Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJORGVIN JÓNSSON + Björgvin Jónsson fæddist á Ási í Hegranesi í Skaga- firði 28. ágúst 1929 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu 17. september síðastlið- inn. Hann var þriðji sonur hjónanna Jóns Sigurjónssonar og Lovísu Guðmunds- dóttur en þau hjón eignuðust tíu böm. JJÓn og Lovísa em bæði látin. Eftirlif- andi systkini Björg- vins eru Ásmundur, Sigurður, Jóhanna, Þómnn, Magnús og Sigurlaug en látnir em Ingimar, Olafur og Hilmar. 28. febrúar 1964 kvæntist Björgvin Jófríði Tobíasdóttur, f. 4. september 1939, frá Geldingaholti í Skagafirði. Jófríður er dóttir hjónanna Tobíasar Sigurjónsson- ar og Kristínar Gunnlaugsdóttur. Kristrn býr nú á dvalarheimili á Sauðárkróki en Tobías lést árið 1973. Synir Björgvins og Jófríðar em: 1) Jón Ingi, f. 19. nóvember 1963, ’~rbúsettur á Hvammstanga, for- stöðumaður á sambýli. Kona hans er Aðalheiður Sveina Einarsdótt- ir. Dóttir þeirra er Fríða Björg Jónsdóttir. Böra Að- alheiðar og fóstur- böm Jóns Inga em Ingunn Elsa, Einar Öm og Hlynur Rafn. 2) Kristinn Tobías, f. 20. mars 1980, bú- settur á Sauðár- króki, nemi við Fjöl- brautaskólann þar. Björgvin stundaði mest landbúnaðar- störf í uppvexti sín- um. Hann vann við sfldarsöltun á Siglu- firði og byggingar- vinnu á Sauðárkróki á sínum yngri ámm. Björgvin stundaði nám við Bamaskóla Ríp- urhrepps og síðar Iðnskólann á Sauðárkróki. Jófríður og Björgvin bjuggu öll sín búskaparár á Sauð- árkróki. Þar vann Björgvin ýmis störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga við fiskbúð og í versluninni Gránu en lengst af starfaði hann við skrif- stofustörf í Mjólkursamlaginu eða samfellt í 33 ár. Kirkjukór Sauðár- króks skipaði stóran sess í Iífi Björgvins Jónssonar. Hann sat um tíma í stjórn kórsins og starfaði sem virkur félagi í kómum í 46 ár. Útför Björgvins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hjartkær mágur og vinur er fall- inn frá eftir erfið veikindi á síðustu misserum. Ég kynntist Björgvini fyrir rúm- um 30 árum er ég kvæntist systur hans, Jóhönnu, og síðan þá hefur vin- átta okkar verið þannig að hvergi hefur borið skugga á. Það hefur ávallt verið tilhlökkunarefni að skreppa í Skagafjörðinn og var þá ávallt dvalið í góðu yfirlæti hjá Björgvini og Jófríði. Björgvin var ákaflega tilfinninga- ríkur maður og mátti aldrei neitt aumt sjá, hann hataði óréttlæti og sagði skoðanir sínar umbúðalaust ef honum fannst vegið að þeim sem minna máttu sín. Natinn var hann við skepnur sem hann taldi vini sína, átti hesta áður fyrr, og nokkrar kindur sem tómstundagaman, og mun hon- um hafa fundist erfitt að geta ekki annast þær á síðasta vetri og vori eins og hann hefði viljað. Hann var söngelskur mjög og unni góðum söng og lét sig sjaldan vanta á söngskemmtanir. Kórsöngur var hans áhugamál og söng hann í Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, JÓN AÐALSTEINN KJARTANSSON, Sólvangi, Borgarfirði eystra, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 21. september. Jarðarförin auglýst síðar. Birna Aðalsteinsdóttir, Árni Sveinsson, Árni Bergþór Kjartansson, Þröstur Fannar Árnason, Ragnhildur Sveina Árnadóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaers eiginrhanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður og afa, KONRÁÐS ODDGEIRS JÓHANNSSONAR, Mosabarði 6, Hafnarfirði. Lilja Karla Helgadóttir, Svanhildur Konráðsdóttir, Hrafnkell Konráðsson, Jóhann Helgi Konráðsson, Aðalheiður Konráðsdóttir, Fanney Oddgeirsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju í 46 ár og var lengi formaður kórsins. Hann var mikill trúmaður og helgaði sig starfi innan kirkjunnar af lífi og sál. Hann mun hafa verið upphafsmaður að Kirkjukvöldum kirkjunnar sem haldin hafa verið um árabil. Björgvin var hvers manns hugljúfi og vinmargur. Hans er nú sárt sakn- að. Ég og fjölskylda mín viljum að lok- um þakka honum alla þá tryggð, traust og vináttu sem hann sýndi okkur og biðjum Guð að blessa minn- ingu hans. Við sendum Jófríði og fjöl- skyldu og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Vertu sæll, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Steingrímur Lilliendahl. Elsku Björgvin! Það tekur mig sárt að kveðja þig og vita til þess að nú eru það einungis minningarnar um þig sem ég á, en þær eru margar og góðar og munu eflaust hjálpa mér að komast í gegn- um sorgina. Það er margt sem kem- ur upp í hugann þegar litið er til baka, mynd af þér og Fríðu Björgu kemur upp, hún var svo mikil afa- stelpa og það var svo gaman að fylgj- ast með ykkur. Einnig allir reiðtúr- arnir og smalaferðimai’ heima í Holtinu sem voru nú oft skrautlegar þar sem allir vildu stjórna og allir vissu hvemig best var að hafa hlut- ina. Einnig rifjast upp fyrsti rekstur- inn minn upp á Staðaröxlina. Ég man að þú labbaðir oft með okkur af stað og gerðir það í fyrsta rekstrinum mínum þegar ég var sex ára og ætl- aðir að snúa við með mér ef ég gæfist upp. En þrjóskan kom litlum fótum reyndar alla leið, enda ekki annað hægt eftir að ég var búin að grenja nánast úr mér augun árið áður yfir að mega ekki fara. Allar þær heimsóknir ykkar Lillu í Holtið og mínar í Brennihlíðina koma upp í hugann enda er auðvelt að muna skemmtilegu hlutina. Þegar ég heimsótti þig síðasta vetur á sjúkrahús hér í bænum áttum við skemmtilegt spjall og þú varst, að mér fannst, alveg eins og þú varst vanur að vera, reyndar dálítið fólur eftir að hafa legið inni en það var ekki að heyra á þér að þú værir búinn að ganga í gegnum erfið veikindi. En það sýnir einmitt persónuleika þinn, þú varst svo mikill klettur. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Elsku Lilla, Kristinn, Ingi, Alla, Fríða Björg, Ingunn, Einar, Hlynur og aðrir aðstandendur, ykkur send- um við Elli okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari sorg. Sigurlaug Dóra. Elsku Björgvin. Það er sárt að þurfa að skilja að þú sért farinn, að skilja að við sitjum aldrei aftur saman við eldhúsborðið GARÐHEIMAR BLÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA f. -- SÍMI 540 3320 yfir kaffibolla, þú í hominu þínu, og skiptumst á fréttum. Það er ekki til nein lækning við sorginni, nema kannski helst að minnast þín eins og þú varst; bjarg í lífi okkar. Sýndir okkur hlýju þína og væntumþykju á látlausan hátt, hvattir til dáða og hafðir áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hjá æskunni í Holtinu jafnaðist það á við stórhátíð þegar þið Lilla komuð frameftir. Þá söfnuðust allir saman heima í „gam- ló“ til að spjalla og voru umræðurnar þá oft fjörlegri en vanalega. í stuttri kveðju er ekki mögulegt að tína til alla hluti, en við eigum okkar myndir í huganum, hvert fyrir sig. Það mun heldur aldrei gleymast, sá ómetan- legi stuðningur sem þú og fjölskylda þín veittuð okkur á erfiðum tímum í veikindum móður okkar. Hljótt er inni, úti kyrrð og friður, aðeins regnið drýpur niður, yfir þurran, þyrstan svörð. Nóttin heyrir bænir alls, sem biður við brjóst þín, móðir jörð. Allir hlutu einn og sama dóminn. Alla þyrstir, líkt og blómin, hveija skepnu, hverja sál. Um allar byggðh- bbkar daggarpmmn, blámaslærásundogál. ÖUum sorgum sínum hjartað gleymir. Svalinn ljúfi um það streymir, eins og regn um sviðinn svörð. Blómin sofna, bömin litlu dreymir við brjóst þín, móðir jörð. (Davíð Stef.) Elsku Lilla, Kristinn, Ingi, Alla, Fríða Björg, Ingunn, Einar og Hlyn- ur, við samhryggjumst ykkur af heil- um hug og vonum að minningarnar styðji ykkur í gegnum sorgina. Við kveðjum Björgvin að sinni, vitandi að leiðir okkar munu liggja saman á ný á öðrum stað. Elfa, Jóhanna, Magnús, Katrín, Rúnar og Matthías. Það er lán að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Fólki sem maður nýtur þess að hitta, starfa með og ræða við. Björgvin Jónsson var slíkur maður. Starf hans við Sauðárkrókskirkju ber hátt í minningunni. Eins og ann- ars staðar þar sem hann kom að máL um vandaði hann verkin sín. I kirkjunni sinni kom hann fram af myndugleika og þeirri reisn og virð- ingu sem hæfði háleitum málstað. Björgvin var einlægur trúmaður og ætíð boðinn og búinn að vinna fyrir kirkjuna og söfnuðinn. Hann hóf ungur að syngja í Kirkjukór Sauðár- króks hjá Eyþóri Stefánssyni tón- skáldi. I kórnum og öðru kirkjustarfi var hann driffjöður og hvatamaður margra góðra hluta til að efla söng- og kirkjulífið. Hann var félagi og vin- ur, sem við máttum alltaf treysta á samstarfsfólkið hans við kirkjuna. Hans er sárt saknað af þeim vett- vangi en jafnframt hjartanlega þakk- að allt sem hann bar fram úr góðum sjóði hjarta síns. Fjölskyldan hefur misst góðan heimilisföður og afa, samfélagið séð á bak góðum dreng. Dauðinn vekur spurningar en svarar þeim ekki. Við horfum ekki heldur til grafarinnar í von um svör. Svörin eru í hinni helgu bók, sem er okkur öllum ritum kærari: „Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og hinn lifandi. Ég dó, en sjá, lifandi er ég um aldir alda og hefi Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. lykla dauðans og Heljar“. Þessi orð standa í Opinberunar- bókinni og þau eru orð Drottins. Honum treystum við í lífi og í dauða. Ég þakka Guði fyrir góðan vin og votta ástvinunum hans innilega sam- úð. Hjálmar Jónsson og fjölskylda. Fáein kveðjuorð til látins vinar og kórfélaga um langt skeið Björgvins Jónssonar frá Ási í Hegranesi. Við flutning til Sauðárkróks gekk hann þegar til liðs við kirkjukórinn og með sinni björtu tenórrödd söng hann með okkur hartnær hálfa öld. Hann var um skeið andlit kórsins bæði inn á við og út á við, með þeirri háttvísi sem eftir var tekið og hafði óskorað traust kórfélaga í starfi. Óhætt er að fullyrða að aldrei þótti honum of mikið að gert hjá kórnum, því áhuginn var óskiptur og segja má eldmóðurinn í öllu sem kórnum við- kom. Metnaður hans fyrir hönd kórsins var mikill og einlægur, samt var heilsu hans þannig háttað að oft hef- ur starfið reynt meira á hjá honum en flestum öðrum, þó urðum við þess aldrei vör að það drægi kjark úr hon- um, fyrr en þá síðustu árin. Aðalhvatamaður var hann þegar kirkjukvöldunum í Sæluviku var hleypt af stokkunum og óhætt að segja að með því framtaki bættist al- veg ný grein í starfssvið Kirkjukórs- ins og einnig í menningarlíf Sauðár- króks. Þó Björgvin Jónsson hafi búið á Sauðárkróki öll sín manndómsár var hann alltaf kenndur við Ás 1 Hegra- nesi, lýsir það á einlægan hátt festu hans og trygglyndi, aldrei skyldi hann breyta því sem rétt var og villa á sér heimildir í nokkru tilliti. Hann kom jafnan til dyranna eins og hann var klæddur og á sama máta viljum við kveðja hann með einlægri virðingu og þökk fyrir samsönginn í nærri hálfa öld. Um leið og kórfélagar þakka þeim hjónum vináttu og rausn við ófá tækifæri, vottum við fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Þó ekki væri lífið alltaf létt, og lagið ómstritt stundum, eins og gengur. I þínum söng var sérhver nóta rétt, með söknuði við kveðjum - heiðursdreng- ur. (H.J.) Kirkjukór Sauðárkróks. Elsku afi minn, já þú verður alltaf afi minn. Mig langar að þakka þér fyrir allar dásamlegu stundimar sem við áttum saman. Það var svo gaman að fara með þér og ömmu upp á tún að sjá kind- urnar og litlu lömbin á vorin, alltaf komu þær hlaupandi á móti okkur um leið og þú kallaðir á þær, þá gáf- um við þeim brauðið og þetta voru yndislegar stundir sem við áttum saman. Margar stundir höfum við setið og skoðað bækur og myndir og hugsað um allar dúkkurnar mínar ásamt mörgu öðra sem við brölluðum sam- an. En elsku afi minn, ég skil ekki að þú sért farinn. Ég sagði við mömmu að þú hefðir farið með bflnum, að þú værir lasinn, en að þú kæmir aftur. Ég á’ann og ég vil haf ann, en þegar ég verð stærri skil ég að þú ert hjá guði, en þú verður samt alltaf hjá mér. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margserað minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið, en ég get ekki ennþá skilið af hveiju þú fékkst ekki að vera hjá mér lengur og af hverju afi kemur ekki á móti mér með sitt sólskinsbros og útréttan arminn sinn. Elsku amma mín, megi Guð styrkja þig við þennan mikla missi. Guð geymi þig elsku afi minn. Margs er að minnast. Þín afastelpa og sólargeisli, Fríða Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.