Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 2

Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Manitoba í Kanada Verður sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót í Winnipeg. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson forsætisráðherra heilsar Neil Bardal, kjörræðismanni íslands í Manitoba, við komuna til Winnipeg í gær. Svavar Gestsson, sendiherra og aðalræðismaður íslands í Winnipeg, er á milli þeirra. DAVIÐ Oddsson, forsætis- ráðherra, kom ásamt fylgdarliði í opinbera heimsókn til Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í gær. Næstu daga bíður hans viðamikil dagskrá í Manitoba, sem tengist fyrst og fremst framlagi íslands til viðhalds menningarmála á svæð- inu, en í fyrra samþykktu ríkis- stjórn íslands, Eimskipafélagið og Háskólasjóður að leggja samtals fram 50 milljónir króna á þremur árum til þess að tryggja aðra kennarastöðu við íslenskudeild Manitoba-háskóla og kosta endur- bætur á íslenska bókasafninu í há- skólanum. Auk þess styrktu ís- lenska ríkið og Eimskip byggingu menningarmiðstöðvar á Gimli með framlagi upp á um 11 milljónir króna, en Davíð opnar hana form- lega á laugardag. Hann verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Manitoba-háskóla í dag og opnar íslenska bókasafnið í nýjum húsa- kynnum á morgun. Árdegis í dag hittir Davíð Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, en síðdegis verður hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbótí lögfræði við Manitoba-háskóla. Á morgun opnar hann íslenska bókasafnið við Manitoba-háskóla í nýjum og bætt- um húsakynnum en á laugardag verður fjölbreytt dagskrá á Gimli við Winnipeg-vatn. Þar leggur RÚMLEGA tvítugur Reykvíkingur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir peningafals. Ef maðurinn heldur skilorð í þrjú ár fellur refsing niður. Ákæra vegna málsins var gefin út á hendur tveimur mönnum en ekki tókst að birta samverkamanni hins dæmda fyrirkall. Hann mun vera við nám á Spáni. Ákærða var jafn- framt gert að sæta upptöku á tölvu- prentara og tveimur tölvudiskl- ingum þar sem vistuð er mynd af 5.000 króna seðli, á annan mynd af framhlið seðilsins og á hinn mynd af bakhlið hans. Ennfremur var ákærða gert að greiða allan sakar- kostnað, þ.m.t. 50.000 króna máls- varnarlaun verjanda síns. Falsaði vegna fjárhagsvandræða Mönnunum var gefið að sök að hafa í sameiningu falsað um fjöru- tíu 5.000 króna peningaseðla í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjaldeyri, en ákærðu not- uðu síðan sjö falsaða 5.000 króna seðla í viðskiptum í verslunum í Davíð blómsveig að landnáms- steininum á Willow Point eða Víð- irnesi, sem er skammt fyrir sunnan Gimli, afhjúpar skjöld til minning- ar um landnám Islendinga á svæð- inu fyrir 125 árum og opnar form- lega tvær stofnanir á Gimli. Annars vegar menningarmiðstöð Reykjavík og Hafnarfirði í desem- bermánuði sl. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi, en hann viðurkenndi að hafa prentað út allt að 100 seðla en þar af hefðu um það bil 40-50 seðlar verið nógu sann- færandi að hans mati til þess að unnt væri að koma þeim í umferð. Brotið komst hins vegar upp þegar nota átti sjöunda seðilinn. Ákærði bar því við að hafa leiðst út í þetta brot af sjálfsbjargarviðleitni. Hann hefði verið í fjárhagsvandræðum og ekki séð aðra leið út úr þeirri stöðu en að falsa peninga. Rauf skilorð I desember 1997 var ákærði dæmdur í 45 daga varðhald, skil- orðsbundið í 3 ár, fyrir minni háttar líkamsárás. Með peningafölsuninni rauf hann skilorð þess dóms. Voru því bæði málin tekin til meðferðar og dæmt í þeim í einu lagi. Dómara þótti hæfileg refsing vera fangelsi í 12 mánuði en fullnustu refsingar- innar var frestað og fellur hún nið- ur eftir þrjú ár haldi ákærði al- mennt skilorð. við vatnið, The Waterfront Centre, og hins vegar safn íslenskrar menningararfleifðar í Vesturheimi í sömu byggingu. Auk þess opnar hann formlega enskan vestur- faravef Ríkisútvarpsins, en á sunnudag verður m.a. farið um Nýja Island. EINS hreyfils flugvél hlekktist á við lendingu í sandfjöru í Fljótavík í friðlandi Hornstranda hinn 8. október sl. Nokkru áður en vélin nam staðar sökk nefhjól hennar nokkuð í gljúpan sand með þeim afleiðingum að skrúfa hennar rakst til jarðar. Við það bognaði annað skrúfublaðið. Að auki rakst vinstri vængur vélarinnar í sandinn. Örn Ingólfsson, flugstjóri vélar- innar segir flugvélina hafa verið á „skokkhraða" þegar óhappið varð og því afar lítil hætta á ferðum. Tveir voru í vélinni auk Arnar. Þar sem ekki var hægt að fljúga vélinni frá Fljótavík var hringt eftir báti sem kom og sótti þá félaga. Tveimur dögum síðar fór Örn dag Davíð hafði stutta viðkomu í Minneapolis í Bandaríkjunum á leið sinni til Winnipejg, en þar hafði hann móttöku fyrir íslcndinga bú- setta á svæðinu og viðskiptavini ís- lenskra fyrirtækja. Hátíðarhöld í Kanada til að minnast 1000 ára landnáms Islend- inga í Vesturheimi hófust með formlegum hætti í Ottawa, höfuð- borg Kanada, 6. apríl sl., en þá af- henti Davíð forsætisráðherra Kan- ada m.a. gjöf til Kanada frá íslensku þjóðinni. Síðan hafa verið um 200 viðburðir vítt og breytt um landið, sem Svavar Gestsson, sendi- herra og aðalræðismaður Islands í Winnipeg, og Guðrún Ágústsdóttir, eiginkona hans, hafa skipulagt og komið að með einum eða öðrum hætti. Þessum hátíðarhöldum lýk- ur í Manitoba um helgina, en dag- ana 26. til 28. október verður hald- in ráðstefna í Manitoba-háskóla og er um að ræða samstarfsverkefni skólans og Háskóla íslands. Með Davíð í för eru Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, Guð- jón Guðmundsson, annar varafor- seti Alþingis, og Guðný Jóna Ólafs- dóttir, eiginkona hans, og Skarphéðinn Steinarsson, skrif- stofustjóri forsætisráðuneytisins. Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir, eiginkona hans, eru einnig í íslensku sendinefndinni. aftur til Fljótavíkur ásamt flug- virkja sem skipti um skrúfu á vél- inni. Eftir ítarlega skoðun á væng hennar komu í ljós skemmdir í vængbita. Vélinni var því ekki flog- ið til ísafjarðar eins og til stóð. Örn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vélin yrði líklega fiutt með báti til ísafjarðar til viðgerðar. Hann líkir ástandi flugvélarinnar við bíl með brotið drifskaft. Flug- vélin sé í raun afar lítið skemmd. Örn hefur lent um 30 sinnum í sandfjörunni í sumar. Umrædd ferð átti að verða sú síðasta í ár en ætlunin var að ganga frá sumar- bústöðum og símstöð í Fljótavík. „Það eru ekki allar ferðir til fjár,“ sagði Örn. Umhverfís- og heilbrigðisnefnd Aðföng kærð vegna brots á sölubanni UMHVERFIS- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur hefur sam- þykkt tillögu Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur að kæra Aðföng hf., innflutningsfyrii'- tæki Baugs, fyrir ítrekuð brot gegn sölubanni Heilbrigðiseft- irlitsins á vanmerktum úða- brúsum. 3. maí 1999 var Aðföngum veittur frestur til 3. nóvember 1999 til að merkja á viðeigandi hátt vanmerkta úðabrúsa, hár- lakk og hárfroðu af gerðinni Exclusive og hárlakk af gerð- inni Vital Care. Umræddar snyrtivörur standast ekki ákvæði reglugerðar nr. 236 frá 1990, og nr. 77 frá 1999, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda þau. I nóvember í fyrra var gefinn lokafrestur til úrbóta því fyrir- tækið hafði ekki farið að kröfum heilbrigðiseftirlitsins. Sá frest- ur rann út í lok janúar og var sett sölubann á vanmerkta brúsa. Þrátt fyrir það voru þeir enn til sölu í verslunum í febr- úar og aftur í júní sl. Segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins að um ítrekuð brot sé að ræða og því er farið fram á leyfi til að kæra Aðföng vegna málsins. Það leyfi var veitt á fundi nefnd- arinnar og er sú kæra nú í und- irbúningi. Tímabundin stöðvun trygginga- sölu FIB SALA bifreiðatrygginga hjá FÍB tryggingu er orðin mun meiri í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir og er fjöldi trygginga- taka kominn í það hámark sem samið var um við Lloyd’s í London fyrir árið 2000. Vegna þessa hefur FÍB trygging tímabundið hætt að taka við nýjum umsóknum um bifreiða- tryggingar, en það var ljóst þegar í haustbyrjun að auka þyi-fti við þann kvóta sem feng- ist hafði hjá Lloyd’s. Samn- ingaviðræður um aukninguna hafa staðið yfir og hafa tekið lengri tíma en ætlað var. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Halldór Sigurðsson, vá- tryggingamiðlari hjá FÍB, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stöðvunin myndi að- eins vara næstu daga og að hún hefði engin áhrif á núver- andi tryggingataka né endur- nýjun trygginga þeirra. Falsaði 5.000 króna seðla Dæmdur í árs skil- orðsbundið fangelsi Flugvélin er enn í Fljótavík en beðið færis að flytja hana til Isafjarðar. Hlekktist á í Fljótavík Sérblöð í dag mmma apiao aðsíns Sérblað um viðskiþti/atvinnulíf Með Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Jack & Jones. Blaðinu verður dreift á suðvest- urhorninu. 4SM íþrmr Bjarki fékk gult fyrir fögnuð / B1 Enn tapar KA að Hlíðarenda / B 2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.