Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 28

Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Spenna á Fflabeinsströndinni Herforingja- stjórnin lýsir yfír neyðarástandi Abidjan. Reuters, AFP, AP. Hömlur Sameinuðu þjdðanna á viðskipti við Irak Mörg ríki hundsa flugbann Bagdad, SÞ. AFP, AP. Reuters Flugvél frá Marokkó lenti á þriðjudag í Bagdad og hafði meðferðis ýmis hjálpargögn. Marokkóstjórn hafði fengið leyfi hjá SÞ fyrir fiuginu en mörg ríki hirða ekki um að biðja um undanþágu frá flugbanninu. HERFORINGJASTJORNIN á Fílabeinsströndinni hefur lýst yfir neyðarástandi og sett útgöngubann sem gilda á um helgina þegar hæstiréttur landsins úrskurðar hverjir megi vera í kjöri í for- setakosningum sem ráðgerðar eru 22. þessa mánaðar. Fjórir biðu bana og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Abidjan, stærstu borg landsins, í fyrrakvöld. Yfirvöld sögðu að fjórmenning- arnir hefðu ætlað að gera sprengju- árás í borginni en beðið bana þegar sprengja þeirra hefði sprungið í verslun við helstu umferðarmiðstöð borgarinnar. Mennirnir voru frá Níger. Herforingjastjómin sagði að lýst hefði verið yfir neyðarástandi fram yfir helgina til koma í veg fyrir að óeirðir blossuðu upp vegna væntan- legs úrskurðar hæstaréttar lands- ins. Stjómin áskilur sér meðal annars rétt til að banna útifundi og umferð á ákveðnum stöðum. Þá á útgöngu- bann að gilda frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. Leiðtogi herforingjastjórnarinn- ar, Robert Guei hershöfðingi, er meðal nítján manna sem stefna að framboði í forsetakosningunum og hæstiréttur landsins á að ákveða á morgun hverjir þeirra megi vera í kjöri samkvæmt nýrri stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu í júlí. Búist er við að dóm- stóllinn úrskurði að helsti andstæð- ingur herforingjastjómarinnar, Al- assane Ouattara, fyrrverandi for- sætisráðherra, sé ekki kjörgengur. Ouattara nýtur mikils stuðnings meðal múslima í norðurhluta lands- ins og andstæðingar hans segja að hann geti ekki verið í kjöri þar sem hann eigi ættir að rekja til grann- ríkisins Burkino Faso. Hann kveðst hins vegar geta sannað að hann og báðir foreldrar hans hafi fæðst á Fílabeinsströndinni og hann sé því kjörgengur. Guei komst til valda 24. desem- ber í fyrsta valdaráninu í 40 ára sögu Fílabeinsstrandarinnar sem sjálfstæðs ríkis og síðan hafa her- foringjar tvisvar gert uppreisn gegn hershöfðingjanum. SAMEINUÐU furstadæmin, sem em eitt af arabaríkjunum við Persa- flóa, sendu í gær flugvél með 40 lækna, hjúkrunarfólk og 10 tonn af lyfjum og öðmm búnaði til Bagdad í Irak. Forseti Furstadæmanna hefur lengi verið andvígur viðskiptabann- inu sem Sameinuðu þjóðimar settu á frak vegna innrásarinnar í Kúveit 1990. Æ fleiri þjóðir hundsa nú flug- bannið gegn írak. Mikil óeining er í öryggisráði SÞ um refsiaðgerðimar gegn Saddam Hussein og ríki hans. Bandaríkja- menn og Bretar viija halda aðgerðun- um áfram en Frakkar og Rússar benda á að þær komi fyrst og fremst niður á almenningi í írak og viija slaka á þeim og helst fella þær úr gildi. Saddam og valdaklíka hans eiga auðvelt með að tryggja sér þær vörur sem falla undir viðskiptabannið. Tals- menn mannréttinda benda á að fjöldi barna í íraka lætur hins vegar árlega lífið vegna vannæringar. Andstæðingar refsiaðgerðanna túlka ákvæði flugbannsins með þeim hætti að ekki þurfi að sækja sérstak- lega um undanþágu vegna flugs til ír- aks með lyf og önnur hjálpargögn. Fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna segja hins vegar að Saddam noti sveltandi böm sem tæki til að fá al- menningsálit á Vesturlöndum á sitt band og viðskiptabanninu aflétt. ír- akar mega flytja út allmikið af olíu og bent er á að tekjumar ættu að duga vel fyrir kaupum á lyfjum og matvæl- um. En Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur kvartað yfir því að bandarískir fulltrúar í nefndum sam- takanna tefji með ýmsum hætti fyrir því að veittar séu undanþágur fyrir nauðsynjavörar sem senda eigi til ír- ak. Bandaríkjamenn telja að vaming- urinn lendi oft í höndum íraska hers- ins. írökum vora á sínum tíma sett ákveðin skilyrði fyrir því að við- skiptabanninu yrði aflétt. Var meðal annars kveðið á um að þeir yrðu að hætta öllum tilraunum til að koma sér upp gereyðingarvopnum en vitað er að þeir hafa gert tilraunir með sýkla- ogefnavopn. Öryggisráðið kom á fót vinnuhópi í apríl og átti hann að kanna leiðir til að gera refsiaðgerðir gegn brotlegum ríkjum áhrifaríkari. Gerð hefur verið mikil skýrsla á vegum hópsins og seg- ir þar að efnahagslegar refsiaðgerðir séu oft hundsaðar en ef þær hafi áhrif bitni þær oft meira á óbreyttum borguram viðkomandi lands en stjómvöldum. Mæla skýrsluhöfundar með því að gripið sé fremur til af- markaðra og markvissra aðgerða. Viðræður Ehuds Baraks og Yassers Arafats í París fóru út um þúfur Fundurinn þó ekki sagður árangurslaus með öllu Jerúsalem, París, Sharm el-Sheik. AFP, AP. Palestínumenn kveikja í ísraelska fánanum við útför tólf ára drengs, sem féll við Netzarim á miðvikudag, í bænum Bany Shala í gær. Reuters Madeleine Albright, Yasser Arafat, Jacques Chirac og Ehud Barak við samningaborðið í forsetahöllinni í París. ÞÓTT leiðtogum ísraels og Palest- ínu hafi ekki tekist á fundi sínum í París að ná sáttum um hvernig bregðast ætti við átökunum á sjálf- stjórnarsvæðunum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum undanfarna viku, segja bandarískir og franskir embættismenn að fundurinn hafi ekki verið árangurslaus. Viðræður Ehuds Baraks og Yass- ers Arafats með Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, stóðu í um sex klukku- stundir á miðvikudag, og leið- togarnir áttu aftur fund snemma í gærmorgun. Þeir komust að sam- komulagi um að Israelar drægju úr hemaðarviðbúnaði á þremur átaka- svæðum, í Netzarim á Gaza-svæðinu og í Nablus og Ramallah á Vestur- bakkanum. Á móti samþykktu Pal- estínumenn að leyfa ekki mótmæli á þessum stöðum. Gáfu Barak og Ara- fat samtímis út skipun til ísraelska hersins og palestínsku lögreglunnar þar að lútandi. Barak hundsar fundinn í Egyptalandi Til stóð að skrifað yrði undir sam- komulagið á fundi Baraks og Arafats með Hosni Mubarak Egyptalands- forseta i Sharm el-Sheik í Egypta- landi í gær, en Barak snerist hugur á síðustu stundu og flaug heim til ísraels snemma í gærmorgun, án þess að ljá því undirskrift sína. Ara- fat og Albright héldu hins vegar til Egyptalands til fundar við Mubarak. Arafat mun hafa neitað að undirrita samkomulagið í Paris, þar sem hann teldi að Egyptar ættu að eiga hlut að máli og því væri rétt að innsigla samkomulagið í Sharm el-Sheik. CNN-íréttastofan hafði eftir hátt- settum ísraelskum embættismanni að Barak hefði ekki séð ástæðu til að sækja fundinn í Egyptalandi fyrst Arafat væri ekki reiðubúinn að und- irrita samkomulagið í París og hann myndi nú bíða og sjá hvemig málin þróuðust á sjálfstjómarsvæðunum. Að sögn embættismannsins vonast forsætisráðherrann til að friðarvið- ræður verði teknar upp að nýju þeg- ar átökin era yfirstaðin. Báðir leiðtogarnir munu þó hafa fullvissað Albright um að samkomu- lagið stæði, þótt það væri ekki skjal- fest. Arafat krefst þess að skipuð verði alþjóðleg rannsóknarnefnd, en Bar- ak vill að ísraelar og Palestínumenn reyni í sameiningu að grafast fyrir um orsakirnar. Danny Yatom, einn helsti ráðgjafi Baraks, sagði í viðtali við ísraelska útvarpsstöð í gær að af- staða frönsku fulltrúanna á fundin- um í París hefði komið í veg fyrir að samkomulag næðist. Fullyrti hann að Frakkar hefðu stutt tillögu Pal- estínumanna um alþjóðlega rann- sóknarnefnd og það hefði gert and- rúmsloftið þvingað. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom að við- ræðunum seint á miðvikudag. Mikilvæg skref stigin Madeleine Albright vísaði þvi á bug í gær að fundurinn í París hefði verið árangurslaus, og hún sagði það árangur í sjálfu sér að Barak og Arafat hefðu rætt saman i sex klukkustundir og reynt að finna lausn á þeim vanda sem að steðjaði. Hún lagði áherslu á að þótt formlegt samkomulag hefði ekki náðst, hefðu leiðtogamir náð sátt um ákveðnar ráðstafanir til að kveða óeirðirnar niður. Jacques Chirac Frakklandsforseti tók í sama streng og sagði að mikil- væg skref hefðu verið stigin í átt að friði á sjálfstjómarsvæðunum. CNN hafði eftir bandarískum embættismanni í samninganefndinni að Barak og Arafat hefðu tekið boði yfirmanns bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, um að útvega báðum að- ilunum fjarskiptatæki og annan bún- að til að sinna öryggismálum, og að Barak hefði heitið því að ísraelskir hermenn myndu ekki beita skot- vopnum gegn mótmælendum nema þeir væra í augljósri lífshættu. Víst er að fundur leiðtoganna var ekki átakalaus, því staðfest hefur verið að Arafat hefði á einum tíma- punkti orðið svo reiður að hann hefði gengið á dyr. Arafat mun hafa verið kominn út í bíl og á leið á brott, en Albright íyrirskipaði vörðum að loka hliðinu að bandaríska sendiherra- bústaðnum, þar sem viðræðurnar fóra fram, og sannfærði síðan Pal- estínuleiðtogann um að snúa aftur. ísraelar harðlega gagnrýndir Valdbeiting Israelshers gagnvart mótmælendum á sjálfstjórnarsvæð- unum hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, og ekki síst sú staðreynd að ung böm hafa látið lífið í átökun- um. Tveggja ára telpa lést eftir að bíll sem hún var farþegi í varð fyrir skothríð ísraelskra landnema, tólf ára drengur var skotinn til bana í fangi föður síns í Netzarim á laugar- dag, og annar tólf ára drengur beið bana í sama bæ á miðvikudag. Alls hafa um áttatíu manns látið lífið í átökunum, flestir þeirra Palestínu- menn. Araba- og múslimaríki hafa geng- ið lengst í að fordæma framgöngu Israelsmanna og boðað hefur verið til neyðarfundar í Arababandalaginu vegna ástandsins. Um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu gegn ísrael í Teheran, höfuðborg Ir- ans, í gær. Fjölmenn mótmæli hafa einnig átt sér stað í öðrum löndum araba og múslima, þar á meðal í Tyrklandi, írak, Jórdaníu, Súdan og Egyptalandi. Þá fordæmdi Chris Patten, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, í gær beitingu vopna í átökunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að sendiráð og ræðismannsskrif- stofur Bandaríkjanna í Mið-Austur- löndum, þar á meðal í ísrael, yrðu lokaðar næstu fimm daga vegna vax- andi mótmæla, en um eitt þúsund námsmenn réðust á miðvikudag með gijótkasti að bandaríska sendiráð- inu í Damaskus, höfuðborg Sýr- lands. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi höfðu fýrr í vikunni varað þegna sína við því að ferðast um Mið-Austurlönd. Áhrifa átakanna hefur einnig gætt í Bandaríkjunum og Evrópu, en lögreglan í New York rannsakar nú tíu tilvik þar sem granur leikur á að menn af araba- ættum hafi ráðist á gyðinga í hefnd- arskyni. Sjö manns slösuðust og 48 vora handteknir í Kaupmannahöfn í gær, eftir að til átaka kom milli lög- reglu og palestínskra innflytjenda, sem tóku þátt í mótmælagöngu gegn Israel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.