Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Frá ráðstefnu um menntamál á Flúðum. Frá vinstri: Menntamálaráðherra Bjöm Bjarnason í ræðustól, Svan- borg V. Jónasdóttir umræðustjóri, Björg Eiríksdóttir, kennari á Flúðum, Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Vestmannaeyjum, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Holta- og Landsveit. Fjölmennt kennara- þing á Flúðum Hvolsvelli - Kennarar á Suðurlandi fjölmenntu á árlegt kennaraþing Kennarafélags Suðurlands og Kenn- arafélags Vestmannaeyja að Flúðum í Biskupstungum, en þátttakendur voru alls á fjórða hundrað. Að þessu sinni var haldin ráðstefna fyrri dag þingsins um menntamál og þær breytingar sem eru að verða vegna nýrrar aðalnámskrár. Frummælandi á ráðstefnunni var Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, en einnig tóku þátt fulltrúi kennara, Björg Eiríks- dóttir, fulltrúi skólastjómenda, Hjálmfríður Sveinsdóttir og fulltrúi frá sveitarstjómum, Valtýr Valtýs- son. Umræðustjóri var Svanborg R. Jónasdóttir. Menntamálaráðherra sagði m.a. frá tilurð nýju aðalnámskrárinnar og þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við hana og fjallaði hann einnig vítt og breitt um þróun í menntamálum. Björg fjallaði m.a. um vanda smærri skóla vegna breyttra krafna í nýju námskránni, Hjálmfríð- ur kom inn á breytt hlutverk skól- anna og Valtýr fjallaði m.a. um fjár- hagslega ábyrgð sveitarfélaganna og þann vanda sem sveitarfélög era komin í vegna þess hversu málaflokk- ar eins og rekstur grannskóla taka æ stærri hlut af ráðstöfunarfé sveitar- félaganna. Að loknum framsöguer- indum var boðið upp á fyrirspumir úr sal og urðu umræður nokkuð líflegar. Síðari dag þingsins var boðið upp á fjölbreytt fræðsluerindi þar sem fjallað var um þætti eins og lífsleikni kennarans, félagastuðning í starfi, ýmis þróunarverkefni vora kynnt, s.s. skriftarkennsla og nemenda- samningar. Einnig vora kynningar á nýju námsefni. Boðið var upp á nám- skeið í tauþrykki og faggreinafundi sem ávallt era mjög vinsælir, enda gefst fólki þar tækifæri til að hittast og spjalla um faglega þætti í hinum ýmsu námsgreinum. Að þessu sinni var kennaraþingið á Flúðum óvenju fjölmennt þar sem það var haldið í samvinnu við kenn- arafélag Vestmannaeyja. Vora menn almennt sammála um að allur viður- gerningur sem Hótel Flúðir sá um hefði verði eins og best verður á kos- ið. Hvalaskoðunin gekk vel á Skjálfanda Sextíu prósent aukn- ing í jaðarferðum Morgunblaðið/Hafþór Náttfari við bryggju í Flatey. Húsavík - Hvalaskoðunarvertíðinni hjá Norðursiglingu ehf. er nú lokið í bili og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi komið vel út. Að sögn Heimis Harðarsonar hjá Norðursigl- ingu vora farnar tæplega fimm hundrað ferðir á þremum bátum fyr- irtækisins þ.e.a.s. Knerrinum, Hauk og Náttfara sem er þeirra stærstur. Þetta er um þijátíu ferðum fleiri en í fyrra en nýtingin er allmiklu betri eða um fjöratíu og sex prósent fleiri farþegar en alls vora þeir um tuttugu þúsund og fimm hundrað talsins í hvalaskoðun. Þess ber að geta að Norðursigling ehf. keypti upp rekstur Sjóferða Arnars ehf. og er nú eina fyr- irtækið á Húsavík sem býður upp á þessar ferðir auk þess sem það fækk- aði um eitt skip í flotanum vegna þessa. Hlutfall milli innlendra og er- lendra ferðamanna breyttist lítið í sumar og eru Islendingar um fimmtán prósent þeirra sem fara í hvalaskoðun. Ferðir til Flateyjar vinsælar Þá var boðið upp á ferðir sem nefndust „Whales, fire and ice“ sem era svokallaðar jaðarferðir og famar í maí og fyrrihluta júní og svo seinni hluta ágúst og út september. Þetta era hópferðir þar sem gist er í þrjár nætur, eingöngu í Þingeyjarsýslum og sagði Heimir aukninguna í þessum ferðum um sextíu prósent. Famar vora nokkrar ferðir út í Flatey á Skjálfanda með stóra hópa, m.a. á vegum fyrirtækja og félagasamtaka sem þá buðu starfsmönnum sínum og félagsmönnum í þessar ferðir og mæltust þær mjög vel fyrir. Farið var í gönguferðir um eyjuna, gömlu húsin skoðuð og jafnvel grillað ofan í mann- skapinn. A heimsiglingunni var jafnan siglt á hvalaslóðir og eða inn með hin- um tignarlegu Víknafjöllum öðra nafni Kinnarfjöllum að Náttfaravík- um söguslóðum Náttfara, þrælsins sem hið glæsilega flaggskip, Norður- siglingar ehf., er nefnt eftir. Nú er verið að ganga frá minni bátum fyrirtækisins fyrir veturinn en Heimir segir að Náttfari verði gerður út frá Akureyri með sama sniði og sl. vetur þ.e.a.s. siglingar með hópa um Eyjafjörð í samvinnu við Lostæti ehf. sem er veislueldhús á Akureyri. Flugi hætt til Húsavíkur FLUGFÉLAG fslands er hætt beinu flugi til Húsavíkur. Reiknað er með að Flugfélagið bjóði áfram ferð- ir þangað í gegnum Akureyri í sam- starfi við SBA og BSH. Ekki hefur verið ákveðið hvort beint flug til Húsavíkur verði tekið upp aftur næsta sumar. Flugfélag íslands gerði samning við hagsmunaaðila á Húsavík um þetta flug í sumar og gerði samning- urinn ráð fyrir flugi á tímabilinu júní til september og komu að honum bæjaryfirvöld á staðnum og aðilar í ferðaþjónustu á svæðinu. Að sögn Flugfélagsmanna gekk þetta sam- starf vel þó að farþegar hafi verið heldur færri en vonir stóðu til. Ekki hægt að halda uppi flug- inu án aðstoðar frá ríkinu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir að þegar samningur við Flugfélag íslands um flug yfir til Húsavíkur yfir sumarmánuðina var gerður, hafi verið ljóst að sá samn- ingur yrði ekki endilega framlengd- ur. Hann segir að Flugfélag íslands hafi talið að ekki væri hægt að halda uppi fluginu án aðstoðar frá ríkinu. Reinhard segist vilja sjá að ríkis- valdið setji ramma utan um hvemig þessi starfsemi geti gengið því ekki sé hægt að ætlast til þess að hluthaf- ar einstakra hlutafélaga í landinu beri uppi samgöngukerfið. ,Áætlunarflug innanlands stendur mjög höllum fæti og krafa okkar er sú að stjórnvöld taki afstöðu til þess hvort þau ætli að láta þennan þátt eiga sig og vera í höndum markaðar- ins, eða hvort ríkisvaldið telji sig hafa skyldu til að koma að þessum samgönguþætti eins og mörgum öðr- um samgönguþáttum," segir Rein- hard. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var viðstaddur opnunina á Höfn. Með honum á myndinni er Ágústa Vignisdóttir. Utanríkisráðu- neytið kynnir starf- semi sína á Höfn Höfn - Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra opnaði sl. miðvikudag ljósmyndasýningu í Pakkhúsinu á Höfn. Um er að ræða sýningu sem utanríkisráðuneytið er að fara með um landið til að kynna fjölbreytta starfsemi sína og þá þjónustu sem ráðuneytið býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á. Á sýningunni, sem stendur til 22. október, er rakin saga utanríkis- mála í máli og myndum frá árinu 1940 eða þegar íslendingar ákváðu að annast þau mál sjálfir eftir að Þjóðverjar hertóku Danmörku. Höfn er fjórði staðurinn á lands- byggðinni þar sem sýningin er sett upp en hún var fyrst sett upp í Þjóðarbókhlöðunni á afmælisdegi utanríkisþjónustunnar 10. apríl síð- astliðinn. Síðan þá hefur sýningin verið sett upp á Akureyri, Isafirði, Egilsstöðum og nú á Höfn. Fjöldi manns var við opnun sýn- ingarinnar en hún er opin almenn- ingi virka daga frá kl. 16 til 18 og 13 til 18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Þorvaldur Viktorsson og Þorbjörg Arnórsdóttir skoðuðu sýninguna. 1 1 Á Bókaðu í síma 570 3030 og 4781250 ff d 11.230 kf. meft flu$vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.