Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Innffldp seðlabanka Evrópu, Bandarfkjanna og Japans á g;ialdeyrismarkaði Sameiginlegt átak til að hækka gengi evrunnar í GÆR gripu Seðlabanki Evrópu (ECB), Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Japans inn í gengi evrunnar í því skyni að hækka það gagnvart dollar. Inngrip sem þessi felast í því að kaupa evrur fyrir doll- ara, en ekki hefur fengist upp gefið hversu mikil inngripin voru. Eftir þessi inngrip fór gengið í gær upp í 0,9014 evrur gagnvart dollar, en gaf aftur eftir þegar líða tók á daginn og var í um 0,88 síðdeg- is í gær. Þessi inngrip, sem eru fyrstu inn- grip ECB, eiga sér langan aðdrag- anda, en frá því evran var tekin í notkun í byrjun árs 1999 hafði hún lækkað um 28% fyrr í vikunni og var komin niður í 0,8438 Bandaríkjadali. Lengi vel eftir upptöku evrunnar var lágmarksviðmiðið einn dollari hver evra, en evran fór niður fyrir það mark í byrjun þessa árs. Síðan þá hefur hún rofið hvert viðmiðið á fætur öðru. Frá því um miðjan ágúst hefur evran veikst hratt og sérfræð- ingar hafa keppst við að gefa skýr- ingar og spá fyrir um framhaldið. Æ háværari hefur sú fullyrðing orðið að evran sé bara ekki meira virði og hefur því verið spáð að hún eigi eftir að lækka enn meira. Viðunandi verð fyrir fjárfesta sé 75-80 sent, svo vitnað sé til orða sérfræðings hjá Chase bankanum á CNN nýverið. IMF hvatti til inngripa Stjómmálamenn hafa beðið al- menning að halda ró sinni en ýmsir hagfræðingar hafa knúið á um inn- grip ECB. í síðustu viku keypti Evrópski seðlabankinn evrur í fyrsta skipti. Námu kaupin 2,5 millj- örðum evra og sagði bankinn að þarna væri ekki um inngrip að ræða heldur aðeins verið að kaupa fyrir vexti af gjaldeyrisinnistæðum. Ýms- ir litu þó á þetta sem tilraun bank- ans til að hafa áhrif á gengi evrunn- ar, enda hafa kaup á evru þau áhrif að hækka gengi hennar. Hver sem ástæða þessara kaupa bankans var höfðu þau ekki þau áhrif að hækka gengi evrunnar. Michael Mussa, aðalhagfræðing- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sagði fyrir skömmu að aðstæður nú væru ákjósanlegar til inngripa á fjármálamarkað, og að æskilegt væri að styrkja sameiginlega evrópska mynt með inngripum. Að mati Mussa á ECB að halda uppi aðhaldssamri peningastefnu með inngripum til að leiðrétta skoð- un markaðarins á evrunni. Að hans mati er veik evra alþjóðlegt vanda- mál, ekki einungis vandamál Evrópulanda. Sérfræðingar hafa sagt að til að inngrip hafi tilætluð áhrif, verði þau að vera vandlega skipulögð sam- vinna margra seðlabanka, að hinum bandaríska meðtöldum. Vafi lék þó á að Seðlabanki Bandaríkjanna væri viljugur til að tefla sterkum dollara í tvísýnu, en annað kom á daginn í gær. Ein af ástæðunum sem nefnd hefur verið fyrir því að Seðlabanki Bandaríkjanna mundi ekki vilja fara út í aðgerðir vegna lækkunar evr- unnar er væntanlegar forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum. Emst Welt- eke, bankastjóri Seðlabanka Þýskalands, hafði m.a. sagt í samtali við ft.com að erfitt yrði að fá fram skýra afstöðu Bandaríkjamanna af þessum sökum. Samkvæmt þýskri skoðanakönn- un sem Business Week vitnar til, óska tæpir tveir þriðju hlutar Þjóð- verja þess að ríkið hefði haldið sig við þýska markið sem gjaldmiðil. Þeir óttast einnig að ECB muni aldrei geta varið evruna eins vel og Þýski seðlabankinn hefur varið markið í gegnum tíðina. Stórfyrirtæki hafa kvartað undan gengisþróuninni Stærstu fyrirtæki heims kvarta nú sáran undan niðursveiflu evrunn- ar. Afkoma fyrirtækja eins og Gill- ette, McDonalds og Colgate-Palm- olive hefur versnað mjög vegna cp una.nei AUGLÝSING VEGNA ÚTGÁFU RAFBRÉFA í KERFI VERÐBRÉFA5KRÁNINGAR Í5LAND5 HF. Stjórn línu.nets hf. kt. 490799-3039, 5kúlagötu 19, Reykjavík, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. GR. LAGA UM HLUTAFÉLÖG NR. 2/1995 HEFUR STJÓRNIN TEKIÐ ÁKVÖRÐUN UM AÐ HLUTIR í FÉLAGINU VERÐI GEFNIR ÚT MEÐ RAFRÆNUM HÆTTI í KERFI VeRÐBRÉFASKRÁNINGAR ÍSLANDS HF. MÁNUDAGINN 2. OKTÓBER ÁRIÐ 2000 KL. 9.00 ÁRDEGIS. Hluthafar sem vilja fá staðfestingu á því að þeir séu rétt SKRÁÐIR í HLUTHAFASKRÁ FÉLAGSINS GETA BÉINT FYRIRSPURN ÞESS EFNIS TIL FÉLAGSINS, í SÍMA 5951200, FYRIR 2. OKTÓBER NÆSTKOMANOI. ÞÁ ER VAKIN ATHYGLI ALLRA ÞEIRRA SEM EIGA TAKMÖRKUÐ RÉTTINOI TIL HLUTA í LÍNU.NET HF., SVO SEM VEÐRÉTTINOI, Á AÐ KOMA RÉTTINDUNUM Á FRAMFÆRI VIÐ FULLGILDAR REIKNINGSSTOFNANIR, Þ.E.A.S. BANKA, SPARISJÓÐI EÐA VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SEM GERT HAFA AÐILDARSAMNING VIÐ VERÐBRÉFASKRÁNINGU Í5LAN0S, FYRIR 2. OKTÓBER NÆSTKOMANOI. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar nálgast HLUTI SÍNA í LÍNU.NET MEÐ ÞVÍ AÐ STOFNA V5-REIKNING HJÁ REIKNINGSSTOFNUN. VERÐUR HLUTHÖFUM NÁNAR TILKYNNT UM ÞETTA BRÉFLEIÐIS. Reykjavík Stjórn LÍNU.NETS HF. óhagstæðrar gengisþróunar. Sömu sögu er að segja um ýmis hátækni- fýrirtæki. Intel hefur t.d. sent frá sér afkomuviðvörun vegna minni sölu í Evrópu og lækkaði verðmæti fyrirtækisins verulega í kjölfarið. Þessi fyrirtæki eru bandarísk en tekjur þeirra koma að stórum hluta frá Evrópulöndum eins og Frakk- landi, Þýskalandi og Ítalíu sem eru í myntbandalaginu. Yfir fjórðung- slækkun evrunnar gagnvart dollar frá upphafi hefur haft mikil áhrif á afkomu slíkra íyrirtækja. Hlutabréf þeirra hafa fallið í verði og eru nú í tveggja til fjögurra ára lágmarki. Auk þess hafa verðbréfa- fyrirtæki breytt mati sínu á þeim til hins verra. Mánaðarleg skýrsla þýsku rann- sóknarstofnunarinnar IFO hefur átt ríkan þátt í falli evrunnar en vísitala IFO heldur áfram að lækka. IFO birtir mánaðarlega vísitölu sína sem sýnir skoðun fyrirtækja á efna- hagsástandinu. Þetta kemur m.a. fram á ft.com. Stjómmálamenn hafa fremur gert lítið úr áhyggjum fjárfesta af gengisþróun evrunnar og kanslari Þýskalands, Gerhard Schröder, sagði eins og kunnugt er orðið að veik evra væri hagstæð útflutningi frá evrulöndunum. I kjölfarið hrundi gengi hennar sem aldrei fyrr. Þá hefur Hans Eichel, fjár- málaráðherra Þýskalands, ráðlagt mönnum að halda ró sinni og sagt að aðalatriðið sé að hagkerfið standi styrkum fótum. Á fréttavef BBC kom enda fram nýlega að Ijósi punkturinn við lágt gengi evrunnar sé að evrópsk fyrir- tæki flytji nú meira út en nokkru sinni þar sem veik evra geri vörur þeirra eftirsóknarverðari. Þetta geti örvað hagvöxt í Evrópu. Óvissa um framhaldið Þrátt fyrir vöxt og styrk í efnahag t.d. Þýskalands og Frakklands, er að mati The Economist lítið sem bendir til þess að þessi hagkerfi geti haldið í við hið bandaríska sem ein- kennst hefur af stöðugum hagvexti og lítilli verðbólgu. I Business Week kemur fram að hagvöxtur sé enn meiri í Bandaríkj- unum en í Evrópu og þangað streymi fjármagn frá Evrópu. Sér- fræðingum BNP-Paribas bankans í Frakklandi reiknast til að í viku hverri festi Evrópubúar yfir 3 millj- arða Bandaríkjadala í verðbréfum í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hafa hagnast meira af fjárfestingum í Bandaríkjunum en í Evrópu, að því er fram kemur í Bus- iness Week, og tímaritið segir pen- ingastreymið inn í Bandaríkin skýra að miklu leyti hvers vegna evran hafi lækkað svo síðan hún hóf göngu sína í ársbyrjun 1999. Business Week telur þó að efnahagur evru- landanna sé sterkur og á uppleið. ECB hafði hækkað vexti fimm sinnum á þessu ári áður en hann og seðlabankar Bandaríkjanna og Jap- ans gripu inn í með kaupum á evru í gær. Þær aðgerðir dugðu ekki, en engin leið er spá fyrir um árangur af inngripunum nú. Fyrr í vikunni sagði aðstoðarbankastjóri ECB, Christian Noyer, að fjármálaráð- herrar G7-landanna mundu stað- festa á fundi þeirra um helgina að evran sé „hættulega vanmetin". Þrátt fyrir inngripin í gær og nokkra hækkun evrunnar verður staða hennar án vafa mikið til um- ræðu á þessum fundi, enda mikil óvissa um framhaldið. Comtec- brennslu- hvatinn á markað í Suður-Afríku NÝTT fyrirtæki, Fuel Boost Ltd., hefur verið stofnað í Bretlandi til að markaðssetja og selja Comtec- brennsluhvatann í Suður-Afríku og Mið-Evrópu. David Butt, sem fann upp og hannaði brennslu- hvatann, stofnaði fyrirtækið ný- lega í Bretlandi ásamt Sherard Wrey, George Dale og Ralph Wright. Butt hefur hins vegar að- setur á Akranesi og mun sinna starfi sínu þaðan sem tæknilegur ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Hann stofnaði á sínum tíma Comtec Combustion Technologies sem framleiddi hvatabúnaðinn og seldi m.a. í Kanada. Brennslu- hvatinn gerir það að verkum að jarðefnaeldsneyti fær hreinni og betri bruna í díselvélum. Sherard Wrey og Catherine Wrey, dóttir Northbrook lávarðar fyrrum eiganda Baring Brothers bankans, hafa lagt fram talsvert fjármagn í nýja fyrirtækið sem verður starfrækt í Winchester á Englandi. Búnaðurinn verður jafnframt framleiddur í Bretlandi og markaðssettur í Suður-Afríku og Mið-Evrópu. I fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að til- raunir með búnaðinn séu þegar hafnar í Suður-Afríku. Mánaðaryfírlit Flugleiða fyrir ágúst Fleiri farþegar en lakari sætanýting FLUGLEIÐIR sendu í gær frá sér frétt um framboð og flutninga í ágúst. Þar kemur fram að í mánuðin- um hafi farþegum í millilandaflugi Flugleiða fjölgað um 5,2% frá ágúst í fyrra. Sé litið til þess að Flugleiðir flugu áður milli Kaupmannahafnar og Hamborgar, sem félagið gerir ekki nú, er fjölgun farþega 7,6%. Með sömu viðmiðun, þ.e. án flugsins milli Kaupmannahafnar og Hamborgar, fjölgaði viðskiptafarþegum um 12,7% milli ára. Sætanýting er hins vegar heldur lakari í ár en í fyrra, eða 82,7% á móti 83,8%. Árið 1998 var nýtingin þó lakari en í ár, eða 81,9%. Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags íslands fjölgaði um 23,2% og Flugleiðir-Frakt jók flutninga sína um 53,7% frá ágúst í fyrra. Erfitt rekstrarumhverfi Um rekstrarumhverfi sitt segja Flugleiðir að verð á flugvélaeldsneyti hafi enn hækkað og sé nú 60% yfir meðalverði síðustu tíu ára. Gert sé ráð fyrir að verðið haldist hátt, að minnsta kosti út þetta ár. Þessi verð- hækkun hafi áhrif á afkomu flugfé- laga. Þá segir félagið að lækkun evr- unnar gagnvart bandaríkjadal hafi verið félaginu óhagstæð vegna hlut- deildar þessara mynta í sjóðstreymi félagsins. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa Mánudaginn 6. nóvember 2000 verða hlutabréf Nýherja hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Lokað verður fyrir viðskipti með hlutabréf félagsins á Verðbréfaþingi íslands þann dag. Vegna rafrænu skráningarinnar eru hlutabréf í Nýherja hf. hér með innkölluð í samræmi við ákvæði laga um rafræna skráningu hlutabréfa og rafræna eignarskráningu réttinda yfir þeim hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa Nýherja hf. að ganga úr skugga um að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá félagsins með fyrirspurn til skrifstofu Nýherja að Borgartúni 37,105 Reykjavík. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðustu birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingarþlaðinu. Aðrir sem eiga takmörkuð réttindi í ofangreindum hlutabréfum, s.s. veðréttindi, eru jafnframt hvattir til að koma þeim á framfæri innan þriggja mánaða frá síðustu þirtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingarblaðinu við fullgilda reikningsstofnun sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á því að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógilt sjálfkrafa og því ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á því að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með bréf sín í félagnu. Nánari upplýsingar um rafræna skráningu hlutabréfa er að finna á www.vbsi.is. Hluthafaskrá Nýherja hf. veitir upplýsingar um hlutafjáreign og svarar spurningum Í síma 569 7712. Borgartún 37 105 Reykjavík Sími: 569 7700 www.nyherji.is NÝHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.