Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn Landssambands smábátaeigenda um skýrslu auðlindanefndar Andvígir fyrningarleið en lýsa sig reiðubúna til viðræðna Ibúðarhús í Dölum eyðilagðist í eldi ELDUR kom upp í íbúðarhúsi að bænum Dunkárbakka, ná- lægt Búðardal, rétt fyrir há- degi í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk slökkviliði Búð- ardals greiðlega að slökkva eldinn, en ljóst var að ekki tækist að bjarga húsinu, sem var timburhús byggt árið 1968. Karl og kona voru í húsinu þegar eldsins varð vart og náðu þau bæði að forða sér út í tæka tíð. Að sögn lög- reglunnar er húsið talið vera ónýtt. Mun lögreglan í dag vinna að rannsókn á eldsupp- tökum. STJÓRN Landssambands smábáta- eigenda leggst gegn því að farin verði svokölluð fyrningai'leið verði það niðurstaða Alþingis að hækka opinber gjöld hjá þeim sem fiskveið- ar stunda. Jafnframt lýsir Lands- sambandið sig reiðubúið til viðræðna um útfærslu þessa máls, en lagst er gegn tillögum auðlindanefndar um ráðstöfun á veiðigjaldi, að því er fram kemur í ályktun stjórnar Landssambands smábátaeigenda. I ályktuninni fagnar stjórnin skýrslu auðlindanefndar og telur hana vera gott innlegg í sjávarút- vegsumræðuna, auk þess sem hún staðfesti mikilvægi sjávarútvegsins í lífskjörum þjóðarinnar. Telur stjórn- in að ábendingar í skýrslu auðlinda- nefndar geti stuðlað að auknu starfs- öryggi í greininni og jöfnuði innan hennar. Megi þar nefna misræmi í skattareglum einstaklingsútgerða og útgerða á hlutabréfamarkaði. „Stjórn Landssambandsins mót- mælir afskiptum nefndarinnar að lögum um stjórn fiskveiða og telur að nefndin hafi ekkert umboð til þess að taka afstöðu til þeirra veiðikerfa sem í gildi eru,“ segir ennfremur í ályktunni. Fram kemur að það sé verkefni nefndar á vegum sjávarútvegsráð- herra sem nú vinni að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Telur Landssamband smábátaeigenda það ljóð á starfi auðlindanefndar að ekki sé skýrt skilið á milli sjávarútvegs- fyrirtækja og fyrirtækja sem ein- göngu stundi fiskveiðar. Tekin séu dæmi í skýrslunni um hagnað sjávar- útvegsfyrirtækja á Verðbréfaþingi og lagt til grundvallar tilkomu auð- lindagjalds þegar ljóst sé að fyrir- tæki sem stundi fiskveiðar eigi að greiða gjaldið, fyrirtæki sem að mati Þjóðhagsstofnunar hafi tapað 3,2 milljörðum króna 1997 -1998. „I þingsályktunartillögu sem auð- lindanefnd er gert að starfa eftir er tekið fram að gjaldtaka skuli vera hófleg. Þegar horft er til útreikninga Þjóðhagsstofnunar á afkomu fisk- veiða er lítið borð fyrir báru með það auðlindagjald sem útgerðin greiðir í dag. Verði það hins vegar niðurstaða Alþingis að hækka opinber gjöld hjá : þeim sem fiskveiðar stunda leggst LS gegn því að farin skuli svokölluð fymingarleið. LS lýsir sig reiðubúið til viðræðna um útfærslu þessa máls. LS leggst gegn tillögum auðlinda- nefndar um ráðstöfun á veiðigjaldi," segir í ályktuninni. Þá er í ályktuninni bent á að á sama tíma og skýrsla auðlinda- jj nefndai- liggi fyrii- þar sem meðal annars sé staðfest að ekki sé svig- rúm fyrir hærri gjaldtöku í sjávar- p útvegi séu tugir milljarða að hverfa úr landi án þess að skattur hafi verið greiddur. Morgunblaðið/ Ásdís Ráðstefna um áhrif fíkni- efna á líf og heilsu RÁÐSTEFNA, sem haldin er að frumkvæði áætlunarinnar Island án eiturlylja, um áhrif fíkniefnaneyslu á líf og heilsu manna og um aðgerð- ir stjómvalda til að hindra aðgengi að fíkniefnum, hófst í gærmorgun á Grand Hótel og lýkur í dag. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Bertha K. Madras, prófessor við Harvard háskólann, en hún hefur um árabil stundað rannsóknir á áhrifum fíkniefnaneyslu á heila- starfsemina. Fjölmargir innlendir fyrirlesarar og fræðimenn halda einnig erindi m.a. dr. Þórólfur Þór- lindsson, Jóhann Loftsson sálfræð- ingur og dr. Kristinn Tómasson. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Landlæknisembættið, Lög- regluna í Reykjavík, fulltrúa fram- haldsskólanna, Götusmiðjuna, Barnavemdarstofu, Heimili og skóla, Jafningjafræðsluna, Stór- stúku Islands og Vímulausa æsku. Ágreiningur um aðild strætisvagnabflstjóra að Sleipni Stefnir í að málið fari fyr- ir Félagsdóm ÓSKAR Stefánsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir að félagið sé að undirbúa málshöfðun fyrir Félagsdómi til að fá viður- kenndan rétt félagins til að semja fyrir hönd bílstjóra hjá SVR sem sótt hafa um inngöngu í Sleipni. Reykja- víkurborg hafnar því að Sleipnir geti samið fyiir hönd strætisvagnabíl- stjóranna. Fyrr á þessu ári sögðu 57 strætis- vagnabílstjórar úr Reykjavík sig úr Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og sóttu um inngöngu í Sleipni. Óskar sagði að eitthvað hefði fækkað í þessum hópi síðan þar sem nokkrir hefðu hætt akstri og nokkrir hefðu hætt við að segja sig úr Starfs- mannafélaginu. Hann sagði að ef það yrði viðurkennt fyrir Félagsdómi að félagið ætti rétt á að gera kjarasamn- ing fyrir hönd bílstjóra sem starfa hjá SVR myndi það styrkja félagið og baráttu bílstjóra fyrir betri kjörum. Borgin hefur ekki samið við Sleipni Birgir Bjöm Sigurjónsson, for- stöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar, sagði að Sleipn- ir hefði sent Reykjavíkurborg bréf og óskað eftir að borgin innheimti fé- lagsgjöld fyrir hönd félagsins vegna þeirra félagsmanna sem sagt hefðu sig úr Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar og fengið inngöngu í Sleipni. Þessu erindi hefði verið hafnað vegna þess að borgin inn- heimti ekki félagsgjöld fyrir neina aðra en þá sem hún hefði gert kjara- samning við og hún hefði ekki gert neinn samning við Sleipni. Um inn- heimtu félagsgjalda væri yfirleitt kveðið á um í kjarasamningum og þegar starfsmaður væri ráðinn til starfa samþykkti hann um leið að greiða félagsgjöld i samræmi við samninga. Birgir Björn sagði að þeim sem segði sig úi' stéttai-félagi væri skylt að taka kjör samkvæmt kjarasamn- ingi út samningstímabilið og greiða félagsgjöld til hlutaðeigandi stéttar- félags. Um þetta væri varla deilt á milli aðila. Kjarasamningur Starfs- mannafélagsins, sem samið hefur fyrir hönd vagnstjóra hjá SVR, renn- ur út um næstu mánaðamót. Jón Steinsson hagfræðingur í Deiglunni um viðbrögðin við skýrslu auðlindanefndar Taka höndum sam- an í hræðsluáróðri MIKILVÆGASTI munurinn á fyrningarleiðinni og veiðigjaldsleið- inni er að hyggju Jóns Steinssonar hagfræðings sá að fyrningarleiðin er markaðslausn, sem leiðir til þess að útgerðin greiðir sitt eigið mat á verðmæti aflaheimildanna í auð- lindagjald. Jón skrifar í pistli, sem birtist í gær í vefritinu Deiglunni, um skýrslu auðlindanefndar að fyrn- ingarleiðin komi þannig í veg fyrir að gjaldið verði hærra en það sem útgerðin ráði við, enda myndi hún varla bjóða hærra en hún réði við. Þá kæmi sú leið einnig í veg fyrir að stjómmálamenn ákvörðuðu gjald, sem væri langt undir raun- veralegu verðmæti aflaheimildanna eftir að hafa kiknað undan pólitísk- um þrýstingi. „Af fyrstu viðbrögðum stjórn- málamanna virðist hins vegar lík- legast að það verði ekki fyrningar- leiðin heldur veiðigjaldsleiðin sem verði fyrir valinu,“ segir Jón. „Það virðist einnig vera ljóst að ástæða þess að veiðigjaldsleiðin virðist álit- legri kostur í augum Jþessara stjórnarþingmanna (og LITJ) er að með henni er hægt að einskorða auðlindagjaldið í sjávarútvegi við þann kostnað sem á ríkið fellur vegna núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfís. Það er hins vegar rangt að af þessum þingmönnum að halda að slíkt geti verið gmndvöllur að sátt um þjóðareign. Svo er ekki. Málið snýst um arð af þjóðareign. Og á meðan þjóðin fær þennan arð ekki greiddan mun ekki ríkja sátt um þetta mál.“ Jón bendir á að aflaheimildirnar séu eign íslensku þjóðarinnar og arður af þeim eigi því að renna til þjóðarinnar alveg eins og arður af vinnuafli renni til eigenda vinnuafls og arður af fjármagni renni til íjár- magnseigenda. Málið snúist um þetta, ekki greiðslu fyrir einhverja þjónustu, sem ríkið veiti útgerðinni. „Öfgamenn og hagsmunagæslu- menn útgerðarinnar hafa vitaskuld tekið höndum saman í hræðslu- áróðri um að í tillögum auðlinda- nefndar felist þjóðnýting, sósíalismi og áætlunarbúskapur," segir hann. „Slíkur áróður segir einna mest um þá einföldu heimsmynd sem þetta fólk trúir á þar sem aðeins er til svart og hvítt, og þeir hlutir sem víkja frá laissez faire [lágmarksaf- skipti ríkisvaldsins af efnahagslífi einstaklinga og þjóðfélags] era ein- faldlega sósíalismi. Það er sorglegt að svona hugmyndir skuli enn vaða uppi.“ Jón segir að þegar skýi'sla auð- lindanefndar sé skoðuð blasi við sú spurning hvers vegna nefndin mæli með uppboði á öllum öðrum auð- lindum en veiðiheimildum. „Hvað er svona sérstakt við veiðiheimildir?" spyr hann. „Jú, þeim hefur til skamms tíma verið úthlutað og því verður að taka tillit til áunninna atvinnuréttinda þeirra sem útgerð hafa stundað. En þetta réttlætir aðeins að útgerðinni sé gefinn góður aðlögunartími.“ Jón segir að eina skýringin, sem finna megi á því að veiðileyfagjalds- leiðin hafi fengið að fljóta með í skýrslunni sé ótæpileg ítök LÍÚ á meðal nefndarmanna: „Það er hálf- svekkjandi að auðlindanefnd hafi komist svona ískyggilega nálægt því að skila afbragðstillögum án þess að það hafi á endanum tekist.“ Jón telur mikilvægustu niður- stöður nefndarinnar vera að upp- boð eða annars konar markaðs- I lausnir eigi að vera sú meginaðferð, sem notuð verði við úthlutun takmarkaðra auðlinda í þjóðareign. „Með þessari skýsrlu hefur það mikilvæga skref verið stigið að um- ræða um úthlutun takmarkaðra auðlinda mun upp frá þessu hefjast á allt öðrum nótum en umræðan um úthlutun aílaheimilda hefur verið á undanförnum árum,“ skrif- ar Jón Steinsson. „Vonandi verður það til þess að mistök eins og þau sem gerð voru við úthlutun afla- | heimilda árið 1984 verði ekki gerð aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.