Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ í + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR EINARSSON útgerðarmaður, Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. október. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugar- daginn 14. október kl. 14.00. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, Einar Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Kristinn Sigurðsson. + Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hvammi, Ölfusí, sem lést að morgni fimmtudags 28. sept- ember, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 7. október, kl. 14.00. Jarðsett verður að Kotströnd. Einar F. Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Halldór Ó. Guðmundsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Guðný L. Guðmundsdóttir, Steingrímur E. Snorrason, Svanfríður Kr. Guðmundsdóttir, Gunnar Kolbeinsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Bergur G. Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Pétur B. Guðmundsson, Erna B. Guðmundsdóttir, Guðni Kr. Guðmundsson, Reynir M. Guðmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, Jóhann Sveinsson, Charlotte Clausen, Jón B. Gissurarson, Jóninna Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS HVANNDAL HANNESSON, sem lést af slysförum fimmtudaginn 28. sept- ember, verður jarðsunginn frá Safnaðarheim- ilinu í Sandgerði þriðjudaginn 10. október kl. 14.00. Stella Þorvaldsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Ester Hv. Magnúsdóttir, Finnbjörn Hv. Magnússon, Olga Þórhallsdóttir, Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir, Björn E. Auðunsson, Magnús Hv. Magnússon, Þórdís Davíðsdóttir, Anna Lilja Hv. Magnúsdóttir, Svavar Þ. Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og fóstursonur, HALLDÓR A. HALLDÓRSSON, Múlavegi 6, Seyðisfirði, sem lést laugardaginn 30. september, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 7. október kl. 14.00. Jónborg Valgeirsdóttir, Björn B. Halldórsson, Harpa R. Jakobsdóttir, Erla Dögg Ragnarsdóttir, Arnaldur Haraldsson, Daníel J. Björnsson, Urður E. Arnaldsdóttir, Elmar F. Arnaldsson, Rósa Skarphéðinsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGGEIRSDÓTTIR, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 9. október kl. 13.30. Siggeir Sverrisson, Elfn Sigurþórsdóttir, Anna Sverrisdóttir, Bjarni Elíasson, Jón Þór Sverrisson, Guðríður Elísa Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ERLA ÁRNADÓTTIR + Erla Árnadóttir fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desem- ber 1921. Hún lést á Landakotsspítala 28. spetember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Sigurðardðttir, f. 16.7 1893, d. 4.10. 1932, og Árni J. Hafstað, f. 23.5. 1883, d. 22.6. 1969, bóndi í Vík í Staðar- hreppi. Alsystkini Erlu voru Árni, um- sjónarmaður hjá Pósti og síma, f. 2.3. 1915, d. 20.10. 1994; Sigurður, fv. sendiherra, f. 27.7. 1916; Páll, skrifstofustjóri hjá Orkustofnun, f. 8.12. 1917, d. 5.9. 1987; Steinunn, fv. hótelstjóri, f. 19.1. 1919; Hauk- ur, bóndi f Vík, og síðar fram- kvæmdastjóri Landverndar, f. 23.12.1920; Halldór, bóndi í Útvík, f. 21.5. 1924; Margrét Sigríður, f. 14.5.1925, d. 10.10.1926; Sigríður, húsfreyja, Tjörn, Svarfaðardal, f. 19.1. 1927; Guðbjörg, húsmæðra- kennari, sfðar húsfreyja Messu- holti, Skagafirði, f. 25.6. 1928, d. 2.7. 1966 og Valgerð- ur, listmálari, f. 1. júnf 1930. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðs- son, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986. Börn þeirra eru: 1) Anna Sigríður, hjúkrunarfræðingur, f. 5.4.1949. Eiginmað- ur hennar er Jón S. Ögmundsson efna- fræðingur. Börn þeirra eru: Berglind, háskólanemi, f. 24. ágúst 1976. Sambýlismaður henn- ar er Kristján Ágústsson, við- skiptafræðingur og eiga þau son- inn Jón Tómas. Ögmundur, iðnnemi, f. 24.10. 1978. Hrafn, f. 9.7. 1986. 2) Árni, menntaskóla- kennari, f. 3.6. 1950. Eiginkona hans er Kristín Klara Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þeirra böm: Ein- ar Baldvin, lögfræðingur, f. 6.12. 1974. Sambýliskona hans er Sigur- björg Skarphéðinsdóttir iæknir. Erla Kristín, háskólanemi, f. 11.8. 1976. Sambýlismaður hennar er Birgir Tjörvi Pétursson, lögfræð- ingur og eiga þau dótturina Krist- ínu Klöru. Hildur, menntaskóla- nemi, f. 21. mars 1981. Sonur Árna og Önnu Hjaltadóttur er Iljalti, lögfræðingur, f. 1. ágúst 1970. Sambýliskona hans er Ingibjörg Rósa Siguijónsdóttir. Dóttir Hjalta og Birnu Jónsdóttur er Hrafnhildur Olga. 3) Sigurður, skrifstofumaður, f. 14.3. 1953. Hann kvæntist 1976, Þuríði Þor- bjarnardóttur. Þau skildu 1986. Þeirra börn eru: Svala, háskóla- nemi, f. 10.3. 1978. Hún á dóttur- ina Huldu Bjarklind með Ivari Bjarklind. Indriði, nemi, f. 12.10. 1981. Maki Sigurðar er Lára Hjartardóttir, þjónustustjóri. Þau eiga soninn Guðmund, f. 30.8. 1994. 4) Hrafn, f. 3.7. 1954, d. 14.9. 1964. 5) Kári, eðlisfræðingur, f. 13.12. 1961. Kona hans er Ina Ög- mundsdóttir, læknanemi, f. 14.7. 1966. Þeirra böm eru Kolbeinn Tumi, f. 30.12. 1990. Ögmundur, f. 3.7.1996. Erla útskrifaðist frá Kvenna- skólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðar- félaginu, í Isbirninum á Seltjam- amesi og á Lögfræðistofu Sigurð- ar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti. Utför Erlu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Erla Árnadóttir, tengdamóðir mín, er látin. Lát hennar kom þeim ekki á óvart sem næstir henni stóðu, því hún hafði lengi barist við erfið veikindi. Samt er það sárt að sjá á bak manneskju sem skilur eftir sig jafn djúp spor og Erla. En dauðinn verður ekki umflúinn og á þessari stundu er því best að líta til baka og minnast liðins tíma. Ég kynntist Erlu fyrir rúmum 27 árum þegar við Anna Sigga dóttir hennar og Indriða vomm í tilhugalíf- inu. Það hafa auðvitað flestir reynt hvemig það er að kynnast væntan- legu tengdafólki og muna þær til- finningar eftirvæntingar og óróa sem fylgja því. En Erla tók mér vel, eyddi öllum kvíða og lét mig finna frá fyrstu stundu að ég væri velkominn á heimili þeirra. Og auðvitað bar ég strax frá upphafi virðingu fyrir henni, enda var ekki annað hægt. Hún var hnarreist og glæsileg kona og kom afskaplega vel fyrir. Hún var mikil útivistarkona og stundaði sund daglega. Hún var létt í spori, teinrétt og virtist áreynslulaust geta hlaupið yfir stokka og steina. Það var gaman að kynnast þeim Erlu og Indriða og mér fannst þau vera afskaplega merkileg hjón. Þau vom samrýnd og fóru sínar eigin leiðir, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það vom ömgglega ekki margir sem höfðu gengið jafn víða á íslandi og þau. Þau fóm í ógleyman- legar gönguferðir um Strandir, Austfirði, um Fjörður, yfir Kjöl og miklu víðar. Þetta gerðu þau löngu áður en það varð vinsælt tómstunda- gaman. Þau vom bæði hafsjór fróðleiks um marga hluti, ekki síst þá sem snertu sögu lands og þjóðar. Oft gripu þau bók í miðju samtali og flettu upp einhveiju atriði til að und- irstrika frásögnina. Bókin var þeim töm. En það var þegar talið barst að skagfirskum ættum að þau náðu virkilegu flugi, og þá einkum Erla. Hún bjó yfir ótrúlegum fróðleik um, að því er mér virtist, nánast alla þá sem einhvern tíma höfðu búið í Skagafirði. Mér fannst reyndar oft gaman að fylgjast með því, að þegar eitthvert nafn bar á góma snarsner- ist samtalið skyndilega að ætt, upp- mna og æviferli persónunnar. Frá- sagnir af fólki vom skemmtilegar og lýsandi, stundum gagnrýnar en aldrei meiðandi. Erla hafði yndi af kveðskap og þekkti ógrynni af vísum og Ijóðum. Hún skrifaði hjá sér fjöldann allan af tækifærisvísum og hafði þær á hrað- bergi. Þetta kom okkur hinum stund- um í koll þegar Ámi sonur hennar lét fjölskylduna keppa í jólaboðum, þar sem gerð var krafa um almenna kunnáttu, skarpskyggni og vísna- þekkingu. Erla var alltaf í sigurliðinu. Stundum læðist að manni sá gran- ur að sumir þeir sem hæst láta séu að bæta upp það sem þá skortir í mann- viti og smekkvísi. Erla gerði aldrei kröfu um að vera áberandi á manna- mótum. Ég held að hún hafi einfald- lega ekki þurft þess. Þeir sem þekktu hana vissu hvern mann hún hafði að geyma og virtu hana. Það dugði henni. En hún sagði skoðun sína afdráttarlaust og var mjög hreinskiptin, sama hver í hlut átti. Og hún var heiðarleg og sjálfri sér samkvæm um alla hluti. Erla lét sér mjög annt um allt sitt fólk. Hún var hluti af stómm hópi systkina og enn stærri var hópur systkinabamanna, en hún fylgdist þó með öllum. Hún var í sérstöku sambandi við barnabömin sín og vissi nákvæmlega hvað hvert þeirra var að gera. Hún var trúnaðarvin- kona Berglindar, dóttur okkar, og sonardóttur sinnar, Erlu Kristínar. Kynslóðabilið var fyrir aðra. Henni tókst að varðveita barnið í sjálfri sér lengur en við hin. Erla heimsótti okkur nokkmm sinnum þegar við bjuggum í Hamborg. Það virtist vera henni jafn einfalt og eðlilegt og að skreppa austur yfir Fjall. Hún var heims- borgari á sinn áreynslulausa hátt. Gönguferðirnar með henni um skóg- arstíga Hamborgar munu lifa í minn- ingunni. Erla var sterkur persónuleiki og brotnaði aldrei, þótt mikið reyndi stundum á hana. Hún missti son sinn Hrafn aðeins 10 ára gamlan. Og Indriði lést fyrir 14 ámm. Það var mikið áfall fyrir Erlu, en hún tók því með þeim styrk sem henni var eðlis- lægur. Og síðasta áfallinu tók hún af sama æðmleysi, þegar hún var orðin ófær um gang og gat litla björg sér veitt. Ég dáðist oft að því hvernig hún brást við, hún sem vissi fátt betra en að hreyfa sig, ganga og synda og hitta fólk. Þetta var tekið frá henni en hún gat sem betur fer lesið og gerði mikið af því. Hún átti líka góða bakhjarla þar sem börn hennar vora. Þau önnuðust hana eins vel og kostur var. Erla missti aldrei sjónar á hinu skemmtilega Og hún gat gert að gamni sínu fram á síðasta dag. Hún hafði ævinlega við höndina litla bók þar sem hún skrifaði vísur sem vom henni hugleiknar. Síðustu fjórar vís- urnar sem hún skrifaði í bókina lýsa Erlu betur en mörg orð. Tvær þeirra em hugleiðingar við lífslok. En hinar tvær em gamanvísur. Erla lést í svefni að morgni 28. september. Hennar er sárt saknað. Jún Ögmundsson. Ef ég ætti að lýsa Erlu tengda- móður minni þá myndi ég segja að fáir væm jafnmörgum kostum búnir og engan hef ég hitt með jafn hlýlega og fallega framkomu. Mér hefur allt- af fundist eins og fólk vandaði sig í samskiptum við Erlu, gæfi tilbaka þá virðingu og hlýju sem hún sýndi öll- um. Þau ár sem kynni okkar vömðu bjuggum við stærstan hlutann hvor í sínu landinu. Við hveija Islandsferð var stefnan sett strax á Skólabraut- ina þar sem okkur var tekið opnum örmum. Það er sárt til þess að hugsa að samvemstundirnar verði ekki fleiri. Eftir lifir minning um góða konu sem gott var að þekkja. Ina Kolbrún. Okkur langar til að þakka ömmu Erlu fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni og allt sem hún gerði fyrir okkur. Hún bar af öll- um. Það var svo gott að tala við hana, hún var svo góð vinkona. Það var hægt að tala við hana um allt, hvort sem það var um stráka, íþróttir eða slúður, og alltaf var stutt í smitandi hláturinn. Hún hafði frá svo mörgu að segja og aldrei þreyttumst við á að hlusta á sögurnar hennar. Það er sorglegt til þess að hugsa að langömmubörnin, Jón Tómas og Kristín Klara, fái ekki að kynnast henni betur, en við verðum bara að vera duglegar við að segja þeim frá henni svo að þau viti hversu yndis- lega langömmu þau áttu. Hún ljóm- aði öll upp þegar þau komu í heim- sókn og það var ótrúlega gaman að fylgjast með þeim þar sem þau sátu uppi í rúmi hjá henni og hún var að reyna að fá þau til að segja amma, með misgóðum árangri þó. Amma var alveg einstök, eins og allir sem hana þekktu vita. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og fór aldrei leynt með þær. Hún gat til dæmis ekki orða bundist ef henni fannst eitthvað athugavert við klæðaburð okkar og fóru stuttar kápuermar sérstaklega fyrir brjóst- ið á henni. Alltaf tókum við mark á þessum athugasemdum hennar, og þegar við keyptum okkur föt veltum við því alltaf fyrir okkur hvað amma myndi nú segja við þessu. Of mikið verk yrði að telja hér upp alla hennar kosti og væri það satt best að segja henni ekki að skapi, enda var hún lítið fyrir athygli gefin. Engu síður bar hún höfuð og herðar yfir alla og munum við ávallt hugsa til hennar með þakklæti og virðingu í huga. Takk fyrir allt, elsku amma okkar. Þínar Berglind og Erla Kristín. Við systkinin viljum fá að minnast Erlu ömmu í nokkmm orðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.