Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðbúnir árás á dönsku krónuna Reuters Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, með bæklinginn „Mynt framtíðarinnar". Þar er að finna rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að ganga í myntbandalagið. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MOGENS Lykketoft, fjármálaráð- herra Danmerkur, segir að ríkis- stjórnin sé viðbúin því að gjaldeyr- isbraskarar ráðist til atlögu við dönsku krónuna. Ónafngreindir embættismenn segja í samtali við dagblaðið Borsen að meiri líkur en minni séu á slíkri árás verði aðild að evrópska mynt- bandalaginu hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 28. september. Ýmsir bankar og hagfræðingar ef- ast þó um að krónan sé í hættu og draga jafnframt í efa aðrar svartsýnisspár ríkisstjórnarinnar. Skoðanakannanir sýna enn afger- andi forystu andstæðinga evrunnar. I könnunum sem birtar voru í gær í dagblöðunum Politiken og Bersen kemur fram að forskot andstæðing- anna hafi enn aukist og í Bersen segir að þeir séu í fyrsta sinn með hreinan meirihluta kjósenda á bak við sig, eða 51% á móti 44% sem eru fylgjandi evrunni. Samkvæmt Gall- up-könnun sem blaðið Berlingske Tidende birtir á hverjum degi hefur þó lítillega dregið saman með fylk- ingunum. Mikill munur hefur verið á niðurstöðum skoðanakannana undanfarna viku en þær hafa þó all- ar sýnt töluverða yfírburði þeirra sem andsnúnir eru aðild að mynt- bandalaginu. Andstaðan mikil á Fjóni og- Jótlandi I könnun Borsen, sem birt var í gær, kemur einnig fram að mikill munur er á afstöðu Dana eftir því hvar þeir búa í landinu. Þannig sýn- ir hún lítinn mun á fjölda fylgis- manna og andstæðinga evrunnar á Sjálandi. Þar sögðust 47,6% svar- enda vera henni fylgjandi en 48,8% á móti. A Jótlandi sögðust hins vegar 52,2% þeirra sem svöruðu vera á móti evrunni, en 41,3% með. A Fjóni var munurinn enn meiri, þar hafnaði 55,1% svarenda aðild að myntbanda- laginu, en aðeins 39,8% sögðust vera henni fylgjandi. Niðurstaðan er ekki síst athyglisverð vegna þess að stóru stjórnmálaflokkamir hafa lagt sérstaka áherslu á að fara út á landsbyggðina til að kynna evruna, og þeir einnig lagt áherslu á, að auk- in atvinna vegna inngöngunnar í myntbandalagið myndi einkum koma öðrum landshlutum en Kaup- mannhafnarsvæðinu til góða. Enn telja fylgismenn evrunnar að þeir eigi möguleika á sigri. Þeim hefur undanfarna tvo daga tekist að leiða athygli fjölmiðla frá gagnrýnis- atriðum andstæðinganna og að rök- um fyrir aðild. Ríkisstjórnin hefur einkum lagt áherslu á efnahagslega kosti þess taka upp evruna. Hún bendir til dæmis á að vaxtamunur milli Danmerkur og evrusvæðisins verði minni en ella, sem komi efna- hagnum og ríkinu vel, gjaldeyris- kostnaður af ýmsu tagi verði minni og samkeppni aukist því auðveldara verði að bera saman verð milli landa. Danmörk b-þjóð í Evrópusamstarfinu? Hagfræðingar og bankar sem spurðir hafa verið álits á spám ríkis- stjórnarinnar hafa gefið mjög mis- munandi svör, allt frá því að þær séu öfgafullar svartsýnisspár og til þess að þær séu einum of varfærnar. Flestir eru þó á því að litlar líkur séu á því að krónan verði fyrir stóráföllum strax eftir atkvæða- greiðsluna eins og Lykketoft fjár- málaráðherra óttast. Andstæðingar evrunnar hafa, eins og við var búist, dregið út- reikninga ríkisstjórnarinnar mjög í efa og segja tölurnar úr lausu lofti gripar. Talsmaður Danska þjóðarflokks- ins, Kristian Thulesen, gagnrýnir að nú sé farið að ræða einvörðungu um efnahagsmál, því að evran sé ekki síður pólitískt mál. Ríkis- stjórnin hefur raunar einnig lagt áherslu á að áhrif Dana innan Evrópusambandsins verði meiri taki þeir þátt í evrusamstarfinu. Þannig geti þeir áfram beitt sér með árangri til dæmis í umhverfis- og vinnuverndarmálum og fyrir því að Austur-Evrópuríkjunum verði veitt innganga í ESB. Erlendir sérfræðingar í Evrópu- málum segja að hafni Danir evr- unni verði þeir í eins konar b-flokki í ESB. Einn þeirra, Peter Ludlow, sem starfar hjá Evrópurannsókn- arstofnun í Brussel, bendir í viðtali við blaðið Berlingske Tidende á að Danir hafi einnig haldið sig utan við þróun öflugra hernaðarsamstarfs aðildarríkjanna og hafnað að miklu leyti að hafa samstarf um dómsmál og málefni pólitískra flóttamanna og innflytjenda, og með því að standa utan evrusvæðisins að auki, muni áhrif þeirra minnka til muna. Verði niðurstaðan sú, aukist einnig líkurnar á að „kjarni" Evrópusam- bandsins, það er að segja öll aðild- arríkin að undanskildum Bretum, Svíum og Dönum, taki upp meira samstarf án þess að taka tillit til hinna. Ludlow segir að fari svo muni Danir standa illa að vígi. Bretar séu nauðsynlegir í hernað- arsamstarfi Evrópuríkjanna, og geti af þeim ástæðum þrýst á að tekið verði tillit til þeirra sjónar- miða, en Evrópusambandið geti vel án Danmerkur verið. Læknar mega skilja að síamstvíbura gegn vilja foreldranna „Andvökunætur og miklar sálarkvalir“ Reuters Þessi teikning af síamstvíburunum Jodie og Mary er gerð eftir ljós- mynd. Verði þær skildar að, mun Mary deyja og mörgum hrýs hugur við því lífí, sem hugsanlega bíður Jodie. Barnaklámhringur í Danmörku Saksóknari og sér fræðingur í barna- klámi handteknir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÉG hef aldrei átt í jafn miklu sálar- stríði í neinu máli og þessu,“ sagði dómari við áfrýjunarrétt í Bretlandi í gær en þá úrskurðaði dómstóllinn að læknar mættu skilja að síamství- bura, stúlkurnar Jodie og Mary, þótt foreldrar þeirra væru því andvígir. Líkamar stúlknanna tengjast full- komlega þannig að engu er líkara en þær hafi einn búk með höfuð á hvor- um enda. Fæturnir koma síðan þvert út úr miðjum búknum. Önnur stúlkan, Jodie, er með þroskað hjarta, lungu og lifur en hin, Mary, ekki. Segja læknar, að auk þess hafi hún mjög óþroskaðan heila. Stúlkurnar eru nú sex vikna gaml- ar en læknar vilja skilja þær að þeg- ar þær eru orðnar þriggja mánaða gamlar. Telja þeir, að þá séu líkurn- ar bestar en ekki megi bíða lengur því að líffæri Jodie, sem vinni fyrir þær báðar, muni ekki ráða við það öllu lengur. Ljóst er að Mary mun ekki lifa en möguleikar eru á að Jodie muni gera það þótt hún verði hugsanlega mikið fötluð. Alan Ward, einn dómaranna þriggja við áfrýjunarréttinn, sagði í gær í viðtali við BBC, breska ríkis- útvarpið, að hann hefði átt marga andvökunóttina og liðið „miklar sál- arkvalir“ í þessu máli. Kvaðst hann hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort hann væri að svipta Mary lífi með því að leyfa, að reynt yrði að bjarga Jodie. „Samúð mín er mest með foreldr- unum. Helmingur landsmanna mun verða samþykkur dómnum og hinn helmingurinn mótfallinn honum,“ sagði Ward. Erfiðar, siðferðilegar spurningar Foreldrar stúlknanna, sem eru frá Möltu og kaþólskrar trúar, eru and- vígir aðgerðinni og vilja að náttúran hafi sinn gang og dætur þeirra fái að deyja. Víst þykir að þeir muni biðja um leyfi til að áfrýja úrskurðinum til lávarðadeildarinnar, sem er æðsta dómstig í Bretlandi. Þetta mál hefur vakið margar sið- ferðilegar spumingar enda er í fyrsta sinn verið að leyfa aðgerð, sem mun leiða til dauða barns eða manneskju. Hafa ýmis samtök, sem berjast gegn fóstureyðingum, tekið afstöðu með foreldrunum og einnig Cormac Murphy-O’Connor, hinn kaþólski erkibiskup af Westminster. Þá sagði Raanon Gillon, prófessor og ritstjóri tímarits um siðareglur og siðfræði lækna, að í þessu máli ætti vilji foreldranna að ráða. „Ef ég réði þessu einn og væri viss um að önnur stúlkan lifði myndi ég heimila aðgerðina. Mér finnst hins vegar ekki að ég eða nokkur annar eigi að ráða fyrir foreldrana." TVEIR opinberir starfsmenn í Danmörku, lögfræðingur hjá lög- regluembætti og félagsráðgjafi, sem starfaði hjá ríkislögreglustjór- anum og hafði með höndum mál sem vörðuðu barnaklám og barna- níðinga, hafa verið handteknir fyr- ir að dreifa barnaklámefni á Net- inu. Alls hafa 35 manns verið handteknir í tengslum við málið. Á fímmtudaginn í síðustu viku var 26 ára gamall maður hand- tekinn fyrir að senda barnaklám- efni frá tölvu í háskóla í Óðins- véum. Hann var hvorki nemandi né starfsmaður háskólans en í ljós kom að hann hafði ítrekast laum- ast inn í tölvuver til að senda frá sér efnið. Athæfi hans komst upp vegna þess að einu sinni sló hann inn vitlaust póstfang og fyrir til- viljun lenti barnaklámefni þannig hjá lögreglumanni. Lögreglan kannaði hvaðan efnið var sent og síðan beið hún þess að maðurinn kæmi þangað aftur. Lögreglan komst að því að mað- urinn hefði sent barnaklám á að minnsta kosti 37 póstföng og í framhaldi af því voru 35 manns um allt land handteknir. Maðurinn skiptist á klámefni við þá alla en óljóst er hversu mikil tengsl hinir höfðu innbyrðis. Ekki hefur verið sýnt fram á að greitt hafi verið fyrir efnið og því er ekki hægt að dæma neinn þeirra í fang- elsi, aðeins í sektir. Lögreglan segir að myndir sem fundist hafa í tengslum við rannsóknina hafi ver- ið sérlega grófar og af mjög ung- um börnum. Sagðist vera að rannsaka kynferðisafbrot Strax í upphafi kom fram í fjöl- miðlum að einn hinna handteknu væri lögfræðingur sem starfaði sem saksóknari hjá lögregluemb- ættinu í bænum Næstved. Hann neitaði þó sjálfur allri sök og sagð- ist lengi hafa rannsakað barna: klámefni á vegum lögreglunnar. I tengslum við umfangsmikla rann- sókn á máli sem varðaði hugsan- lega misnotkun á dönskum börn- um sagðist hann hafa tekið barnaklámefni inn á tölvuna heima hjá sérþví tölvan í vinnunni hefði ekki haft nægilegt minni til að geyma það allt. Hann segist jafn- framt hafa fengið leyfi yfirmanns síns til þess. Yfirmenn lögreglunn- ar hafa hai'nað þessum skýringum. í gærmorgun skrifaði dagblaðið Ekstrabladet að í hópi hinna hand- teknu væri einnig félagsráðgjafi hjá ríkislögreglustjóraembættinu. Hann hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir nefnd sem hefur það verkefni að fyrirbyggja glæp- iog var talinn vera sérfræðingur á sviði barnakláms og kynferðisaf- brota gegn börnum. Hann neitar einnig allri sök og segist hafa ætl- að upp á eigin spýtur að koma upp um barnaklámhring þótt það hafi ekki verið á hans starfssviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.