Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristján Guðmundsson og fjölskylda starfræktu lengi tvær Krónu-búðir í Reykjavík Kristján Guðmundsson, kallaður Stjáni blái, ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Sveinsdóttur. Fjölskyldan rak um árabil verslanir í Reykjavík undir nafninu Krónan. Synir Kristjáns og Sigrúnar á yngri árum. Þeir voru jafnan kallaðir „tuttuguogfimmeyring- arnir“. Talið frá vinstri eru það Björn, Ríkharður, Sigurður og Guðmundur Kristjánssynir. Keppt við KRON í V esturgötu MATVÖRUVERSLANIR undir nafninu Krónan hafa áður verið starfræktar á höfuðborgarsvæðinu, en eins og kom fram í Morgunblað- inu um síðustu helgi hyggst Kaupás hf. opna lágvöruverðsverslanir und- ir því heiti á næstunni. Til fjölda ára voru reknar verslan- ir undir nafninu Krónan, sem voru í eigu Kristjáns Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Kristján, sem ekki var kallaður annað af samferðar- mönnum sínum en Stjáni blái, breytti verslun sinni við Vesturgötu 35, sem hann hafði rekið undir eigin nafni í nokkur ár, í Krónuna árið 1939 og tíu árum síðar var önnur Krónu-verslun opnuð á horni Máva- hlíðar og Lönguhlíðar, af Kristjáni og syni hans, Guðmundi, sem tók þar við sem verslunarstjóri og rak Krónuna til dauðadags árið 1974. Ári áður hafði hann reyndar hætt rekstri matvöruverslunar í Máva- hlíð, með tilkomu stórverslana sem risu í hverfinu, og var húsnæðinu breytt í söluturn, eða sjoppu, sem rekinn var undir Krónu-nafninu til ársins 1978, þegar fjölskylda Guð- mundar heitins seldi húsnæðið og reksturinn. Kaupendur voru þeir sömu og reka þar Bónus-Vídeó í dag, þ.e. á horni Mávahlíðar og Lönguhlíðar. Að sögn Kolfinnu Guðmundsdótt- ur Kristjánssonar var faðir hennar einn frumkvöðla í rekstri matvöru- verslana á þessum tíma, þótti nýj- ungagjarn og barðist t.d. fyrir því að fá að selja mjólk og hafði opið fram á kvöld, alla daga vikunnar. Kolfinna sagði að þegar faðir sinn hefði fengið að selja mjólkina hefði hann verið spurður hvað kæmi næst í verslunina. „Ja, það er bara brennivínið," á Guðmundur að hafa svarað! Gengisfellingu eða KRON að þakka? Þegar Kristján hætti afskiptum af rekstri Krónunnar við Vestur- götu, og sneri sér að Mávahlíðinni með Guðmundi, syni sínum, tók Rík- harður, annar sonur hans, við versl- uninni og rak hana til ársins 1983, að Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 eyra á Súfistanum fimmtudagskvöld 19. október kl. 20 * fslenskunnar Upplýsingaröldin - úrval úr bókmenntum 18. aldar Þorfinnur Skúlason, annar ritstjóri bókarinnar, kynnir hana og lesnir verða valdir kaflar. úM Mál og menningltfl malogmenning.is I IfJ I Ljósrayndir úr einkasafni Verslunin Krónan við Vesturgötu 35 í Reykjavík, þar sem Bronco-jeppinn stendur fyrir framan, var starfrækt frá fjórða áratugnum og til ársins 1983. í næsta húsi til vinstri var KRON með verslun um skeið og í bárujárns- húsinu til hægri bjó fjölskylda Kristjáns lengstum. Myndin er tekin í kringum 1960. hann hætti og lokaði Krónunni. Um ástæðu þess að Kristján nefndi verslunina upphaflega Krón- una fer tvennum sögum hjá afkom- endunum. Önnur er sú að vegna gengisfellingarinnar 1939 hafi Krónu-nafnið komið til en hin er öllu skemmtilegri. Hún er þannig að þegar Kristján hafði rekið verslun- ina við Vesturgötu um skeið undir eigin nafni opnaði KRON, Kaupfé- lag Reykjavíkur og nágrennis, verslun í næsta húsi. Þegar Kristján uppgötvaði að börn fóru húsavillt með innkaupamiða frá foreldrum sínum, og komu til hans í stað KRON, á hann að hafa séð sér leik á borði og ákveðið að nefna sína versl- un eins líku heiti og hægt var. Þann- ig hafi Krónu-nafnið komið til sög- unnar. Fáum mánuðum síðar hætti KRON reyndar verslunarrekstrin- um þarna og skal ósagt látið hvort Krónan hafi átt þar einhverja sök. Hins vegar fékkst það staðfest hjá einum sona Kristjáns að lengi stóðu eftirfarandi skilaboð úti í glugga, eftir að KRON kom við hliðina: „Maturinn er mannsins megin, munið aðkaup’ann hérna megin.“ Ekki er hægt að fá einkaleyfi á nafninu Krónan vegna gjaldmiðils- ins, en notkunarréttur er fyrir hendi í fyrirtækjaskrá. Kaupás hf. hefur skráð ■ félögin Krónu-búðin ehf. og Spar-Krónan, vegna fyrirhugaðra lágvöruverðsverslana, og í fyrir- tækjaskrá er einnig skráð verslun- armiðstöðin Krónan á Akureyri. Að sögn eins eigenda hennar stendur ekki til að gera athugasemd við Krónu-nafnið hjá Kaupásmönnum. Þá var fyrir fáum árum rekinn bílamarkaður við Mýrargötu undir nafninu Krónan en hann er ekki lengur starfandi. Andlát HELGI ÞORLÁKSSON HELGI Þorláksson, fyrrverandi skólastjóri Vogaskóla, lést á Drop- laugarstöðum í Reykja- vík í gær. Hann var á 85. aldursári. Helgi var fæddur 31. október 1915 og lauk kennara- og söngkenn- araprófi frá Kennara- skóla íslands árið 1938. Hann sótti síðan ýmis námskeið í tungumál- um, tónlist og kennslu- málum heima og er- lendis og fór margar kynnisferðir til Norð- urlanda, Þýskalands og Bandaríkjanna til að kynnast skóla- starfi þar. Þá sótti hann norræn þing og ráðstefnur skólamanna og organ- ista sem fulltrúi Islands. Helgi hóf kennsluferil sinn í Vest- mannaeyjum og á Akranesi. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur rak hann smábarnaskóla á heimili sínu Helgi Þorláksson árin 1948 til 1952 og kenndi við Gagnfræða- skóla Austurbæjar ár- in 1946 til 1959. Hann var skólastjóri Voga- skóla frá stofnun 1959 til ársins 1981. Þá var hann organisti Lang- holtssóknar árin 1953 til 1963. Helgi tók þátt í margs konar félags- störfum, sat meðal annars í stjórn Hjarta- verndar, Ríkisútgáfu námsbóka, var formað- ur safnaðamefndar Langholtssóknar og átti sæti í menntamálanefnd þjóðkirkjunnar. Þá ritaði hann fjölda blaðagreina og flutti erindi í útvarp um skólamál. Eftirlifandi eiginkona Helga er Gunnþóra Sigurbjörg Kristmunds- dóttir. Þau eignuðust fimm syni og eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.