Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 27 Gert út á hinn breiða hóp kjósenda Reuters William Hague (t.v.), leiðtogi breska íhaldsflokksins, býður forvera sinn í embætti, John Major, velkominn á flokksþingið í Bournemouth. Leiðtogar í kosninga- ham komu fram á flokksþingum Verka- lýðsflokksins og íhalds- flokksins og báðir leita þeir eftir hylli hins breiða hóps kjósenda, segir Sigrún Davfðs- dóttir. „VIÐ hlustum" var inntakið í ræðu Williams Hagues, leiðtoga breska Ihaldsflokksins, er hann hélt aðal- ræðu sína á flokksþinginu í gær og freistaði þess að sannfæra áheyrend- ur um að flokkurinn væri „tilbúinn til að stjórna - fyrir alla“. I síðustu viku var það Tony Blair forsætisráð- herra, sem stóð í ræðustól á flokks- þingi Verkalýðsflokksins og talaði svo svitinn spratt fram sem dökkblá- ir blettir á ljósbláu skyrtunni undir frjálslega fráhneppta jakkanum. William Hague hafði hneppt að sér og skólabræður hans segja að hann svitni ekki, en hvort tilþrif hans í ræðustólnum duga til að sannfæra kjósendur um að flokkurinn sé til- búinn „til að stjórna fyrir alla þjóð- ina og allt landið" á enn eftir að koma í ljós. Andstætt því sem virtist augljóst allt frá kosningunum 1997 og þar til fyrir nokkrum vikum getur breska stjórnin ekki gengið út frá því sem vísu að hún nái aftur meirihluta. Fylgið hefur hrunið af henni undan- farnar vikur, en hið neyðarlega fyrir Ihaldsflokkinn er að þótt vinsældir hans hafi aukist nær flokkurinn ekki þeirri uppsveiflu, sem hrunið gæti gefið efni til. Fyrir Hague er það enn verra að ýmsir álíta hann sjálfan helstu hindrunina í vegi fyrir auknu fylgi flokksins. Aðrir benda á að öðrum sé ekki til að dreifa, hann sé besti fáan- legi leiðtoginn, en það voru þó allir sammála um að Michael Portillo hefði komið fram á þinginu eins og sá sem vill láta líta á sig sem mögulegan tilvonandi flokksformann. Hremmingar Blairs Þegar allt virtist ganga svo vel fór skyndilega allt að ganga svo illa. Og stjórnin virtist vera síðust allra að átta sig á því. Það var eins og hún skildi ekki almenna óánægju með álögur á bensín fyrr en um tvö þús- und atorkusamir bændur og bifreið- arstjórar höfðu lamað landið fyrir nokkrum vikum. Þar við bættist óánægja með ellilífeyrinn. Það var í skugga þessara mót- mæla að Verkamannaflokkurinn hélt flokksþing sitt í vikunni sem leið. Um leið komu skoðanakannanir, sem skyndilega sýndu að Verkamanna- flokkurinn hefði misst meirihluta- fylgi sitt til Ihaldsflokksins. Blair brást ekki við með því að lofa að lækka álögur, heldur reyndu bæði hann og Gordon Brown fjármála- ráðherra að koma fólki í skilning um að lækkaðar bensínálögur væru gegn umhverfinu og að ellilífeyri yrði að skoða í víðara samhengi. En skaðinn var skeður, óánægjan vakin og það sem einkum svekkti fólk var hvað stjórnin virtist hafa verið sein að átta sig á því hvað helst lægi fólki á hjarta. Imyndin, sem fólk fékk af flokksforystunni, var að hún væri ístöðulaus, hefði enga skýra stefnu og hlustaði ekki á aðra en sjálfa sig. Blair þótti takast vel upp í ræðu sinni og virtist hafa náð til flokksmanna, en uppi eru efasemdir um að hann hafi endurheimt fyrra traust kjósenda. Ræða hans snerist einkum um hvað stjórnin hefði gert og hvað hefði tekist vel. í lokin kom hann þingheimi á óvart með því að benda á með tilfinningaþrungnum orðum hvað ekki þýddi að biðja hann um. Það þýddi ekki að biðja hann um nið- urskurð, sem bitnaði á þeim sem síst mættu við því. 73 tilvitnanir í „fólkið“ Þótt sumir stjórnmálaskýrendur segðu að lokinni ræðu Hagues í gær að hún hefði fyrst og fremst verið löng var þar þó ýmislegt athyglisvert að finna. Hvort Hague verður ein- hvem tímann maður fólksins er óvíst, en „fólkið" er greinilega hópur Hagues. Hann vitnaði 73 sinnum í „fólkið". Hann ætlaði að stjórna fyrir það og á það hlustaði hann. Að mati Hagues er Ihaldsflokkur- inn jarðtengdur, meðan Verkalýðs- flokknum, sem hann fullur fyrirlitn- ingar kallar stöðugt „Nýja verka- lýðsflokkinn" þótt Blair noti það hugtak ekki lengur, er stjómað af fá- mennri klíku. Og Hague horfði að sjálfsögðu fram á við, ekki til baka, með sviðsmynd í bakgranni, sem gárangamir líktu við geimskip. Hörð andspyma gegn glæpum, skattalækkanir og sjálfstæði þjóðar- innar vora efni, sem birtust í ræðu Hagues í mörgum myndum. Hið síð- astnefnda var meðal annars reifað með tilvitnun í höfnun Dana á aðild að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, en sá atburður var oft nefndur á þinginu. Af beinum tillögum um aðgerðir var annars fátt að heyra utan hvað Hague lofaði að lækka dísil- og bens- ínverð um þrjú pens, um 35 íslenskar krónur, og koma á skattafrádrætti fyrir hjón. Að öðra leyti forðaðist hann að fara of nákvæmlega í fyrir- ætlanir flokksins, utan að það yrði tekið tillit til vilja fólksins. Breiði vegurinn eða mjói - Bretland innan eða utan Evrópu Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að umræðan á flokksþingi Ihalds- flokksins hafi borið merki togstreitu milli þess að vera breiður flokkur er nær til allra eða mjór flokkur er höfðar aðeins til fárra. Ann Widde- combe, formælandi flokksins í innan- ríkismálum, hélt stranga ræðu um hörku í glæpamálum. Ráðið væri að sýna enga miskunn, heldur sekta til dæmis fólk um 100 pund, tólf þúsund íslenskar krónur, fyrir að vera með svo mikið sem ögn af kannabis á sér. Hugmyndin fékk góðar undirtekt- ir þingheims, en utan salarins streymdu mótmælin fram. Samtök lögregluþjóna höfnuðu hugmynd- inni, því þetta kollvarpaði eðlilegum áherslum á hvað væri mikilvægt og hvað ekki. Og mörgu ungu fólki fannst að þessu væri sérstaklega beint gegn sér. Að nokkram klukku- stundum liðnum þurfti Widdecombe að draga i land og Hague að undir- strika samhygð flokksins. Það kvað við annan tón í ræðu Michaels Portillos. Þar mátti heyra rödd samkenndar, skilnings og um- burðarlyndis, jafnt í garð allra kyn- þátta og í garð samkynhneigðra. Hinn frjálslyndi tónn var að mati margra líklegri til að höfða til hins breiða hóps kjósenda. Afstaðan til samkynhneigðra er enn viðkvæmt mál í flokknum, sem enn styður opin- berlega harðlínu á því sviði. Widde- combe sagði til dæmis að hún gæti ekki fellt sig við annað en að fjöl- skyldan væri homsteinn þjóðfélags- ins. Við blaðamenn hrósaði Hague ræðu Portillos, en vitað er að Hague treystir Portillo aðeins í hófi, enda má öllum vera ljóst að Portillo vildi gjaman komast í sæti Hagues. Port- illo hefur sagst standa þétt við bak leiðtogans, en það verður vísast ekki ef Portillo sér sér einhvern leik á borði. Ymsum þótti líka ræða Port- illos, sem er formælandi flokksins í efnahagsmálum, vera of leiðtogaleg. Nær hefði verið að hann héldi sig við efnahagsmálin og ekkert annað. En auk áðurnefndra mála er það þó afstaðan til Evrópusamstarfsins, sem er langviðkvæmasta málið í Ihaldsflokknum. Hague talar óspart niðrandi um Evrópusambandið og sú einstrengingslega afstaða hefur fælt marga frá og dregið úr þeim blæ víð- feðmi, sem flokkurinn leitast við að fá á sig. En Tony Blair er heldur ekki mikið átrúnaðargoð Evrópusinna, því þótt hann geti tekið skorinort til orða hefur hann lítið gert til að efla trú landa sinna á að eitthvað gott geti komið frá Brussel. Michael Heseltine, fyrrverandi ráðherra og einn leiðtoga Ihalds- flokksins, sagði í vikunni að hörð af- staða Hagues gegn evranni væri gegn breskum hagsmunum. Undir þessari stefnu væri flokkurinn jafn- illa kominn og Verkalýðsflokkurinn var á níunda áratugnum undir stjórn „galinna vinstrimanna". Flokksþingin nú gætu vel verið síðustu þingin áður en kosningabar- áttan hefst, en almennt er búist við kosningum næsta vor. Tónninn sem gefinn var á þingunum á því eftir að enduróma næstu mánuðina, en í báð- um flokkum er enn óljóst hver granntónninn verður. saltkjöt f^mm mmmam kg . D1A froslð lambaBæri lambahryggur D1A froslnn lambasnltsel m/osiafylllnnu kg svfnagðllas ps^goodfeiias pizza 1745 0 |445g Aviko Oven Superstring f ranskar m, 179? vaníllu súkkulaðl banana hlndberia nuukis örbylgjuDopp Dk 2000 Opið alla daga til kl. 23= ligifiáisiiijn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.