Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Útboð og skráning Kaupþings hf. 180 milljóna króna nýtt hlutafé á genginu 10,25 NÝTT hlutafé í Kaupþingi hf., að nafnvirði allt að 180 milljónir króna, hefur verið auglýst til sölu í útboði á genginu 10,25. Heildarhlutafé fé- lagsins að útboðinu loknu verður allt að 968,6 milljónir króna að nafnvirði. Markaðsvirði Kaupþings miðað við framangreint gengi er um 9,9 milljarðar króna. Samtals munu hlutir að nafnvirði 80 milljónir króna verða seldir í al- mennri áskrift. Þar af er þeim sem gert hafa fjárvörslusamning við Kaupþing tryggður forgangur að 30 þúsund krónum hverjum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Kaupþingi eru um 1.300 slíkir samningar í gangi hjá félaginu. Ef allir sem gert hafa siíka samninga notfæra sér rétt sinn til kaupa á hlutafé fyrir 30 þúsund krónur að nafnvirði munu liðlega 40 milljónir króna að nafn- virði koma í almenna áskrift, sam- tals að söluvirði rúmlega 400 millj- ónir króna. Hámarkshlutur hvers áskrifanda í almennri áskrift er 50 þúsund krónur að nafnvirði eða sem nemur 512.500 krónum að söluvirði. Askrift hlutafjár í almennri sölu fer fram á tímabilinu frá 10. til 12. október næstkomandi. Eingöngu verður tekið á móti áskriftum sem sendar verða með rafi'ænum hætti. Verði um umframáskrift í útboðinu að ræða skerðist hámarksfjárhæð hvers áskrifanda þar til heildar- nafnverð seldra hlutabréfa er kom- ið niður í 180 milljónir króna. Skerðing verður því ekki sem hlut- fall af þeirri fjárhæð sem áskrifend- ■1 ur skrá sig fyrir. Starfsmönnum Kaupþings boðið lán fyrir allt að 75% kaupverðs Hlutafé í almennri áskrift getur hækkað ef það 100 milljóna króna hlutafé, sem ekki er gert ráð fyrir að fari í almenna áskrift, selst ekki allt. Af þessum 100 milljónum verð- ur starfsmönnum Kaupþings, dótt- urfélaga og útibús, veittur forgang- ur að kaupum á hlutafé fyrir samtals 40 milljónir króna að nafn- virði á útboðsgengi. Kaupþing mun bjóða þessum aðilum lán fyrir hluta af kaupverðinu sem nemur allt að 75% af því. Stjórnarmönnum og starfsmönnum sparisjóðanna og til- tekinna dótturfélaga þeirra verður veittur forgangur að 20 milljónum króna að nafnverði á» útboðsgengi. J Þá verður Sparisjóði Færeyja veitt- j ur forgangur að 40 milljónum króna að nafnvirði á útboðsgengi. Hægt er að fylla út og senda áskriftarblöð rafrænt til Kaupþings í gegnum heimasíðu félagsins, www.kaup- thing.is, en þar er jafnframt hægt að nálgast útboðs- og skráningar- lýsingu. Síðasti greiðsludagur vegna kaupanna verður 10. nóvem- ber 2000. Væntanlegir áskrifendur eru hvattir til þess í auglýsingu Kaup- þings um útboðið að kynna sér um- fjöllun um áhættuþætti í starfsemi félagsins og áhættu sem tengist kaupum á hlut í útboðs- og skrán- ingarlýsingunni. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá öll hlutabréf Kaupþings hf., sem þegar hafa ver- ið gefin út og sem verða gefin út að loknu útboðinu, samtals allt að 968,8 milljónir króna að nafnvirði. Skilyi'ði er að Kaupþing hf. uppfylli öll skilyrði um dreifingu eignar- halds á a.m.k. 25% hlutabréfanna, en félaginu hefur verið veitt undan- þága frá því ákvæði til 1. nóvember 2001. Verðlagningin ekki ósanngjörn „Ef tekið er mið af útboðsgeng- inu er virði Kaupþings eftir útboðið 9,9 milljarðar króna,“ segir Edda Rós Karlsdóttir hjá rannsóknum og greiningu Búnaðarbankans Verð- bréfa. „Á síðasta ári var V/H gildi félagsins tæplega 14, sem þýðir að miðað við hagnað árisns 1999 er fé- lagið 14 ár að greiða upp markaðs- virði sitt. Þetta hlutfall er í ágætu samræmi við V/H hlutföll sambæri- legra félaga á Norðurlöndunum." Edda Rós segir Kaupþing stunda fjárfestingarbankastarfsemi og að sá rekstur sé í eðli sínu áhættusam- ari en rekstur viðskiptabanka. Við- skiptabankarnir hafi tiltölulega stöðugt bakland í reglulegri út- og innlánsstarfsemi en tekjur fjárfest- ingabanka séu fyrst og fremst í formi þóknana og eigin stöðutöku. „Kaupþing hefur teflt djarft á síðustu árum, á sama tíma og um- hverfið hefur verið mjög hagstætt. Reksturinn hefur því gengið gríðar- lega vel og verðlagningin nú er í samræmi við það. Að sögn Eddu Rósar er ástæða til að hrósa Kaupþingi fyrir áhættu- kafla útboðslýsingarinnar, en þar séu sýnd dæmi um tapáhættu fé- lagsins við óhagstæðar markaðsað- stæður. Morgunblaðið/ ÁSDÍS I umsögnum fjármálafyrirtækja um hlutafjárútboð í Kaupþingi hf. kemur fram að gengið sé ekki ósanngjarnt. Ekki verður af sameiningu EMI og Time Warner Ósló. Morgunblaðið. „Möguleikar til frekari vaxtar Kaupþings eru klárlega fyrir hendi og miðað við árangur síðustu ára teljum við verðlagninguna ekki ósanngjarna. Rétt er að benda á að mjög lítill hluti af heildarhlutafé Kaupþings fer í raun á markað og því er líklegt að mikil umframeftir- spurn myndist eftir bréfunum sem verði til þess að verð bréfanna hækki fyrst eftir útboðið," segir Edda Rós. Útboðsgengið eðlilegt Arnbjörn Ingimundarson hjá greiningu og útgáfu Islandsbanka- FBA segir að miðað við rekstur og efnahag Kaupþings sé útboðsgeng- ið 10,25 eðlilegt og jafnvel frekar hagstætt miðað við aðrar fjármála- stofnanir á Islandi. Utboðið muni styrkja eiginfjárstöðu Kaupþings verulega og að útboði loknu verður markaðsvirði fyrirtækisins sem hlutfall af eigin fé lægra en hjá við- skiptabönkunum. Rekstur Kaup- þings hafi einnig gengið vel undan- farin ár og vöxturinn hafi verið mjög mikill. Reksturinn sé reyndar miklum sveiflum háður og Kaup- þing hafi notið góðs af efnahagsþró- un síðustu ára. Niðursveifla gæti komið illa niður á fyrirtækinu. „Það skyggir nokkuð á útboðið hversu lítill eignarhluti er seldur til al- mennra fjárfesta, en einungis rúm 8% af hlutafé Kaupþings fara til al- mennra fjárfesta. I ljósi hluthafa- samkomulags Sparisjóðanna, sem takmarkar möguleika utanaðkom- andi aðila til kaupa á hlutum ein- stakra sparisjóða þangað til í júlí á næsta ári, er því ekki að vænta mik- illa viðskipta með hlutabréf Kaup- þings á næstunni. Fyrir þá sem fjárfesta til lengri tíma teljum við útboðsgengið þó hagstætt,“ segir Arnbjörn. HÆTT hefur verið við samruna bresku plötuútgáfunnar EMI og útgáfuhluta Time Warner í Banda- ríkjunum vegna athugasemda sam- keppnisyfirvalda í Evrópu, að því er m.a. kemur fram á fréttavef BBC. Framkvæmdastjórn ESB hefur gert athugasemdir við að 80% af tónlistarútgáfu í Evrópu yrði í höndum aðeins fjögurra alþjóðlegra risafyrirtækja eftir samrunann, þ.e. auk sameinaða fyrirtækisins; Bert- elsmann, Sony og Universal Music. Framkvæmdastjórnin hafði enn FINNSKA málmiðnaðarfyrirtækið Outokumpu hefur tilkynnt um fyrir- huguð kaup á norska sinkvinnslu- fyrirtækinu Norzink fyrir sem samsvarar 15 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Outokumpu segir í sam- tali við ft.com að miklir möguleikar séu á útþenslu Norzink í framtíð- ekki skilað niðurstöðu sinni þegar EMI og Time Warner tilkynntu í gær að ekki yi'ði af samrunanum. Ákvörðun EMI og Time Warner nú gæti orðið til þess að samkeppn- isyfirvöld verði mildari þegar kem- ur að samruna Time Warner við netfyrirtækið America Online. Af- leiðing þess samruna yrði stærsta net- og fjölmiðlafyrirtæki heims. Framkvæmdastjórn ESB og sam- keppnisyfirvöld í Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samruna Time Warner og AOL. inni. Norzink er skuldlaust fyrirtæki og skilaði um 1.500 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta þessa árs. I síðustu viku var tilkynnt um samruna stálframleiðsluhluta Out- okumpu og ensk-sænska fyrirtækis- ins Avesta Sheffield í næststærsta fyrirtæki heims á sviði framleiðslu á ryðfríu stáli. Finnar kaupa í norskum málmiðnaði Ósló. Morgunblaðið. Heldur fyrirlestur áAGORA MEÐAL fyrirlesara á málþingi AGORA, Sýnir morgundagsins - Bringing Visions of the Future to the Present, verður Udayan Gupta, en hann er höfundur bókarinnar „Done Deals: Venture Capitalists Tell Their Stories“, sem Harvard Business School Press hefur ný- lega gefið út. Udayan Gupta mun taka þátt í pallborðsumræðum fimmtudaginn 12. október um sjónarhorn fram- taksfjárfesta ásamt Alex Gove hjá WaldenVC, Skúla Mogensen hjá OZ og Bjarna Kr. Þorvarðarsyni hjá Talentu. Á föstudeginum mun hann halda fyrirlestur á málþingi um líftækniiðnaðinn sem ber heitið „Functional Genomics - The Vent- ure Capital Pitch“. Udayan Gupta starfaði á árunum 1985-1996 hjá Wall Street Journal þar sem hann hafði umsjón með skrifum um framtaksfjárfesta og frumkvöðla. Hann er reglulegur dálkahöfundur hjá Harvard Busin- ess Review og hyggst hann nýta ferð sína til Islands til að kynna sér íslenskan þekkingariðnað og fjalla um hann í tímaritsgrein. Þá er hann einn eigenda biztrail.com, sem veitir meðal annars frum- kvöðlum aðstoð við að finna rétta fjárfesta. Framtíðin liggur í líftækniiðnaði Ósló. Morgunblaóið. ÞRÁTT fyrir að í norska fjárlaga- frumvarpinu sé gert ráð fyrir auknum framlögum til vísinda- rannsókna, finnst sumum ekki nóg að gert, að því er Dagens næringsliv bendir á. Preben Lex- ow, forstjóri norska líftæknifyrir- tækisins Complete Genomics, segir að ríkisstjórnin verði að veita meira fjármagn til rann- sókna og auk þess rýmka reglur um atvinnuleyfi fyrir erlent starfsfólk. Mikill skortur er á sér- menntuðu vinnuafli í Noregi, sér- staklega á sviði upplýsingatækni. Lexow segir að innan fárra ára verði 70% af heimshagkerfinu vegna líftækni og að hans mati hafa norsk stjórnvöld ekki skiln- ing á því. Hjá Complete Genomics starfa sjö manns við rannsóknir en Lexow segir nauðsynlegt að fyrirtækið vaxi og geti kynnt nið- urstöður sínar á markaði eins fljótt og mögulegt er. Líftæknifyrirtæki ásamt upp- lýsingatæknifyiirtækjum eru einnig á meðal þeirra fyrirtækja sem samkvæmt nýju fjárlaga- frumvarpi þuifa að greiða 1,5% viðbótarskatt sökum þenslu í norsku efnahagslífi. Forsvars- menn atvinnulífsins hafa gagn- rýnt skattlagninguna harðlega og segja m.a. að ríkisstjórnin leiki tveimur skjöldum þar sem hún hefur lýst yfir mikilvægi upplýs- ingatækni og líftækni fyrir fram- tíðina en leggi á sama tíma skatt á fyrirtæki í þessum gi'einum. Hagsmunasamtök upplýsinga- tæknifyrirtækja munu nú mælast til þess að líftækni- og upplýs- ingatæknifyrirtæki fái undanþágu frá skattlagningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.