Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 23
VIÐSKIPTI
VIS kynnir trygg
ingu fyrir skakka
föllum í viðskipt-
um á Netinu
Ný olíu-
lind í Bar-
entshafí
OLÍUFÉLAGIÐ Agip í Noregi hef-
ur fundið stóra olíulind í Barents-
hafl. Um er að ræða meðalstóra lind
á norskan mælikvarða en stóra á al-
þjóðlegan mælikvarða, að því er
fram kemur í Dagens næringsliv.
Olían er á svæði 85 km norður af
Hammerfest í Finnmörku og talið er
að þar finnist 25-40 milljarðar rúm-
metra af olíu en boranir standa enn
yfir. Góðir möguleikar eru taldir á að
meiri olia finnist á þessu svæði.
Petta er fyrsta olíulindin sem
finnst í Barentshafi og lítur út fyrir
að Hammerfest verði olíubær eins
og ætlunin hefur verið í tuttugu ár,
að því er Aftenposten greinir frá.
Mikil eftirvænting ríkir í Hamm-
erfest að sögn ráðamanna og getur
olíufundurinn haft jákvæð áhrif á at-
vinnu- og efnahagslíf á staðnum.
Áætlað er að unnið verði sameigin-
lega úr nýju olíulindinni og gaslind í
nágrenninu.
---------------
Samskipta-
vettvangur
olíufyrir-
tækja á
Netinu
Ósló. Morgunblaðið.
HAFINN er undirbúningur að því
að koma á fót samskiptavettvangi ol-
íufyrirtækja á Netinu. TietoEnator
er upplýsingatæknifyrirtæki sem
starfar á Norðurlöndunum og hefur
gert samning við m.a. Norsk Hydro,
Statoil, BP Amoco og Shell um að
þróa kerfið LicenseWeb þar sem
hægt verður að nálgast upplýsingar
af öllu tagi um olíu- og gasiðnaðinn i
Noregi.
Talsmenn olíuiðnaðarins í Noregi
lýsa ánægju sinni með væntanlegan
vettvang og segja hann gefa norsk-
um íyrirtækjum forskot á keppi-
nauta sína annars staðar í heiminum.
Hjá TietoEnator starfa 10 þúsund
manns á Norðurlöndunum og er ráð-
gjöf varðandi upplýsingatækni í olíu-
og gasiðnaðnum eitt af meginverk-
efnum fyrirtækisins.
------♦-♦-♦----
Daewoo
ásakar
Ford fyrir
tekjumissi
BÍLAFRAMLEIÐANDINN Daew-
oo í Kóreu kennii’ nú Ford um minni
tekjur í september en áætlað hafði
verið. Ford hætti nýlega við að
kaupa Daewoo. Sala í september í ár
var um 16% minni en í september í
fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef
BBC.
Framtíð bílaframleiðsluhluta
Daewoo er óljós eftir að Ford féll frá
6,9 milljarða dollara tilboði í fyrir-
tækið. Nú er talið að General Motors
(GM) muni jafnvel bjóða í Daewoo en
ljóst er að DaimlerChrysler mun
ekki leggja fram tilboð.
Aðsendar greinar á Netinu
vg> mbl.is
_ALLTX\f= EITTH\SA£J rJÝTT
NETVERND er nafn á nýrri
tryggingu sem Vátryggingafélag
Islands býður fyrirtækjum, en með
henni geta fyrirtæki tryggt sig
gegn hugsanlegum áföllum af raf-
rænum viðskiptum eða öðrum sam-
skiptum um Netið.
I fréttatilkynningu segir að
tryggingin henti öllum fyrirtækj-
um sem eru með nettengda starf-
semi af einhverju tagi. Með henni
sé hægt að tryggja tiltölulega ein-
falda starfsemi á borð við tölvu-
póstkerfi fyrirtækis og einnig geti
tryggingin til dæmis náð til vefsíðu
fyrirtækja og rafrænna viðskipta
þeirra í gegnum Netið.
„Netvernd tekur mið af áður
óþekktri áhættu sem fyrirtæki
standa nú frammi fyrir þegar þau
taka upp starfsemi á Netinu og
hefja samskipti í gegnum tölvu-
póst. Tryggingunni er ætlað að
fylla upp í glufur sem myndast
hafa í hefðbundinni vátryggingar-
vernd með breyttum viðskiptahátt-
um.
Netvernd veitir meðal annars
vernd gegn bótakröfu þriðja aðila
vegna nettengdrar starfsemi.
Tryggingin veitir vernd gegn fjár-
tjóni vegna vírusa eða tölvuþrjóta,
bótakröfu vegna misnotkunar á
greiðslukortanúmerum viðskipta-
vina, þjófnaði í gegnum vefsíðu fyr-
irtækis, bótakröfu starfsmanns
vegna óviðunandi starfsskilyrða og
fjárhagslegu tjóni sem hlýst af
rekstrarstöðvun sem hindrar notk-
un á tölvukerfi fyrirtækis eða við-
skipti í gegnum vefsíðu þess,“ segir
í fréttatilkynningunni.
Bent er á að reynslan hafi þegar
sýnt að mistök eða óhöpp í tengsl-
um við notkun Netsins hafi ekki
einungis alvarleg áhrif á veltu fyr-
irtækja sem fyrir þeim verða.
Vegna þessa skoðar VÍS nú mögu-
leika á því að bjóða upp á þjónustu
sérfræðinga til viðbótar þeirri
vátryggingarvernd sem í Netvernd
felst, svo sem lögfræðinga, hug-
búnaðarráðgjafa og sérfræðinga á
sviði almannatengsla. Hlutverk
þessara sérfræðinga yrði að að-
stoða fyrirtæki við úrlausn net-
tengdra vandamála sem upp kunna
að koma.
Blómaskreytingafólkið okkar verður með
sýnikennslu og kynningu fyrir almenning
laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. október
frá kl. 13-16. Þar sýna þau nýjustu stefnur
í blómaskreytingum, sem þau kynntust á
námskeiði hjá heimsmeistaranum KLAUS
WAGENER.