Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 76
Palm Lófatölvur 3000 + www.ejs.is Cisco Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival MORGUNBLAÐW.KRINGLUNNIl, 103REYKJAVÍK,SÍMI5691100,SÍMBRÉF5691181,PÓSTHÓLF3040, j A TTf'1 A "PT'l A TTT? OQ QTP'DrrTr,l\/T‘PTr’T? OHHn T7TPT?T^ T T A TTQ A QÖT TT 1 EH TZT? MFTi '\7'Q1Z ASKRIFT-AFGREIÐSLA5691122,NETFANG:RITSTJ@MBL.IS,AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1 IjAU\JrAliJJiiijr U JLÍ uó. Oll/r 1 JtlilVIlJJl/lt ZUUU V JÍ/Í\U 1 LAUbAoULU lOU JVlt. ÍVIÍLU V olv. Utanríkisráðherrar íslands og Bandaríkjanna ætla að ræða varnarsamstarf þjdðanna - Ekki formleg ósk um endurskoðun á bókun BANDARÍSK stjórnvöld hafa ekki óskað formlega eftir endurskoðun á bókun um framkvæmd vamarsamn- ingsins milli íslands og Bandaríkj- anna. Bókunin var síðast endurskoð- uð árið 1996 til fimm ára og rennur út í apríl á næsta ári. Hvor þjóð um sig getur óskað eftir endurskoðun bókunarinnar með fjögurra mánaða fyrirvara. Madeleine Albright, utanríkisráð- Hterra Bandaríkjanna, kemur hingað til lands nk. laugardag og verður m.a. rætt um framkvæmd vamar- samstarfs íslands og Bandaríkjanna á fundi hennar og Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundur utanríkisráðherranna mark- aði ekki upphaf viðræðna um endur- skoðun bókunar um vamarsamning- inn enda hefði hvorug þjóðin óskað eftir endurskoðun á henni. Ætlunin væri að ræða almennt um varnar- samstarf þjóðanna. 50 ára afmælis varnar- samningsins minnst Hinn 5. maí á næsta ári verða 50 ár liðin frá undirritun samningsins um vamarsamstarf Islands og Bandaríkjanna og sagði Sverrir Haukur að báðar þjóðimar hefðu látið í ljós ósk um að þess yrði minnst með viðeigandi hætti. Þetta yrði eitt þeirra mála sem rædd yrðu á fundi utanríkisráðherranna. Sverrir Haukur sagði að á fundinum yrði m.a. rætt um möguleika á aukn- um samskiptum íslands og Alaska. Hann sagði að alrfldsstjórnin og fylkisstjómin í Alaska hefðu sýnt áhuga á að kannaðir yrðu möguleik- ar á auknum samskiptum Islands við íylkið. Til álita kæmi samstarf á sviði sjávarútvegs, flutninga, sam- gangna, ferðaþjónustu og heilbrigð- isþjónustu. Ennfremur væri áhugi á að ræða sameiginleg verkefni innan norðurheimskautsráðsins, sem Is- land og Alaska væra aðilar að. Sverrir Haukur sagði að ráðherr- amir myndu einnig ræða um landa- fundaverkefnið, viðskipti landanna, alþjóðlega friðargæslu og fleira. Reykjavflc Ránum og innbrotum fækkar INNBROTUM í umdæmi lög- reglunnar í Reykjavík hefur fækk- að um tæplega 100 á þessu ári frá sama tíma í fyrra og ránum hefur fækkað um helming, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Frá áramótum og fram að síðustu mánaðamótum voru framin 940 inn- brot í Reykjavík, en á sama tíma í fyrra höfðu verið framin 1.040 inn- brot. Flest innbrot vora framin árið 1996, eða 1.878 allt árið. Á næstu áram fækkaði innbrotum mikið eða ^^.1.288 árið 1998. Hlutfallslega flest innbrotanna era í bfla. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hefur ránum í umdæminu fækkað mikið á þessu ári frá sama tímabili í fyrra, þá vora þau 20 tals- ins en era nú tíu. Björk fær afar lofsamlega dóma erlendis BJÖRK Guðmundsdóttir fær afar lofsamlega dóma fyrir leik sinn í bíómyndinni „Myrkradansar- anum“ í fjölmiðlum í Banda- ríkjunum, en myndin var frumsýnd í New York í gær. Myndin í heild fær hins vegar mis- jafha dóma hjá gagnrýnendum. Gagnrýnandi New York Times segir í umfjöllun sinni að færa megi fyrir því rök að Björk hafi í þessari frumraun sinni sem leik- kona „fundið upp nyja tegund kvikmyndaleiks". Á fréttavef New York Post segir gagnrýn- andi blaðsins að ef ekki væri „fyr- ir frábæra frammistöðu aðal- leikkonunnar, fslensku poppsöngkonunnar Bjarkar", væri myndin varla þessi virði að horfa á hana. Lofsamleg ummæli um leik Bjarkar birtust einnig í Daily News og í tímaritinu Emp- ire. í Morgunblaðinu í dag er birt kvikmyndagagnrýni blaðsins um „Myrkradansarann". Þar segir að frammistaða Bjarkar í myndinni sé „fúllkomlega einstök". Tónlist Bjarkar beri sköpunargáfu henn- ar einstakt vitni. Viðtal við Björk birtist í Morg- unblaðinu á morgun, sunnudag. ■ Björkframúrskarandi/33 Fullkomlega einstök/10 Morgunblaðið/Ásdís Köttur úti á stétt ÞAÐ þýddi lítið fyrir þessa kisu á Því er ekki annað hægt en að Framnesveginum að hringja mjálma hátt og skýrt, svo að ein- dyrabjöllunni til að komast inn. hver komi til dyra. Yinnuslys á Sauðárkróki Stíflun Jökulsár á Dal vegna Kárahnjiikavirkjunar Litlar breytingar verða á strönd Héraðsflóa VINNUSLYS varð á Sauðárkróki í. gærrnorgun þegar starfsmaður byggingarfyrirtækis féll af þaki nýbyggingar grannskólans á staðnum, Árskóla, og þrjá metra niður á jörð. Maðurinn slasaðist á öxl og var fluttur á sjúkrahúsið á Sauðár- króki. Slysið varð með þeim hætti að tveir menn sem báðir voru að bera þakpapparúllur rákust saman með þeim afleiðingum að annar þeirra féll niður. BREYTINGAR á ströndinni við Héraðsflóa verða hvorki stórvægi- legar né hraðar við það að virkja Jök- ulsá á Dal vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. Þetta era frumniðstöður rannsókna sem breskur sérfræðing- ur hefur unnið að í sumar á vegum Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen (VST). Frá þessu er greint á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar en þar kemur fram að breski sérfræðmgurinn, Sus- an Tonkin de Vries, hafi verið hér á landi í sumar til að rannsaka og meta áhrif Kárahnjúkavirkjunar á strönd Héraðsflóa. Bent hefur verið á að talsvert rof geti orðið við strönd flóans til lengri tíma litið ef fram- bin-ður Jöklu og Jökulsár í Fljótsdal út í sjó snarminnkar í kjölfar virkjun- ar við Fremri-Kárahnjúk. Fyrstu niðurstöður de Vries benda hins veg- ar ekki til slíkrar þróunar. De Vries hefur útbúið reiknilíkan fyrir áhrif virkjunar á strandlínu Héraðsflóa og í því skyni m.a. tekið mið af upplýsingum um aurframburð Jöklu og niðurstöðu nýrra dýptar- mælinga á vegum Siglingastofnunar úti fyrir ströndinni í Flóanum. Á þessum gögnum era framniðurstöð- ur hennar byggðar. Gert er ráð fyrir að heildamiður- stöður liggi fyrir í vetur þegar við hafa bæst niðurstöður rannsókna á botnsýnum úr Héraðsflóa og á sýn- um sem Björn Jóhann Bjömsson jarðfræðingur hefur tekið á strönd- inni. Hálslón myndi fyllast á 400 árum VST hefur að undanfömu gengist fyrir margs konar rannsóknum og at- hugunum á mörgum ólíkum þáttum varðandi mögulega virkjun á Kára- hnjúkum, ekki síst þeim sem varða vatnsflutningana í tengslum við virkjunina, sameiningu krafta Jök- ulsánna í Dal í Fljótsdal og veitingu beggja til sjávar um farveg Lagar- fljóts. Athuganir VST benda til þess að Jökla, eða Jökulsá á Dal, beri með sér til sjávar um sjö milljónir rúm- metra af auri á ári, eða um tíu millj- ónir tonna. Það er gífurlegt magn og svarar nærri til efnismagnsins í stóru stíflunni sem gert er ráð fyrir við Fremri-Kárahnjúk til að mynda Hálslón sem yrði langstærsta miðl- unarlón Kárahnjúkavirkjunar. Ef virkjað verður fellur langmest af aumum til í Hálslóni en einungis 10-15% af núverandi aurburði skilar sér áfram til sjávar með Lagarfljóti. Jökulaurinn sest smám saman til í lónsstæðinu og reiknað hefur verið út að það tæki um 400 ár að fylla lónið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.