Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 1 3 FRÉTTIR Alþjóðlegi hjartadagurinn haldinn í fyrsta sinn á morgun Mun fleiri hreyfa sig en gerðu fyrir 30 árum Helgi Sigvaldason, Uggi Agnarsson og Ástrós Sverrisdóttir á fundinum í gœr. Reglubundin hreyfing karla og kvenna 1979 - 2000 Morgunblaðið/RAX Tillögum um starf- semi Barna- húss ólokið EKKI náðist að ljúka tillögum um starfsemi Bamahúss og skýrslutök- ur af bömum í vikunni eins og til stóð. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hún hefði fundað með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra um málið og unnið væri að tillögum um lausn. „Því miður náðum við ekki að ljúka þessu í vikunni en við funduðum með okkar sérfræðingum og for- manni dómstólaráðs. Dómstólaráðið mun síðan í næstu viku fjalla form- lega um þær tillögur sem verið er að vinna að.“ Að sögn dómsmálaráðherra getur dómstólaráð sett dómumm verklags- reglur. Ráðherra segir að stefnt sé að því að lausn verði fundin á málefnum Bamahúss fyrir lok næstu viku en 1. október lýkur þeim tíma sem gefinn var tilraunaverkefni um starfsemi Bamahúss. ------UH--------- Dvalar- og hjúkrunar- heimili 1 Reykjavík Rúmlega 400 á biðlista ALLS era 419 manns á biðlista eftir plássi á dvalar- og hjúkranarheimil- um fyrir aldraða í Reykjavík, en þar af hafa 200 manns brýna þörf fyrir pláss. Þetta kom fram í máli Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borg- arstjórnarfundi í fyrradag. Vilhjálmur gagnrýndi Reykjavík- urlistann fyrir að hafa ekki staðið við gefín loforð um uppbyggingu á þessu sviði. Hann sagði að ástandið i borginni væri nú orðið alvarlegt vegna skorts á rýmum, en á biðlista eftir rými á hjúlounarheimilum era 231, en 188 era á biðlista eftir rými á dvalarheimilum. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans sagði það vera hlutverk ríkisins að ráðast í upp- byggingu á hjúkranar- og dvalar- heimilum fýrir aldraða. Hann sagði að ríki og borg hefðu náð samkomu- lagi um fjölgun hjúkranarrýma og að með því væri tryggt að biðtími styttist.Hann sagði að nýtt hjúkran- arheimili sem verið væri að reisa við Sóltún væri skref í þessa átt. Félagsþjónustunni í Reykjavík hafi verið falið að afla nákvæmra upplýsinga um það hversu langur biðtíminn eftir hjúkranarrýmum er. Þá yrði aflað upplýsinga um líklega eftirspurn á næstu fimm áram og hvað byggja þyrfti mikið til viðbótar til að stytta biðtímann í þrjá mánuði. ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn er á morgun, sunnudag, en tilgangurinn með deginum er að auka vitund al- mennings á hjarta- og æðasjukdóm- um, áhættuþáttum þeirra og efla for- vamir á þessu sviði. Af þessu tilefni gefur Hjartavemd út bækling um kólesteról sem áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma og fuUtrúar samtak- anna kynntu einnig í gær niðurstöður íslenskra rannsókna á áhrifum hreyf- ingar en höfiiðmarkmið alþjóðlega hjartadagsins í ár er einmitt að minna á gildi hreyfingar við forvamir. Alþjóðlega hjartasambandið stendur fyrir alþjóðlega hjartadegin- um í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina (WHO), UNESCO, Evrópsku hjartasamtökin og ýmsar aðrar stofnanir en þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til dags sem þessa. Á blaðamannafundi í gær kynnti Ást- rós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi Hjartavemdar, útgáfu bæklings um kólesteról í tengslum við alþjóðlega hjartadaginn. Bæklingurinn er annar í ritröð bæklinga sem Hjartavemd gefur út þar sem hver og einn áhættuþáttur hjarta- og æðasjúk- dóma er tekinn fyrir. Fyrr á þessu ári kom út bæklingur í sama flokki og fjallaði hann um reyldngar. Hreyfing getur aukið lífslíkur verulega Hjartavemd hefur frá 1967 staðið fyrir rannsóknum á íþróttaiðkun al- mennings. Hafa spumingalistar verið lagðir fyrir fólk og það verið innt eftir því hversu mörgum tímum það verji til íþróttaiðkunar, hvaða tegundir íþrótta það stundi og síðan hefur ver- ið kannað hvaða aldursflokkar stundi einna helst íþróttir. Á fundinum í gær kynntu þeir Uggi Agnarsson læknir og Helgi Sigvaldason verkfræðingur niðurstöður þessara rannsókna og kom fram í máli þeirra að Ijóst væri að hreyfing gæti aukið lífslíkur manna veralega. Ráða má af könnuninni að gríðar- leg aukning hefur orðið á íþróttaiðk- un í öllum aldursflokkum og meðal beggja kynja á árunum frá 1970. Hjá körlum jókst hlutfall þeirra karla, sem stunda íþróttir, úr u.þ.b. 20% í 50% og hjá konum er aukningin enn áþreifanlegri, um 60% kvenna hreyfa sig nú að staðaldri en sambærileg tala fyrir þijátíu árum var rúmlega 10%. Uggi tók fram að ekki skipti máli hvaða íþróttir fólk stundaði, öll hreyf- ing væri af hinu góða. í rannsókninni hefur þó verið miðað við þrjá flokka íþróttaiðkunar; sund, leikfimi og gönguferðir. Kemur á daginn að hlut- fallslega hefur aukningin hjá konum verið mest í leikfimi og gönguferðum en hjá körlum er leikfimin minna stunduð, þó að þar sé aukning einnig. Næstum 60% kvenna stunda nú gönguferðir, aðeins færri stunda leik- fimi og tæplega 40% synda reglulega. Rúmlega 35% karla stunda göngu- ferðir, u.þ.b. 28% synda og um 13% fara reglulega í leikfimi. Dánartíðni mun lægri meðal þeirra sem hreyfa sig Uggi sagði augljóst að íþróttaiðkun skilaði árangri. Dánartíðni þeirra sem stunda íþróttir er t.d. mun lægri en hjá þeim sem ekki hreyfa sig. Sagði Uggi að lífslíkur þeirra sem hreyfa sig reglulega ykjust á bilinu 20-30% miðað við þá sem ekki stunda íþróttaiðkun. Ávinningurinn er ívíð rneiri hjá konum en körlum, skv. nið- urstöðum rannsóknanna. Þannig era nú um 72% þeirra kvenna sem stunda íþróttir, og tóku þátt í könnun 1970, enn á lífi á meðan einungis 56% karl- anna er enn á lífi. Sé hins vegar skoð- að hversu margir þeirra, sem ekki hreyfa sig reglulega, era á lífi kemur í Ijós að hlutfallstalan er 60% hjá kon- um en aðeins 44% hjá körlum. Uggi var spurður að því hvað ylli því að íþróttaiðkun hefði aukist jafn- miláð og raun ber vitni á undanliðn- um þijátíu áram. Hann sagði að þar skipti sennilega máli mikil atferlis- breyting sem átt hefði sér stað á Vesturlöndum; þ.e. fólk ætti meiri frítíma og eyddi honum til hreyfing- ar. Ekki skipti hins vegar síður máli að mikil valóiing hefði orðið í samfé- laginu fyrir þessum þáttum. Með þessari rannsókn væri verið að sýna fólki fram á að sú vakning hefði sann- arlega ekki verið til einskis. Rikissaksdknari synjar beiðni um rannsókn á þætti Magnúsar Leópoldssonar í Geirfínnsmálmu Synjuninni skotið til dómsmálaráðherra ERINDI liggur nú fyrir í dómsmála- ráðuneytinu frá Jóni Steinari Gunn- laugssyni, lögmanni Magnúsar Leó- poldssonar, um að Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra taki afstöðu tii þess hvort ráðherra hafi vald til þess að hnekkja synjun ríkis- saksóknara á beiðni um rannsókn á því hvernig Magnús tengdist Geir- finnsmálinu svokallaða á sínum tíma. Magnús Leópoldsson sneri sér til dómsmálaráðherra 1998 með ósk um það að rannsakað yrði hvemig hann tengdist Geirfinnsmálinu á sínum tíma og hver atvikin vora að því að hann var settur í gæsluvarðhald árið 1976 og haldið þar í 105 daga. Dóms- málaráðherra sendi erindið til ríkis- saksóknara sem svaraði því til að ekki væri heimilt að mæla fyrir um opinbera rannsókn nema í tilvikum þar sem hugsanlegt væri að einhver yrði lögsóttur. Væra einhveijar sakir þama á ferðinni væra þær allar fyrndar og því ekki efni tíl þess að verða við beiðninni. Magnús tók mál- ið aftur upp við dómsmálaráðherra og bauð ríkið þá Magnúsi að ráða sér lögmenn sér til aðstoðar á kostnað ríkisins. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður tók verkefnið að sér. Haustið 1998 sendi Jón Steinar dómsmálaráðherra bréf þar sem hann lagði tíl að þeirra lagaheimilda sem skorti yrði aflað með því að dómsmálaráðherra flytti á Álþingi frumvarp um að heimilt væri að mæla fyrir um opinberar rannsóknir í vissum tilvikum þó að ekki væri að vænta refsiábyrgðar. Framvarpið var að lögum og bætt var inn í lögin heimild af þessu tagi og tók laga- breytingin gildi 1. maí 1999. Strax í framhaldinu skrifaði Jón Steinar ríkissaksóknara bréf og fór fram á að þessi rannsókn færi fram. í september í fyrra synjaði ríkissak- sóknari beiðninni. í nóvember síðast- liðnum skaut Jón Steinar synjun rík- issaksóknara fyrir dómsmálaráðherra á grandvelli heimildar í lögum um meðferð opin- berra mála sem mælir fyrir um það að ef niðurfelling máls þykir vera fjarstæð megi skjóta því til ráðherra sem getí sett sérstakan saksóknara tíl þess að fara með mál. Ný gögn koma fram „Ríkissaksóknari fékk til umsagn- ar beiðni mína til dómsmálaráðherra og svaraði því á þá leið að hann teldi að dómsmálaráðherra hefði ekki vald til þess að breyta sinni ákvörðun. Málið snerist að hluta til um gögn sem ekki fundust í málinu. Eg lagði þá til að ráðuneytið reyndi að hafa upp á þessum gögnum. Send vora út bréf til nokkurra embætta um síð- ustu áramót og út úr þvi kom að það fundust gögn sem ekki höfðu legið fyrir í málinu áður,“ segir Jón Stein- ar. Hann sagði að eitt og annað hefði komið fram í þessum gögnum sem styrktí beiðni Magnúsar um rann- sókn á sínum þætti í málinu. Ráð- herra sendi erindi til ríkissaksóknara síðastliðið vor ásamt gögnunum og lagði fyrir hann hvort gögnin gæfu tilefni til þess að hann endurskoðaði afstöðu sína til rannsóknarbeiðninn- ar. 10. júh' sl. kom svar frá Ríkissak- sóknara þar sem hann ítrekar fyrri synjun. Jón Steinar skaut þá málinu til ráðherra og það liggur núna í ráðuneytinu til úrskurðar. „Ráðherrann þarf að taka afstöðu til þess hvort hann hafi vald til þess að hnekkja synjun ríkissaksóknara. Telji hann sig hafa það vald verður hann að taka afstöðu tíl þess hvort hann verður við þeirri kröfu eða ekki,“ segir Jón Steinar. Hann segir að synjun ríkissak- sóknara virðist byggjast að stóram hluta á lögreglurannsókn fyrir mörg- um áram á gerð leirmyndarinnar að beiðni Hafsteins Baldvinssonar, þá- verandi lögmanns Magnúsar Leó- poldssonar. Jón Steinar segir að sú rannsókn varði ekki nema einn þátt- inn sem verið sé að óska eftir rann- sókn á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.