Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 21
VIÐSKIPTI
s
Arleg velta á sementsmarkaðinum um 1,5 milljarðar króna
Búist við aukinni samkeppni
EKKI liggur enn fyrii- við hvaða verði Aalborg
Portland Islandi mun selja sement hér á landi en
Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri
Aalborg Portland íslandi, segist þó telja að fyrir-
tækið muni verða samkeppnisfært bæði í verði og
gæðum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgun-
blaðið hefur aflað sér selur Sementsverksmiðjan
hf. á Akranesi tonnið af Portland-sementi á um
11.800 krónur með virðisaukaskatti í lausasölu til
steypuframleiðenda. Lunginn af því sementi sem
verksmiðjan framleiðir er selt í lausasölu og flutt
beint til kaupenda með tankbifreiðum. Verð á
sementi í sekkjum er nokkuð hærra eða 13.695
krónur með virðisaukaskatti en þar er um mun
minna magn að ræða, en ætla má að verð til kaup-
enda sé mismunandi eftir magni og eðli viðskipta.
Ef miðað er við uppgefið verð og áætlaða sölu í ár
má gera ráð fyrir að veltan á sementsmarkaðin-
um sé á bilinu 1,4 til 1,6 milljarðar króna.
Líklegt má telja að aukinnar verðsamkeppni
muni gæta á þessum markaði með tilkomu Aaal-
borg Portland. Þeir kaupendur sem Morgunblað-
ið ræddi við voru flestir sammála um það að menn
myndu bíða og sjá hvað Aalborg Portlandi muni
bjóða upp á. Það væri auðvitað svo í þessum iðn-
aði að menn tækju þeim tilboðum sem hagstæðust
væru að gefnum gæðum. Einn kaupendanna taldi
þó magnið sem Aalborg Portland hyggst flytja
inn of lítið til þess að hafa veruleg áhrif á markað-
inn.
Lækkandi verð á sementi
I febrúar í ár stofnaði Aalborg Portland dóttur-
fyrirtæki á íslandi og tilkynnt var um áform um
að selja innflutt sement hér á landi. Stuttu síðar
eða 1. apríl síðastliðinn lækkaði Sementsverk-
smiðjan hf. verðið á sementi um 6% að meðaltali
og lækkaði verð á hraðsementi heldur meira en á
Portland-sementi sem langmest er selt af. Sem-
entsverð hafði verið óbreytt frá 1. desember árið
1998 en þá lækkaði laust sement um 7% í verði.
Raunverð á sementi frá Sementsverksmiðjunni
hf. hefur því lækkað í kringum 16-17% á þessu
sextán mánaða tímabili að því er segir í tilkynn-
ingu frá Sementsverksmiðjunni. Sala Sements-
verksmiðjunnar hefur verið mjög mikil í ár. Alls
voru seld tæp 91.000 tonn fyrstu átta mánuði árs-
ins eða tæplega 9% umfram það sem áætlað hafði
verið og er þetta 5,9% meiri sala en á sama tíma í
fyrra en þá nam salan tæpum 132.000 tonnum og
hafði ekki verið meiri í liðlega áratug. Gera má
ráð fyrir að salan í ár verði enn meiri eða á bilinu
135.000 til 145.000 tonn.
Flutningsjöfnuður á sement
A innflutta sementið leggst ekki neinn tollur en
Aalborg Portland á íslandi þarf að greiða sem
nemur 1.300 krónum í Flutningsjöfnunarsjóð af
hverju tonni af sementi sem það flytur inn og hið
sama gildir um Sementsverksmiðjuna, þ.e. fyrir
hvert framleitt tonn. Flutningasjóður er notaður
til þess að tryggja jafnt verð á sementi um allt'
land. Gjaldið hækkaði 1. september síðastliðinn
úr um 1.200 krónum á tonnið. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er um það bil einum þriðja
hluta sjóðsins varið til reksturs Skeiðfaxa sem er
sjóflutningaskip Sementsverksmiðjunnar. Skeið-
faxi tekur 450 tonn af lausu sementi sem flutt er
til stöðva Sementsverksmiðjunnar í Reykjavík og
á Akureyri. Flutningsjöfnunarsjóður greiðir allan
kostnað vegna skipsins og er ekki um fyrirfram
tiltekna upphæð að ræða. Aðrar tekjur sjóðsins
eru notaður til þess að greiða niður verð á sem-
enti sem flutt er landleiðina. Um 70% af sements-
sölu Sementsverksmiðjunnar hafa farið á höfuð-
borgarsvæðið en líklegt verður að teljast að
Aalborg Portland íslandi muni fyrst og fremst
einbeita sér að sölu á höfuðborgarsvæðinu þannig
að það mun væntanlega fá verulega minna til
baka en það greiðir í Flutningsjöfnunarsjóð.
Lögum um Flutningsjöfnunar-
sjóð verður breytt
Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í við-
skiptaráðuneytinu, segir að samkvæmt lögum um
Flutningsjöfnunarsjóð sements þá skipi ráðherra
þrjá menn í stjórn sjóðsins, tvo án tilnefningar en
sá þriðji sé tilnefndur af Sementsverksmiðjunni
og nú sitji framkvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar í stjórninni. Ráðherra hafi hins vegar boð-
að það að hann muni flytja frumvaip á þinginu í
haust þar sem gerðar verði breytingar á þessu
fyrirkomulagi þannig að ekki verði tilnefndur
maður í stjórn af hálfu Sementsverksmiðjunnar.
Núverandi lög hafi verið barn síns tíma og þar
sem aðstæður hafi nú breyst sé einnig nauðsyn-
legt að breyta lögunum. Aalborg Portland hafí
farið fram á þetta og mönnum hafi þótt eðlilegt að
verða við því. Það sé því aðeins um það að ræða að
verið sé að leysa tæknilega hluti.
Forsendur fyrir sölu
Sementsverksmiðjunnar?
Aðspurður segir Atli Freyr að ekki standi til að
leggja Flutningsjöfnunarsjóð niður. Það sama
eigi við um sementsflutninga og olíflutninga að
Alþingi hafi ákveðið að sama verð skuli vera á olíu
um allt land og nákvæmlega slíkt hið sama gildi
um sementsflutninga.
í febrúar í ár spurði Jóhann Ársælsson iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra meðal annars um áætl-
anir um sölu Sementsverksmiðjunnar og ef svo
væri hvenær stefnt væri að sölu. I svari ráðherra
kom fram að heimild sé til þess í fjárlögum frá ár-
inu 1997 að selja 25% hlutafjár í Sementsverk-
smiðjunni. Ákvörðun hafi verið tekin um að nýta
ekki söluheimild né óska eftir heimild Alþingis til
frekari sölu. Sú niðurstaða hafi að miklu leyti
byggst á neikvæðri afstöðu heimamanna til sölu
verksmiðjunnar. Engar áætlanir séu því uppi (þ.e.
í febrúar) um að selja verksmiðjuna. Þá sagðist
ráðherra ekki vera hlynntur því að einkavæða
fyrirtæki sem hefði markaðsráðandi stöðu, ríkis-
einokun væri skaplegri en einkaeinokun. Skapist
hins vegar virk samkeppni í greininni kunni for-
sendur fyrir sölu verksmiðjunnar að breytast.
Ekki náðist í Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra vegna þess máls.
Delta setur
upp Cognos-
upplýsinga-
kerfi fyrir
stjórnendur
• DELTA hefurgengiö til samstarfs
við Ax-hugbúnaðarhús um kaup og
innleiðingu á Cognos upplýsinga-
kerfi fyrirstjórnendur. Cognos „Bus-
iness Intelligence" er hugbúnaður
sem veitir lausnir sem miða að sam-
ræmingu fyrirtækjagagna á margvítt
form, sem á að auövelda greiningu
þeirra og úrvinnslu. Framsetningin á
gera stjórnendum kleift að vinna
verðmætar upplýsingar úr gögnun-
um, sem nýtast viö ákvarðanatöku í
rekstrinum. Einnig býöur hugbúnað-
urinn upp á möguleika til skýrslu-
gerðar og miðlunar upplýsinga.
Að sögn Úlfars Helgasonar, deild-
arstjóra upplýsingatæknideildar
Delta, verða lausnirnarfyrst nýttar
til greiningar á rekstrar- og söluupp-
lýsingum fýrirtækisins. „Þegarfram
líöa stundir munu lausnirnar nýtast
viö greiningu á öðrum þáttum starf-
seminnar, s.s. framleiðslu og
birgðahaldi. Lausnirnar verða settar
upp á innri vef Delta, sem þýðir að
fyrirtækið er að nýta sér nýjustu að-
ferðir við miðlun upplýsinga."
---------------------
Leiðrétting
í FRÉTT sem birtist á viðskiptasíðu
Morgunblaðsins í gær um kaup
Vodafone á 40% hlut í Global Sign
var sagt að Vodafone hefði keypt
hlutinn í framhaldi af 16 milljóna
króna hlutafjáraukningu. Hið rétta
er að hlutafjáraukningin nam 16
milljónum evra, eða um 1.150 mil-
ljónum króna. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
Laugardagar til lukku í ACO
Laugardagstilboð ACO
*A:
macromedia®
Dreamweaver Macromedia
fyrir 3,0 Mac kostar 40.100 kr.
á laugardagstilboði
29.900 kr.
Championship Manager
fyrir Mac kostar 3.900 kr.
á laugardagstilboði
2.450 kr.
Allir sem versla í ACO í dag fá bíómiða sem gildir fyrir
tvo á The Hollow Man sem sýnd er í Stjörnubíói.
ACO er opið á laugardögum í allan vetur og mun alltaf hafa á boðstólum
eina eða fleiri vörutegundir á sérstöku laugardagstilboði
0OD
hugsaðu | skapaðu \ upplifðu
Skaftahlfð 24 • Sfml 630 1800 ■ Fax 630 1801 • www.aco.ls