Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 59 FRÉTTIR Vilja auknar fjár- veitingar til örygg- is- og löggæslumála MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Lands- sambandi lögreglumanna: „Framkvæmdastjóm Landssam- bands lögreglumanna lýsir undrun sinni á þeim fjárveitingum til örygg- is- og löggæslumála sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga ársins 2001. Stjórnvöld hafa undanfarin ár sett fram háleit markmið um stórfellda fækkun alvarlegra umferðarslysa, vímuefnalauss lands og fækkun af- brota. Þau markmið verða að engu sé starfsemi lögreglunnar lömuð vegna fjárskorts. Fjárframlög til öryggis- og lög- gæslumála hafa undanfarið ekki end: urspeglað að hugur fylgi máli. í frumvarpi til fjárlaga ársins 2001 stefnir í enn frekari niðurskurð lög- gæslu. Á sama tíma fjölgar alvarleg- um umferðarslysum, afbrotatíðni eykst og umfang flkniefnamála stækkar. Lögregluembættum um land allt er gert að ná fram umtals- verðum sparnaði í rekstri, spamaði sem leiðir það eitt af sér að lögreglan verður enn að forgangsraða verkefn- um sem leiðir til minni þjónustu. Staðreyndir tala sínu máli. Samdráttur löggæslunnar og minnkandi vinnuframlag hefur leitt til þess að skortur er á faglærðum lögreglumönnum enda bjóðast betri kjör á almennum vinnumarkaði. Veruleg hætta er á að þeim fækki enn frekar gangi þau markmið eftir sem nú blasa við í fjárlagafrumvarp- inu. Löggæsla er viðfangsefni sem krefst kunnáttu og faglegra vinnu- bragða. Það er eitt af frumskyldum ríkis- valdsins að halda uppi lögum og reglum í þjóðfélaginu og tryggja með markvissum hætti öryggi samborg- aranna. Löggæsla er einn hornsteina lýðræðisþjóðfélags. Háleit markmið og efndir þurfa að fara saman. Framkvæmdastjómin skorar á háttvirta alþingismenn að taka fjár- framlög þessa málaflokks til ræki- legrar endurskoðunar, fylgi hugur máli.“ Myndlistarsýning á Fjórðungssjúkrahúsi fsafjarðar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Frá opnun sýningarinnar. Listakonan Solveig Eggerz Pétursddttir ásamt þeim Guðjóni Brjánssyni framkvæmdasljóra og Magdalenu Sigurðardóttur, stjóm- arformanni Heilbrigðisstofnunar Isafjarðarbæjar. Verk Sólveigar Eggerz til sýnis ísafirði - Sýning á verkum Sólveigar Eggerz Péturs- dóttur var opnuð á Fjórð- ungssjúkrahúsinu og heilsugæslunni á ísafirði á laugardag. Listakonan kom sjálf vestur til að vera viðopnunina. Á sýningunni eru um 30 verk - krítarmyndir, vatnslitamyndir og reka- viðarmyndir. Sýningin er sam-vinnuverkefni Sólveig- ar og Heilbrigðisstofnunar Isafjarðarbæjar og verður opin til októberloka. Sólveig Eggerz er frum- kvöðull í notkun rekaviðar í listsköpun. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum, allt frá því að hún sýndi fyrst í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1960. Tdnlistarkennarar á Vesturlandi Menntun tonlist- arkennara ekki metin til launa Námskeið hjá Kven- félagasam- bandi Islands TVÖ námskeið verða haldin á vegum Kvenfélagssambands Islands á næst- unni. Fyrst ber að nefna námskeiðið Með meiri styrk getur þú gefið meira. Leiðbeinandi er Sigurður Þorsteins- son. Námskeiðið verður haldið laug- ardaginn 7. október og byrjar kl. 10 f.h. Seinna námskeiðið ber yfirskriftina Gefum konum á öllum aldri tækifæri til að vinna saman. Eflum kvenfélög- in. Hér verður farið inn á það hvemig hægt er að gera félagsstörf áhuga- verðari og skemmtilegri. Einnig verð- ur tekið íyrir fundarsköp, framsetn- ing efnis og íramkoma. Leiðbeinandi er Sigurður Þorsteinsson. Námskeið- ið verður haldið laugardaginn 14. október og byrjar kl. 10 f.h. Námskeiðin verða ekki haldin nema þátttakendur verði a.m.k. 10 en hámaridð er 20 manns. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu K.I. Námskeiðin verða haldin á Hall- veigarstöðum, Túngötu 14 í Reykja- vík. Skráning fer fram á skrifstofu K.Í. TÓNLISTARKENNARAR á Vest- urlandi hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun sem samþykkt var í Varma- landi 29. september sl.: „Tónlistarskólakennarar á Vestur- landi lýsa yfir stuðningi við kröfuna um leiðréttingu launa, kröfuna um 180 þúsund króna byrjunarlaun, 18 tíma kennsluskyldu á grunnstigi og aukið vægi hópttma í kennsluskyldu. Langt er frá því að menntun tón- listarskólakennara sé metin til launa í samræmi við þá áratugalöngu þjálf- un sem liggur að baki þeirri sérhæf- ingu sem starf tónlistarskólakennar- ans kallar á. Enn fremur vilja tón- listarskólakennarar á Vesturlandi minna á að enn er ekki greitt fyrir notkun á þeirra eigin hljóðfærum og tækjum sem þeir nota við vinnu, né fyrir notkun eigin bóka, nótna, eða annarra gagna. Tónlistarskólakennarar á Vestur- landi hvetja til aukinnar virkni í sam- skiptum félagsmanna og stéttarfé- laga í baráttunni fyrir bættum kjör- um og benda á að trúnaðar- mannastarfið ætti að vera launað. Tónlistarskólakennarar á Vestur- landi skora á skóla- og sveitarstjóm- ir í samvinnu við skólastjóra tónlist- arskólanna að standa vörð um gæði kennslu og að fagmennska verði höfð í fyrirrúmi við skipulagningu skóla- starfs. Tónlistarskólakennarar á Vestur- landi minna á gildi tónlistarmennt- unar og ótvíræð jákvæð áhrif hennar á þroska einstaklingsins, þar með talin fyrirbyggjandi áhrif. Álag og óánægja kennara í starfi kemur nið- ur á gæðum kennslu og uppbyggingu skólastarfs. Bætt kjör tónlistarskóla- kennara snerta því beint hagsmuni nemenda tónlistarskólanna. Beri samfélagið hag barnanna fyrir brjósti er fjárfestingin í þeirra þágu og framtíð. Betri byggðastefna þarfnast sterkra, hæfra og skapandi einstaklinga.“ Evrópufrumsýning á Volvo S60 BRIMBORG sviptir hulunni af nýj- ustu hönnun Volvo, S60, í fyrsta skipti í Evrópu á föstudaginn í Brimborgarhúsinu á Bfldshöfða 6. Volvo S60 verður til sýnis alla helgina ásamt Volvo V70 og Volvo Cross Country jeppanum, en þetta eru báðir fjórhjóladrifnir bflar sem þykja sameina helstu kosti jeppa og fólksbfls. Einnig verða S40, V40 og flaggskip Volvo, S80 Business Line, á sýningunni, segir í fréttatilkynn- ingu. Einnig segir: „Hönnun Volvo S60 hefur hlotið mikið lof og er bfllinn sagður sportlegur og kraftmikill. Eins og ávallt hjá Volvo er öryggis- búnaður í fyrirrúmi og í S60 er enn bætt um betur í þeim málum.“ Sýningin verður opin á milli kl. 11 og 16 laugardag og sunnudag. Vinningaskrá 23. útdráttur 5. október 2000 íbúðavinningur Kr. 2.000.000_Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 13 6 4 F erðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8087 38985 53207 78902 reiðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2136 22586 24052 32324 38972 73767 16301 23692 24727 34613 60121 77586 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr, 20.000 (tvöfaldur) 549 14394 23188 34624 46693 57799 66302 73909 1842 14486 23191 36269 49024 57920 67923 73997 1931 15044 23289 39205 49405 58799 68258 75395 2642 15590 23739 39246 50028 58986 69093 76359 3174 16048 23840 42580 50569 59049 69753 76423 3300 16994 24756 43265 51695 59350 70650 76871 4107 17404 27390 44413 52045 59692 70827 77665 7698 17625 28880 44739 54140 59994 71144 78070 10219 18278 29041 45365 54186 61461 71181 78913 10947 19091 29959 45465 54512 61530 71684 12318 20554 30270 45606 55394 63399 72042 13179 20900 32771 45821 55510 63939 72737 13287 21807 33178 45908 56366 64170 72873 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr, 10.000 (tvöfaldur) 126 11028 21877 29242 38813 52105 63518 72513 593 11227 21934 29343 38843 52744 63525 73283 1451 11635 22158 29398 39115 52884 63777 73513 1620 12089 22933 29428 39221 52987 63988 73552 2729 12173 23132 29549 39361 53007 64341 73987 3122 12186 23945 29818 39885 53709 64442 74592 3257 12290 24035 29999 40414 54063 64522 74700 3360 12383 24175 30114 41142 54083 64774 74739 3762 13271 24225 30132 43644 54283 65044 74853 3872 13620 24466 30761 43898 54300 65271 74869 4459 14082 24601 31570 43931 56682 65397 75276 5013 14551 24645 31685 44051 57312 65609 75412 5180 15234 24682 31779 44125 57543 67127 75945 6211 15366 24874 32603 44158 57575 67397 76278 6287 15554 25760 32869 44352 58180 67546 76838 6670 16100 26134 33329 44956 58508 67641 77348 8066 16607 26317 33602 45236 58660 68477 77625 8115 16646 26986 34163 45893 59391 69878 77785 8160 16972 27516 34366 46588 59845 69890 78073 8301 17295 27535 34787 46647 59923 69916 78515 8467 17465 27558 34807 46891 60494 70119 78870 8591 17605 27636 35341 47347 60499 70224 79041 8872 17883 27666 35494 47435 61079 70290 79414 8882 18833 27887 36211 48636 61131 70424 79555 9147 19306 28006 37104 48654 61134 70580 79630 9284 19601 28077 37213 48781 61252 70855 79758 9448 19903 28135 37243 49791 61929 70989 9676 20387 28222 37346 50776 62183 71102 9704 20506 28390 37830 51355 62400 71156 10110 21686 28405 37885 51475 62816 72034 10145 21705 28885 38346 51758 63230 72311 10905 21865 29195 38567 51865 63375 72393 Níestu útdrættir fara fram 12. okt., 19. okt., 26. okt. & 2. nóv. 2000 Heimasíða á lntcmeti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.