér að það var ekki hægt að standast hana. Við vorum ekki alltaf samála en komust samt alltaf að góðu sam- komulagi fyrir rest. Fyrir utan fríin sín sem hún eyddi hjá okkur, var ég svo heppin að fá að umgangast Sollu ennþá meira þegar ég fór að vinna á Sólheimum í nokkur ár. Minningam- ar frá þessum árum em óteljandi og dýrmætar. Sollu fannst gaman að vera innan um folk, skemmti sér vel í fjöl- menni og var mikill grallaraspói eins og hún sagði svo oft sjálf. Og það skemmtilegasta sem ún gerði var að fara á ball og gilti þá einu hvort um væri að ræða ball á Sólheimum eða jólaball, Solla kom helst fyrst og fór síðust og dansaði hún allan tímann. Ég komst fljótt að því að Solla var mjög ákveðin og tæki hún eitthvað í sig var ekki auð- velt að snúa henni, hún var líka vana- föst með afbrigðum og þær em nokkrar, spaugilegar uppákomurnar í tengslum við vanafestuna sem em alveg óborganlegar. Við höfum farið nokkm sinnum saman í frí til útlanda og voram við á leiðinni í eina slíkt í nóvember n.k. Hún naut þess mjög að vera í sólinni, hún vildi hvorki heyra minnst á rigningu né snjó. En Solla mín, ekki gmnaði okkur að sú ferð yrði aldrei farin né heldur datt mér í hug að ballið sem við fómm á á Sólheimum viku áður en þú kvaddir, yrði okkar síðasta skemmtun saman. Það var svo gaman að sjá hvemig þú geislaðir af gleði þetta kvöld, stutt í hláturinn og þú skemmtir þér svo konunglega. Nákvæmlega þannig vil ég minnast þín. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Solla mín, guð blessi minningu þína og takk fyrir samleiðina Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. f>ó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því að laus ert úr veikinda viðjum þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuað hafaþig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfm úr héimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð (Þórunn Sig.) Halldóra. Elsku Solla, kveðjustundin kom miklu fyrr en okkur hafði gmnað, þú varst svo mikilvægur hluti af lífi okk- ar í mörg ár. En við áttuðum okkur ekki á því fyrr en okkur barst fregnin um lát þitt hversu stór hluti þetta í rauninni var. Ekkert okkar getur ím- yndað sér t.d. jól eða páska án þín. Og hér eftir verður það sérkennilega autt plássið þitt við hliðina á Arna bróður við hátíðaborðið. Við emm svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og þeirri gleði sem þú bjóst yfir og smitaðir út frá þér. Þú gerðir það að verkum að maður týndi aldrei baminu í sjálfum sér og dansaði t.d. í kringum jólatréð af miklum móð fram á fullorðinsár og meira að segja líka þegar við voram unglingar og SOLVEIG ANNA LEÓSDÓTTIR þótti slík iðja frekar hallærisleg. Þú tókst bara ekki annað í mál og þegar Solla var búin að bíta eitthvað í sig var ekki aftur snúið. Og þú virtist hafa endalaust þrek til að dansa þnj.V fyrir helti og veikan fót, svo mikið þrek reyndar að við systkinin gáf- umst upp. Það þóttu því mikil tíðindi einu sinni þegar Ami bróðir fann það upp að vefja jólaseríu á súlu í stof- unni og hengja á hana nokkrar grein- ar. Súlan var það mjó að það nægði að eirin dansaði við þig í einu svo við gátum haft vaktaskipti. Lítil kók og prins póló koma alltaf til með að minna okkur á þig enda í miklu upp- áhaldi; þetta er svo gott fyrir hálsinn var viðkvæði hjá þér því þú varst sannfærð um ágæti þess fyrir heils- una. Þú varst svo mikið sólskinsbyj^ að þú brást illa við ef þú heyrðir veð- urfréttamenn spá rigningu og lintir ekki látum fyrr en við samþykktum að sennilega væri spáin bara vitlaus. Og vei þeim sem vogaði sér að taka sætið þitt! Minningamar era margar og góðar en upp úr stendur að það vom forréttindi að fá að alast upp með þig í lífi sínu og þau börn okkar sem hafa aldur til sakna þín sárt. Það gemm við líka, hvíldu í friði, elsku Solla. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinnengiþsvoégsofirótt •*.' (Þýð. S. Egilsson.) Þorbjörg, Guðbjörg, Auður, Leó og fjölskyldur. Höfundur er starfsmaður Raunvisindastofnunar Háskólans. smávirkjunum fari í t.d. 20 MW á næstu 5 ámm liti dæmið út svona: Heildarfjárþörf: (16.000 kWx 120.000) 1920 mkr. Lánsfé (65%) 1248 mkr. Styrkir (15%) 288 mkr. Eigin fjármögnun (20%)384 mkr. Fjármagn til styrkja og lánveit- inga þyrfti því að vera um 1536 mkr. á tímabilinu eða um 307 mkr. á ári að meðaltali. Viðbótarkostn- aður vegna lækkunar vaxta yrði rúmlega 41 mkr. á ári. Mikill kostnaður vegna tengingar Gert er ráð fyrir að raforku- bændur beri töluverðan kostnað vegna tengingar við dreifikerfið, m.a. við samfösunarbúnað, spenna, háspennulagnir og fleira. Verði þetta niðurstaðan er hætt við að sú „nýrafvæðing" til sveita sem menn hafa verið með væntingar um renni að einhverju leyti út í sandinn vegna þess að þröskuldarnir eru einfaldlega of háir. Að lokum Framundan eru mjög áhuga- verðir tímar í orkumálum þjóðar- innar, bæði hvað varðar raforku- málin sem og með aðra orkugjafa eins og vetni ofl. Miklir möguleikar liggja í orkuauðlindum landsins sem mikilvægt er að nýta skynsamlega og í sátt við umhverf- ið. Eins og fram hefur komið liggja þessir möguleikar m.a. í „bæjar- lækjum" í dreifbýlinu. Ljóst er að með væntanlegum breytingum á orkulögum sem miða að því að fleiri aðilum verði heimilað að selja inn á landsnetið skapast ný sóknar- færi fyrir bændur og smærri sveit- arfélög til að nýta betur þá auðlind sem felst í vatnsaflinu. Slíkt gæti víða styrkt byggð í dreifbýlinu. Líta verður á framlag stjórn- valda til smávirkjana sem framlag til byggðamála, umhverfismála og til sjálfbærrar nýtingar landsins og í takt við þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa tekið á sig m.a. með undirritun Kyoto-bókunarinn- ar. Fjármunum til þessara mála er því vel varið. Höfundur er rekstrarfræðingur og starfar sem utvimwráðgjafí hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. SIGURÐUR EYJÓLFSSON + Sigurður Eyj- ólfsson fæddist á Suður-Hvoli íMýrdal 21. janúar 1915. Hann lést á dvalar- heimilinu Hjallatúni, Vfk í Mýrdal, 8. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeiðflata- kirkju 16. septem- ber. Án þess að fara að draga of víðtæka sam- lfkingu af því þegar Snorri fóstraðist í Odda eða Ari hjá Teiti í Haukadal, þá skildi maður betur slíka vist ef maður var svo heppinn að fá að fóstrast nokkur sumur á Hvoli hjá Eyjólfi Guðmun- dssyni og hans börnum. Fyrir nú ut- an að kynnast heilbrigðum sveita- störfum - fara á milli, vera hlöðukarl, fara með mjólkina í veg fyrir bílinn eldsnemma á morgnana, sækja hest- ana og kýrnar - þá var þetta heimili á Hvoli alveg einstakt fyrir margra annarra hluta sakir. í fyrsta lagi var manni kennt að vinna sín störf með gleði. í öðru lagi bar allt af um snyrtimennsku - þar vora ekki margar kynslóðir úreltra og ryð- gaðra búvinnutækja eins og drauga: kirkjugarður um hlað og haga. í þriðja lagi andaði allt af menningu og fróðleik. Eyjólfur sjálfur var þegar hér var komið sögu orðinn roskinn og gekk sjaldan til venjulegra starfa, nema þegar var brakandi þerrir, þá sá maður hann arka út í flekk með fislétta álhrífuna sína sem blikaði af um alla sveitina. Aftur á móti var hann iðinn við skriftirnar og þegar svo háttaði sem reyndar kemur nú stundum fyrir í Mýrdalnum, að hann var á landsunnan með úrhelli, þá settist hann inn í baðstofuna og las okkur strákastóðinu það sem enn var blautt úr pennanum. Hvílíkir dýrðardagar þama í rign- ingunni! Frú Arnþrúður átti líka sinn þátt í þessu menningarandrúmi. Hún var sigld og hafði ung verið hjá fjöl- skyldu Garðars Gíslasonar í Edin- borg, kunni vel til hannyrða og hafði bæði matjurtagarð og blóma- og trjágarð sem þá var nú ekki á hverju íslensku sveitaheimili. Og svo voru það bömin. Ingveldur var þá gift Daníel Guð- brandssyni og bjuggu fyrst á Loftsölum, síð- an í Kerlingardal og stundum fóram við að heimsækja þau. Og svo, eftir að Steinunn giftist Sigurjóni í Pétursey, urðu ferðirnar þangað býsna margar og flest- ar ríðandi; að fá að sækja hestana vom auðvitað forréttindi en að fara í útreiðartúr út í Pétursey yfir Miðeyjar og Hvolseyjar upp með Klifandi - það var auðvitað hámark sælunnar. Heima vora þau þrjú systkinin. Anna bjó og vann hjá foreldmm sín- um allt árið, Sigurður var oft til sjó- róðra í Eyjum á vetrin en kom eins og farfuglarnir heim að Hvoli á vorin og loks bættist Guðmundur í hópinn en hafði verið við störf á Selfossi. Ég varð hændur að þeim öllum. Anna var mikil bókmenntakona en ég elsk- ur að kúm og því áttum við margar unaðsstundir í fjósinu þegar hún var að mjólka. Ekki vil ég segja að það hafi ég eitt lært af Guðmundi að taka í nefið strákhvolpurinn, þó að það sé satt að það kenndi hann mér og fannst mér harla gott. En Guðmund- ur kunni frá mörgu að segja og margt af því situr í mér enn þann dag í dag. Og enn stend ég að því að leita til hans um fróðleik og kippti hann og þau öll þar í kynið. Þá var Siggi nefnilega ekki síðri í frásögnunum, sjóðfróður og kunni að gera hvunndaginn að ævintýri. Það var alltaf svolítill gustur sem fylgdi því þegar Siggi kom. Hann var hár og knár og afskaplega rauðhærð- ur og hafði augu sem vom svo blá að maður hélt að svoleiðis væri ekki til. Og svo var það eitt sumarið að komin var kaupakona sem hafði svo afskap- lega brún augu að maður vissi heldur ekki að svoleiðis væri til. Þegar þau Sigurbjörg Guðnadóttir svo rugluðu saman reitum sínum og fóm að búa, var mikil spenna í lofti, hvernig eygð börnin yrðu. Og það vita þeir sem til þekkja. Líka það, að þar steig Sig- urður Eyjólfsson gæfuspor og þau Bogga bæði. Það var sem sagt svolítill ljómi yfir þessum frásagnaglaða unga manni þegar hann kom heim á vorin. Hann var auðvitað dugnaðarforkur en hann átti ekki síst þátt í því að kenna manni að hafa ánægju af vinnu sinni, hvort sem við vomm að slétta tún, moka út á vorin, slá eða raka. Oft urðu miklar umræður um þjóðmál og eðlilega ekki síst um landbúnaðinn og stöðu hans. Stund- um vom menn uggandi, stundum glaðbeittir. Einhvem tíma ekki alls fyrir löngu kom ég í heimsókn og þá sagði Siggi: „Ég held það sé ekkert starf eins gott og það að vera bóndi“. Hvort stundum kvað við annan tón kann ég ekki að segja en hvað mig sjálfan snertir em fá störf sem hafa veitt mér annan eins unað og sveit- astörf. Ég hefði vel getað orðið bóndi ef ég hefði ekki verið þessi dauðans skussi við vélar og nú dugir ekki ann- að. Við strákamir, Árni Edwins, Dói, Óli prests og ég litum þó nokkuð mikið upp til Sigga. Sérstaklega þótti okkur til um hvað hann var hispurs- laus í skoðunum; við vomm sjálfir á þeim aldri þegar menn em satt að segja að leita sér að skoðunum. Það var ekki bara hans andlega atgervi sem við bámm virðingu fyrir, heldur og hans líkamsburðir - við vissum að hann hafði verið í íþróttasskólanum hjá sjálfum Sigurði Greipssyni í Haukadal. Svo átti Siggi náttúmlega Grána. Enginn fékk að fara á bak Grána, engum var trúandi til þess nema Sigga sjálfum því Gráni var svo viljugur að hann átti sér engan líka þar um slóðir enda undan Þokka frá Brún, frægasta gæðingi Suður- lands ef mig misminnir ekki þeim mun illilegar. Sagan segir reyndar, að Jón Kristjánsson í Norðurbænum hafi einhvern tímann fengið leyfi til að koma á bak. Gráni var jafnvand- fýsinn og eigandinn og líkaði ekki, hljóp fyrst með Jón til fjalls og síðan sömu leið aftur heim í bæ og nam ekki staðar fyrr en inni í hesthúsi en Jón hékk á dyrakarminum. Sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti. Svo liðu árin og eftir lát Eyjólfs á Hvoli bjuggu þau systkinin félagsbúi á þessum höfðingsbæ uns í dag, að Guðný, yngsta dóttir Sigurðar og Sigurbjargar, stýrir þar verkum með sterkri hendi og miklum dugnaði. Ævinlega var hátíð að koma aust- ur og fá að fylgjast með hvemig bú- skapurinn gekk, fara fram í fjöm eða á bak eða jafnvel bregða sér í fjósið upp á gamlan vana. Og nýjar kyn- slóðir nuti góðs af því að fóstrast þar á sumrin, þeirra á meðal mín eigin dóttir sem þar dvaldist sex af sínum bestu summm á 9. áratugnum. Margir hafa því um árin staðið í þakkarskuld við það rausnarheimili. Sigurður Eyjólfsson var heils- uhraustur lengst af en hin síðustu ár vom honum erfið, eins og mörgum, enda orðinn vel fullorðinn, 85 ára, þegar hann lést 8. september síðast- liðinn. Hann hafði átt farsæla ævi, góða konu og borið gæfu til að koma bömum sínum vel á legg og til góðra mennta. Sjálfur var hann af því tagi að þeir sem kynntust honum fannst þeir rík- ari fyrir vikið. Blessuð sé minning hans. Sveinn Einarsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afrnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein afíj- hæfílegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við' eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skfrnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afrnælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. --------------------------------------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.