Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 25 VIÐSKIPTI Gjaldeyrisforði Seðlabankans óbreyttur í september Gengi unnar aði um GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans stóð því sem næst í stað í sept- ember og nam 35,2 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 424 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Gengi ís- lensku krónunnar, mælt með vísi- tölu gengisskráningar, lækkaði í mánuðinum um 1,95%. í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að erlend skammtíma- lán bankans hækkuðu um tæpa 3 milljarða króna í mánuðinum og námu 14,7 milljörðum króna í lok hans. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 6,8 milljörðum króna í septemberlok miðað við markaðsverð, lækkuðu um 0,9 milljarða króna í mánuðinum. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í krón- lækk- 1,95% eigu bankans námu 3,9 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á inn- lánsstofnanir jukust um 0,9 millj- arða króna í september og námu 28,6 milljörðum króna í lok mánað- arins. Kröfur á aðrar fjármála- stofnanir jukust einnig í mánuðin- um og voru 9,1 milljarður króna í lok hans. Nettóinnstæður ríkis- sjóðs og ríkisstofnana í bankanum lækkuðu um 4,3 milljarða króna í september og námu 4,9 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þar með höfðu nettóinnstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana lækkað um 6,7 millj- arða króna frá lokum síðasta árs. Grunnfé bankans jókst um 1,8 milljarða króna í mánuðinum og nam 27,9 milljörðum króna í lok hans. Telia reynir að komast hjá skatti SÆNSKI viðskiptafréttavefurinn E24 heldur því fram að stjórn Tel- ia reyni að komast hjá því að borga skatt í Svíþjóð með því að selja hlut sinn í útgáfufélaginu Eniro um dótturfyrirtæki skráð í Hol- landi þar sem slík viðskipti eru skattfrjáls. Eins og fram hefur komið mun Telia selja 50,1% hlut í dóttufyrirtæki sínu Eniro sam- hliða skráningu þess á hlutabréfa- markað. Eniro gefur út ýmis kon- ar upplýsingabæklinga og svo- kallaðar gular síður. Sænska ríkið á enn 70% hlut í Telia. Salan á Eniro er talin munu færa Telia 6,3-8,3 milljarða sænskra króna, eða allt að 71 millj- arði íslenskra króna. I Svíþjóð bera slíkar tekjur 28% skatt eða á bilinu 1,6-2,1 milljarð sænskra króna í þessu tilfelli sem jafngildir allt að 18 milljörðum íslenskra króna. E24 vitnar í útboðslýsingu Eniro þar sem fram kemur að hol- lenskt dótturfélag Telia, Telia Cable TV Holding BV, eigi hluta- bréfin. Samkvæmt upplýsingum E24 er söluhagnaður skattfrjáls í Hollandi og Telia kemst því hjá að greiða sem samsvarar allt að 18 milljörðum íslenskra króna. Talsmaður Telia vill ekki tjá sig um málið við E24. Fréttir á Netinu ^mbl.is /■\LLTAf= eiTTH\SA£J /VÝT7 I ÆskW | Tvær litlar pizzur með 3 áleggstegundum. Aðeins 999 kr. Stór pizza með 3 áleggstegundum. Aðeins 750 kr. GæðUGæði! [ pizzunum okkar er sérvalið hráefni frá viðurkenndum fyrirtækjum. Af því tilefni bjóðum við pizzur á hlægilegu afmælisverði dagana 6. - 13. október. ISLENSKIR OSTAR, ,' ^lNASt, K43/ d) |W| KAESAGEHO REVKJAVÍKUH HF ÞÚ HRMGRt- VK> BÖKUM - ÞÚSjtKiR! Fákafeni ai, ao8 Reykjavík Dalshrauni 13,220 Hafnarfirði Nesti, Artúnshöfða V SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðrntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Corolla bíla var að renna í hlað Nánarí upplýsingar fást á www.toyota.is Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af góðum og traustum Toyota Corolla á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir, sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð. TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 570 5070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.