Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 35 LISTIR AP Sandskúlptúrar á Flórídaströnd RÚSSNESKU listamennirnir Pavlek Zadaniouk og Alex Diakov vinna hér báðir við gerð sand- skúlptúrs á Virginu-ströndinni í Flórída. Skúlptúrinn nefnist „Passion" og er erfitt að segja til um hvort þar er ýjað að ástríðum eða að píslar- göngu Krists. Verkið var meðal fjölmargra sem þátt tóku í banda- rísku sandskúlptúrkeppninni, en keppnin sú er hluti af Neptúnusar- hátíðinni sem árlega er efnt til á ströndinni. Listrænir sendiherrar TOIVLIST Geislaplötur BLÁSARAKVINTETT REYK JAVÍKUR Peter Rasmussen: Blásarakvintett í F-dúr. Lars-Erik Larsson: Quattro tempi, divertimento fyrir blásara- kvintetett op. 55. Carl Nielsen: Blásarakvintett op. 48. Hafliði Hall- grímsson: Intarsia fyrir blásara- kvintett (fyrsta hljóðritun). Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur - Bemharður Wilkin- son (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó og englahorn), Einar Jóhannesson (klarínett), Joseph Ognibene (hom), Hafsteinn Guðmundsson (fagott). Útgáfa: Chandos CHAN 9849. Heildarlengd: 73’53. Verð: 1.799 kr. BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur hefur nú starfað í næstum tuttugu ár og unnið sér sess sem einn mikilvægasti tónlistarfulltrúi Islendinga á erlendri grund. Með tónleikahaldi í flestum heimsálfum, framsæknu efnisvali, bæði á gamalli og nýrri tónlist, og hljóðritunum fyr- ir viðurkennd, alþjóðleg útgáfufyrir- tæki hefur hróður þeirra félaga bor- ist víða. Og ekki má gleyma því að kvintettinn er duglegur við að halda tónleika hér heima og meðlimir hans einnig virkir á öðrum sviðum tónlist- arlífsins, bæði sem einleikarar og fé- lagar í öðrum tónlistarhópum. Nýjasti Chandos-diskur Blásara- kvintetts Reykjavíkur veldur ekki vonbrigðum frekar en við mátti búast. Efnisvalið er nokkuð óvenju- legt að öðru leyti en því að nú kemur út önnur hljóðritun þeirra félaga á hinum indæla „Blásarakvintett" Carls Nielsens. Haustið 1998 gaf Kammermúsíkklúbburinn út úrval af tónleikahljóðritunum sínum og þar var kvintett Nielsens á meðal. Verkið er, eins og svo mörg tónverk Nielsens, svo einstaklega „mann- legt“, fullt af hlýju og síðast en ekki síst húmor. Pað voru einmitt þessir eiginleikar verksins, húmorinn og hlýjan, sem komu svo vel fram í fyrri hljóðrituninni og nýja útgáfan er hreint ekki síðri. Og ekki er verra að upptakan er eins og hún gerist best hjá Chandos sem ávallt hefur haft orð á sér fyrir sérstaklega vandaða tæknivinnu. Hér er sú hlið málsins í traustum höndum Halldórs Víkings- sonar. Peter Rasmussen (1838-1913) er algerlega óskrifað blað í tónlistar- sögunni. Hann var um árabil organ- isti í Garnisonskirken í Kaupmanna- höfn en stundaði auk þess tón- listarkennslu og lék á horn í frí- stundum. Verk hans voru aldrei gefin út á prenti en ef marka má „Blásarakvintettinn“ frá 1896 hefur hann verið meira en liðtækur í tón- smíðum. Þótt verkið sé svívirðilega gamaldags, u.þ.b. 70 árum á eftir áætlun, er fjölmargt í því sem heill- ar. Sérstaklega má nefna hnyttinn lokakaflann sem byggist á litlu fúg- ettustefi. Leikur Blásarakvintetts- ins er með ágætum og þeir virðast njóta þess að spila þessa skemmti- legu tónlist. Hlustið t.d. á hvernig þeir kasta á milli sín stefjabrotum í fjórða kafla (nr. 4,0’44-l’05, og síðan endurtekið tvisvar). Þarna eru menn svo sannarlega að skemmta sér. Árstíðadívertimentó Lars Eriks Larssons, „Quattro tempi“, er samið í nýklassískum stíl. Þetta er laglega samið stemmningsstykki í anda frönsku sexmenninganna en ekki finnst mér það sérlega minnisstætt - „det klæber ikke“ eins og þeir Dan- irnir Peter Rasmussen og Carl Nielsen myndu hafa sagt. Frekar klisjukennt, myndi einhver jafnvel segja. Þótt fuglasöngurinn í fyrsta kafla virki vel og fari ekki fram hjá neinum hefur maður heyrt þetta svo oft áður. Og ekki kemur þunglyndis- legur veturinn beinlínis á óvart. Besti kaflinn er sólríkur lokakaflinn, vorið, þar sem við erum reyndar aft- ur í félagsskap fiðruðú vinanna okk- ar, sem þeir Blásarakvintettsfélagar eiga ekki í neinúm vandræðum með að túlka. „Intarsia“ Hafliða Hallgrímsson- ar er einskonar örkonsert fyrir blás- arakvintett þar sem allir hljóðfæra- leikararnir fá að leika sínar einleikskadensur. Upprunaleg gerð verksins var í átta köflum en í end- urskoðaðri gerð þess urðu þeir fimm. Á diski þessum eru þrír af þeim leiknir. Intarsia er aðgengilegt verk í dívertímentóstíl sem auð- heyrilega gerir miklar tæknilegar kröfur til flytjenda. Hér sem endra- nær standast menn þær kröfur og gott betur. Meðfylgjandi bæklingur er ágæt- lega úr garði gerður að öðru leyti en því að nafna hljóðfæraleikaranna er hvergi getið. Þetta má telja furðu- lega og óafsakanlega gleymsku - eða handvömm. Þessir listamenn eiga það skilið að þeirra sé einnig getið sem einstaklinga enda er slíkt alltaf gert þegar um kammerhópa er að ræða. I kammertónlist er nauðsynlegt að hvert rúm sé skipað framúrskar- andi hljóðfæraleikurum og að þeir vinni vel saman að sameiginlegu markmiði. Hér eru menn allir í ein- leikaraflokki - og vinir. Um það get- ur engum blandast hugur. Valdemar Pálsson .OGNAV£«S( . c> _._ — _ y - SJAÐU - Laugavegi 40 Við erum 5 ára Komdu og sjáðu ótrúlega flott gleraugu -SjAðu- Laugavegi 40, sími 561 0075. Kynnum DKNY ilminn fyrir konur í Lyfju Laugavegi á morgun, laugardag. i Cb LYFJA Fyrir útlitið Lyfja Laugavegi Lyfja Lágmúla sími 552 4045 sími 533 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.