Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 35
LISTIR
AP
Sandskúlptúrar
á Flórídaströnd
RÚSSNESKU listamennirnir
Pavlek Zadaniouk og Alex Diakov
vinna hér báðir við gerð sand-
skúlptúrs á Virginu-ströndinni í
Flórída.
Skúlptúrinn nefnist „Passion" og
er erfitt að segja til um hvort þar er
ýjað að ástríðum eða að píslar-
göngu Krists. Verkið var meðal
fjölmargra sem þátt tóku í banda-
rísku sandskúlptúrkeppninni, en
keppnin sú er hluti af Neptúnusar-
hátíðinni sem árlega er efnt til á
ströndinni.
Listrænir sendiherrar
TOIVLIST
Geislaplötur
BLÁSARAKVINTETT
REYK JAVÍKUR
Peter Rasmussen: Blásarakvintett í
F-dúr. Lars-Erik Larsson: Quattro
tempi, divertimento fyrir blásara-
kvintetett op. 55. Carl Nielsen:
Blásarakvintett op. 48. Hafliði Hall-
grímsson: Intarsia fyrir blásara-
kvintett (fyrsta hljóðritun).
Flytjendur: Blásarakvintett
Reykjavíkur - Bemharður Wilkin-
son (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó
og englahorn), Einar Jóhannesson
(klarínett), Joseph Ognibene
(hom), Hafsteinn Guðmundsson
(fagott). Útgáfa: Chandos CHAN
9849. Heildarlengd: 73’53.
Verð: 1.799 kr.
BLÁSARAKVINTETT Reykja-
víkur hefur nú starfað í næstum
tuttugu ár og unnið sér sess sem
einn mikilvægasti tónlistarfulltrúi
Islendinga á erlendri grund. Með
tónleikahaldi í flestum heimsálfum,
framsæknu efnisvali, bæði á gamalli
og nýrri tónlist, og hljóðritunum fyr-
ir viðurkennd, alþjóðleg útgáfufyrir-
tæki hefur hróður þeirra félaga bor-
ist víða. Og ekki má gleyma því að
kvintettinn er duglegur við að halda
tónleika hér heima og meðlimir hans
einnig virkir á öðrum sviðum tónlist-
arlífsins, bæði sem einleikarar og fé-
lagar í öðrum tónlistarhópum.
Nýjasti Chandos-diskur Blásara-
kvintetts Reykjavíkur veldur ekki
vonbrigðum frekar en við mátti
búast. Efnisvalið er nokkuð óvenju-
legt að öðru leyti en því að nú kemur
út önnur hljóðritun þeirra félaga á
hinum indæla „Blásarakvintett"
Carls Nielsens. Haustið 1998 gaf
Kammermúsíkklúbburinn út úrval
af tónleikahljóðritunum sínum og
þar var kvintett Nielsens á meðal.
Verkið er, eins og svo mörg tónverk
Nielsens, svo einstaklega „mann-
legt“, fullt af hlýju og síðast en ekki
síst húmor. Pað voru einmitt þessir
eiginleikar verksins, húmorinn og
hlýjan, sem komu svo vel fram í fyrri
hljóðrituninni og nýja útgáfan er
hreint ekki síðri. Og ekki er verra að
upptakan er eins og hún gerist best
hjá Chandos sem ávallt hefur haft
orð á sér fyrir sérstaklega vandaða
tæknivinnu. Hér er sú hlið málsins í
traustum höndum Halldórs Víkings-
sonar.
Peter Rasmussen (1838-1913) er
algerlega óskrifað blað í tónlistar-
sögunni. Hann var um árabil organ-
isti í Garnisonskirken í Kaupmanna-
höfn en stundaði auk þess tón-
listarkennslu og lék á horn í frí-
stundum. Verk hans voru aldrei
gefin út á prenti en ef marka má
„Blásarakvintettinn“ frá 1896 hefur
hann verið meira en liðtækur í tón-
smíðum. Þótt verkið sé svívirðilega
gamaldags, u.þ.b. 70 árum á eftir
áætlun, er fjölmargt í því sem heill-
ar. Sérstaklega má nefna hnyttinn
lokakaflann sem byggist á litlu fúg-
ettustefi. Leikur Blásarakvintetts-
ins er með ágætum og þeir virðast
njóta þess að spila þessa skemmti-
legu tónlist. Hlustið t.d. á hvernig
þeir kasta á milli sín stefjabrotum í
fjórða kafla (nr. 4,0’44-l’05, og síðan
endurtekið tvisvar). Þarna eru menn
svo sannarlega að skemmta sér.
Árstíðadívertimentó Lars Eriks
Larssons, „Quattro tempi“, er samið
í nýklassískum stíl. Þetta er laglega
samið stemmningsstykki í anda
frönsku sexmenninganna en ekki
finnst mér það sérlega minnisstætt -
„det klæber ikke“ eins og þeir Dan-
irnir Peter Rasmussen og Carl
Nielsen myndu hafa sagt. Frekar
klisjukennt, myndi einhver jafnvel
segja. Þótt fuglasöngurinn í fyrsta
kafla virki vel og fari ekki fram hjá
neinum hefur maður heyrt þetta svo
oft áður. Og ekki kemur þunglyndis-
legur veturinn beinlínis á óvart.
Besti kaflinn er sólríkur lokakaflinn,
vorið, þar sem við erum reyndar aft-
ur í félagsskap fiðruðú vinanna okk-
ar, sem þeir Blásarakvintettsfélagar
eiga ekki í neinúm vandræðum með
að túlka.
„Intarsia“ Hafliða Hallgrímsson-
ar er einskonar örkonsert fyrir blás-
arakvintett þar sem allir hljóðfæra-
leikararnir fá að leika sínar
einleikskadensur. Upprunaleg gerð
verksins var í átta köflum en í end-
urskoðaðri gerð þess urðu þeir
fimm. Á diski þessum eru þrír af
þeim leiknir. Intarsia er aðgengilegt
verk í dívertímentóstíl sem auð-
heyrilega gerir miklar tæknilegar
kröfur til flytjenda. Hér sem endra-
nær standast menn þær kröfur og
gott betur.
Meðfylgjandi bæklingur er ágæt-
lega úr garði gerður að öðru leyti en
því að nafna hljóðfæraleikaranna er
hvergi getið. Þetta má telja furðu-
lega og óafsakanlega gleymsku - eða
handvömm. Þessir listamenn eiga
það skilið að þeirra sé einnig getið
sem einstaklinga enda er slíkt alltaf
gert þegar um kammerhópa er að
ræða.
I kammertónlist er nauðsynlegt
að hvert rúm sé skipað framúrskar-
andi hljóðfæraleikurum og að þeir
vinni vel saman að sameiginlegu
markmiði. Hér eru menn allir í ein-
leikaraflokki - og vinir. Um það get-
ur engum blandast hugur.
Valdemar Pálsson
.OGNAV£«S( .
c> _._ — _ y
- SJAÐU -
Laugavegi 40
Við erum 5 ára
Komdu og sjáðu ótrúlega
flott gleraugu
-SjAðu-
Laugavegi 40,
sími 561 0075.
Kynnum DKNY ilminn fyrir konur í Lyfju
Laugavegi á morgun, laugardag.
i Cb LYFJA
Fyrir útlitið
Lyfja Laugavegi Lyfja Lágmúla
sími 552 4045 sími 533 2300