Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 67
MOKGUNBUABIÐ ______________________________LAUGAKDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 67. FÓLK í FRÉTTUM ' Páll Rósinkranz situr ekki auðum höndum þessa dagana „Reyni leggja að í þa< égg Páll Rósinkranz gerði garðinn frægan í eina tíð með eilífðarrokkurunum Jet Black Joe. Síðan þá hefur hann verið fremur lítið í sviðsljósinu þó undanfarna mánuði hafí glæst frammistaða á hin- um ýmsu hljómdiskum vakið verðskuldað lof og athygli gagnrýnenda. Arnar Eggert Thorodd- sen átti gott og glaðvært hádegisspjall við Pál yfír tveimur kaffibollum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Páll Rósinkranz slakar á yfir kaffi: „Kannski á fólk erfitt með að sjá fyrir sér þungarokk með kristileginn textum Aferðarfallegur og ki’aftmikill rokksöng- ur Páls þótti vera með því besta sem heyrst hafði í árafjöld innan rokkgeirans og menn kepptust við hlaða þennan unga söngvara lofi. Það vakti þó jafnvel enn meiri at- hygli er Páll gerði heyrinkunnugt að hann hefði snúið baki við lífsstíl vaggs og veltu og væri genginn í lið með frelsaranum Jesú Kristi. Síðan þá hefur Páll verið að syngja upp á eigin spýtur í hinum ýmsu verkefn- um og er nú kominn með glænýja hljómsveit, Link. Árni Matt „Ég man að Árni Matt skiifaði fyrstur manna klausu um mig,“ segir Páll kíminn á svip, alls ófeiminn við að rifja upp gömlu góðu dagana. „Þar sagði hann að ég minnti einna helst á Eirík Hauksson og Jónas R. Jónasson! Ég held að það hafi verið umsögn um Músíktilraunir í kring- um 1991, en þá var ég í hljómsveit- inni Nirvana." Þó ekki hinni einu sönnu, um þetta leyti vora Karl Kúbein og félagar enn dormandi undir yfirborðinu og langt í frá að vera á vitorði almenn- ings. Blaðamaður verður óforvar- andis samferða Páli í tímavélinni, man glögglega eftir sjarmerandi og síðhærðum gruggi’okkara öskrandi af miklum sannfæringarkrafti á þessum Músíktilraunum: „Shit in New York City. Shit on the ground!!!“ „Mikil speki,“ segir Páll og hlær. „Hljómsveitin hét reyndar áður Ed- rú og þetta var svona fyrsta alvöru dæmið sem maður var í. Við breytt- um nafninu svo í Nirvana, vissum ekki af hljómsveit Curts og kump- ána hans þá.“ Link Nýjasta hljómsveit Páls heitir Link, en hún spilaði á endurkomu- tónleikum Utangarðsmanna í Laug- ai’dalshöll hér um daginn. Fyrir skemmstu flaug Páll svo ásamt hljómsveitinni til Bandaríkjanna þar sem ætlunin var að spila á nokkrum hljómleikum. „Tónlistin er svona rokk og ról,“ segir Páll, „Ekki gospel í tónlistarlegum skilningi en textam- ir eru kristilegir. Kannski á fólk erf- itt með að sjá fyrir sér þungarokk með kristilegum textum, ég veit það ekki.“ Páll gaf út einleiksskífuna I believe in you árið 1996, stuttu eftir að hann hætti í Jet Black Joe. Með honum á þeirri plötu var hljómsveit- in Christ Gospel Band en platan fékk lofsamlega dóma á sínum tíma þó ekki hafi hún beint selst í bílförm- unum góðu. „Ég held að fólk viti ekki almenni- lega hvemig á að taka þessu,“ segir Páll. „Diskurinn var reyndar gerður í miklum flýti, í dag hefði ég viljað sleppa svo sem einu lagi en á heild- ina litið held ég að hann sé mjög fínn. Margt mjög gott á honum.“ Að sögn Páls er Link nokkurn veginn óbeint framhald af Christ Gospel Band. Trommuleikarinn er sá sami og gítarleikarinn og bassa- leikarinn höfðu spilað eitthvað með Christ Gospel Band. „Við ákváðum að setja þetta hreinræktaða gospel aðeins á ís, vera bara fjórir og rokka þetta aðeins upp.“ Jet Black Joe Er hin íslenska Nirvana lagði upp laupana stofnaði Páll hljómsveitina Jet Black Joe ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni. Sú sveit átti eftir að verða gríðarvinsæl, heimsfræg á ís- landi eins og Páll orðar það. „Rætur Jet Black Joe má rekja til fyllerís í Húnaveri árið 1991, þar sem ég og Gunnar Bjarni vorum að spila saman og fiflast eitthvað. Um leið og Nirv- ana hætti keyrði ég til Gunnars og við stofnuðum sveitina. Við íórum svo fljótlega að semja lög og leita okkur að hljóðfæraleikurum. Við biðum ekkert boðanna heldur fórum strax að leita okkur að útgefanda, leist vel á hann Pétur Kristjáns (þá stjómandi P.S. músík, dótturfyrir- tækis Steinars hf.), hann var síð- hærður, ætli við höfum ekki fundið einhverja samkennd með honum. Við buðum honum á æfingu og létum hann hafa demó og honum leist gríðar- vel á þetta, lofaði okkur strax samn- ingi.“ „Síðan fórum við upp í Skífu með kassagítarinn og spiluðum lagið „Rain“ fyrir Halldór Bachman útgáfu- stjóra og honum leist sömuleiðis vel á þetta. Nú voru málin þannig að Pétur var úti í Eurovision og við vorum að reyna að negla niður samning. En þannig fór að lokum að við vildum ekki svíkja Pétur þannig að við gáfum Hall- dóri bjórkassa með þeim skilaboðum að við yrðum að halda okkur við Pétur. Keyptum ódýrasta bjórinn sem við fundum sem var Egils silfur á þeim tíma.“ P.S. músík fór svo á hausinn og Steinar Berg tók við samningnum. „Þeir voru mildð að reyna að fá okkur til að syngja á íslensku, vildu meina að enginn hefði keypt plötu sem sungin væri á ensku síðastliðin tuttugu ár. Við gátum þó talið þá á að láta á reyna, tókum upp lögin „Rain“ og „Big Fat Stone“ sem síðan voru gefin út á Bandalagaplötu. Og þá urðum við heimsfrægir á íslandi á einni nóttu,“ segir Páll sposkur. Páll segist í kjölfarið hafa átt erfitt með að labba bæjarrúnt óhultur fyrir ágengni. í kjölfar fyrstu breiðskífunn- ar, sem seldist í um 8.000 eintökum, fór allt af stað, reynt var að koma hljómsveitinni á framfæri erlendis o.s.frv. „Það sem svo gerðist var að við fór- um að selja minna og minna af plöt- um,“ segir Páll og brosir við, „og eftir því sem við fórum að gera meira af sýra, steypu og rugli urðu gagnrýn- endur, eins og t.d. Dr. Gunni, alltaf ánægðari og ánægðari með okkur. Þegar síðasta platan, Fuzz, kom út en hún var tilraunakenndasta platan okk- ar, mesta steypan 1 gangi, urðu gagn- rýnendur mjög hrifnir. Tímamóta- verk,“ segir Páll og hlær að öllu saman. Síðasta tónleikaferðalagið var svo farið árið 1996. Þá var Páll reyndar búinn að ákveða að hætta en ákvað þó að ljúka ferðalaginu og þar með ferlin- um með Jet Black Joe. Trúmaður Páll segist alltaf hafa átt hjá sér trú en hafi hikað við að sinna henni af alvöru. Er hann ákvað að hætta í Jet Black Joe og helga sig trúnni, hætti hann um leið öllu fylleríinu og ruglinu. Engin meðferð eða neitt slíkt í spilinu, hann bara hætti. „Ég vildi einfaldlega fara að einbeita mér að öðru. Mér fannst þetta sem ég var í þá ekki vera alveg það rétta fyrir mig. Ég var búinn að sjá nóg af því hvernig rokkbransinn virkaði," segir hann. í kjölfarið fór hann að sækja sam- komur og sinna trúnni af fullum krafti. Frelsaðist alveg hrikalega eins og Páll kemst glettnislega að orði. Síðastliðin ár hefur Páll unnið fyrir sér sem söngvari við og við og hefur komið að ýmsum verkefnum, sungið inn á hljómplötur jafnframt því sem hann hefur sungið í brúð- kaupum og jarðarförum. Fyrir stuttu kom út safnplatan íslundsiög 5 þar sem Páll er meðal flytjenda og er frammistaða hans í laginu „Frið- arhöfn“ innblásin og einlæg með ein- dæmum og víst er að drengurinn er söngvari af Guðs náð. „Sem söngvari reyni ég að leggja hjartað í það sem ég geri. Ég vil að fólk finni að ég sé að meina þetta. Það sem mér finnst vera að hjá svo mörgum er að þeir eru ekki einlægir. Það er alltaf verið að leika eitthvað." Páll hefur haft lifibrauð sitt af söngnum undanfarna mánuði og segist alltaf vera á leiðinni að fara að gera sólóplötu. Hann rak dekkja- verkstæði um tíma og í dag er hann giftur og á ein fjögur börn. „Já, ég átti eitt frá fyrra sambandi og konan sem ég giftist átti tvö og síðan eigum við eitt saman. Það er rosalegt að fá þetta svona í einni dembu, það dugði auðvitað ekkert annað en fjögurra herbergja íbúð og risatrakkur til að geta komið öllu genginu fyrir,“ segir ' Páll ogbrosii’. Páll er ekki lærður söngvari. „Ég var nú að frétta af því að úti í Banda- ríkjunum kenna þeir rokksöng og era ekkert að grínast með það. Eg er-tf svolítið spenntur fyrir að kanna það. Þeir kenna öndunartækni og slíkt • sem getur komið sér vel ef maður er á stífu tónleikaferðalagi. Ég er að vonast til að geta lifað á þessu í framtíðinni. Það era ýmis verkefni framundan hér á landi og síðan verður gaman að sjá hvernig ' gengur úti [ath. viðtal fór fram áður en Páll flaug út]. Konan mín fer með mér út og við eram að pæla í að taka smá skemmtireisu um Suðurríkin í leiðinni. Heimsækja Memphis og Nashville og svona. Ég kann reynd- ar ágæta sögu af því er Villi Guðjóns og Maggi Kjartans fóra út til Nash- ville í þeim tilgangi að taka upp stál- gítar fyrir lagið „í ljósinu" sem égs- söng á plötu Geirmundar Valtýsson- ar, Dönsum. Þar komu þeir sér fyrir inni á hótelherbergi með gömlum kántríbolta og tóku upp gítarinn. Hann spilaði yfir demói með rödd- inni minni og á víst að hafa sagt, „What a voice!, What a voice!“. Þannig að ég á kannski framtíðina fyrir mér þarna úti í Nashville ef þessi veit hvað hann er að segja,“ segir Páll að lokum og hlær dátt Nœturgatinn Jf simi 587 6080 í kvöld leika fyrir dansi Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms C Húsið opnað kl. 22.00 ) m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.