Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 53

Morgunblaðið - 23.09.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 5o^ MINNINGAR + Jónína Steinunn Þórisdóttir fædd- ist á Seyðisfírði 15. apríl 1931. Hún iést á Sjúkrahúsinu á Seyð- isfírði 18. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórir Daníelsson sjómaður, f. 20.7. 1909, d. 7.12. 1964, og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 22.8. 1897, d. 6.7. 1981. Systkini Jónínu eru Guðrún Borghildur, f. 28.11. 1934, og Jón Dan, f. 15.10. 1937, d. 18.3.1986. Árið 1952 giftist Jónína Friðriki Sigmarssyni, f. 7.5. 1929, d. 17.12. 1990. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 13.11. 1951. 2) Svava, f. 18.11. 1952, maður hennar er Magnús Gehringer, f. 28.4. 1960, börn þeirra a) íris B. Pétursdóttir, f. 28.7. 1972, sambýlismaður Tom Elsku mamma mín. Þá ertu loksins komin til pabba og Valgerðar systur eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. En þú varst svo dugleg í veikindum þín- um. Ég er búin að búa í Reykjavík í tæp fimm ár en það var alltaf best að koma heim á sumrin, þú tókst alltaf Sól lækkar á lofti, blómin fölna og falla, það er komið haust, þá kvaddir þú Jónína mín eftir erfitt vor og sum- ar. Fyrst höfðum við vonina, en það var bara von, allt var gert en stundin var komin og við tók bið eftir lausn. Þær eru margar minningamar eftir að hafa átt þig að vin meira en hálfa ævina og allar góðar. Minningar um Tychsen, f. 5.10. 1971, barn Sara Hadoudi, f. 24.5, 1994. b) Heiða Gehr- inger, f. 25.9. 1983. c) Elsa Gehringer, f. 5.3. 1986. 3) Þórir Dan, f. 2.4. 1959, kona hans er Sigríð- ur V. Sigurðardóttir, f. 9.8. 1964, börn þeirra eru Katrín Björg Stefánsdóttir, f. 17.5. 1988, Sigurð- ur Friðrik, f. 6.4. 1996, og Jónína Steinunn, f. 15.9. 1999. 4) Valgerður Brynja, f. 20.5. 1961, d. 20.11. 1962.5) HelgaÓsk, f. 8.4. 1965, sambýlismaður henn- ar er Guðni Hólmar Kristinsson, f. 16.10. 1969, barn Guðný Ósk, f. 6.5.1997. Jónína Steinunn verður jarð- sunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. konu sem aldrei kvartaði þó hún væri sárkvalin, konu sem hugsaði um vel- ferð og líðan annarra, átti alltaf hugg- unarorð fyrir vini og fjölskylduna sem hún elskaði svo heitt og lifði fyrir. Jónína mín þegar ég hitti þig sein- ast þá k\'addi ég þig, það var erfitt, við ætluðum að gera svo margt á næstu árum og eyddum löngum stundum saman og létum okkur dreyma. Núna í haust ætlaði ég að koma til þín og við ætluðum í berja- mó, en við gerum það seinna á öðrum stað. Þú áttir þann góða eiginleika að geta hlakkað til. Þegar við töluðum saman sagðir þú mér frá einhverju sem þú hlakkaðir til eða einhverju sem þú hafðir gert, sem var svo skemmtilegt. Það þurfti ekki stóra hluti til að gleðja þig, þú varst ekki manneskja sem gerðir kröfur fyrir sjálfa þig heldur varst alltaf að gefa af þér með hlýju þinni og góðri nærveru. Fjölskylda þín hefur misst mikið, hún hefur staðið eins og klettur við hliðina á þér í'þessum miklu veikindum. Það verður tómlegt að koma á Seyðisfjörð því hvorki þú eða Frissi þinn verða þar til að taka á móti mér með allri ykkar gestrisni og glað- værð. Nú skiljast leiðir í bili en eitt er ég viss um að þið verðið í hópnum sem tekur á móti mér þegar minn tími kemur. Nú ert þú hjá Frissa þínum og litlu Valgerði Biynju sem var tekin svo fljótt frá ykkur og þér líður vel. Ég bið Guð og góðar vættir að styrkja böm, bamaböm og aðra sem nú syrgja þig. Vertu sæl góða vinkona, þakka þér fyrir vináttu þína. Dóra Guðmundsdóttir. svo vel á móti okkur eins og þér einni er lagið. Ég á eftir að sakna alls þess sem við gerðum saman. Ég á eft- ir að segja litlu dóttur minni og ófædda barninu mínu allt um ömmu Jónínu. Elsku mamma, ég kveð með söknuði, vonandi líður þér vel núna. Takk fyrir allar ýndislegu minning- arnar sem þú skilur eftir. Kærar þakkir til starfsfólksins á sjúkrahús- inu á Seyðisfirði fyrir góða umönnun. Hér kemur svo bænin sem þér er svo kær. Guð gefi mér æðruleysi, til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt Kjark til þess að breyta því seméggetbreytt og vit til að gi-eina þar á milli. Þín dóttir, Helga Ósk. JÓNÍNA STEINUNN ÞÓRISDÓTTIR SOLVEIG INDRIÐADÓTTIR + Sólveig Indriða- dóttir fæddist á Ytra-Fjalli í Aðaldal í S-Þing. hinn 13. maí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík 16. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Indriði Þorkelsson, f. 20. október 1869, og Kristín Sigurlaug Friðlaugsdóttir, f. 16. júlí 1875. Sólveig giftist árið 1938 Kristjáni Halldórssyni frá Syðri-Brekkum á Langanesi, f. 10. ágúst 1884, d. 21. nóvember 1957. Böm Sólveigar og Kristjáns em: 1) Indriði, f. 23. febrúar 1940, maki Sesselja Þóroddsdóttir, f. 4. júní 1949. Börn þeirra eru Kristján, f. 25. apríl 1968, Sóley, f. 2. desem- ber 1969, Harpa, f. 12. nóvember 1970, Dagur, f. 28. október 1976, Brynjar Geir, f. 27. deSember 1985, d. 28. desember 1985, Sól- veig Brynja, f. 13. maí 1988. 2) Dýrleif, f. 20. október 1941, maki Óli Ægir Þor- steinsson, f. 1. des- ember 1941. Börn þeirra eru: Þor- steinn, f. 5. júlí 1961, Sólveig, f. 25. sept- ember 1962, Heið- rún, f. 25. júní 1965, Kristín, f. 28. desem- ber 1966. 3) Kristín, f. 29. október 1943, maki Ulfar Þórðar- son, f. 30. júní 1947. Börn þeirra eru Kristín Jóhanna, f. 9. mars 1970, Kristján, f. 19. ágúst 1972, Þórður, f. 6. janúar 1974. 4) Ey- mundur, f. 12. október 1945, maki Lilja Skarphéðinsdóttir, f. 23. júní 1950. Börn þeirra eru: Kristján, f. 1. febrúar 1969, Ásta Eir, f. 18. júlí 1973, Skarphéðinn, f. 6. mars 1979. Utfór Sólveigar fer fram frá Neskirkju, Aðaldal, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langaði að skrifa nokkur orð um ömmu Sólveigu sem lést hinn 16. september. Það fyrsta sem við systkinin mun- um eftir er sennilega síða svarta hár- ið og dönsku blöðin sem hún las á hverjum degi. Amma er fædd og uppalin á Ytra-Fjalli í Aðaldal en kom í Syðri-Brekkur sem ráðskona hjá afa okkar og giftu þau sig 1938. Afi dó frá henni og fjórum bömum 1957 og var pabbi okkar elstur þeirra systkina, aðeins 17 ára gam- all. Amma var mikil áhugamann- eskja um garðrækt og kom hún upp stórum blómagarði á Syðri-Brekk- um sem Rristín dóttir hennar hugsar nú um. Amma hafði mjög gaman af spilum og spilaði og lagði kapla eins lengi og sjónin leyfði. Við vorum búin að fara ófáar ferðirnar yfir túnið til að grípa í rommý, lönguvitleysu eða matador. Eins var hún mikið í handavinnu og eigum við margar fal- legar myndir eftir hana. Amma var mjög ánægð þegar yngsta barna- barnið fæddist á afmælisdaginn hennar 13. maí og var skírt í höfuðið á henni. Amma flutti á dvalarheimil- ið Hvamm á Húsavík 1985. Hún var alla tíð mjög heilsuhraust en lést eft- ir stutt veikindi. Þú, sem enn átt enga drauma, ekkert gull í sjó, hvílir mjúkt á hvítum svæfii ldnnum fagurrjóð. Yndi þitt og allur heimur ermittvögguljóð. (Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum.) Hvíl í friði, elsku amma. Kveðja. Krislján, Sóley, Harpa, Dagur og Sólveig Brynja. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og við útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS SIGVALDASONAR, Ausu, Andakílshreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- húss Akraness fyrir alúðlega umönnun. Auður Pétursdóttir, Pétur Jónsson, Sigvaldi Jónsson, Unnsteinn Einar Jónsson, Anna Lilja Sævarsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Ragnhildur Helga Jónsdóttir og barnabörn. ÞÓREY DAGBJÖRT BRYNJÓLFSDÓTTIR < + Þórey Dagbjört Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1913. Hún lést 10. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Brynjólfur Karl Brynjólfsson vél- stjóri og Guðrún Þorvaldsdóttir. Þau létust bæði úr Spönsku veikinni 13. nóvember 1918. Hún var tekin í fóstur af Þórði Bjarnasyni frá Reykhóluni og Hansínu Linnet og ólst upp hjá þeim. Þórey giftist fyrri manni sín- um, Emil Peter Vilhelm Has- lund, vélstjóra, 27. apríl 1933 í Danmörku og átti með honum tvo syni: Leif Pétursson, f. 21. mars 1934, maki Elsa Vilhjálms- dóttir og eiga þau tvö börn, þau eru Pétur, f. 2. janúar 1966, og Kristín, f. 1. september 1970, þau búa í Bandaríkjunum. Otto Órn Petursson, f. 16. maí 1935, maki Sigríður Hannesdóttir, þau eiga fjögur börn; Birgi, f. 17. júlí 1958, Evu, f. 1. des- ember 1959, Örn, f. 10. nóvember 1963, og Hannes, f. 1. desember 1969. Seinni maður Þóreyjar var Helgi M.S Bergmann, málarameistari, þau giftust 11. desem- ber 1942. Þeirra börn cru Guðrún Bergmann, f. 4. febrúar 1944, maki Árni B. Guðmunds- son og eiga þau eina dóttur, Þór- eyju Ósk Árnadóttur, f. 16. jan- úar 1980. Þórður Helgi Berg- mann, f. 4. nóvember 1945, maki Sigríður Eggertsdóttir, þau eiga einn son, Helga Bergmann, f. 1. nóvember 1983. Fóstursynir Þórðar og synir Sigríðar eru Eggert Snorrason, f. 31. mars 1968, og Þór Snorrason, f. 28. ágúst 1971. Þórey vann við föndurkennslu, baðvörslu, í Nóa-Síríusi og end- aði starfsferil sinn f Gliti hf. títför Þóreyjar fór fram í kyrrþey 18. september. Elsku langamma, þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Mér er það minnisstætt að þegar við hitt- umst sagðir þú sögur frá því í gamla daga og settir upp þitt fal- lega bros og alltaf var eitthvert nammi í skál. Þegar þú varst veik söng ég fyrir þig og næsta dag varstu dáin. Ég elska þig mikið og vona að þér líði vel hjá Guði. Þá mæða sálar hverfur hver. Svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. (Ingem. J. Helgason.) Þín Sandra. Elsku amma mín, nú hefur þú loksins fengið hvíldina, og ég er Guði þakklát að hafa tekið þig til sín þar sem þú varst orðin gömul og þreytt. En amma mín, þú varst mér mjög kær, falleg, einlæg og hreinskilin. Við áttum á fjörutíu árum margar góðar stundir, sér- staklega er mér minnisstæð ferðin tii Ameríku, þegar við heimsóttum Leif frænda 73 og öll jólaboðin. Og svo kynntist ég þér betur þegar ég byrjaði að búa, þá bjuggum við sama húsi og alltaf gat ég leitað til þín með allt. En amma, það var alltaf gott að heimsækja þig, fara með þig í bíltúra og margt annað sem við gerðum alltaf var gaman með þér. Elsku góða amma mín, ég finn fyrir söknuði og sorg, en það er vegna þess að ég elska þig. Amma Eyja, takk fyrir öll góðu ár- in. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þín sonardóttir, Eva. + Hjartans þakklæti færum við öllum, er veittu stuðning og samúð vegna veikinda, andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og bróður, GUÐMUNDAR RÚNARS BJARNLEIFSSONAR, Raufarseli 9. Við minnumst starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og líknardeildar Land- spítalans með innilegu þakklæti. Ása Sólveig Þorsteinsdóttir, María Guðmundsdóttir, Guðmundur Valur Sævarsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Guðlaugur Guðmundsson, Þórey Birgisdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakklæti færum við starfsfólki á Skjóli fyrir umönnun og öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, uppeldissystur, ömmu og langömmu, MARÍU GUÐBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimílis í Gnoðarvogi 34. Útförin fór fram í kyrrþey 13. september að ósk hinnar látnu. Erla Strand, Einar Strand, Ása Sólveig Þorsteinsdóttir, Soffía H. Bjarnleifsdóttir, Snorri S. Konráðsson, Bjarnleifur Á. Bjarnleifsson, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafía K. Bjarnleifsdóttir, Magnús L. Sigurðsson, Guðiaugur Guðmundsson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.