Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 29
ERLENT
Af hjúum og-
helgum mönnum
Iieutcrs
Oldruð kona í Moskvu kyssir helgimynd af Nikulási II, síðasta keisara
Rússlands, sem bolsévikar téku af lífi árið 1918 en rússneska rétttrún-
aðarkirkjan hefur nú tekið í dýrlingatölu.
eftir Tatjönu Tolstaja
©The Project Syndicate
í JIJLÍ 1918 tók aftökusveit bols-
évika síðasta keisarann, Nikolai II,
af lífi ásamt þremur þjónum hans
og lækni í kjallara í Ekaterinburg
í Úralfjöllum. Líkamar þeirra voru
síðan hlutaðir sundur, þaktir
brenndu kalki, brenndir, grafnir
upp, og grafnir aftur í ómerktum
reit. Sumarið 1998 voru þeir svo
jarðaðir með viðhöfn í St. Péturs-
borg.
Nú í sumar tók rússneska rétt-
trúnaðarkirkjan keisarafjölskyld-
una í dýrlingatölu vegna píslar-
vættis þeirra. Þjónarnir fjórir sem
létu líf sitt um leið og keisara-
fjölskyldan komust aftur á móti
ekki í helgra manna tölu. Gefin var
sú skýring að þeir hefðu getað far-
ið; þeir áttu þess kost að yfirgefa
fjölskylduna en gerðu það ekki.
Þeir veltu þvi aldrei fyrir sér hvort
örlög þeirra væru húsbændum sín-
um að kenna eða ekki. Þeir fóru
aldrei fram á eitthvað í staðinn eða
umbun. Þeir voru trúir allt þar til
yfir lauk og létu líf sitt fyrir þann
trúnað.
Fjölskylda mín hélt þjónustufólk
á tímum Stalíns, Krústjoffs og
Breshnevs.
Það var fjölmennt og sinnti mis-
munandi störfum. Við kölluðum
þau aldrei þjóna; það þótti ókurt-
eisi að segja slíkt. Þegar ég var lít-
il stúlka og las ævintýri um kon-
unga og önnur stórmenni grét litla
barnshjartað mitt yfir óréttinum
og harðræðinu sem þjónustufólkið
var beitt. Nei, fólkið sem bjó með
okkur, eldaði handa okkur, gekk
um með barnavagnana, þvoði
gluggana og hreinsaði pelsana á
sumrin var aldrei kallað „þjónar".
Hver og einn var kallaður sínu
nafni og var aldrei beðinn um að
taka að sér eitthvað hræðilegt eða
hættulegt.
Elst þjónustufólksins í fjölskyld-
unni okkar var barnfóstran
Grusha. Hún var lítil og létt, með
hvítt, dúnkennt hár. Eitt sinn fékk
ég martröð og öskraði í angist. Þá
andvarpaði hún, muldraði eitthvað
og fékk sér sæti við rúmið mitt í
hljóði. Síðan hjalaði hún; „psh-sh-
sh“. Grusha fóstra lyktaði af
lampaolíu, sápuspæni og reykjar-
lykt úr eldstæðinu. Ég hélt mér
fast í kjólinn hennar. Hann var
dökkbrúnn með litlum, hvítum
doppum. Æ síðan hefur þessi
brúni litur vakið öryggiskennd hjá
mér. Ófreskjurnar sem bjuggu
undir rúminu mínu gátu ekki náð
mér á meðan fóstra mín var hjá
mér.
Á daginn hékk ég í pilsfaldi
barnfóstrunnar og grét. Ef ég var
svöng hljóp ég til hennar. Hún
sagði aldrei: „Borðaðu allt sem er
á diskinum." Hún sagði heldur
aldrei: „Þú verður að deila því sem
þú átt með öðrum,“ eða „ekki vera
svona gráðug". Það voru foreldrar
mínir sem kenndu mér að taka til-
lit til annarra. Fóstra mín kenndi
aldrei. Að kenna muninn á réttu
og röngu var ekki í hennar verka-
hring.
Já, svo rússneska
kirkjan blessaði síð-
asta keisarann en
gleymdi þjónunum
hans. En gleymum
ekki því, eins og
stendur einhvers
staðar, að til að öðl-
ast sáluhjálp þarf
maður að fara gegn-
um nálarauga.
Hún tók aldrei neitt frá mér né
tók hún einhvern fyi'ir til að setja
okkur fordæmi. Hún kom mér
aldrei í þá stöðu að ég þyrfti að
skammast mín. Ef ég lamdi systur
mína eða hrækti á hana, reif í hár
hennar eða tók leikföngin hennar
beið fóstra þar til reiði mín var
gengin yfir og fór þá með mig í
eitthvert annað herbergi og gaf
mér sætindi og kökur sem hún
geymdi í gamalli púðaöskju.
Fóstra mín velti ekki fyrir sér
sanngirni né hvar ætti að setja
mörkin. Hún sýndi ekki vinsemd
heldur hreina og tæra ást.
Lengi vel hélt ég að „fóstra“
væri ættingi minn. Það er hægt að
vera „amma“ sem lyktar af ilm-
vatni og ber perlufestar en það er
einnig hægt að vera „amma“ sem
lyktar af reyk og olíu og með
kross bundinn á bandspotta undir
kjólnum. Einu sinni spurði ég
fóstru: „Trúirðu á guð? Þú veist
hvað ég meina, það er enginn guð!
Geimfararnir hafa ekki séð nokk-
urn þarna uppi.“ En fóstra tautaði
bara: „Hann hefur aldrei sýnt sig.“
Fóstra giftist aldrei né eignaðist
börn. Hún ól upp annarra manna
börn.
Hún elskaði þau í blindni, af
ástríðu, verndaði þau fyrir váleg-
um veðrum, hungi-i, ófreskjum,
foreldrum og ekki síst fyrir öðru
fólki. Ég tók eftir kuldanum sem
ríkti í samskiptum föður míns og
fóstru minnar. Þau buðu ekki einu
sinni hvort öðru „góðan daginn".
Fóstra elskaði móður mína af því
að móðir mín var einu sinni barnið
hennar. Stundum fannst mér eins
og hún myndi drepa hvern þann
sem myndi reyna að gera okkur
eitthvert mein. Það var ekki fyrr
en mörgum árum eftir dauða
hennar að ég frétti af glæpunum
sem hún framdi fyrir okkur.
Þegar nasistarnir höfðu um-
kringt Leningrad fór fóstra inn í
borgina og stal poka af hveiti. Hún
gerði það á sama tíma og íbúar
Leningrad voru að deyja úr
hungri, þegar lík lágu út um allt
og fólk lagði sér þau til munns.
Hún stal hveitipoka frá borg þar
sem fólk drap hvert annað fyrir
brauðskorpu.
Hún fór yfir ísilagða Neva-ána
meðan loftárásir dundu yfir með
barn sem henni hafði verið falin
umsjá yfir, þrítugum bróður móð-
ur minnar. Hann var í fullorðinna
manna tölu í augum allra nema
fóstru. Fyrir henni var hann enn
sami litli, föli, hræddi og grát-
bólgni drengurinn og fyrrum.
Ungir frændur fóstru minnar
dóu úr hungi’i í umsátrinu um
Leningrad.
„Hvernig gastu gert þetta?“
spurði amma mín einhvern tíma.
„Ég bjargaði Sergei,“ svaraði
fóstra. „Og fórst frá eigin ættingj-
um?“ hélt amma mín áfram. „En
ég bjargaði Sergei." Fóstra var
hjá fjölskyldu minni allt þar til yfir
lauk. Hún ól upp öll sjö börn móð-
ur minnar og fimm barnabörn og
náði háum aldri án þess nokkurn
tíma að fara fram á eitthvað sér til
handa.
Ég hef aldrei borið svo sterka
ást í brjósti til nokkurrar mann-
eskju og til fóstru minnar. Enginn
hefur elskað mig meira en hún. Ég
gerði ekkert til að verðskulda ást
hennar. Ef ekki hefði verið fyrir
hana hefði ég aldrei lært hversu
djúp ástin getur verið. Hvitt hár,
brúnn kjóll og kross á bandspotta
- hún var litli verndarengillinn
minn sem ég fékk fyrir ekki neitt.
Já, svo rússneska kirkjan bless-
aði síðasta keisarann en gleymdi
þjónunum hans. En gleymum ekki
því, eins og stendur einhvers stað-
ar, að til að öðlast sáluhjálp þarf
maður að fara gegnum nálarauga.
Ekki finrist mér ólíklegt að patrí-
arkinn í Moskvu eigi eftir að eiga í
erfiðleikum með að komast í gegn-
um sama nálarauga í perlu-
skreyttri hempunni og með Bens-
inn sinn. Á þessari hræðilegu öld
sem við Iifum á verða það einungis
betlarar og trygglynt fólk sem
kemst í gegn. Hin synduga og ein-
falda fóstra mín komst í gegn en
ég trúi því sem best að áður en
hún fór í gegn hafi hún litið til-
baka eitt augnablik til að athuga í
síðasta sinn hvernig börnunum
hennar vegnaði.
Tatjana Tolstaja er rithöfundur og
greinahöfundur. Skáldsaga hennar
„Kys“ verdur gefin út iMoskvu á
næsta ári.
Gíslatökumálin á Filippseyjum
Vonir um uppræt-
ingu skæruliða
Manila. Reuters, AFP.
JOSEPH Estrada, forseti Filipps-
eyja, kveðst vera vongóður um að
her landsins takist brátt að uppræta
skæruliðahreyfinguna Abu Sayyaf
og bjarga fimm gíslum sem eru enn í
haldi hennar.
„Við erum mjög bjartsýn á að geta
leitt gíslamálið til lykta mjög bráð-
lega,“ sagði forsetinn á blaðamanna-
fundi með tólf kristnum trúboðum
sem bjargað var á Jolo-eyju á mánu-
dag. Þeir höfðu þá verið í gíslingu í
þrjá mánuði.
Fimm menn, þrír Malasíumenn,
Bandaríkjamaður og Filippseyingur,
eru enn í haldi skæruliðanna og
stjómvöld í Manila vona að þeir finn-
ist bráðlega. Grunur leikur á að
skæruliðarnir hafi flutt gíslana frá
Jolo og hermenn leita þeirra nú einn-
ig á nálægum eyjum.
Her Filippseyja hóf árásir á
fylgsni skæruliðanna á Jolo-eyju fyr-
ir tæpum þremur vikum og hermt er
að mjög sé af þeim dregið. Orlando
Mercado varnarmálaráðherra sagði
að skæruliðarnir hefðu valdið mikl-
um efnahagslegum skaða og hét því
að herinn myndi elta þá uppi „líkt og
gyðingar eltu nasista eftir helfórina".
Skæruliðarnir tóku 20 erlenda
ferðamenn í gíslingu í apríl og leystu
þá úr haldi eftir að hafa fengið and-
virði tuga milljóna króna í lausnar-
gjald fyrir hvern þeirra. Einn
trúboðanna, sem voru leystir úr haldi
á mánudag, fullyrti að foringi skæru-
liðanna hefði sakað aðalsamninga-
mann stjórnarinnar í gíslamálinu,
Roberto Aventajado, um að hafa
stolið megninu af því fé sem Abu
Sayyaf átti að fá fyrir að leysa er-
lendu gíslana úr haldi. Aventajado
vísaði þessu á bug í gær og kvaðst
reiðubúinn að standa fyrir máli sínu
ef þingið teldi ástæðu til að hefja
rannsókn á þessari ásökun.
Estrada forseti gagnrýndi trúboð-
ann fyrir að skýra frá ásökuninni,
sagði að Aventajado hefði hætt lífi
sínu til að ræða við skæruliðana og
uppskorið „illgirnislegar aðdróttan-
ir“.
Forsetinn hefur sjálfur verið sak-
aður um að hafa þegið mútufé af
samtökum sem standa fyrir ólöglegu
fjárhættuspili á Filippseyjum. Hér-
aðsstjóri Ilocos Sur í norðurhluta
landsins segist hafa afhent forsetan-
um mútuféð frá nóvember 1998 og
þar til í ágúst síðastliðnum, andvirði
tæpra 19 milljóna króna á mánuði.
Éstrada segir að ekkert sé hæft í
þessari ásökun en skýrt var frá því í
gær að sérstök þingnefnd myndi
rannsaka málið.
Samfylkingin í Suðurkjördæmi
StQÍnfundur kjördæmisráðs Samf/lkingarinnar í
Suðurkjördæmi verður haldinn laugardaginn
7, október í Tryggvaskála, Selfossi, kl. 20.00
Dagskrá:
1. Stofnun kjördæmisráðsins
2. Ávörp þingmanna og formanns Ungra
jafnaðarmanna
3. Önnur mál.
Allt Samfylkingarfólk er hvatt til að mæta
Samfylkingin
Stjórnir
Samfylkingarfélaganna
i Suðurkjördæmi