Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Pelican var ein vinsælasta sveit áttunda áratugarins. Ásgeir er lengst til vinstri. ■ Pdker var á „barmi heimsfrægðar" árið 1978. Ásgeir er annar frá hægri. ÁSGEIR Óskarsson hefur lengi ver- ið með reyndustu trommuleikurum landsins og sá fjöldi listamanna sem hann hefur spilað með á yfir þrjátíu ára ferli er nánast óteljandi. Stuð- menn, Hinn íslenski Þursaflokkur, KK og Maggi, Eik, Paradís, Póker, Pelican, Sálin hans Jóns míns, Icecross, Björn Thoroddsen og Rifs- berja eru bara brot af þeim fjöl- mörgu verkefnum sem Ásgeir hefur komið nálægt í gegnum tíðina. í kvöld ætlar hann svo að troða minn- .þigarstíginn og rifja upp gamla takta fi-á hinni alræmdu ball- og skralltíð sem einkenndi miðbik átt- unda áratugarins. Samtvinnaðar sveitir „Ég reyni venjulega að koma mér undan svona viðtölum,“ viðurkennir Ásgeir. „Yfirleitt er maður að starfa með mönnum sem eru meiri fram- línumenn en ég. Ef maður er að spila með mönnum eins og Agli (Ól- afssyni), Jakobi (Magnússyni) eða Valgeiri (Guðjónssyni) þá sendir jnaður þá bara í viðtölin." Hljómsveitirnar sem Ásgeir ætlar að koma fram með í kvöld voru allar þungavigtarsveitir á sínum tíma. „Jú, ég var í öllum þessum bönd- um,“ segir hann jánkandi. „Þó ekki yfir allt tímabilið sem böndin lifðu. Ég var náttúrlega í Pelican allan tímann en Eikina kom ég inní síð- asta árið sem hún starfaði." „Þetta er rosalega mikið sami hópurinn sem var í þessum_ hljóm- sveitum," útskýrir Ásgeir. „Ég var í öllum þessum fjóru böndum. Pétur Hjaltested var í þremur af þessum böndum: Póker, Paradís og Éik. Björgvin Gísla var í Póker, Para- dís og Pelican. Og Pétur Kristjáns sömuleiðis." ** Breytt ballmenning Ásgeir segir ýmislegt hafa verið Eik, Paradís, Póker og Pelican halda hljómleika á Broadway í kvöld HVERS KYNS KÓLF- AR OG KUBBAR Ásgeir Óskarsson, trommuleikari með meiru, ætlar að spila með hinum fornfrægu sveitum Eik, Paradís, Póker og Pelican á Broadway í kvöld. -----7---------------- Asgeir mannaði trommustólinn í öllum hljómsveitunum á sín- um tíma og af því tilefni tók Arnar Eggert Thor- oddsen hann tali. öðruvísi í þá daga, sérstaklega með tilliti til ballrúntsins. „Böndin á þessum tíma lifðu svo stutt. 1-2 ár þótti ansi gott bara. Stuðmenn og Þursamir náðu að Hfa lengur af því að þær sveitir voru starfræktar með hléum. Hin böndin keyrðu aftur á móti allt árið um kring.“ Draumurinn um frægð og frama á erlendri grund var þó alveg Morgunblaðið/Golli Slúrp! Ásgeir Óskarsson fær sér tíu. jafn raunverulegur þá og hann er í dag. Sagan segir okkur t.d. að „engu“ hafi munað að Póker næði að slá í gegn í Bandaríkjunum. „í þá daga var það miklu meira mál ef það fréttist að einhver hljómsveit ætti möguleika á að komast í feitt í út- löndum. Núna virðast hins vegar ansi mörg bönd vera í þannig mál- um.“ Trommusettið í skottinu í dag gerir Ásgeir mikið af því að flakka úr einu verkefni í annað og fer létt með að spila alla þó tónlist sem þrífst undir sólinni. „Ég er meðlimur í hljómsveit Björns Thor- oddsen og ég hef svona mest verið að sinna því að undanförnu," segir Ásgeir. „Svo er maður í svo mörgu ólíku. Ég er t.d. meðlimur í Vinum Dóra, stundum leysi ég af í Rússl- bönum og svo eru mörg önnur verk- efni sern maður hoppar í er þörf krefur. í gamla daga var maður bara í einu bandi og það var það eina sem maður hugsaði um. Núna er maður sjálfur svona hálfgert fyr- irtæki. Trommusettið í skottinu á bílnum og svo ferðast maður bara á milli.“ Á ferlinum hefur Ásgeir kynnst tveimur afar ólíkum hliðum dægur- tónlistarinnar. Hann hefur spilað vel þekkt stuðlög og slagara fyrir dansi en einnig tekið þátt í bullandi nýs- köpun með sveitum eins og Icecross og Þursunum. „Það var náttúrlega mjög gaman í Þursaflokknum. Að vinna músík þar sem maður getur gert næstum hvað sem er. En mér finnst allt geta verið skemmti- legt og hver deild hefur alltaf eitt- hvað við sig. Þetta er voðalega mis- jafnt, fer líka mikið eftir fólkinu sem maður er að vinna með.“ Ný einleiksskífa Árið 1995 gaf Ásgeir út einleik- sskífuna Veröld smá og stór. „Ég er með hljóðversaðstöðu þar sem ég hlúi að mínum eigin laga- smíðum. Ég ætla að reyna að gefa út nýja plötu á næsta ári en er þó ekkert að flýta mér. Atvinnu minnar vegna verkast það alltaf þannig að sú vinna verður alltaf að hliðarverk- efni.“ Tíminn reynist því sannarlega dýrmætur ef menn eru sítrommandi heilu og hálfu sólarhringana. „Ég get t.d. ekki ákveðið að nú ætli ég að eyða tveimur vikum einungis í plöt- una mína. Það er meira svona að kannski, hugsanlega hafi ég færi á að stökkva í þrjá tíma þennan ákveðna morgun. Allt er þetta í þessum dúr,“ segir Ásgeir að lokum og brosir í kampinn. Rauði krossinn býður í leikhús Flestir nemendur 8., 9. og 10. bekkjar í Reykjavík eru annaðhvort á leiðinni í Borgarleikhúsið þessa dagana eða hafa nú þegar heimsótt það. Birgir Örn Steinarsson kynnti sér ástæðurnar fyrir þessum skyndilega leikhúsáhuga grunnskólanemanna. í TILEFNI af 50 ára afmæli Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins á þessu ári hefur deildin ákveðið, í samvinnu við Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur og Borgar- leikhúsið, að bjóða nemendum í 8., 9. og 10. bekk Grunnskóla Reykja- víkur á leiksýningu í Borgarleik- húsinu. Áætlað er að um 3.700 skólakrakkar muni sjá sýninguna á næstu dögum. „Þetta er kannski fyrst og fremst til þess að glæða skilning fólks á flóttamannavandamálinu,“ segir Þór Halldórsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. „Og að vandamálum þeirra flóttamanna sem hingað koma sé sýndur meiri skilningur." Leiksýningin sem flutt er heitir Mirad, drengur frá Bosníu og er eftir hollenska leikritaskáldið Ad de Bont. Verkið er sannsögulegt og er byggt á dagbók og bréfa- skriftum þrettán ára drengs að nafni Mirad. Leikendur eru þau Rósa Guðný Þórsdóttir og Ari Matthíasson en leikstjórn annast ’-:’Jón Hjartarson. „Þetta er þrettán ára drengur frá Bosníu sem upplifir það að stríð hefst í heimalandi hans,“ seg- ir Þórir Guðmundsson, kynningar: fulltrúi Rauða kross íslands. „í samfélagi sem í rauninni er ekkert mjög ólíkt okkar. Þetta er nútíma- , samfélag og skyndilega kom til stríðsátaka þar. Það kemur fram í dagbókum hans að hann skilur ekki hversvegna stríðið hefst. Þetta er milli þjóðflokka og hann skilur ekki að stríðið skuli vera á milli Króata, Serba og múslima því að í hans fjölskyldu er fólk af öllu þessu þjóðerni. Hann lendir í miklum hörmungum. Hann á heima í bæ sem er hertekinn af Serbum alveg í upphafi stríðsins 92 og hann upplifir það að vera pyntaður í fangabúðum. Hann upplifir það að sjá systur sína deyja í höndunum á sér efth- að hún verður fyrir sprengju. Hann upplifir það að sjá föður sinn týna lífi við það að stíga á jarðsprengju og kemst svo við illan leik til Sara- jevo. Þegar hann reynir að flýja þaðan lendir hann aftur í fanga- búðum en endar svo í Hollandi. Þessari dagbók hans hefur verið líkt við dagbók Önnu Frank.“ Að sýningu lokinni er ungling- unum boðið að spyrja leikarana og Morgunblaðið/Jim Smart Ari Matthíasson og Rósa Guðný Þórsdóttir munu Ieika fyrir um 3.700 grunnskólakrakka á næstu dögum. leikstjórann spurninga sem kunna að vakna við áhorfið. Bæklingi er dreift til allra grunnskólanemenda í þremur efstu bekkjunum á höf- uðborgarsvæðinu og eru kennarar hvattir til þess að tileinka eina kennslustund fyrir og eftir leik- húsferðina umræðunni um flótta- mannavandamálið. Þórir segir mikils til ætlast af þeim flóttamönnum sem hingað koma. Þeir eigi að vera fljótir að læra tungumálið og finna sér sess í hinu „eðlilega" lífsmynstri okkar. Góðar viðtökur Ábendingar Þórirs kalla á hug- arfarsbreytingar. Það hlýtur t.d. að þykja kaldhæðnislegt að ís- lendingar skuli reka upp stór augu þegar þeir verða varir við að af- komendur vesturfara tali ekki ís- lensku. Besta dæmið í þessu sam- hengi væri líklegast að minna á það umtal sem skapaðist við heim- sókn Bjai-na Tryggvasonar geim- fara. „Okkur finnst ágætt að íslensk ungmenni fái einhverja innsýn í það hvað býr að baki þegar þetta fólk kemur hingað sem flótta- menn. Þetta er ekki fólk sem er að fara að heiman af því það er að leita grænni haga heldur er það rekið burt. Mér hefur fundist við- tökurnar hafa verið mjög góðar í leikhúsinu. Eftir allar leiksýning- arnar hafa krakkarnir spurt spurninga sem bera þess merki að þau hafa fylgst með því sem var að gerast á sviðinu. Auðvitað von- umst við til þess að þetta leiði til þess að þeir útlendingar sem hing- að koma mæti meiri skilningi," segir Þórir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.