Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 63
MORGUNB LAÐIÐ ________BRÉF TIL BLAÐSINS__ Langirimi - slysagildra og illa hönnuð gata Frá Ingvari Ragnarssyni: BORGARYFIRVÖLD hafa haft lít- inn áhuga á að hlusta á íbúa í Rimahverfi í Grafarvogi. Hafa samt mætt á hverfisfundi og fengið að heyra hvað fólk hefur verið að segja. í meginmáli er gatan illa hönnuð og er slysagildra. í fyrsta lagi var settur söluturn á fáránleg- um stað alveg við götuna, hefði átt að vera í verslunarmiðstöðinni sjálfri. í öðru lagi er gatan lokuð á beina kaflanum og eingöngu stræt- isvagnar sem er leyft að keyra þar í gegn. Umferðin er beint til beggja hliða við götuna þannig að allir sem fara í gegn keyra annaðhvort beint upp við verslunarmiðstöðina eða hinum megin við leikskólann. Petta er náttúrulega fáránlegt og miklu hættulegra heldur en að hafa opið í gegn, því mikið er af börnum og gangandi fólki þar. Einnig er eitt mál að það eru þrír leikskólar í göt- unni. Ef þú býrð vitlausum megin í götunni þarft þú að fara út úr hverfinu og koma hinum megin að til að koma barninu á leikskóla. A sínum tíma fór fram könnun meðal íbúa í hverfinu og meirihluti vildi hafa opið á milli, en ekki hafa þetta eins og er í dag. En í annan stað er einnig mikil slysahætta í götunni, fáar hraðahindranir og í ljósi þess að þarna er einn fjöl- mennasti barnaskóli á landinu, þá er fáránlegt að ekki skuli vera gangbrautaverðir eða gönguljós fyrir börn sem eru að fara í skól- ann. Gatan býður upp á hraða sem margir greinilega geta ekki hamið. Því þarf að setja fleiri hindranir, opna á milli og taka þennan sölu- turn í burt. Vonandi fara þeir sem eru núna með völdin í borginni að hlusta þó ekki væri nema einu sinni á íbúa í Grafarvogi. INGVAR RAGNARSSON, Hrísrima 23, Reykjavík. Hestamenn og mótorhj ólamenn Frá Heimi Barðasyni: MIG LANGAR að svara grein eftir Erling Sigurðsson sem birtist í Bréf- um til blaðsins föstudaginn 1. sept- ember sl. Þar talar hann um böðul- gang torfæruhjólamanna á göngu- stígum og reiðvegum í nágrenni Rauðavatns. Vel má vera að Erlingur og aðrir hesta- og göngumenn hafi lent í klóm mótorhjólaökumanna „sem einskist svífast" og er það að sjálf- sögðu leitt, en í þessu samhengi langai- mig sem torfæruhjólaöku- mann og meðlim í Vélhjólaíþrótta- klúbbnum, skammstafað VIK, að Frá Árna Gunnari Vigfússsyni: VARLA þarf að fara mörgum orðum um þá miklu slysaöldu sem átt hefur sér stað í umferðinni að undanförnu. Dauðaslysin í umferðinni eru nú þegar orðin næstum jafnmörg og í meðalári. Það er löngu ljóst að helsta orsök alvarlegra umferðarslysa er of mikill hraði miðað við aðstæður, oft vegna ótímabærs framúraksturs eða dómgreindarskorts sem helgast af ölvunarakstri eða öðru þaðan af verra. Önnur ástæða tíðra slysa á þjóðvegum kann að vera sú að eftir- lit lögreglu virðist vera minna en áð- ur og þess vegna komast ökumenn upp með að aka of hratt - oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Margir velta því fyrir sér hvað sé til ráða í baráttunni við umferðarslysin. Mig langar til að koma með þá til- lögu að settar verði upp nokkurs konar „skuggamyndir" af manneskj- um utan við veginn þar sem dauða- slys hafa átt sér stað í umferðinni. Þessar skuggamyndir mætti búa til úr járni eða einhverju sterku efni og staðsetja utan vegar til þess að minna aðra vegfarendur á hætturn- ar í umferðinni og þá staðreynd að einmitt á þessum tiltekna stað hafi þetta margar manneskjur látið lífið í umferðinni. Ég er sannfærður um að þetta hefði áhrif í þá átt að fækka slysum. Nú hef ég reyndar heyrt þau rök, að mig minnir frá Umferðarráði eða Vegagerðinni, að allt sem minni á dauðaslys á tilteknum stað veki sárar minningar aðstandenda hinna látnu. Mér er þó næst að halda að oft séu aðrir fullviðkvæmir fyrir þeirra hönd og sjálfur hef ég orðið var við að margir vilja leggja baráttunni við umferðarslysin lið með einhveijum hætti og eru ekki mótfallnir ofan- greindum aðgerðum - jafnvel þótt þetta kunni að vekja sárar minning- ar. í slíkum tilfellum segir fólk nota þetta tækifæri og velta því und- an steini hvað sé orsök og hvað af- leiðing, þegar svona árekstrar eiga sér stað. Hver er sekur og hver sak- laus? Ég tel nefnilega ástæðuna fyr- ir þessum árekstrum milli hesta- manna og mótorhjólamanna vera ósköp einfalda; vélhjólaíþróttamenn fá ekki framtíðarsvæði úthlutað til að stunda sína íþrótt. Svo einfalt er það. Og á meðan ekkert svæði er fyrir hjólamenn er notast við það sem hendi er næst. Hestamenn njóta skilnings og pólitísks stuðnings til að stunda sína íþrótt, maður myndi ætla að þessi sjálfsögðu mannréttindi giltu einnig gjarnan að missirinn sé staðreynd en ef dauði ástvinar gæti komið í veg fyrir önnur dauðaslys eða alvarleg slys sé tilganginum náð. í því sam- bandi væri fróðlegt að heyra sjónar- mið þeirra sem misst hafa ættingja í umferðarslysum. Ég mæli með því að þessi hugmynd verði skoðuð í fullri alvöra - því fátt tel ég áhrifa- ríkara en slíka áminningu á vegum úti. Þegar og ef þessar hugmyndir ná fram að ganga er víst að vegfar- endur um Reykjanesbraut (Kefla- víkurveginn) færu ekki langan veg- arspotta án þess að sjá slíkum skuggum bregða fyrir - enda hefur þessi hættulega braut tekið a.m.k. 39 mannslíf frá upphafi. Og því miður er víst að fáir vegir ef nokkrir myndu sleppa við þessa vafasömu „skreytingu". ÁRNIGUNNAR VIGFÚSSON, meðlimur í Stanz-hópnum Trönuhjalla 10, Kópavogi. Vélhjólaíþróttamenn fá ekki framtíðarsvæði úthlutað til að stunda sína íþrótt, segir grein- arhöfundur. fyrir vélhjólaíþróttamenn, en svo er því miður ekki. Velunnarai- klúbbs- ins hafa bent á að klúbbinn vanti „vigt“ og „þrýsting" eins og það er kallað á pólítísku máli. Eiga þessi at- riði að hafa úrslitaáhrif á hvort fólk geti stundað sitt áhugamál? Á meðan þessi skilningur er ekki fyrir hendi hjá yfirvöldum mun vandinn einfaldlega vaxa. Því að sjálfsögðu viljum við fá að nota okk- ar hjól, eins og hestamenn vilja skella sér á bak sínum gæðingum. Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK, stofnaður í október 1978, hefur reynt í 22 ár að fá úthlutað örlitlum landskika til framtíðar undir íþrótt félagsmanna sinna en alltaf verið synjað af þeim sem málið varðar. Við höfum fengið bráðabirgðasvæði á 14 mismunandi stöðum til æfinga og keppni á þessum 22 árum og er ég viss um að jafnvel hestamenn ættu.í erfiðleikum með að stunda sína íþrótt, þegar færa þarf alla reiðstíga og keppnisvelli að ári liðnu af því að bráðabirgðaleyfið er útrunnið! Sú aukning sem orðið hefur í ástundun mótorhjólaíþróttarinnar á sl. árum knýr orðið á um að VÍK fái fram- tíðaraðstöðu, þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt afmarkað svæði. Þannig myndu árekstrar milli hestamanna/ göngumanna og hjólamanna verða hverfandi. Allir yrðu syngjandi sælir og glaðir í sínum hnökkum. HEIMIR BARÐASON, Bollagötu 7, Reykjavík. ÚTSALA SÍÐASTA VIKA Verslunin hættir um mánaðamótin Allt á kostnaðarverði t.d.: Borðstofusett, buffet-skápar, skenkar, kóngastólar, barskápur og margt fleira. ANTIK GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600. t fD y §L °P'ð virka daga kl. 12-18, Euro og Visa raðgreiðslur laugardaga kl. 12-16. Skuggar látinna - þörf áminning LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 63 Rrækin Fræg ramfíð fortíð KeLiretn* -vinur vina sinna. .t Fmbært tflboð Tilboð 17.900 kr. Verð áður "26^333. Grill á þremur hæðum Fellanleg hliðarborð HÚSASMIÐJAN Sími 525-3000 * www.husa.is Kanarí- veisla Heimsferða í vetur Hr. 39.255 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og stórlækkuðu verði frá því í fyrra. Nú lækkar ferðin um 10-18 þúsund krónur fyrir manninn um leið og við kynnum frábæra nýja gististaði á ensku ströndinni. Beint vikulegt flug alla þriðjudaga í allan vetur. Þú getur valið þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Aldrei lægra verð Bókaðu strax og tryggðu þér 16-21% verðlækkun frá því í fyrra.* v^h,. 39.255 Vikuferð, 9. janúar, hjón með 2 böm. Verð kr. 44.755 2 vikur, 9. janúar, hjón með 2 böm. Verðkr. 59.990 2 í íbúð, 2 vikur, Monterey. • Prósentudæmi er miðað við 3ja vikna fcrð í janúar árið 2001, m.v. 3ja vikna ferð, árið 2000. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.