Morgunblaðið - 23.09.2000, Side 76
Palm
Lófatölvur
3000 + www.ejs.is
Cisco Systems
P A R T N E R
SILVER CERTIFIED
Tæknival
MORGUNBLAÐW.KRINGLUNNIl, 103REYKJAVÍK,SÍMI5691100,SÍMBRÉF5691181,PÓSTHÓLF3040, j A TTf'1 A "PT'l A TTT? OQ QTP'DrrTr,l\/T‘PTr’T? OHHn T7TPT?T^ T T A TTQ A QÖT TT 1 EH TZT? MFTi '\7'Q1Z
ASKRIFT-AFGREIÐSLA5691122,NETFANG:RITSTJ@MBL.IS,AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1 IjAU\JrAliJJiiijr U JLÍ uó. Oll/r 1 JtlilVIlJJl/lt ZUUU V JÍ/Í\U 1 LAUbAoULU lOU JVlt. ÍVIÍLU V olv.
Utanríkisráðherrar íslands og Bandaríkjanna
ætla að ræða varnarsamstarf þjdðanna
- Ekki formleg ósk um
endurskoðun á bókun
BANDARÍSK stjórnvöld hafa ekki
óskað formlega eftir endurskoðun á
bókun um framkvæmd vamarsamn-
ingsins milli íslands og Bandaríkj-
anna. Bókunin var síðast endurskoð-
uð árið 1996 til fimm ára og rennur
út í apríl á næsta ári. Hvor þjóð um
sig getur óskað eftir endurskoðun
bókunarinnar með fjögurra mánaða
fyrirvara.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
Hterra Bandaríkjanna, kemur hingað
til lands nk. laugardag og verður
m.a. rætt um framkvæmd vamar-
samstarfs íslands og Bandaríkjanna
á fundi hennar og Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
fundur utanríkisráðherranna mark-
aði ekki upphaf viðræðna um endur-
skoðun bókunar um vamarsamning-
inn enda hefði hvorug þjóðin óskað
eftir endurskoðun á henni. Ætlunin
væri að ræða almennt um varnar-
samstarf þjóðanna.
50 ára afmælis varnar-
samningsins minnst
Hinn 5. maí á næsta ári verða 50
ár liðin frá undirritun samningsins
um vamarsamstarf Islands og
Bandaríkjanna og sagði Sverrir
Haukur að báðar þjóðimar hefðu
látið í ljós ósk um að þess yrði
minnst með viðeigandi hætti. Þetta
yrði eitt þeirra mála sem rædd yrðu
á fundi utanríkisráðherranna.
Sverrir Haukur sagði að á fundinum
yrði m.a. rætt um möguleika á aukn-
um samskiptum íslands og Alaska.
Hann sagði að alrfldsstjórnin og
fylkisstjómin í Alaska hefðu sýnt
áhuga á að kannaðir yrðu möguleik-
ar á auknum samskiptum Islands við
íylkið. Til álita kæmi samstarf á
sviði sjávarútvegs, flutninga, sam-
gangna, ferðaþjónustu og heilbrigð-
isþjónustu. Ennfremur væri áhugi á
að ræða sameiginleg verkefni innan
norðurheimskautsráðsins, sem Is-
land og Alaska væra aðilar að.
Sverrir Haukur sagði að ráðherr-
amir myndu einnig ræða um landa-
fundaverkefnið, viðskipti landanna,
alþjóðlega friðargæslu og fleira.
Reykjavflc
Ránum og
innbrotum
fækkar
INNBROTUM í umdæmi lög-
reglunnar í Reykjavík hefur fækk-
að um tæplega 100 á þessu ári frá
sama tíma í fyrra og ránum hefur
fækkað um helming, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni.
Frá áramótum og fram að síðustu
mánaðamótum voru framin 940 inn-
brot í Reykjavík, en á sama tíma í
fyrra höfðu verið framin 1.040 inn-
brot. Flest innbrot vora framin árið
1996, eða 1.878 allt árið. Á næstu
áram fækkaði innbrotum mikið eða
^^.1.288 árið 1998. Hlutfallslega flest
innbrotanna era í bfla.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni hefur ránum í umdæminu
fækkað mikið á þessu ári frá sama
tímabili í fyrra, þá vora þau 20 tals-
ins en era nú tíu.
Björk fær
afar lofsamlega
dóma erlendis
BJÖRK Guðmundsdóttir fær afar
lofsamlega dóma fyrir leik sinn í
bíómyndinni „Myrkradansar-
anum“ í fjölmiðlum í Banda-
ríkjunum, en myndin var
frumsýnd í New York í gær.
Myndin í heild fær hins vegar mis-
jafha dóma hjá gagnrýnendum.
Gagnrýnandi New York Times
segir í umfjöllun sinni að færa
megi fyrir því rök að Björk hafi í
þessari frumraun sinni sem leik-
kona „fundið upp nyja tegund
kvikmyndaleiks". Á fréttavef
New York Post segir gagnrýn-
andi blaðsins að ef ekki væri „fyr-
ir frábæra frammistöðu aðal-
leikkonunnar, fslensku
poppsöngkonunnar Bjarkar",
væri myndin varla þessi virði að
horfa á hana. Lofsamleg ummæli
um leik Bjarkar birtust einnig í
Daily News og í tímaritinu Emp-
ire.
í Morgunblaðinu í dag er birt
kvikmyndagagnrýni blaðsins um
„Myrkradansarann". Þar segir að
frammistaða Bjarkar í myndinni
sé „fúllkomlega einstök". Tónlist
Bjarkar beri sköpunargáfu henn-
ar einstakt vitni.
Viðtal við Björk birtist í Morg-
unblaðinu á morgun, sunnudag.
■ Björkframúrskarandi/33
Fullkomlega einstök/10
Morgunblaðið/Ásdís
Köttur úti á stétt
ÞAÐ þýddi lítið fyrir þessa kisu á Því er ekki annað hægt en að
Framnesveginum að hringja mjálma hátt og skýrt, svo að ein-
dyrabjöllunni til að komast inn. hver komi til dyra.
Yinnuslys á
Sauðárkróki
Stíflun Jökulsár á Dal vegna Kárahnjiikavirkjunar
Litlar breytingar verða
á strönd Héraðsflóa
VINNUSLYS varð á Sauðárkróki
í. gærrnorgun þegar starfsmaður
byggingarfyrirtækis féll af þaki
nýbyggingar grannskólans á
staðnum, Árskóla, og þrjá metra
niður á jörð.
Maðurinn slasaðist á öxl og var
fluttur á sjúkrahúsið á Sauðár-
króki. Slysið varð með þeim hætti
að tveir menn sem báðir voru að
bera þakpapparúllur rákust saman
með þeim afleiðingum að annar
þeirra féll niður.
BREYTINGAR á ströndinni við
Héraðsflóa verða hvorki stórvægi-
legar né hraðar við það að virkja Jök-
ulsá á Dal vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar. Þetta era frumniðstöður
rannsókna sem breskur sérfræðing-
ur hefur unnið að í sumar á vegum
Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen (VST).
Frá þessu er greint á heimasíðu
Kárahnjúkavirkjunar en þar kemur
fram að breski sérfræðmgurinn, Sus-
an Tonkin de Vries, hafi verið hér á
landi í sumar til að rannsaka og meta
áhrif Kárahnjúkavirkjunar á strönd
Héraðsflóa. Bent hefur verið á að
talsvert rof geti orðið við strönd
flóans til lengri tíma litið ef fram-
bin-ður Jöklu og Jökulsár í Fljótsdal
út í sjó snarminnkar í kjölfar virkjun-
ar við Fremri-Kárahnjúk. Fyrstu
niðurstöður de Vries benda hins veg-
ar ekki til slíkrar þróunar.
De Vries hefur útbúið reiknilíkan
fyrir áhrif virkjunar á strandlínu
Héraðsflóa og í því skyni m.a. tekið
mið af upplýsingum um aurframburð
Jöklu og niðurstöðu nýrra dýptar-
mælinga á vegum Siglingastofnunar
úti fyrir ströndinni í Flóanum. Á
þessum gögnum era framniðurstöð-
ur hennar byggðar.
Gert er ráð fyrir að heildamiður-
stöður liggi fyrir í vetur þegar við
hafa bæst niðurstöður rannsókna á
botnsýnum úr Héraðsflóa og á sýn-
um sem Björn Jóhann Bjömsson
jarðfræðingur hefur tekið á strönd-
inni.
Hálslón myndi
fyllast á 400 árum
VST hefur að undanfömu gengist
fyrir margs konar rannsóknum og at-
hugunum á mörgum ólíkum þáttum
varðandi mögulega virkjun á Kára-
hnjúkum, ekki síst þeim sem varða
vatnsflutningana í tengslum við
virkjunina, sameiningu krafta Jök-
ulsánna í Dal í Fljótsdal og veitingu
beggja til sjávar um farveg Lagar-
fljóts.
Athuganir VST benda til þess að
Jökla, eða Jökulsá á Dal, beri með
sér til sjávar um sjö milljónir rúm-
metra af auri á ári, eða um tíu millj-
ónir tonna. Það er gífurlegt magn og
svarar nærri til efnismagnsins í stóru
stíflunni sem gert er ráð fyrir við
Fremri-Kárahnjúk til að mynda
Hálslón sem yrði langstærsta miðl-
unarlón Kárahnjúkavirkjunar.
Ef virkjað verður fellur langmest
af aumum til í Hálslóni en einungis
10-15% af núverandi aurburði skilar
sér áfram til sjávar með Lagarfljóti.
Jökulaurinn sest smám saman til í
lónsstæðinu og reiknað hefur verið út
að það tæki um 400 ár að fylla lónið.