Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Skólameistara þakkað
y
SVEINN Aðal-
steinsson skólameist-
ari fer mikinn í grein í
Mbl. á þriðjudaginn.
Ekki var nú ætlunin
að vega að skóla
Sveins heldur benda á
það furðulega ósam-
ræmi sem er í út-
gjöldum til mennta-
mála í landinu.
Sveinn átelur und-
irritaðan fyrir að
benda á að Garð-
yrkjuskólinn sé dýr
framhaldsskóli en tel-
ur jafnframt að Garð-
yrkjuskólinn sé ekki á
framhaldsskólastigi.
Og hvemig rökstyður hann þá
skoðun? „Það er,“ segir skóla-
meistarinn, „að vísu rétt, að Garð-
yrkjuskólinn er formlega á fram-
haldsskólastigi enn sem komið er
líkt og Hólaskóli ... en er þó í
reynd á milli háskólastigs og fram-
haldsskólastigs ...“ Undirritaður
vonar að einhver bendi Sveini á að
annaðhvort eru skólar á háskóla-
stigi eða ekki. Og fleiri rök:
„Margir nemendur eru með stúd-
entspróf er þeir hefja nám, námið
' er mjög sértækt og krefst víðtæks
verklegs og bóklegs undirbúnings.
Báðir skólarnir undirbúa náms-
framboð á háskólastigi og Hóla-
skóli er nú þegar með námsbraut,
sem metin er inn í háskóla." Lík-
lega er átt við að stúdentspróf sé
ekki skilyrði til inngöngu í skólann
en merking setningarinnar „Báðir
skólarnir undirbúa námsframboð á
háskólastigi" vefst fyrir undirrit-
uðum. Trúlega er átt við að skól-
inn búi nemendur undir háskólan-
jfc- ám nema að Garðyrkjuskólinn hafi
í hyggju að verða há-
skóli. Svona röksemd-
ir eru reyndar óþarfar
því staða Garðyrkju-
skólans er kristaltær,
skólinn útskrifar ekki
nemendur með há-
skólapróf.
Röksemdafærslá
Sveins er því sú, að
Garðyrkjuskólinn sé
ekki á framhalds-
skólastigi en sé á há-
skólastigi þrátt fyrir
það að vera á fram-
haldsskólastigi!
Heilbrigður
metnaður
Anægjulegt er, þegar menn eins
og Sveinn meistari hafa stolt og
heilbrigðan metnað fyrir hönd síns
skóla: „Garðyrkjuskólinn er lög-
heimili garðyrkjunnar í landinu og
hefur verið það allt frá 1939. Skól-
inn er mennta- og þróunarstofnun
íslenskrar garðyrkju, atvinnu-
greinar sem veltir u.þ.b. 7-10
milljörðum árlega, veitir um 2000
störf og er með gríðarleg sóknar-
færi.“ Það hefur því miður alveg
skotist fram hjá undirrituðum að
skóli hans, Verzlunarskóli Islands,
var víst stofnaður 1905 og hefur
verið leiðandi menntastofnun í við-
skiptum, verslun og þjónustu, at-
vinnugrein sem veltir nokkur
hundruð milljörðum og veitir tug-
um þúsunda atvinnu. Líklega er
það loftslagið í Ölfusinu sem gerir
menn stoltari af eigin afrekum en í
Reykjavík.
Sumir eru dýrari en aðrir
Meistara Svein undrar mjög að
undirritaður taki útgjöldin til
Framhaldsskólar
Framhaldsskólarnir,
segir Árni
Hermannsson, geta
engan veginn boðið
samkeppnishæf laun.
Garðyrkjuskólans og deili í þann
kostnað með nemendafjöldanum.
Sveinn sker sig að engu leyti frá
forráðamönnum landbúnaðarmála
sem lengst af hafa búið í fíla-
beinsturni en aftur á móti skilja
menn í menntamálaráðuneytinu
hugtökin framboð og eftirspurn.
Undirritaður hefur oft tekið
menn í stuttan einkatíma og í
þetta skipti verður hann ókeypis. í
menntamálaráðuneytinu reikna
menn kostnað við framhaldsskól-
ana á svolítið annan hátt. Sem
dæmi má taka Verzlunarskóla Is-
lands. Rekstri skólans er þannig
háttað að reiknaður er út meðal-
kostnaður per nem. í Menntaskól-
anum í Reykjavík og Menntaskól-
anum við Sund og þá upphæð fær
VÍ á hvern nemanda frá ríkisvald-
inu og einnig skólagjöld upp á kr.
45.000. Ofangreindir skólar eru
stórir framhaldsskólar og hafa
sent Háskóla íslands marga nema
sem mynda framvarðasveit lands-
manna í þeim vísindagreinum þar
sem sóknarfærin liggja helst í
þessu landi. Meðalkostnaður á
nemenda í Verzlunarskólanum er
ca. krónur 370.000.- og má draga
þá tölu frá kostnaði hvers nem-
enda í Garðyrkjuskólanum sem
Ámi
Hermannsson
Taflfélag Reykjavíkur 100 ára
í tilefni 100 ára afmæiis Taflféiags Reykjavikur verður haldín
afmælishátió i félagsheimili T.R. Faxafeni 12, 6. - 7. október.
Dagskrá:
Föstudagur 6. október
kl. 17-19: Veltingar f boði félagsins
kl. 19.30: Forgjafarskákmót. Verðlaun fyrir alla.
Laugardagur 7. október
kl. 14.00: ístenskir stórmeistarar tefla fjöitefli vlð böm og
unglinga 14 ára og yngrf. Verðtaun fyrir alta.
Nánarí upplýsingar er að flnna á heimasiðu T. R. www.skaknet.is
Tafffélag Reykjavfkur, Faxafeni 12, Reykjavík
Verkfræölþjónusta Guðmundar G. bórartnssonar
X og Z ráðgjöf sf.
Mitæ
stendur ylvolg í sjálfri grein
Sveins, alls krónur 848.000 á nem-
enda. Verzlunarskóli Islands þarf
að halda við sínu húsi svona rétt
eins og Sveinn á Reykjum og skól-
inn er leiðandi í tölvukennslu sem
kostar nú sitt og einnig heldur
hann úti stóru bókasafni sem nýt-
ist nú kannski ekki „heilli atvinnu-
grein“ eins og bókasafnið góða á
Reykjum. Undirrituðum segir svo
hugur um - áður en annað kemur í
ljós - að tölvukostur Verzlunar-
skólans og annar útbúnaður hans
slagi hátt í rekstur Garðyrkjuskól-
ans á rannsóknum og rekstri til-
raunastöðvar. Endurmenntun
stendur þá út af borðinu því
fræðslufundi verður Verzlunar-
skólinn að halda. I allri endur-
menntun þurfa nemendur að borga
skólagjöld og trúlega gildir það
einnig um endurmenntun í garð-
yrkju.
Síðasta röksemdafærslan
Kemur þá að síðustu röksemda-
færslu Sveins, að hluti garðyrkju-
námsins sé verklegur og verknám
kosti meira en bóknám. Þetta hafa
nú skólameistarar fjölbrautaskól-
anna margoft bent á en fullyrt
skal að hlutfallslegt fjárframlag til
slíkrar kennslu, eins og meistari
Sveinn höndlar með, myndi gera
fyrrnefnda skólameistara óða af
gleði. Sveinn hefur komist að
þeirri niðurstöðu, að til skólahalds
og bókasafn á Reykjum eru ætlað-
ar 33,9 milljónir króna og nemend-
ur eru alls 40. Nú má skólameist-
arinn reikna út - við fagurt
sólarlag uppi í brekkunum á
Reykjum - hvað þetta þýddi til
aukins rekstrarframlags fyrir t.d.
Menntaskólann í Reykjavík sem
hefur nemendafjölda upp á 900 en
fjárhagsgrundvöllur hans er sá
sami og VI. Vonandi dimmir seint
á Reykjum.
Þá er það nú kveðjan til annarra
kennara sem Sveinn sendir undir-
rituðum í lok greinar sinnar þar
sem hann skorar á kennara að
gera starf sitt sýnilegra(l). Nem-
endur undirritaðs eru orðnir ansi
margir og skipa sumir forystusveit
í ýmsum greinum í landinu og það
vekur honum oft ánægju þegar
hann ímyndar sér að hann kunni
að eiga smáhlut í þessum einstakl-
ingum þó ekki sé metið til launa.
Óvæntur liðsstyrkur
Þá er aðeins eftir að óska Sveini
skólameistara til hamingju. Hann
veitir okkur framhaldsskólakenn-
urum innsýn í það hvernig er að
heyra undir landbúnaðarráðuneyt-
ið. Kennurum hefur bæst óvæntur
liðsmaður sem segir: „Það er hins
vegar rétt, að Garðyrkjuskólinn
verður að bjóða samkeppnishæf
laun þar sem sérfræðingar með
háskólamenntun í garðyrkju og
skyldum greinum eru fáir.“ Fram-
haldsskólakennarar hafa margbent
sinnulausum yfirvöldum mennta-
mála á það að í fjölmargar greinar
fást ekki háskólamenntaðir menn
til kennslu og þá vegna þess að
framhaldsskólarnir geta engan
veginn boðið samkeppnishæf laun
á við það sem Sveinn meistari er
sem betur fer fær um.
Því ber að fagna að ný líftækni-
fyrirtæki hafa reynst vatn á myllu
launa náttúrufræðinga eins og
Sveinn bendir á. En munurinn á
stöðu Sveins og annarra skóla-
stjóra til að ráða menntað fólk er
hreint með ólíkindum. Það er ekki
oft sem gagnaðili í blaðadeilu færir
á silfurfati andstæðingi sínum öll
gögn í málinu og það stendur því
óhaggað að Garðyrkjuskólinn er
einn dýrasti framhaldsskólinn.
Betra vopn í kjarabaráttu hefur
okkur framhaldsskólakennurum
ekki borist á seinni árum en grein
Sveins Aðalsteinssonar.
Höfundur er kennari við
Verzlunarskdla íslands.
Góð bók eftir
Björn Lomborg
„HIÐ raunverulega
ástand heimsins“ er
heiti á bók sem komin
er út á vegum Fiskifé-
lagsútgáfunnar. Bókin
er eftir danskan lektor í
tölfræði, Bjöm Lom-
borg og fjallar um
ranga ímynd um stöðu
umhverfismála.
Efniviður bókarinn-
ar eru ýmsar tölfræði-
legar upplýsingar sem
gefa betri yfirsýn um
stöðu umhverfismála
en talið hefur verið.
Markaðssettur áróður
um afleita stöðu um-
hverfismála hefur verið
stundaður. Greenpeace er dæmi um
fyrirtæki í slíkum bisness. Hvalveið-
ar voru t.d. bannaðar á Islandi vegna
utanaðkomandi áróðurs um „ofveiði“
á hvölum. Utanaðkomandi villandi
áróður varð þess valdandi að það
tókst að plata nægilega marga til að
Alþingi Islendinga samþykkti hval-
veiðibann 1981.
Hvorki gengur svo né rekur að
hefja hvalveiðar aftur hérlendis, og
hvölum fjölgar stjórnlaust. Ofvernd-
un nytjastofna eins og hvala og fiski-
stofna getur leitt til ofbeitar í vist-
kerfi hafsins. Skyndilega og óvænt
getur orðið fæðuskortur vegna of-
verndar. Fari slíkt
saman með niðursveiflu
í umhverfisskilyrðum,
getur orðið mikill fellir í
nytjastofnum vegna
hungurs. Líklegt dæmi
um slíkt er við Labra-
dor, þar sem þorsk-
stofninn virðist hafa
hrunið úr hor m.a.
vegna offriðunar. Þeir
sem ekki vilja ræða
þetta efnislega ættu að
skoða tölur um hrun
vaxtarhraða þorsks
þarna frá 1978-1993. 7
ára þorskur við Labra-
dor 1993 var einungis
28% (0,83 kg) af þyngd
sem 7 ára þorskur var 1978 (2,87 kg).
Það er ekki til fæða til að stækka
nytjastofna endalaust. Margt bendir
til að áhættuþáttur vegna offriðunar
nytjastofna sé vanmetinn, háskaleg-
ur áhættuþáttur sem lítið er hugað
að við stjórnun veiða úr nytjastofn-
um. Er það enn eitt dæmi um afleið-
ingar af skipulögðum heilaþvotti sem
svokölluð „umhverfisverndarsam-
tök“ hafa stundað.
Til samanburðar eru til dæmi um
að í Afríku rífi fílar niður tré með rót-
um til að fá lauf að éta, þar sem fílum
fjölgar mikið eftir að fííaveiðar voru
bannaðar. Þetta kemur lítið í fréttum
Kristinn
Pétursson
Brúðhjón
Allm boiðbUnaóui GI<rsiU1 (] ijjdídvara Briidiijóiidlistar
Vr,irMyV Vh:RSLUNIN
Laugttvegi 52, s. 50>2 4244.