Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Spenna á Fflabeinsströndinni Herforingja- stjórnin lýsir yfír neyðarástandi Abidjan. Reuters, AFP, AP. Hömlur Sameinuðu þjdðanna á viðskipti við Irak Mörg ríki hundsa flugbann Bagdad, SÞ. AFP, AP. Reuters Flugvél frá Marokkó lenti á þriðjudag í Bagdad og hafði meðferðis ýmis hjálpargögn. Marokkóstjórn hafði fengið leyfi hjá SÞ fyrir fiuginu en mörg ríki hirða ekki um að biðja um undanþágu frá flugbanninu. HERFORINGJASTJORNIN á Fílabeinsströndinni hefur lýst yfir neyðarástandi og sett útgöngubann sem gilda á um helgina þegar hæstiréttur landsins úrskurðar hverjir megi vera í kjöri í for- setakosningum sem ráðgerðar eru 22. þessa mánaðar. Fjórir biðu bana og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Abidjan, stærstu borg landsins, í fyrrakvöld. Yfirvöld sögðu að fjórmenning- arnir hefðu ætlað að gera sprengju- árás í borginni en beðið bana þegar sprengja þeirra hefði sprungið í verslun við helstu umferðarmiðstöð borgarinnar. Mennirnir voru frá Níger. Herforingjastjómin sagði að lýst hefði verið yfir neyðarástandi fram yfir helgina til koma í veg fyrir að óeirðir blossuðu upp vegna væntan- legs úrskurðar hæstaréttar lands- ins. Stjómin áskilur sér meðal annars rétt til að banna útifundi og umferð á ákveðnum stöðum. Þá á útgöngu- bann að gilda frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. Leiðtogi herforingjastjórnarinn- ar, Robert Guei hershöfðingi, er meðal nítján manna sem stefna að framboði í forsetakosningunum og hæstiréttur landsins á að ákveða á morgun hverjir þeirra megi vera í kjöri samkvæmt nýrri stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu í júlí. Búist er við að dóm- stóllinn úrskurði að helsti andstæð- ingur herforingjastjómarinnar, Al- assane Ouattara, fyrrverandi for- sætisráðherra, sé ekki kjörgengur. Ouattara nýtur mikils stuðnings meðal múslima í norðurhluta lands- ins og andstæðingar hans segja að hann geti ekki verið í kjöri þar sem hann eigi ættir að rekja til grann- ríkisins Burkino Faso. Hann kveðst hins vegar geta sannað að hann og báðir foreldrar hans hafi fæðst á Fílabeinsströndinni og hann sé því kjörgengur. Guei komst til valda 24. desem- ber í fyrsta valdaráninu í 40 ára sögu Fílabeinsstrandarinnar sem sjálfstæðs ríkis og síðan hafa her- foringjar tvisvar gert uppreisn gegn hershöfðingjanum. SAMEINUÐU furstadæmin, sem em eitt af arabaríkjunum við Persa- flóa, sendu í gær flugvél með 40 lækna, hjúkrunarfólk og 10 tonn af lyfjum og öðmm búnaði til Bagdad í Irak. Forseti Furstadæmanna hefur lengi verið andvígur viðskiptabann- inu sem Sameinuðu þjóðimar settu á frak vegna innrásarinnar í Kúveit 1990. Æ fleiri þjóðir hundsa nú flug- bannið gegn írak. Mikil óeining er í öryggisráði SÞ um refsiaðgerðimar gegn Saddam Hussein og ríki hans. Bandaríkja- menn og Bretar viija halda aðgerðun- um áfram en Frakkar og Rússar benda á að þær komi fyrst og fremst niður á almenningi í írak og viija slaka á þeim og helst fella þær úr gildi. Saddam og valdaklíka hans eiga auðvelt með að tryggja sér þær vörur sem falla undir viðskiptabannið. Tals- menn mannréttinda benda á að fjöldi barna í íraka lætur hins vegar árlega lífið vegna vannæringar. Andstæðingar refsiaðgerðanna túlka ákvæði flugbannsins með þeim hætti að ekki þurfi að sækja sérstak- lega um undanþágu vegna flugs til ír- aks með lyf og önnur hjálpargögn. Fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna segja hins vegar að Saddam noti sveltandi böm sem tæki til að fá al- menningsálit á Vesturlöndum á sitt band og viðskiptabanninu aflétt. ír- akar mega flytja út allmikið af olíu og bent er á að tekjumar ættu að duga vel fyrir kaupum á lyfjum og matvæl- um. En Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur kvartað yfir því að bandarískir fulltrúar í nefndum sam- takanna tefji með ýmsum hætti fyrir því að veittar séu undanþágur fyrir nauðsynjavörar sem senda eigi til ír- ak. Bandaríkjamenn telja að vaming- urinn lendi oft í höndum íraska hers- ins. írökum vora á sínum tíma sett ákveðin skilyrði fyrir því að við- skiptabanninu yrði aflétt. Var meðal annars kveðið á um að þeir yrðu að hætta öllum tilraunum til að koma sér upp gereyðingarvopnum en vitað er að þeir hafa gert tilraunir með sýkla- ogefnavopn. Öryggisráðið kom á fót vinnuhópi í apríl og átti hann að kanna leiðir til að gera refsiaðgerðir gegn brotlegum ríkjum áhrifaríkari. Gerð hefur verið mikil skýrsla á vegum hópsins og seg- ir þar að efnahagslegar refsiaðgerðir séu oft hundsaðar en ef þær hafi áhrif bitni þær oft meira á óbreyttum borguram viðkomandi lands en stjómvöldum. Mæla skýrsluhöfundar með því að gripið sé fremur til af- markaðra og markvissra aðgerða. Viðræður Ehuds Baraks og Yassers Arafats í París fóru út um þúfur Fundurinn þó ekki sagður árangurslaus með öllu Jerúsalem, París, Sharm el-Sheik. AFP, AP. Palestínumenn kveikja í ísraelska fánanum við útför tólf ára drengs, sem féll við Netzarim á miðvikudag, í bænum Bany Shala í gær. Reuters Madeleine Albright, Yasser Arafat, Jacques Chirac og Ehud Barak við samningaborðið í forsetahöllinni í París. ÞÓTT leiðtogum ísraels og Palest- ínu hafi ekki tekist á fundi sínum í París að ná sáttum um hvernig bregðast ætti við átökunum á sjálf- stjórnarsvæðunum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum undanfarna viku, segja bandarískir og franskir embættismenn að fundurinn hafi ekki verið árangurslaus. Viðræður Ehuds Baraks og Yass- ers Arafats með Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, stóðu í um sex klukku- stundir á miðvikudag, og leið- togarnir áttu aftur fund snemma í gærmorgun. Þeir komust að sam- komulagi um að Israelar drægju úr hemaðarviðbúnaði á þremur átaka- svæðum, í Netzarim á Gaza-svæðinu og í Nablus og Ramallah á Vestur- bakkanum. Á móti samþykktu Pal- estínumenn að leyfa ekki mótmæli á þessum stöðum. Gáfu Barak og Ara- fat samtímis út skipun til ísraelska hersins og palestínsku lögreglunnar þar að lútandi. Barak hundsar fundinn í Egyptalandi Til stóð að skrifað yrði undir sam- komulagið á fundi Baraks og Arafats með Hosni Mubarak Egyptalands- forseta i Sharm el-Sheik í Egypta- landi í gær, en Barak snerist hugur á síðustu stundu og flaug heim til ísraels snemma í gærmorgun, án þess að ljá því undirskrift sína. Ara- fat og Albright héldu hins vegar til Egyptalands til fundar við Mubarak. Arafat mun hafa neitað að undirrita samkomulagið í Paris, þar sem hann teldi að Egyptar ættu að eiga hlut að máli og því væri rétt að innsigla samkomulagið í Sharm el-Sheik. CNN-íréttastofan hafði eftir hátt- settum ísraelskum embættismanni að Barak hefði ekki séð ástæðu til að sækja fundinn í Egyptalandi fyrst Arafat væri ekki reiðubúinn að und- irrita samkomulagið í París og hann myndi nú bíða og sjá hvemig málin þróuðust á sjálfstjómarsvæðunum. Að sögn embættismannsins vonast forsætisráðherrann til að friðarvið- ræður verði teknar upp að nýju þeg- ar átökin era yfirstaðin. Báðir leiðtogarnir munu þó hafa fullvissað Albright um að samkomu- lagið stæði, þótt það væri ekki skjal- fest. Arafat krefst þess að skipuð verði alþjóðleg rannsóknarnefnd, en Bar- ak vill að ísraelar og Palestínumenn reyni í sameiningu að grafast fyrir um orsakirnar. Danny Yatom, einn helsti ráðgjafi Baraks, sagði í viðtali við ísraelska útvarpsstöð í gær að af- staða frönsku fulltrúanna á fundin- um í París hefði komið í veg fyrir að samkomulag næðist. Fullyrti hann að Frakkar hefðu stutt tillögu Pal- estínumanna um alþjóðlega rann- sóknarnefnd og það hefði gert and- rúmsloftið þvingað. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom að við- ræðunum seint á miðvikudag. Mikilvæg skref stigin Madeleine Albright vísaði þvi á bug í gær að fundurinn í París hefði verið árangurslaus, og hún sagði það árangur í sjálfu sér að Barak og Arafat hefðu rætt saman i sex klukkustundir og reynt að finna lausn á þeim vanda sem að steðjaði. Hún lagði áherslu á að þótt formlegt samkomulag hefði ekki náðst, hefðu leiðtogamir náð sátt um ákveðnar ráðstafanir til að kveða óeirðirnar niður. Jacques Chirac Frakklandsforseti tók í sama streng og sagði að mikil- væg skref hefðu verið stigin í átt að friði á sjálfstjómarsvæðunum. CNN hafði eftir bandarískum embættismanni í samninganefndinni að Barak og Arafat hefðu tekið boði yfirmanns bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, um að útvega báðum að- ilunum fjarskiptatæki og annan bún- að til að sinna öryggismálum, og að Barak hefði heitið því að ísraelskir hermenn myndu ekki beita skot- vopnum gegn mótmælendum nema þeir væra í augljósri lífshættu. Víst er að fundur leiðtoganna var ekki átakalaus, því staðfest hefur verið að Arafat hefði á einum tíma- punkti orðið svo reiður að hann hefði gengið á dyr. Arafat mun hafa verið kominn út í bíl og á leið á brott, en Albright íyrirskipaði vörðum að loka hliðinu að bandaríska sendiherra- bústaðnum, þar sem viðræðurnar fóra fram, og sannfærði síðan Pal- estínuleiðtogann um að snúa aftur. ísraelar harðlega gagnrýndir Valdbeiting Israelshers gagnvart mótmælendum á sjálfstjórnarsvæð- unum hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, og ekki síst sú staðreynd að ung böm hafa látið lífið í átökun- um. Tveggja ára telpa lést eftir að bíll sem hún var farþegi í varð fyrir skothríð ísraelskra landnema, tólf ára drengur var skotinn til bana í fangi föður síns í Netzarim á laugar- dag, og annar tólf ára drengur beið bana í sama bæ á miðvikudag. Alls hafa um áttatíu manns látið lífið í átökunum, flestir þeirra Palestínu- menn. Araba- og múslimaríki hafa geng- ið lengst í að fordæma framgöngu Israelsmanna og boðað hefur verið til neyðarfundar í Arababandalaginu vegna ástandsins. Um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu gegn ísrael í Teheran, höfuðborg Ir- ans, í gær. Fjölmenn mótmæli hafa einnig átt sér stað í öðrum löndum araba og múslima, þar á meðal í Tyrklandi, írak, Jórdaníu, Súdan og Egyptalandi. Þá fordæmdi Chris Patten, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, í gær beitingu vopna í átökunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að sendiráð og ræðismannsskrif- stofur Bandaríkjanna í Mið-Austur- löndum, þar á meðal í ísrael, yrðu lokaðar næstu fimm daga vegna vax- andi mótmæla, en um eitt þúsund námsmenn réðust á miðvikudag með gijótkasti að bandaríska sendiráð- inu í Damaskus, höfuðborg Sýr- lands. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi höfðu fýrr í vikunni varað þegna sína við því að ferðast um Mið-Austurlönd. Áhrifa átakanna hefur einnig gætt í Bandaríkjunum og Evrópu, en lögreglan í New York rannsakar nú tíu tilvik þar sem granur leikur á að menn af araba- ættum hafi ráðist á gyðinga í hefnd- arskyni. Sjö manns slösuðust og 48 vora handteknir í Kaupmannahöfn í gær, eftir að til átaka kom milli lög- reglu og palestínskra innflytjenda, sem tóku þátt í mótmælagöngu gegn Israel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.