Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 39 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HARÐSTJÓRIÁ ÚTLEIÐ SÍÐASTI harðstjórinn í Evrópu er að hrekjast frá völdum. Þeg- ar þessi forystugrein Morgun- blaðsins er skrifuð um miðnætti að- faranótt föstudags er flest sem bendir til þess, að Milosevic, forseti Júgóslav- íu, sé að hrekjast frá völdum. Þó er ekki hægt að útiloka að hann grípi til örþrifaráða og beiti hersveitum, sem kunna að vera honum hliðhollar, til þess að taka á ný þinghúsið og sjón- varpsstöðvar, sem andstæðingar hans höfðu náð tökum á í gærkvöldi. Atburðarásin frá því að úrslit for- setakosninganna í Júgóslavíu lágu fyrir hefur verið athyglisverð. Milos- evic hefur greinilega ekki talið sig hafa stöðu til að hafa úrslit kosning- anna að engu. Hann reyndi að vinna tíma með því að lagfæra kosningaúr- slitin á þann veg, að hann gæti efnt til annarrar umferðar. Hann reyndi aftur að vinna tíma með því að láta stjórn- lagadómstól úrskurða að nýjum kosn- ingum yrði frestað þar til á næsta ári. Svo virðist, sem sú ákvörðun hafi verið dropinn, sem fyllti mælinn hjá íbúum Belgrad. Milosevic er síðasti harðstjórinn, sem ræður ríkjum í Evrópu. Hann er maðurinn á bak við þær hörmungar, sem steðjað hafa að íbúum fyrrverandi Júgóslavíu á þessum áratug. Hann stóð á bak við átökin í Bosníu. Hann stóð á bak við átökin í Kosovo. Á und- anförnum mánuðum hafa forystu- menn vestrænna þjóða haft áhyggjur af því, að hann mundi enn efna til nýrra átaka á Balkanskaga. Átökin í þessum löndum hafa verið óvenjulega viðbjóðsleg. Stríð er alltaf ógeðslegt en það sem gerzt hefur á Balkanskaga á undanförnum árum minnir óþægilega mikið á vinnubrögð nazista um miðja öldina. Það er álita- mál, hvort þar er yfirleitt nokkur munur á. Milosevic er maðurinn, sem hefur stjórnað þessum viðbjóði að tjalda- baki. Það er ástæðan fyrir því, að Vesturlandaþjóðum er svo mikið í mun að koma lögum yfir þennan mann. Sá kostur gat auðvitað verið fyrir hendi hjá þjóðum Vestur-Evrópu og Bandaríkjamönnum að þvo hendur sínar af átökunum á Balkanskaga. En það var einfaldlega ekki hægt. Nálæg- ar þjóðir hlutu að skakka leikinn og gátu það raunar ekki nema með til- styrk Bandaríkjamanna. Þær gátu ekki setið aðgerðarlausar hjá og látið sem ekkert hefði í skorizt. Nú er að koma að skuldadögum hjá Milosevic. Jafnvel þótt hann geri til- raun til þess að halda völdum með því að beita hervaldi eru hverfandi líkur á, að það takist til lengdar. Síðasti harðstjórinn í Evrópu á þessari öld er á útleið og vonandi hafa þjóðir Evrópu lært nægilega mikið af Stalín, Hitler og Milosevic og þeirra líkum til þess að hafa betri stjórn á eigin málum á nýrri öld. Það er merkilegt að fylgjast með því, þegar fólkið tekur völdin. Hinn al- menni borgari er yfirleitt seinþreyttur til vandræða. En skyndilega er eins og fólki sé ofboðið og þá fer það út á göt- urnar og rekur harðstjórana frá völd- um. Það er aldrei hægt að reikna út hvenær þetta gerist. Þetta hefur gerzt aftur og aftur í Evrópu og þá sérstak- lega þegar „alþýðuforingjarnir“ sjálf- ir, kommúnistarnir, voru reknir í burtu. Nú er fólkið að taka völdin í Júgóslavíu. Vonandi tekst að ljúka því verki. Vorið í Prag er dæmi um það, þegar slíkt tekst ekki í fyrstu tilraun en Havel er nú og hefur verið í allmörg ár forseti Tékklands. Það hlýtur að vera heit ósk íbúa lýð- ræðisríkjanna á Vesturlöndum að von- ir og draumar fólksins á götum Bel- grad í gær og gærkvöldi fái að rætast og þetta fólk fái réttkjörna og lýðræð- islega kjörna stjórnendur. Þegar og ef það gerist er það skylda Vesturlanda- þjóða að rétta Serbum hjálparhönd við uppbyggingu lands síns, eftir það, sem á undan er gengið. ATVINNULÍFID KOSTAR ÚTGÁFU ÆVISÖGU STEPHANS G. VISAGA Stephans G. Steph- anssonar, skálds, verður gefin út á 150 ára afmælisdegi hans, 3. október 2003. Verkið er unnið af Við- ari Hreinssyni, bókmenntafræðingi. Að útgáfunni standa Hugvísinda- stofnun Háskóla íslands, Rannsókn- arstofnun um __ byggðamenningu, Eimskipafélag Islands, Búnaðar- banki Islands og Urður, Verðandi, Skuld. Samningur milli þessara aðila um kostun verksins var undirritaður í fyrradag. Hann hljóðar upp á sjö milljónir króna, sem greiðast á fjór- um árum. Auk þess hefur verkið ver- ið styrkt af landafundanefnd og Launasjóði fræðirithöfunda, svo og fleiri aðilum og má m.a. nefna, að fyrsti styrkurinn til verksins kom frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Segja má, að með þessum kostun- arsamningi sé brotið blað í útgáfu fræðirita hér á landi. Sú samvinna, sem tekizt hefur milli atvinnufyrir- tækja og fræðistofnana, er til fyrir- myndar og er vissulega fagnaðarefni. Atvinnufyrirtækin sýna með þessu vilja til eflingar íslenzkrar menning- ar og þjóðfélagslega ábyrgð. Von- andi verður þessi samningur hvatn- ing fyrir atvinnulífið í heild til að leggja sitt af mörkum við útgáfu ís- lenzkra fræðirita, en útgáfa þeirra er iðulega mjög kostnaðarsöm. Fjöl- mörg atvinnufyrirtæki hafa í tímans rás stutt við bakið á margs konar menningarstarfsemi í landinu og er það sannarlega þakkarvert. Vafa- laust eru þó ný lönd ónumin í þeim efnum eins og umræddur samningur er dæmi um. Stephan G. Stephansson (1853- 1927), Klettafjallaskáldið svonefnda, fluttist tvítugur vestur um haf og bjó þar síðan. Hann flutti með sér alda- gamla bókmenntahefð Islendinga, orti á íslenzku og varð eitt af höfuð- skáldum okkar. Sú samvinna fræðimanna og at- vinnulífs, sem hér hefur verið efnt til, er til fyrirmyndar og þeim til sóma, sem að henni koma. Hundruð þúsunda manna mótmæltu í gær á götum Belgrad til að krefjast afsagnar Slobodans Milosevic Lögðu hús þings og sjónvarps undir sig Belgrad. AP. Stjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgó- slavíu, riðaði til falls í gær er hundruð þús- unda mótmælenda gerðu áhlaup á þing- húsið í Belgrad og höfuðstöðvar ríkissjón- varpsins. Loguðu eldar í byggingunum um tíma. Lögregla og her höfðu reynt að stöðva mótmælendur á leið til borgarinnar en eftir að átökin blossuðu upp veitti lög- reglan litla mótspyrnu. Gengu sumir lög- reglumenn til liðs við mótmælendur. AP Liðsmenn sérsveitar júgóslavnesku leyniþjónustunnar heilsa stjómarandstæðingum eftir að hafa snúist á sveif með þeim. Reuters Mótmælendur fagna eftir að hafa notað gröfu til að brjótast inn í höf- uðstöðvar serbneska ríkissjónvarpsins í Belgrad. MÓTMÆLENDUR lögðu þinghúsið í Belgi-ad undir sig í gær og köst- uðu myndum af Slobod- an Milosevic Júgóslavíuforseta út á götumar þegar hundruð þúsunda manna söfnuðust saman í borginni til að krefjast þess að forsetinn léti af embætti. Eldar loguðu í þinghús- inu og höfuðstöðvum ríkissjónvarps- ins, helstu málpípu forsetans, en voru slökktir skömmu síðar. Mótmælendurnir náðu þinghús- inu algjörlega á sitt vald fljótlega eftir að þeir réðust inn í bygginguna. Margir lögreglumenn flúðu út úr þinghúsinu og aðrir gáfust upp. Stjómarandstæðingar sögðu að tugir lögreglumanna í þinghúsinu og sjónvarpsbyggingunni hefðu gengið til liðs við mótmælenduma. Lögreglumenn flúðu út um bakdymar Hleypt var af byssum fyrir utan höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins áður en mótmælendumir notuðu stóra gröfu til að brjótast inn í bygging- una. Óstaðfestar fregnir hermdu að tveir menn hefðu fallið í skotbar- daga í byggingunni áður en her- og lögreglumenn flúðu út um bakdym- ar. Til átaka kom víðar í borginni á sama tíma og lögreglan beitti tára- gasi til að dreifa mannfjöldanum. Júgóslavneska fréttastofan Beta sagði að nokkrir tugir mótmælenda hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Átökin blossuðu þegar stjómar- andstaðan hóf fjöldafund í Belgrad eftir að hafa veitt Milosevic loka- frest til klukkan 15 í gær til að viður- kenna sigur forsetaefnis hennar, Vojislavs Kostunica, í kosningunum 24. september. Hundruð þúsunda manna höfðu þá safnast saman í miðborginni og tugþúsundir til við- bótar streymdu til borgarinnar. Algjör glundroði f þinghúsinu Stuðningsmenn stjórnarandstöð- unnar klifruðu út um glugga á þing- húsinu og veifuðu serbneskum fán- um á svölum byggingarinnar við mikinn fögnuð mannijöldans fyrir utan. Algjör glundroði var inni í þing- húsinu. Hópar ungra manna, sem voru margir hverjir undir áhrifum áfengis, gengu berserksgang um bygginguna, bmtu húsgögn og tölv- ur og létu greipar sópa um herberg- in. Gólfin vom þakin skjölum og myndum af embættismönnum í brotnum römmum. Lögreglan veitti litla mótstöðu og átökin fjömðu út. Hópar mótmæl- enda reikuðu síðan um götunar og margir þeirra vora dmkknir. Nokkrir héldu á skammbyssum. Nokkrir sjúkrabílar reyndu að flytja særða lögreglumenn á sjúkra- hús. Hópar dmkkinna ungmenna stöðvuðu þá og kröfðust þess að fá að taka lögreglumennina út úr bíl- unum. ,Á þessari stundu er skelfilegt ástand í Belgrad," sagði fréttamað- ur ríkissjónvarpsins. „Þeir ráðast á alla sem þeir sjá á götunum og al- gjör glundroði ríkir.“ Ráðist á lögreglustöðvar Kveikt var í fimm lögreglubílum við þinghúsið. Mótmælendur réðust einnig á nokkrar lögreglustöðvar og náðu að minnsta kosti tveimur þeirra á sitt vald. Tugir mótmælenda fylgdu um það bil tíu lögreglumönnum, sem höfðn gefist upp, út úr sjónvarps- byggingunni. Þegar mótmælendur- nir spurðu þá hvort þeim þætti vænna um Milosevic en land sitt tóku lögreglumennirnir að hrópa „Serbía, Serbía!“ Nokkrir lögreglumenn sáust fara úr búningum sínum og flýja. Aðrir föðmuðu mótmælendur. „Þeir em að gefast upp,“ sagði einn mótmæl- endanna. Mótmælendurnir veifuðu fánum og margir þeirra voru með pappírs- hettur með vígorðinu „Við gefumst ekki upp“. Verslanir vom lokaðar og á dymm nokkurra þeirra vora skilti með áletraninni „Lokað vegna ráns“ og var þar vísað til fullyrðinga stjómarandstöðunnar um að Milos- evic hefði „stolið" kosningunum. Þúsundir manna sóttu fámennari útifundi í bæjum út um alla Serbíu. Urskurði stjórnlaga- dómstólsins hafnað Ráðamennimir 1 Belgrad hafa viðurkennt að Kostunica hafi fengið meira fylgi en Milosevic í forseta- kosningunum en ekki náð meiri- hluta atkvæðanna. Kjörstjóm Júgó- slavíu úrskurðaði því að kjósa þyrfti aftur milli frambjóðendanna tveggja. Spennan magnaðist í fyrra- dag þegar skýrt var frá því að stjómlagadómstóll sambandsríkis- ins hefði fellt niðurstöður kosning- anna niður „að hluta“ vegna galla á framkvæmd þeirra. Einn dómar- anna, Milutin Srdic, sagði í gær að þetta þýddi að kosningarnar væm ógildar og kjósa þyrfti að nýju. Hann bætti við að Milosevic gæti gegnt forsetaembættinu þar til kjör- tímabili hans lyki, eða til júlí á næsta ári. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðust ekki hafa fengið formlega tilkynningu um úrskurð dóm- stólsins. Lögfræðingur þeirra, Nebojsa Bakarec, hafnaði þó úr- skurðinum og lýsti honum sem „enn einu stjórnarskrárbrotinu" af hálfu Milosevic. Brutust í gegnum vegatálma Lögreglan hafði reist vegatálma fyrir utan Belgrad en bílalestir mót- mælendanna voru svo stórar að flestum bílanna var hleypt inn í borgina. Bílar með um 2.000 manns vora stöðvaðir nálægt bænum Smederevska Palanka, um 45 km sunnan við Belgrad, en bílstjóranum tókst að lokum að brjótast í gegnum tálmana. Mótmælendur notuðu stórvirk vinnutæki til að fjarlægja tvo stóra flutningabíla sem höfðu stöðvað um 20 km langa lest bíla og rútna með um 15.000 stjómarandstæðinga frá borginni Cacak, einu af höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar. Óeirðalög- reglumenn vora á staðnum en höfð- ust ekkert að. Daginn áður höfðu hundruð óeirðalögreglumanna reynt að brjóta á bak aftur verkfall náma- manna í kolanámum sunnan við höf- uðborgina en gefið þá tilraun upp á bátinn þegar um 10.000 stjómai-- andstæðingar komu verkfallsmönn- unum til hjálpar. Reuters Stjúrnarandstæðingar ráðast inn í þinghúsið í Belgrad. Eldar loguðu í því eftir að mútmælendur náðu því á sitt vald en voru slökktir skömmu síðar. Atburðir síðustu daga í Júgóslavíu 24. september: Kosningar til forseta, þings og sveitarstjórna í Júgóslavíu fara fram. Undir lok kjördags lýsir stjórnarandstaðan því yfir að forseta- frambjóðandi hennar, Vojislav Kostunica, hafi hlotið hreinan meirihluta atkvæða, 57%, en Milosevic aðeins 33%. Stjórnvöld birta misvísandi tölur, nefna 44% fyrir Milosevic og 41 % fyrir Kostunica. 25. september: Um 40.000 stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar safnast saman í Belgrad til að „fagna sigri". Vestrænir leiðtogar saka Milosevic um kosningasvik. Ráðamenn Evrópusambandslanda bjóðast til að aflétta við- skiptabanni á Júgóslavíu ef Milosevic fari frá. Evrópuráðið sakar stjórnina í Belgrad um kosningasvik. 26. september: Samkvæmt endanlegum tölum yfirkjörstjórnar Júgóslavíu fékk Kostunica 48,96% atkvæða, Milosevic 38,62%. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta skuli önnur umferð forsetakosninganna fara fram hinn 8. október. Kostunica sakar stjórnarliða um atkvæðastuld og fellst ekki á að taka þátt í seinni umferð kosninga. 27. september: Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, krefst þess að kostur verði gefinn á að sannreyna úrslitin. Kostunica tjáir 200.000 manna fjöldafundi að ekki verði samið um neitt. 28. september: Bandalag stjórnarandstæðinga boðar til allsherjarverk- falls mánudaginn 2. október. Kjörstjórnin heldur fast við að halda skuli aðra umferð forsetakosninganna. Svartfellingar, serbneska rétttrúnaðar- kirkjan og serbneskir þjóðernissinnar, sem ekki áttu aðild að bandalagi stjórnarandstöðunnar sem stóðu að framboði Kostunicas, lýsa Kostunica sigurvegara. 29. september: Kostunica krefst endurtalningar atkvæða. Til fyrstu verk- falla kemur og fjöldamótmæli halda áfram, til stuðnings kröfunnar um afsögn Milosevics. Um 7.500 verkamenn í stærstu kolanámu landsins, í Kolubara, hefja verkfall. 30. september: Kjörstjórnin hafnar formlegum kvörtunum stjórnarand- stæðinga og heldur áformum um aðra umferð til streitu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti býðst til að miðia málum með því að senda ígor (vanov utanríkisráðherra til Belgrad. 1. október: Óeirðalögregla ræðst inn í Kolubara-kolanámuna, en grípur ekki til frekari aðgerða til að stöðva verkfallið. 2. október: Borgaraandófsátak að áeggjan stjórnarandstöðunnar fær byr undir báða vængi um alla Serbíu. Hluti ríkisfjölmiðlanna lýsir yfir stuðningi við málstað stjórnarandstæðinga. Milosevic kemur fram í fyrsta sinn frá kosningunum og segir stjórnarandstöðuna vilja selja Serbíu undir yfirráð Vesturveldanna. Pútin ítrekar málamiðlunartilboð. 3. október: Ríkisstjórn Milosevic lýsir því yfir, að tekið verði hart á hvers konar „niðurrifsstarfsemi", Milosevic fyrirskipar handtöku verkfallsleiðtoga í Kolubara-námunni, en verkföll og fjöldamótmæli halda áfram að breiðast út. 4. október: Óeirðalögregla ræðst aftur til inngöngu í Kolubara-námunni og reynir að binda enda á verkfallið, en þúsundir borgara frá næsta bæ skunda á vettvang til stuðnings verkfallsmönnum. Lögreglan hörfar. Stjórnarandstaðan setur Milosevic frest til miðs dags 6. október til að viðurkenna sigur Kostunicas og hverfa úr embætti. Verkföll breiðast enn frekar út. Stjórnlagadómstóllinn í Belgrad, skipaður stuðnings- mönnum Milosevic, ógildir forsetakosningarnar að hluta. Stjórnarand- staðan fordæmir úrskurðinn sem tilraun Milosevic til að vinna tíma. 5. október: Tugþúsundir stjórnarandstæðinga streyma til Belgrad frá öðrum borgum landsins. Fjöldamótmælin í höfuðborginni ná hámarki. Yfírlýsingar vestrænna leiðtoga Skora á Milosev- ic að hlýða kalli þjóðar sinnar Lundúnum, Belgrad. Reuters, AFP. VESTRÆNIR stjómmála- leiðtogar skoraðu í gær á Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, að segja af sér embætti, er gríðarlegur fjöldi stjórnarandstæðinga safnaðist til Belgrad með það að markmiði að steypa forsetanum. Leiðtogar Þýzkalands, Frakk- lands, Bretlands og Ítalíu hvöttu Milosevic til að víkja. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, brýndi fyrir öryggis- sveitum Júgóslavíu að beita ekki vopnum gegn eigin landsmönnum og sagði valdbeitingu af hálfu yfir- valda í Belgrad munu kalla á „and- spyrnu“ af hálfu alþjóðasamfélags- ins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við Júgóslava, sem væra að hans sögn „að reyna að endurheimta land sitt“. „Ég tel að fólkið sé að reyna að endur- heimta eigið land; við styðjum lýð- ræðið og vilja serbnesku þjóðarinn- ar. Bandaríkin standa með þjóðum hvar sem er í heiminum, sem era til- búnar til að berjast fyrir frelsi sínu,“ tjáði Clinton fréttamönnum í Washington. „Augljóslega er djúpstæður skoðanamunur milli okkar og [serb- nesku] stjórnarandstöðunnar, en við óskum serbnesku þjóðinni þess sem við óskum öllum þjóðum - að hún fái að njóta réttarins til að velja sinn eigin þjóðarleiðtoga,“ sagði Clinton. Hann útilokaði að Banda- ríldn gripu til hernaðaríhlutunar af nokkra tagi. „Við viljum ekki gera eða segja neitt sem gæti styrkt stöðu Milosevic," sagði forsetinn. I Rússlandi, hefðbundnum bandamanni Serbíu, sátu háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn á rökstólum um ástandið í Belgrad. Vladimír Pútín forseti, sem var á leiðinni heim úr opinberri heimsókn til Indlands, endurnýjaði tilboð um að miðla málum. Með honum í för var ígor ívanov utanríkisráðherra. Deiluaðilar í Júgóslavíu höfðu fram til þessa ekki svarað þessum miðl- unartilboðum Rússa. I áskorun sinni til öryggissveita Júgóslavíu sagði Schröder kanzlari: „Skilaboð mín - og ég segi þetta sem þýzkur kanzlari á grandvelli reynslu okkar frá þeim tíma þegar Berlínarmúrinn féll - era þessi: ekki skjóta á ykkar eigið fólk. Slíkt myndi leiða til hörmunga." „Farðu áður en blóði er úthellt" ítalskir ráðamenn sögðu líka að fyrir alla muni verði að forðast að til borgarastríðs komi. „Við viljum lýsa stuðningi okkar við þær raddir sem hvetja lögreglu og her Júgó- slavíu til að virða lýðræðið og vilja þjóðarinnar," sagði Walter Veltr- oni, leiðtogi stærsta flokksins sem stendur að itölsku ríkisstjóminni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Chirac, for- seti Frakklands, skoraðu báðir á Milosevic að segja af sér. „Urskurður kjósenda var ótví- ræður, úrskurður götunnar er ótví- ræður, skilaboðin til Milosevic era skýr: Farðu. Farðu núna. Farðu áð- ur en blóði verður úthellt,“ sagði Blair í ávarpi til fjölmiðla á tröppum embættisbústaðar síns í Downing- stræti 10. „Ég tel að Serbar séu að stað- festa í dag sigur sinn frá 24. sept- ember og Milosevic verður að skilja þetta,“ sagði Chirac, staddur í opin- berri heimsókn í Mið-Frakklandi. Frönsk stjórnvöld, sem gegna formennsku í Evrópusambandinu um þessar mundir, gáfu út fréttatil- kynningu þar sem niðurstaða stjórnlagadómstóls Júgóslavíu um að ógilda úrslit forsetakosninganna var fordæmd; úrskurðurinn væri tilraun af hálfu Milosevic til að ræna stjórnarandstöðuna sigri sín- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.