Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 76
wmmammmmmmmmmmBmmmaaum Minnum á heimsenda gróseðla-greiðslukortaþjónustB s: 535 1823/535 1825 Happdrætli |%/| HJARTAVERNDAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNIl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Bronsverðlaunahafínn Vala Flosadóttir koinin til Svíþjóðar frá Sydney Útkeyrð - en ánægð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ var þreytulegur en ánægður bronsverðlaunahafí sem var fagn- að af fjölskyldu og vinum á Kaup- mannahafnarflugvelli í gær en þá sneri stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir heim frá Ólympíuleik- unum í Sydney. „Eg er alveg búin að vera, nú ætla ég heim og slappa af,“ sagði hún, en að baki var 40 tíma flug og ekki bætti flensa úr skák. En öll þreyta gleymdist á áfangastað, þar sem móðir Völu, Ragnhildur Jónasdóttir, beið með sigurpálma og rauða rós. Ættingj- ar og vinir voru einnig mættir með blóm, skilti og íslenska fánann í fullri stærð. „Það er óskaplega gott að vera búin að fá hana heim,“ sagði móðir Völu stolt á svip en þær mæðgur halda til Is- lands að viku liðinni. Hyggst Vala slaka á áður en hún hefur nám í verkfræði við háskólann í Lundi í lok október og heldur áfram æf- ingum. Aðrir iþróttamenn úr Ólympíu- liðinu komu til Islands í gær og var vel fagnað við komuna enda hefur árangur Islendinga á leikun- um aldrei verið jafn glæstur og nú. ■ Vel fagnað/Bl M o rgu n b I að ið/ U G Vala Flosadóttir og móðir hennar Ragnhildur Jónasdóttir á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Ellilífeyrisþegar fengu kröfu frá Tollstjóra um greiðslu fasteignagjalda Hótað uppboði án þess að hafa séð greiðsluseðil HÓPUR telgulágra ellilífeyrisþega í Reykjavík hefur undanfarna daga fengið bréf frá Tollstjóranum í Reykjavík þar sem þeim er gefinn sjö daga frestur til að greiða vangoldin fasteignagjöld áður en undirbúning- ur nauðungarsölu hefst. Þessi bréf eru send þeim, sem greitt hafa út- senda greiðsluseðla, en eiga rætur að rekja til þess að eftir birtingu álagn- ingarskrár 1. ágúst sl. hefur afsláttur af fasteignagjöldum verið lækkaður eða felldur niður. Engir greiðsluseðlar höfðu verið sendir út vegna viðbótarinnar áður en bréf um yfirvofandi innheimtuað- ’gerðir barst, að sögn aðstandenda þriggja ellilífeyrisþega, sem höfðu samband við Morgunblaðið vegna málsins. Bréf barst frá framtalsnefnd Reykjavíkur um hækkun eða lækkun fasteignagjaldanna um miðjan ágúst en án greiðsluseðils eða upplýsinga um hvar skyldi greiða sem ekki bár- ust fyrr en með bréfi tollstjóra um mánaðamótin þar sem gefinn var 7 daga frestur áður en nauðungarsala yrði undirbúin. Afsláttur á fasteignagjöldum, frá 50-100%, er veittur án umsóknar til einstaklinga á lífeyrisaldri með undir 930 þús. kr. árstekjur og til hjóna með undir 1.600 þús. kr. árstekjur. Ákvörðun um fjárhæð viðmiðunar- tekna er tekin af borgarstjóm árlega. Afslátturinn í ár var veittur á grundvelli upplýsinga í skattframtali 1999 en endurmetinn eftir að álagn- ingarskrá með upplýsingum úr skatt- framtali ársins í ár lá fyrir. Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að töluvert hefði verið hringt í Ráðhúsið til að Öryggismiðstö&var íslands Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuðl á ári. Bjóðum elnnlg þráðlausan búnað. Or/gqismiðstöð FRÍÐINDAKLÚBBURINN Síml 533 2400 kvarta vegna málsins. „Við hörmum það mjög ef fólk hefur ekki getað fengið greiðsluseðla og ekki getað sinnt þessu með góðu móti,“ sagði hún. Tollstjóri annast innheimtuna íyrir Reykjavíkurborg. Nú em fasteignagjöld innheimt á sex gjalddögum frá mars-ágúst. „Vegna þessa er spuming hvort við reynum ekki að koma því svo fyrir að það verði einn gjalddagi til viðbótar, sendur út seðill með gjalddaga lyrsta september, eftir að álagningarskráin er komin fram,“ sagði Anna. „Við viljum skoða hvort ekki er hægt að hafa framkvæmdina léttari en fólk getur alltaf komið og samið um greiðslur. í sumum tilfellum em þetta fjárhæðir sem fólk á erfitt með að greiða og þarf að fá einhverja greiðsludreifingu," sagði Anna. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Við mun- um virkilega reyna að sjá til þess að þetta gerist ekki oftar.“ Skiljanlega verður fólk hvekkt Snorri Olsen, tollstjóri í Reykjavík, hafði ekki heyrt um kvartanimar þegar Morgunblaðið náði tali af hon- um í gærkvöldi. „Við emm með samning við Reykjavíkurborg um innheimtu fasteignagjalda þar sem gert er ráð fyrir ákveðnu fyrirkomu- lagi við sendingu gíróseðla á fyrir- fram ákveðnum dagsetningum. En á þessu atriði er ekki tekið þar,“ sagði hann og sagði að Ríkisbókhald ann- aðist útsendingu greiðsluseðla. „Þetta verður til þess að við mun- um taka málið upp og ræða við Reykjavíkurborg um framkvæmdina í framtíðinni," sagði Snorri og kvaðst mundu skoða málið strax í dag. I samtölum blaðamanna við aðstandendur ellilífeyrisþega kom fram að í hópi þeirra sem fengu bréf af þessu tagi á síðustu dögum er fólk um nírætt sem aldrei áður hefur séð orðið nauðungarsala á blaði með nafni sínu og er brugðið vegna þess. „Það er mjög skiljanlegt að fólk verði hvekkt ef það fær hótun af þessu tagi án skýringa, sérstaklega þegar aldraðir eiga í hlut.“ Stórmynd byggðá Bjólfs- kviðu VESTUR-íslenski kvikmynda- leikstjórinn Sturla Gunnars- son og Friðrik Þór Friðriks- son hjá íslensku kvikmynda- samsteypunni, hafa gert samkomulag um að gera stór- mynd byggða á Bjólfskviðu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 840 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að tökur fari fram árið 2002, en myndin verður öll tekin hérlendis. Friðrik Þór segir að sótt verði um styrk til gerðar kvik- myndarinnar í Kvikmynda- sjóð, en jafnframt verði byggt á löggjöfinni um 12% endur- greiðslu til kvikmyndagerðar og samstarfssamningi Islands og Kanada um kvikmynda- framleiðslu. Bjólfskviða verð- ur gerð á ensku og segir Sturla að stefnt sé að því að ráða þekktar kvikmynda- stjörnur í aðalhlutverkin. ■ Dýrasta/Cl íslendingur kominn á leiðarenda VÍKINGASKIPIÐ íslendingur kom til hafnar í New York um há- degi í gær og þar með lauk tæp- lega fjögurra mánaða siglingu skipsins, en það lét úr höfn í Reykjavík 17. júní. Sigling Islendings hefur vakið mikla athygli hvar sem skipið hef- ur komið. Fjöldi manns túk á móti skipverjum þegar þeir stigu frá borði í gær og urðu miklir fagn- aðarfundir með þeim og ástvinum þeirra. Jún Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Banda- rikjunum, Guðmundur Árni Stef- ánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og Henry Stern, aðstoðarborgar- stjúri New York, fluttu ávörp á bryggjunni, fögnuðu íslensku nú- tímavíkingunum og buðu þá vel- komna. ■ Áhöfnin hyllt/6 Morgunblaðið/Einar Falur Víkingaskipið íslendingur siglir undir Brooklyn-brúna í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.