Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 63 við enn ekki svör við stóru spurn- ingum lífsins. „What’sthis life for?“ syngur hljómsveitin Creed og í þögninni og einmanaleikanum sem heltekur mann eitt langt augablik þegar maður á minnst von á því, hlýtur hver maður að spyrja sig þessarar spurningar. Erum við bara tilviljun sem lifum, deyjum og síðan ekki söguna meir? Urðum við -og alheimurinn með öllum sínum náttúrulögmálum, fegurð og ná- kvæmni -til fyrir tilviljun eða er til einhver æðri tilgangur...tilgangur sem gefur okkur lífsfyllingu á með- an við erum á jörðinni og heldur áfram eftir dvöl okkar hér? Þessar spurningar virðast vera innbyggðar í manninn og því er hvorki barnalegt né óraunhæft að ætla að Guð sé til. Sé hann til og hafi hann ætlað okkur þennan æðri tilgang, hlýtur hann að hafa útbúið leið sem við getum nálgast hann í gegnum. Hann gerði gott betur en svo. Hann fæddist inn í heiminn í líkama Jesú frá Nasaret og gerðist leiðin sem við getum farið. Þessi leið er öllum opin. Kristur er persóna. Hann er ekki kristindómurinn eins og við þekkj- um hann í dag. Hann kom ekki til þess að mynda einhverjar hefðir. Hann kom fyrst og fremst til að gefa líf... líf sem er hreint, heilagt, fullt af gleði og kærleika - eilíft líf. Það er bara til eitt líf sem er eilíft: líf Guðs. Þess vegna auglýsti Krist- ur sjálfan sig. Hann sagðist mundu deyja og rísa aftur upp til þess að þeir sem trúa á hann geti eignast hlutdeild í lífl hans. Þeir sem eign- ast hlutdeild í honum eignast líka hlutdeild í Föðurnum því að þeir eru eitt. Þetta eru góðu fréttirnar. Þetta eru sérstaklega góðar fréttir vegna þess að þær eiga við enn í dag. Þó að kristindómurinn sé að missa allt aðdráttarafl á nútíma ís- lendinginn er Kristur samt enn þá raunhæfur möguleiki fyrir þig og mig. Stóra spurningin er: Virkar hann? Það er eitthvað sem hver verður að svara fyrir sig. Og eina leiðin til þess að komast að því er að taka skref út í óvissuna og kjósa að trúa. Kristur sjálfur líkir því við mann sem fann mikinn fjársjóð á akri. Hann fór, seldi aleigu sína og keypti akurinn (Matt. 13:44). Þetta margborgaði sig en áður en hann eignaðist allt þurfti hann að gefa allt. Eins þurfum við að treysta Kristi fyrir öllu lífi okkar áður en við eignumst allt hans. Sá sem þorir að hleypa Kristi að og leyfa honum að verða það mikil- vægasta í lífi sínu mun uppgötva að hann er uppspretta lífs og tilgangs. Þó að kristindómurinn hafi í gegn- um sögunnar rás haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif hefur þessi upp- spretta ávallt reynst fersk og við- eigandi þeim sem gefist hafa Kristi á vald. Góðu fréttirnar um Jesú Krist eru ekki gamlar fréttir -heldur stöðugt nýjar og ferskar fréttir - því að enn í dag fær fólk að reyna kraft hins upprisna. Leit- aðu því og þú munt finna. BIRKIR MÁR KRISTINSSON, kennir íþróttir við Dalvíkurskóla. Hönnu KrUlíndr afsláttur í október af barnamyndatökum Reykjavíkurvegur 5, símar 555 0455 og 699 7944 Fallegar haustvörur Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Opið iaugardag frá kl. 10.00-16.00. Nú verður rifist um bókastaflana Já, allt á 50 kr. stk. Við erum að rýma til fyrir nýjum vörum og ath. — þetta tilboð er aðeins frá kl. 11.00—17.00 7. og 8. október. Ath.: Síðustu dagar. FRÁBÆRT VERÐ. Langholtsvegi 42, sími 588 2608. Á að skrá íslenska karlmenn sem dætur afa sinna? Frá Krisínu Ingveldi Bragadóttur: ÉG ER íslenskur ríkisborgari og jafnframt námsmaður í Danmörku. Ég hef á námsárum mínum hér í Danmörku fætt tvo drengi. En þeir merku atburðir í lífi mínu hafa fengið mig til að leiða hugann að íslenskri karlmennsku og milliríkjasamningi íslendinga og Dana. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar íslenskar konur fæða börn í Danmörku þá fá börn þeirra eftirnöfn mæðra sinna eins og dönsk lög gera ráð fyrir. Ekki nóg með það. Þrátt fyrir íslenskt ríkisfang neita íslendingar að skrá börnin eins og íslensk lög gera ráð fyrir, þ.e. að eftirnafn þeirra teng- ist fornafni föður þeirra eða móð- ur, og einmitt það finnst mér furðulegt og afar einkennilegt mál. Við Islendingar státum okkur oft af sérkennum okkar, við segjumst leggja mikla rækt við íslenska tungu og menningu. Tungumálið á að vera afar ómengað, laust við er- lend áhrif og hvert mannsbarn á að geta lesið fornsögurnar eins og þær voru skráðar því við erum svo dugleg við að varðveita tungu okk- ar og séríslenska menningu. En hvernig stendur þá á því að Islend- ingar hafa gert milliríkjasamning við Dani sem neyðir íslenskar kon- ur til þess að skrá íslenska drengi sem dætur afa sinna? Eru einhver fordæmi fyrir því að íslenskur karlmaður hafi eftirnafnið dóttir eða er bara allt svona gott sem kemur frá Dönum að við tökum óritskoðað við því og gleymum allri málrækt og þjóðernishyggju eða finnst okkur ekkert athugavert við að drengir séu dætur afa sinna? Hvað verður þá um íslenska karl- mennsku sem mér skilst að margir hafi áhyggjur af, því hún á víst undir högg að sækja í samfélaginu, og margir vilja meina að hún fari hverfandi. Varla eru það lóð á vogaskálar karlmennskunnar að á Hagstofu íslands séu íslenskir karlmenn dætur bara vegna þess að mæður þeirra voru staddar í Danaveldi þegar þeir fæddust í þennan heim. KRISTÍN INGVELDUR BRAGADÓTTIR, kennari og sálfræðinemi Kagsákollegiet 175, 2730 Herlev, Danmörk. Heimsendir gíróseðlar - greiðslukortafjjónusta S: 535 1823/535 1825 Happdrætti HJARTAVERNOAR WELEDA BOSSAKREMIÐ - þú færð ekkert betra - Þumalína, heilsubúðir, apótekin Jóga gegn streitu Ný námskeið hefjast eftir helgi Námskeið í Heilsuskóla Planet PuLse, SkiphoLti 50a Morgunnámskeið hefst 9. okt. og er á mánudags- og miðvikudagsmorgnum kl. 10.00 og stendur í fjórar vik- ur. Kvöldnámskeið byijar 10. okt. og er á þriðju- og fimmtudögum kl. 17.20 og stendur í fjórar vikur. Nokkur pláss laus á byrjendanámskeið 9. okt. Leiðbeinandi: Guðjón Bergmann. Skráning í síma 588 1700. />/awéri‘ iPw:/A’Ér ICELAND HAUSTSKIPIN ERU KOMIN Af því tilefni bjóðum við 15 % afslátt af öllum vörum í dag og á morgun. & VELKOMIN UM BORÐ 0 RED//GREEN ( mi.i'u;,-i dinTsiafni ) Laugavegur I • Sími 561 7760
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.