Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þing Neytendasamtakanna fjallar um stöðu neytenda á nýrri öld Umhverfi neyt- enda að breytast ÞING Neytendasamtakanna hófst í gær en það stendur yfir í tvo daga og því lýkur í dag. Að lokinni þings- etningu Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, flutti Valgerður Sverrisdóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sem fer með neytendamál í rikisstjórn, ávarp. Valgerður rakti þær breyt- ingar sem orðið hafa síðustu tvö ár- in á löggjöf sem snýr að neytenda- málum. Valgerður benti einnig á hve breytt þjóðfélag og viðskipta- umhverfí hefur haft áhrif á stöðu neytenda í dag. Að máli Valgerðar loknu tók Jim Murrey, framkvæmdastjóri BEUC, til máls. BEUC eru Evrópusamtök neyt- enda. Murrey kynnti samtökin fyrir gestum en markmið þeirra er að tala máli neytenda innan stjóm- kerfis Evrópusambandsins en auk aðildarlanda þess eru neytenda- samtök landa Evrópska efnahags- svæðisins einnig aðilar að BEUC. Murrey sagði margt vera á borði BEUC um þessar mundir en helstu þætti sem neytendur myndu þurfa að fylgjast vel með í nánustu fram- tíð sagði hann vera merkingu og hollustu matvæla, alþjóðavæðingu, og verslun og viðskipti á Netinu. Murrey sagði samtökin ekki á móti alþjóðavæðingu út af fyrir sig en benti á að þættir eins og neyt- endavernd gætu verið fyrir borð bornir ef ekki væri vel hugað að. Viðskipti á Netinu eru snúin mál að mati Murrey og lagði hann mikla áherslu á að gætt yrði að hagsmun- um neytenda í þeirri þróun sem nú á sér stað á Netinu. Murrey benti t.d. á að fyrirtæki á Netinu gætu fylgst með þeim sem notuðu síðurn- ar þeirra og hvert þeirra leið lægi um Netið og þannig fengið miklar upplýsingar um neytendur. Murrey benti einnig á hættuna við samruna stórfyrirtækja eins og Time Warner og AOL sem að mati Murreys mun hafa óheppilegar af- leiðingar fyrir neytendur. Samtökin hafa einnig barist á móti samruna Time Warner og EMI vegna þess mikla tangarhalds sem þau munu ná á dreifíngu tónlistar í Evrópu. í samtali við Morgunblaðið sagði Murrey það ekki gott að þjónustu- fyrirtæki eins og AQL og fram- leiðslufyrirtæki eins og Time Wamer gengju í eina sæng því það myndi óhjákvæmilega hafa þær af- leiðingar í för með sér að AOL reyndi að beina sínum viðskiptavin- um að vörum Time Warner. „Það mun þá t.d. koma fyrir viðskiptavini AOL að ef þeir fara að skoða tónlist á Netinu dúkkar upp auglýsinga- borði frá Time Warner." Murrey benti á að umhverfí neyt- enda væri að breytast mjög um þessar mundir, og nánast of hratt til að hægt væri að fylgjast með því. „Fyrirtæki sem bjóða vöru sína á Netinu gera allt sem þau geta til að fá sem mestar upplýsingar um við- kiptavininn. Það þarf náttúrulega ekki að vera slæmt að öllu leyti en það er ljóst að markaðssetning verður öðruvísi og miklu sálfræði- legri en áður og Netið kemur til með að snúast sífellt meira um markaðssetningu í framtíðinni.“ Morgunblaðið/Hallgrímur Slökkvibíllinn fór heila veltu og endaði á hjólunum utan vegar. Hann er mikið skemmdur. Slökkvibfll valt við Grundarfjörð SLÖKKVIBÍLL frá Grundarfirði valt í gær þegar hann var á leið í út- kall. Lögreglunni í Grundafmði barst tilkynning um eld í hlöðu við bæ skammt vestan við Grundar- fjörð. Þegar hún kom á staðinn kom í ljós að kveikt hafði verið í rusli við bæinn og að enginn eldur var í hlöð- unni. Beiðni um aðstoð slökkviliðs var því afturkölluð, en slökkvibíll var þá lagður af stað. Þegar snúa átti bílnum við vildi svo illa til að vegkantur gaf sig undan bifreiðinni og valt hún heilan hring. Fjórir slökkviliðsmenn voi-u í bíln- um þegar hún valt, en þeir sluppu allir ómeiddir að mestu. Slökkvibíll- inn er hins vegar mikið skemmdur. Hann er 35-40 ára gamall. Að sögn lögreglu var búið að panta nýjan slökkvibíl til Grundarfjarðar. Von er á honum í febrúar. Óljóst er hvernig séð verður fyrir brunavömum í bænum meðan beðið er efir að nýr bíll verði tekinn í notkun. Kosið um formann Neytendasamtakanna á aðalfundi í dag „Mótframboð vegna fjölda áskoranau SVERRIR Arngrímsson, skorar- stjóri Tækniskólans, hyggst bjóða sig fram til formennsku Neytendasamtakanna en kosning fer fram á öðrum degi þings Neytendasamtakanna í dag. Sverrir, sem hefur verið gjaldkeri samtakanna undanfarin fjögur ár, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gæti ekki skorast undan framboðinu eftir allan þann fjölda áskorana sem hann hefði fengið. „Það hefur verið haft samband við mig alls staðar að af landinu, félagsmenn sem utanfélags- menn.“ Sverrir sagði margt mega bet- ur fara hjá Neytendasamtökun- um og hann teldi tíma kominn til að nýir aðilar tækju við stjórnar- taumum. „Það er margt sem má betur fara og sérstaklega vil ég breyta núverandi fyrirkomulagi sem er þannig að formaður Neyt- endasamtakanna er einnig fram- kvæmdastjóri þeirra. Þetta fyrir- komulag veldur stöðnun í félaginu." Sverrir sagði að meðan ekki væri skilið á milli starfanna tveggja hefði formaður samtak- anna íjárhagslega hagsmuni af því að sitja sem fastast og það væri í hæsta máta óeðlilegt í frjálsum félagasamtökum. „Ég hef hugsað mér að sitja sem for- maður með minni vinnu, nái ég kjöri. Skrifstofan okkar hefur yfir fjölda hæfra starfskrafta að ráða og því þyrfti ekki að leita langt yfir skammt að fylla stöðu fram- kvæmdastjóra." Sverrir sagði það bagalegt hve fækkað hefur í Neytendasamtök- unum undanfarin ár og sagðist telja skýringu þess að fólk teldi það greinilega ekki þess virði að vera í samtökunum. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, vildi ekki tjá sig mikið um mótfram- boðið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Hann sagði það eðlilegt í lýðræðislegum sam- töku að kosið væri um formann- inn en vildi engu spá um úrslit kosninganna í dag. Hyggjast stofna félag um hlýraeldi UNNIÐ er að stofnun félags um hlýraeldi á Austfjörðum og er gert ráð fyrir að félagið beri nafnið Hlýri ehf., að því er kemur fram í frétt blaðsinsAusturlands. Iðntæknistofn- un hefúr veitt styrk til verkefnisins. Talið er að eldishlýri geti jafnvel keppt við eldisfiska eins og lax í verði. Starf félagsins mun á næstu þrem- ur árum einkum tengjast rannsókna- og þróunarstarfi. Fyrst þarf að safna klakfiski og gera tilraunir með frjóvgun og geymslu hrogna. Með tilraunaeldi verður reynt að svara á hve ódýran hátt má framleiða slátur- hæfan hlýra, segir ennfremur í frétt blaðsins. Þá kemur fram að helsu hvata- menn að stofnun félagsins eru Jó- hannes Pálsson hjá Hönnun á Reyð- arfirði og Hreinn Sigmarsson hjá Fjárfestingarfélagi Austurlands. Síðastliðið vor fékkst styrkur frá Impru (Iðntæknistofnun) undir merkjum „Átaks til atvinnusköpun- ar“ til þessa verkefnis og hefur hann meðal annars verið nýttur til að und- irbúa stofnun félagsins, segir í blað- inu. Um þessar mundir er verið að kanna aðstæður á Norðfirði sérstak- lega til eldisins. Tilgangurinn með stofnun Hlýra ehf. er að tryggja að unnið verði nauðsynlegt rannsókna- og þróunar- starf með það að markmiði að koma á fót frumkvöðlafyrirtæki sem myndi framleiða og selja fyrsta flokks hlýraafurðir, segir í frétt Austurlands. Þar kemur einnig fram að fram- boð á hlýra og steinbít sé mjög breytilegt yfir árið en með eldi væri hægt að tryggja stöðugt framboð og gæði á markaði. Þá er gert ráð fyrir að eldishlýri geti jafnvel keppt við eldisfiska eins og lax í verði. Fullkomlega einstök túlkun Associated Press KVIKMYJVDIR Háskólabíð DANCER IN THEDARK ★ ★★★ Leiksljóri: Lars von Trier. Handrit: Lars von Trier Söngtextar: Lars von Trier og Sjón Aðalleikarar: Björk Guðmundsdóttir, Cather- ine Deneuve,David Morse, Peter Stormare, Joel Grey, Vladica Kostic, Stellan Skarsgárd. ÞAÐ er ekki oft sem maður situr í kvik- myndahúsi í lok kvikmyndar og laumast til að þurrka tár af hvarmi og heyrir um leið hvai’vetna í salnum snökt og ekkasog. Mað- ur þarf stundarkorn til að jafna sig eftir slíkt. Hvað veldur þessari sterku tilfinninga- legu upplifun? Er það hin ofurdramatíska saga sem Lars von Trier segir okkur í kvik- myndinni Dansari í myrkrinu? Er það sagan af tékknesku stúlkunni Selmu sem er tilbúin að fórna öllu til að bjarga syni sínum frá því að verða smám saman blindur. í rauninni er það ekkert af þessu. Það er Selma sjálf í túlkun Bjarkar sem kallar fram þessi við- brögð. Sagan sem Trier hefur sett saman er á köflum næstum væmin. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að myndin er fram- úrskarandi áhrifamikil. Og miðpunktur þeirra áhrifa er Björk í hlutverki Selmu. Það var haft eftir meðleikkonu hennar Cath- erine Deneuve að Björk væri ekki leikari vegna þess að hún greindi ekki á milli eigin tilfinninga og tilfinninga pers: ónunnar. Líklega er það rétt. í þessari mynd eru skilin gersam- lega horfin á milli persónunnar Selmu og listamannsins Bjark- ar. Sjálf hefur Björk sagt að hún teldi sig þekkja Selmu bet- ur en Trier sjálfur. Snilld von Triers sem höfundar myndar- innar og leikstjóra er að fylgja þessari einstæðu túlkun Bjarkar eftir á öllum póstum myndar- innar. Engu er líkara en hann hafi samið handritið með Björk í huga frá upphafi. Sannfæringar- kraftur myndarinnar felst í heimildarmyndarlegu yfirbragði frásagnarinnar, grófri áferð myndarinnar, dogmakenndum hreyfingum myndavélarinn- ar og því hversu vel tekst að festa söguna í tíma og rúmi. Sögusvið er smábær í Bandaríkjunum uppúr 1960. Selma er tékkneskur innflytj- andi, einstæð móðir með 12 ára gamlan son. Hún vinnur í verksmiðju allan daginn og stundum á nóttunni líka, þjáð af arfgengum augnsjúkdómi sem hefur gert hana nánast blinda. Hún veit að sonur hennar gengur með sama sjúkdóm en það er hægt að bjarga honum með aðgerð sem kostar mikla peninga. Hún hefur safnað árum saman og á orðið næstum fyrir aðgerðinni þegar ógæfan dynur yfir. Hennar einasta ánægja í lífinu er fólgin í því að horí'a á söngleiki í kvikmyndum og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Alls kyns hljóð í umhverfinu verða henni tilefni til að ímynda sér dans- og söngatriði. Tón- list myndarinnar er heill kapituli útaf fyrir sig og ber sköpunargáfu Bjarkar einstakt vitni, þetta er ekki söngleikjatónlist en er það samt, tilvísanirnar eru til staðar án þess að Björk hafi nokkurs staðar beygt sig eftir klisjunum nema þá til að snúa uppá þær. Dansatriðin eru það sem helst má staldra við. Dansarnir eru hefðbundnir og í þeim er ekki bryddað upp á nýjungum. Trier mun hafa beitt nýstárlegri aðferð við tökur á tónlistaratriðunum, notað allt að 100 mynda- vélar í senn og klippt svo saman á eftir. Sjálfur hefur hann sagt að þetta gefi svip- aða tilfinningu og fyrir beinni útsendingu í sjónvarpi. Að auki er önnur áferð á tónlist- aratriðunum, litirnir skarpari en um leið draumkenndari. Fyrirfram hefði mátt ímynda sér að þetta gengi engan veginn upp i einni og sömu kvikmynd en ofurtrú Triers á hugmyndina hefur fært það fjall úr stað. Ef einhvers staðar á við að nota skilgrein- inguna melódrama (melody/drama) í sinni upprunalegu merkingu þá er það um þessa mynd. Fyrir vikið er söguþráðurinn kannski ekki öllum að skapi, en frammistaða Bjarkar er svo fullkomlega einstök að taka má heils- hugar undir orð erlendra gagnrýnenda sem þegar eru farnir að spá henni óskarsverð- launum fyrir hlutverkið. Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.