Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 22

Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIQ UR VERINU Meiri afli en í fyrra FISKAFLINN síðastliðinn ágúst- mánuð var 57.526 tonn samanborið við 70.178 tonn í ágústmánuði árið 1999 og minnkaði því um tæp 13 þús tonn á milli ára. Þar af minnkaði kol- munnaaflinn um tæp 12 þús. tonn og skel- og krabbadýraaflinn um 1.498 tonn. Botnfiskaflinn jókst b'tillega á milli ára, fór úr 27.408 tonnum í ágúst 1999 í 27.887 tonn nú. Þar af jókst þorskaflinn um 1.298 tonn og karfa- aflinn um 1.815 tonn, en afli nær allra annarra botnfísktegunda dróst sam- an á milli ára. Síðasta fiskveiðiár Heildaraflinn það sem af er árinu er 1.370.458 tonn sem er töluvert meira en veiðst hafði á sama tíma í fyrra (1.175.782 tonn). Þessa aukn- ingu má að mestu leyti rekja til auk- innar veiði tveggja tegunda, loðnu og kolmunna, en báðar þessar tegundir hafa veiðst töluvert betur í ár en í fyrra. Afli flestra annarra fískteg- unda hefur hins vegar dregist saman. Skel- og krabbadýraafli hefur t.d. minnkað um rúm 7 þús. tonn frá árinu 1999 og botnfiskaflinn hefur dregist saman um tæp 16 þús. tonn á milli ára. Heildarafli íslenskra skipa úr íslenskri lögsögu þús. tonn JANÚAR TIL ÁGÚST 1.370.458 t I I Botnfiskafli ftSÉI Kolmunni EHH Síld \ZJ Skel I I Loöna HMB Annar afli þús. tonn ÁGÚST 80 1999 2000 1999 2000 Fiskveiðiárinu 1999-2000 lauk nú í ágúst, en það stendur frá byrjun sept- ember til ágústloka. Samkvæmtbráð- abirgðatölum Hagstofunnar kemur m.a. fram að heildarfiskafli síðastlið- ins fiskveiðiárs var ívið meiri en heildaralli fiskveiðiársins 1998-1999, eða 1.654.221 tonn samanborið við 1.457.656 tonn. Þar munar mestu um loðnuaflann sem jókst um tæp 94 þús. tonn á milli fiskveiðiára og um kol- munnann en kolmunnaafli íslenskra skipa jókst um rúm 92 þús. tonn, eða tæplega 150%. Botnfiskaflinn var tæpum 11 þús. tonnum meiri þetta fiskveiðiár en það síðasta. Þar af jókst þorskaflinn um rúm 13 þús. tonn og úthafskarfaaflinn um rúm 5 þús. tonn. Karfaaflinn dróst hins vegar saman um tæp 7 þús. tonn. Þá dróst skel- og krabbadýraaflinn saman um rúm 7 þús. tonn á milli fiskveiðiára en síld- veiðin var tæpum 6 þús. tonnum meiri nú en á fiskveiðiárinu 1998-1999. Markaðsfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna „Höfum styrkt félagið með breytingunum“ RÓBERT Guðfmnsson, formaður stjórnar SH, segist ánægður með þær grundvallarbreytingar sem gerðar hafi verið á rekstri SH. Með þeim hafi kostnaður lækkað verulega og betra samband komizt á milli framleiðenda og markaðsfyrirtækj- anna. Hann segir það sannfæringu sína að með þessu hafi fyrirtækið styrktstöðusína. Mikill vöxtur á Spáni Þetta kom fram á markaðsfundi SH, sem haldinn var í gær. Þar var farið yfir gang mála á helztu markaðssvæðum fyrirtækisins og vakti athygli mikill vöxtur starfsem- innar á Spáni og mikil markaðshlut- deild í sölu á karfa í Austurlöndum fjær. Þá kom fram að lágt gengi evr- unnar væri til baga. Framkvæmda- stjórar dótturfyrirtækjanna voru ánægðir með breytingamar á rekstri SH og töldu þær skila mikilh hagræð- ingu og betra sambandi við framleið- endur. „A miðju síðasta ári tók stjóm SH ákvörðun um verulega endurskipu- lagningu á rekstri félagsins og dótt- urfélaga þess,“ sagði Róbert Guð- finnsson í ávarpi sínu á fundinum. „Breytingamar komu að fullu til framkvæmda á þessu ári og auðvitað höfðu margir skoðun á framkvæmd- Nýstárleg vöruskipti KOMIÐ hefur í ljós nýstárleg leið ferðamanna sem heimsækja Noreg til hafa eitthvað upp í ferðakostnaðinn. Þeir skipta á áfengi og fiski sem þeir taka með heim og selja á svimandi háu verði. Það er norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet sem greinir frá þessu og hefur eftir Rolf Bendiksen, fomanni sjómannafélags Norðurlandsfylkis. Hann telur að tolleftirlit með ferðá- mönnum sem koma akandi til landsins sé allt of lítið. Hann segir að algengt sé að einkabílar með kæhbúnað komi til Lófóten til að sækja fisk. í kælinum sé þeir með mikið af sterku áfengi og víni sem sé selt í skiptum fyrir fiskinn á bryggjunni. Afengið sé ódýrt en fisk- urinn dýr á heimaslóðum ferðamann- anna en því sé öfugt farið í Noregi. inni. Ég er ánægður með árangurinn og tel að breytingamar hafi tekizt eins og bezt varð á kosið, enda lögðust menn þar á eitt til þess að breyting- amar heppnuðust. Það er sannfæring mín að með þessum breytingum höf- um við styrkt félagið og lagað það að breyttum viðskiptaháttum. Milliliða- laust samband milli framleiðandans og markaðsfyrirtækja SH erlendis hefur eflt tengsl framleiðandans við markaðinn og jafnframt styrkt stöðu markaðsdeildar SH. Framleiðendum verður ekki haldið óupplýstum Ég hef áður sagð að það sé mis- skilningur hjá þeim, sem telja að unnt sé að halda íslenzkum framleiðendum í sjávarútvegi óupplýstum og ein- angra þá frá markaðsupplýsingum. Nútíma upplýsingatækni og almenn þekking á sjávarútvegi hefur gert það að verkum að nýrra vinnubragða var þörf. Það samkeppnisumhverfi, sem sjávarútvegurinn býr við, krefst þess að allir hlekkir keðjunnar frá veiðum og inn á borð neytandans séu traustir og hafi þann styrk sem þarf til þess að íslenzkur sjávarútvegur haldist áfram í fremstu röð. Á fyrri helmingi ársins hefur komið í ljós að fjárhagslegur grundvöllur breytinganna var traustur og skilaði félaginu 189 milljóna króna hagnaði þetta tímabil. Sú staða sem SH hefur skapað sér í dag er aðeins grunnurinn að frekari sókn félagsins," sagði Ró- bert. Hefur dregið verulega úr kostnaði „Það var markvert á þessum fundi að það er að myndast ákveðið jafn- vægi í viðskiptum milh dótturfyrir- tækjanna og framleiðenda,“ sagði Ró- bert í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum. „Það er aukinn skiln- ingur hjá báðum aðilum á möguleik- unum sem hafa orðið til með viðskipt- um á Netinu. Þannig hefur tekizt að ná niður kostnaði og styrkja sam- keppnisstöðu okkar með því að draga verulega úr kostnaði. Staðan er almennt góð hjá dóttur- fyrirtækjum SH. Það gengur vel í Japan, vöxturinn á Spáni er hraður, smáerfiðleikar voru í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins, en þeir eru að baki, Bretland er á svipuðu róh og í fyrra og við erum að vinna okkur út úr þeim vandkvæðum, sem við höfum átt við að stríða í Frakklandi og Þýzkalandi. í heildina séð eru dóttur- fyrirtækin okkar að gera það gott og það virðist bjart framundan," segir Róbert Guðfinnsson. Dýr frídagur „EINN dýrasti og jafnvel óskynsamlegasti frídagur Islend- inga er sjómannadagurinn. Á miðri úthafskarfavertíð, þegar aflabrögð eru sem bezt, er allur flotinn kallaður inn til löndunar. Þetta skapar óhagræði við lönd- un, lestun og útflutning,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic Japan, dótturfyrirtækis SH í Tókíó, í er- indi sínu á markaðsfundi SH. Hann sagði þetta þó alls ekki eina óhagræðið: „Sjómannadag- urinn skapar líka gífurlegan þrýsting á markaðinn, þegar saman koma í land 8.000 til 10.000 tonn af úthafskarfa nánast á einu bretti, en þetta svarar til um 20% af árlegri neyzlu Japana. Kaupendur eru beinlínis farnir að ætlast til að verð lækki um þessa helgi og telja sig jafnframt geta valið úr mestu gæðin, því fram- boðið er svo mikið. Ástandið hef- ur hríðversnað og margir dreif- ingaraðilar eru farnir að leika þann leik að kaupa inn, þegar fyrstu landanir koma inn í byrjun maí, en hinkra síðan við því 6 vik- um eftir sjómannadag vita allir að markaðurinn fyllist af karfa. Það er öllum hlutaðeigandi fyrir beztu að færa þennan dag til eða breyta fyrirkomulaginu á annan hátt. Nóg er um samkeppnina samt þótt við íslendingar séum ekki að rýra samningsstöðu okk- ar með þessum hætti,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson. Eftir miklu að slægjast í breska lottóinu Camelot fær aftur að bjóða í London. AP, Daily Telegraph. DÓMSTÓLL í Bretlandi úrskurðaði í fyrradag, að Camelot, fyrirtækið sem nú rekur hið ábatasama lands- lottó, fái að bjóða í reksturinn áfram gegn Þjóðarlottóinu, fyrir- tæki Sir Richards Bransons. Áður hafði lottónefndin útilokað Camelot frá því. Lottónefndin fann ýmislegt að tilboðum beggja fyrirtækjanna en útilokaði aðeins Camelot og tók þvf næst upp viðræður við fyrirtæki Bransons. Camelot áfrýjaði úr- skurði nefndarinnar í siðasta mán- uði og í fyrradag komst dómari að þeirri niðurstöðu, að úrskurður nefndarinnar hefði verið ósann- gjarn og því ólöglegur. íhaldsmenn i Bretlandi túlka nið- urstöðuna sem enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórn Verkamannaflokksins og einkanlega fyrir Chris Smith menningarmálaráðherra. Taka þeir svo til orða, að í því ráðuneyti standi nú ekki lengur steinn yfir steini. Talsmaður Smiths sagði, að þetta mál væri honum algerlega óviðkomandi enda hefði hann engin afskipti af lottónefndinni. Frá því að landslottóinu var kom- ið á fót 1996 hefur það selt miða fyrir 3.570 miHjarða ísl. kr. Er sam- ið um rekstur þess til sjö ára i' senn og rennur samningurinn við Camel- ot út á næsta ári. Hafa verið viðvar- andi vandræði með lottóhugbúnað fyrirtækisins og vegna þess ákvað lottónefndin að útiloka fyrirtækið frá frekari rekstri. Talsmenn Camelots héldu því hins vegar fram, að þeim hefði ekki vcrið gef- inn kostur á að skýra út sitt mál og upplýsa í hveiju endurbæturnar yrðu fólgnar. Hugbúnaðinn hefur Camelot fengið frá bandaríska lottófyrirtækinu GTECH en það var áður hluthafi í Camelot. Ábatasamur rekstur Fyrirtæki Bransons gerir enga athugsemd við úrskurð dómarans enda segist hann viss um, að tilboð þess sé það besta. Fyrir tveimur ár- um vann Branson meiðyrðamál gegn Guy Snowden, fyrrverandi forstjóra GTECH, og hann hefur sakað Snowden um að hafa reynt að múta sér til að hætta við tilboð í lottóreksturinn. Breska lottóið hefur veitt um 1.500 milljarða ísl. kr. til ýmissa samfélagsmála, lista- og menning- arstarfsemi á starfstíma sínum en mörgum hefur ofboðið hagnaður Camelots af rekstrinum, rúmlega 8,9 milljarðar kr. árlega. Eru launagreiðslur til stjórnenda þess í takt við það. Árásin á höfuðstöðvar bresku ley niþj ónustunnar Beittu rússnesku skriðdrekavopni London. Reuters, AFP. BRESKA lögreglan hefur komist að því að vopnið sem var notað við árás á aðalstöðvar MI6, bresku leyniþjón- ustunnar, sl. miðvikudag, var af rússneskri gerð, Mark 22, og ætlað til að granda skriðdrekum. Þetta vopn eða hlutar úr því hafa aldrei fundist í Bretlandi fyrr en það hefur aftur á móti fundist í vopna- búrum á Norður-írlandi, sem rakin hafa verið til „Hins sanna IRA“, klofningshóps úr írska lýðveldis- hemum. Að sögn lögreglunnar er vopnið mjög meðfærilegt og auðvelt að fela það. Era flaugamar úr því mjög öfl- ugar, eiga að komast í gegnum metraþykkan steinvegg, og því þykir það mesta mildi, að ekki skuli hafa orðið meiri skaði á húsinu en raun ber vitni og enginn slasast. Óttast fleiri tilræði Líklegast þykir, að „Hinn sanni IRA“, sem varð 29 manns að bana í Omagh á N-írlandi 1998, hafi staðið að tilræðinu og talið er, að hópur á hans vegum sé starfandi í London. Hafa borgarbúar verið varaðir við fleiri tilræðum. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær, að gæsla vegna flokksþings Verkamannaflokksins í Brighton í næstu viku yrði mjög mikil en skæruliðar IRA stóðu fyrir sgrengj- utilræði þar í borg 1984 er íhalds- flokkurinn var með sinn landsfund. Ný skoðanakönnun í Noregi Aðeins 17% kjós- enda ánægð með Stoltenberg AÐEINS 17% kjósenda í Noregi telja að Jens Stoltenberg forsætis- ráðherra hafi staðið sig vel í emb- ætti, að því er fram kemur í Gallup- könnun, sem dagblaðið Verdens Gang birti í gær. Ér þetta minnsta fylgi sem norskur forsætisráðherra hefur fengið frá því slíkar kannanir hófust árið 1996. Þegar Thorbjprn Jagland var forsætisráðherra var fylgi hans minnst í júní 1997 þegar 32% sögð- ust ánægð með frammistöðu hans í embætti. Minnsta fylgi Kjells Mag- ne Bondeviks var 49% í ágúst 1998 og Gro Harlem Brundtland fékk aldrei minna en 76%. Stoltenberg er þó ekki eini flokksleiðtoginn sem kemur illa út úr nýjustu könnuninni sem var gerð 5.-15. þessa mánaðar. Aðeins 10% aðspurðra sögðust telja að Jagland hafi staðið sig vel sem formaður Verkamannaflokksins. Aðeins 7% voru ánægð með Jan Petersen, leið- toga Hægriflokksins, 4% með Odd Roger Enoksen, leiðtoga Mið- flokksins, og Valgerd Svarstad Haugland, formann Kristilega þjóð- arflokksins, og 3% með Lars Spon- heim, leiðtoga Venstre. Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi forsætisráðherra, er vinsæl- asti stjórnmálamaður Noregs. 49% aðspurðra sögðust ánægð með störf hans og 43% voru ánægð með Carl I. Hagen, formann Framfaraflokks- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.