Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 57 Safnaðarstarf Hátíð í Hafnar- fjarðarkirkju ÞAÐ gefi Guð minn - dagskrá í tali og tónum um sjósókn og trú í Hafn- arfirði. Sunnudaginn 24. sept. nk kl. 14.00 verður flutt í Hásölum Hafnar- fjarðarkirkju í tilefni tveggja ára af- mælis þeirra og kristnihátíðarárs leikdagskrá í tónum og tali um trúna og sjósóknina hér í Hafnarfirði á Uð- inni öld. Dagskráin nefnist Það gefi Guð minn. Dregnar verða upp leiftr- andi svipmyndir af sjósókninni og þekktum persónum sem koma þar við sögu. Jón Hjartarson leikari hef- ur sett dagskrárefnið saman og mun standa að flutningi þess ásamt leik- urunum Ragnheiði Steindórsdóttur og Jóni Júlíussyni. Þórunn Sigþórs- dóttir söngkona og Carl Möller píanóleikari munu ásamt leikurun- um flytja sjómannalög og lausavísur í þessari leikdagskrá. Litskyggnum verður brugðið á tjald sem ramma leikmyndar. Þessi hátiðardagskrá er styrkt af SÍF, Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, sem nýverið hafa komið sér vel fyrir í Hafnarfirði og er sérstakt framlag samtakanna til kristnihátíðar í Hafn- arfirði. Forsvarsmönnum fyrirtæk- isins er einlæglega þakkaður stuðn- ingurinn og því óskað velfarnaðar og heilla. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og samræður í Strandbergi eftir sýn- inguna. Fyrsta fjölskylduguðsþjónustan á haustmisseri fer fram í kirkjunni um morguninn kl. 11.00, en þá sækja börn úr sunnudagaskólum kirkjuna með fjölskyldum sínum og er boðið upp á góðgæti eftir guðsþjónustuna í Strandbergi. Síðsumartónleikar Kórs Flens- borgarskóla fara svo fram í Hásölum síðar þennan hátíðisdag 24. septem- ber kl. 17.00. Hrafnhildur Blomster- berg stjórnar kómum. Nýbúamessa og vetrarstarf Digraneskirkju SUNNUDAGINN 24. september næstkomandi verður nýbúamessa í Digraneskirkju. Þá bjóðum við ný sóknarbörn í Kópavogi velkomin, kynnum fyrir þeim starf kirkjunnar, presta og starfsmenn kirkjunnar. Um leið og við gerum það viljum við vekja athygli á vetrarstarfi kirkjunnar. Sunnudagsmessan er árdegis kl. 11 og lýkur með léttum hádegisverði í safnaðarsal fyrir þá sem vilja (kr. 400). Altarisganga er fastur messuliður. Prestarnir sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur og sr. Magnús B. Bjömsson skiptast á um að leiða helgihaldið í messunni og vera með í sunnudagaskóla. Sr. Magnús er nýkominn til starfa í söfnuðinum og munu prestarnir skipta með sér verkum eins og kost- ur er. Viðtalstími prestanna er þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 11-13. Fyrsta sunnudag hvers mán- aðar er fjölskyldumessa með léttu yfirbragði, þar sem sunnudagaskóli er með í upphafi fram undir altaris- göngu. Sunnudagaskólinn er kl. 11 í fræðslusal kirkjunnar á neðri hæð. Börnin hafa því starf við sitt hæfi og foreldrarnir geta valið um að vera uppi í messunni eða í barnastarfinu með bömunum. Síðan safnast allur söfnuðurinn saman til hádegisverðar upp úr kl. 12 í safnaðarsal á efri hæð. Nú þegar prestarnir em tveir gefst í fyrsta skipti sá möguleiki að skíra böm í kapellunni niðri, því ann- ar presturinn verður að öllu jöfnu með í sunnudagaskólanum. Bæna- stundir era hvern fimmtudag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests, organista eða kirkjuvarðar meðan kirkjan er opin eða skriflega í þar til gerðan kassa í anddyri kirkjunnar. Bænastundirnar era samvera fyrir þá sem leita Guðs og vilja eiga hljóðlátt bænasamfélag. Æskulýðsstarfið í Digraneskirkju er unnið í samstarfi við KFUM og KFUK. KFUM&K fyrir 10-12 ára er á þriðjudögum kl. 17. Þar er farið í leiki, sungið, unnin ýmis verkefni, farið í stuttar ferðir, krakkamir und- irbúa leiki og leikrit, spennandi gest- ir segja frá ýmsu skemmtilegu og margt fleira. A hverri samvera er helgistund þar sem farið er í biblíu- texta. Æskulýðsfélag fyrir 13 ára og eldri (þar með talin fermingarböm- in) er á miðvikudögum kl. 20. Miðað er við að þau séu komin heim fyrir kl. 22. Starfið í unglingahópnum mótast af þátttakendum og virkni þeirra. Byggt er á ýmsum hópleikjum, boðið er upp á ferðalög og heimsóknir, unnin ýmis verkefni, skemmtiatriði, rætt um kristna trú og tilvera ungl- inga, söngur og helgistund og margt fleira. f starfi aldraðra verður dag- skráin þannig uppbyggð, að á þriðju- dögum er byrjað á leikfimi kl. 11:20. Léttur hádegisverður kl. 12 (kr. 400). Helgistund kl. 13. Því næst er samvera með fjölbreyttu efni, s.s. bókmenntakynningu, fræðsluerind- um, söng, spilamennsku o.fl. Á fimmtudögum er einnig leikfimi kl. 11. Auk þess gerast óvæntir atburðir annað slagið. Iþróttakennari er El- ísabet Hannesdóttir. Umsjónarmað- ur starfsins er Anna Sigurkarlsdótt- ir. Safnaðarfélag Digraneskirkju heldur mánaðarlega fundi sem miða að því að efla safnaðarstarf, m.a. fræðslukvöld um hjónabandið. Fyrsti fundurinn er 8. október kl. 20:30 Verið velkomin í Digranes- kirkju næstkomandi sunnudag, sér- staklega nýbúar í Kópavogi. Gunnar Sigurjönsson og Magnús Björn Björnsson. Haustlita- ferð aldraðra í Fríkirkjunni FIMMTUDAGINN 28. september næstkomandi klukkan 13:00 verður öldruðum í Fríkirkjunni í Reykjavík boðið í haustlitaferð. Litið er á þessa ferð sem byrjun á starfi meðal eldri borgara í söfnuðinum. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma með. Dagskrá ferðarinnar verður sem hér segir: Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni kl. 13:00. Farið verður um Þingvöll og haustlitimir skoðaðir. Þaðan föram við í heim- sókn í Nesjavallavirkjun. Eftir að hafa skoðað hana býður virkjunin hópnum í kaffihlaðborð í Nesbúð. Keyrður verður línuvegur til baka. Reikna má með því að við komum aftur til kb'kjunnar um kl. 18:00. Þeir sem óska eftir að taka þátt í þessari ferð era vinsamlegast beðnir að skrá sig í síma 552-7270 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 26. september. Heimsókn í Fíladelfíu HELGINA 23. og 24. september verður vakningaprédikarinn Robert Maasbach með samkomur í Fíladelf- íu. Maasbach er forstöðumaður ört vaxandi hvítasunnukirkju í bænum Folkstone á Suður-Englandi þar sem hann rekur trúboðsstarfið Robert Maasbach ministries. Hann ferðast vítt og breitt um veröldina og þar sem hann kemur er mjög góður rómur gerður að heimsókn hans. Faðir hans, John Maasbach, heim- sótti Fíladelfíu fyrir mörgum áram og muna eflaust margir eftir honum. Samkomumar með Robert Maas- bach verða kl. 20 á laugardagskvöldi og kl. 16.30 á sunnudeginum. Við hvetjum fólk til að láta þessa heim- sókn ekki framhjá sér fara. Pílagríma- ganga frá St. Jósefssókn í DAG, laugardag, verður farin pílagrímaferð úr St. Jósefssókn til basilíku Krists konungs í Landakoti þar sem sungin verður biskups- messa. Farið verður með strætó kl. 13 til Kópavogs og þaðan gangandi um Nauthólsvík. Upplýsingar hjá St. Fransiskus- systram í síma 555-3140. Hafnarfjarðarkirkja. Kolaports- messa HELGIHALD þarfnast ekki húsnæðis heldur lif- andi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubygging- um með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. í til- efni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 24. septem- ber kl. 14. Prestarnir Jakob Ágúst Hjálmarsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur djákna og Bryndísi Valbjörnsdóttur guðfræði- nema. Hjónin Þorvaldur Halldórs- son og Gréta Scheving leiða lofgjörð- ina. í lok stundarinnar verður altarisganga. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu þar sem hægt er að kaupa sér kaffi og dýrind- is meðlæti og eiga gott samfélag við guð og menn. Það era allir meira en velkomnir. Miðbæjarstarf KFUM&K. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoman fellur niður. Samkoma kl. 20. Michaelo Cotton prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skólikl. 11. Verð á mann í tvíbýli 82.900kr. Gist á Pyramisa Iris Hotel í Luxor. Innifalið: Flug, gisting m/morgunveróar- hlaðborði í 7 nætur, akstur til og frá flug- velli erlendis, skoðunarferðir skv. feröa- lýsingu og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld: Flugvallarskattar 4.245 kr. Ævintýri sem aldrei gleymist Luxor og Karnak, á austurbakka Nílar, og Konungadalurinn og Drottninga- dalurinn á vesturbakkanum eru einn af stórkostlegustu stöðum veraldar. Um 80% allra fornminja Egyptalands er að finna á svæöinu sem í heild má telja eitt allsherjar fornminjasafn undir berum himni. Á þessum slóðum eryndislegt loftslag að vetri til. Við bjóðum gistingu á mjög góðu fyrsta flokks hóteli á bökkum Nílar, í miðbæ Luxor, í göngufæri við verslanir og frábæra veitingastaði. ^rÍRVAL-ÍTSÝN Lánmúla 4: simi 585 4000. erænt númer: 800 6300. Ligmúla 4: simi 585 4000, grænt númer: 800 6300, Kringlan: tfml 585 4070, Kópavogi: sfml 585 4100, Keflavfk: sfml 585 4250, Akureyrl: sfmi 585 4200, tfoss: tfml 4821666 m um land allt. www.urvalutsyn.is Misstu ekki af þessu frábæra tækifæri - örfá sæti laus. 16.-23. október Fararstjórar: Friðrik G. Friðriksson, Guðmundur V. Karlsson o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.