Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 25

Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 25 VIÐSKIPTI Gjaldeyrisforði Seðlabankans óbreyttur í september Gengi unnar aði um GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans stóð því sem næst í stað í sept- ember og nam 35,2 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 424 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Gengi ís- lensku krónunnar, mælt með vísi- tölu gengisskráningar, lækkaði í mánuðinum um 1,95%. í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að erlend skammtíma- lán bankans hækkuðu um tæpa 3 milljarða króna í mánuðinum og námu 14,7 milljörðum króna í lok hans. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 6,8 milljörðum króna í septemberlok miðað við markaðsverð, lækkuðu um 0,9 milljarða króna í mánuðinum. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í krón- lækk- 1,95% eigu bankans námu 3,9 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á inn- lánsstofnanir jukust um 0,9 millj- arða króna í september og námu 28,6 milljörðum króna í lok mánað- arins. Kröfur á aðrar fjármála- stofnanir jukust einnig í mánuðin- um og voru 9,1 milljarður króna í lok hans. Nettóinnstæður ríkis- sjóðs og ríkisstofnana í bankanum lækkuðu um 4,3 milljarða króna í september og námu 4,9 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þar með höfðu nettóinnstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana lækkað um 6,7 millj- arða króna frá lokum síðasta árs. Grunnfé bankans jókst um 1,8 milljarða króna í mánuðinum og nam 27,9 milljörðum króna í lok hans. Telia reynir að komast hjá skatti SÆNSKI viðskiptafréttavefurinn E24 heldur því fram að stjórn Tel- ia reyni að komast hjá því að borga skatt í Svíþjóð með því að selja hlut sinn í útgáfufélaginu Eniro um dótturfyrirtæki skráð í Hol- landi þar sem slík viðskipti eru skattfrjáls. Eins og fram hefur komið mun Telia selja 50,1% hlut í dóttufyrirtæki sínu Eniro sam- hliða skráningu þess á hlutabréfa- markað. Eniro gefur út ýmis kon- ar upplýsingabæklinga og svo- kallaðar gular síður. Sænska ríkið á enn 70% hlut í Telia. Salan á Eniro er talin munu færa Telia 6,3-8,3 milljarða sænskra króna, eða allt að 71 millj- arði íslenskra króna. I Svíþjóð bera slíkar tekjur 28% skatt eða á bilinu 1,6-2,1 milljarð sænskra króna í þessu tilfelli sem jafngildir allt að 18 milljörðum íslenskra króna. E24 vitnar í útboðslýsingu Eniro þar sem fram kemur að hol- lenskt dótturfélag Telia, Telia Cable TV Holding BV, eigi hluta- bréfin. Samkvæmt upplýsingum E24 er söluhagnaður skattfrjáls í Hollandi og Telia kemst því hjá að greiða sem samsvarar allt að 18 milljörðum íslenskra króna. Talsmaður Telia vill ekki tjá sig um málið við E24. Fréttir á Netinu ^mbl.is /■\LLTAf= eiTTH\SA£J /VÝT7 I ÆskW | Tvær litlar pizzur með 3 áleggstegundum. Aðeins 999 kr. Stór pizza með 3 áleggstegundum. Aðeins 750 kr. GæðUGæði! [ pizzunum okkar er sérvalið hráefni frá viðurkenndum fyrirtækjum. Af því tilefni bjóðum við pizzur á hlægilegu afmælisverði dagana 6. - 13. október. ISLENSKIR OSTAR, ,' ^lNASt, K43/ d) |W| KAESAGEHO REVKJAVÍKUH HF ÞÚ HRMGRt- VK> BÖKUM - ÞÚSjtKiR! Fákafeni ai, ao8 Reykjavík Dalshrauni 13,220 Hafnarfirði Nesti, Artúnshöfða V SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðrntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Corolla bíla var að renna í hlað Nánarí upplýsingar fást á www.toyota.is Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af góðum og traustum Toyota Corolla á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir, sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð. TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 570 5070

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.