Morgunblaðið - 19.10.2000, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Athugasemd frá Landssambandi í'slenzkra útvegsmanna
" Hafa ekki misnotað
tegundatilfærslur
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
Sj/WARÚTv/EGS
RÁÐuNríno
-AA-
'2.
------AA
Dýri gengur orðið laus, Davíð. Það má hvorki orðið brottkasta né tegundatilfæra.
Maður dæmdur fyrir lfkamsárás
Afleiðingar vinnuslyss
taldar til málsbóta
RÚMLEGA þrítugur karlmaður
hefur verið daemdur í Héraðsdómi
Suðurlands í 15 mánaða fangelsi fyr-
ir stórfellda líkamsárás á eiginkonu
sína. Maðurinn þarf þó ekki að sitja
af sér nema þrjá mánuði haldi hann
almennt skilorð. Við ákvörðun refs-
ingarinnar var tekið tillit til þess að
maðurinn varð fyrir alvarlegum höf-
uðáverka í slysi um ári fyrir atburð-
inn.
Áverkarnir breyttu, að mati sér-
fræðinga, skaplagi mannsins mjög
og gerðu hann hömlulausari en
gengur og gerist.
Stakk með hnífí
Ríkissaksóknari gaf sl. vor út
ákæru á hendur manninum fyrir
stórfellda líkamsárás með því að
hafa í fyrrasumar slegið eiginkonu
sína í andlitið í sumarhúsi í Vík í
Mýrdal þannig að hún féll í gólfið og
eftir það haldið áfram að láta höggin
dynja á andliti hennar og líkama og
því næst stungið hana ítrekað með
hnífi í andlit og líkama.
Konan slasaðist mikið. Hún nef-
brotnaði, bólgnaði í andliti og fékk
um 2 cm langan skurð í gegnum efri
vör hægra megin, grunna skurði á
hægri augabrún og um 5 cm djúpt
skurðsár á hægri framhandlegg.
Maðurinn hvorki játaði né neitaði
sakargiftum hjá lögreglu og fyrir
dómi. Þó bar hann fyrir dómi að er
konan hlaut áverkana hafi þau verið
ein, ásamt tveimur litlum telpum, í
húsinu. Dómnum þótti framburður
konunnar, vitna og að hluta til hins
ákærða auk rannsóknargagna sanna
að maðurinn hefði gerst sekur um
árásina.
Þrátt fyrir að ákærði hafi verið úr-
skurðaður sakhæfur komst dómari
að þeirri niðurstöðu að ætla mætti
að vegna vinnuslyss er hann varð
fyrir 1998 hafi hann verið hömlu-
lausari en gengur og gerist um aðra
menn. Yrði að telja að ákærði hafi
unnið verkið í ákafri geðshræringu.
Eftir deilur við konuna hafi ákærði
misst stjóm á sér, ráðist á konuna og
gripið hníf sem var innan seilingar.
Upplýst þótti hins vegar að strax
eftir að bráði af ákærða hafi hann
iðrast verksins og kallað ítrekað eft-
ir hjálp og leitast þannig við að koma
í veg fyrir skaðlegar afleiðingar af
verkinu. Hins vegar var ekki fallist á
það með verjanda að virða bæri
ákærða það til hagsbóta að hann var
undir áhrifum áfengis og hugsanlega
einhverra lyfja.
Auk fangelsisdómsins var maður-
inn dæmdur til að greiða fórnar-
lambi sínu 500.000 krónur í miska-
bætur og 90.000 krónur vegna
lögmannskostnaðar svo og allan sak-
arkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, 180.000 krón-
ur. Kröfu konunnar um þjáninga-
bætur var hins vegar vísað frá dómi.
Lágmúla 8 • S(mT 530 2800
www.ormsson.ls
Enn með
smokka
innvortis
MAÐURINN sem á sunnudaginn
reyndi að smygla e-töflum til lands-
ins með því að gleypa smokka var
enn á Landspítalanum í Fossvogi í
gær. Röntgenmyndir sýndu að ekki
höfðu allir smokkarnir gengið niður
en maðurinn gleypti um 80 smokka
sem taldir eru innihalda um 800-
1000 e-töflur. Maðurinn hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald en
verður á Landspítalanum uns allir
smokkarnir hafa gengið niður. Fíkni-
efnadeild lögreglunnar í Reykjavík
fer með rannsókn málsins.
AUÐARverðlaunin veitt í dag
Virkjum
kraft kvenna
IDAG verða veitt
AUÐARverðlaunin á
ráðstefnu sem haldin
verður á Grand Hóteli og
hefst klukkan 13.00. AUÐ-
ARverðlaunin eru hluti af
verkefninu: AUÐUR í
krafti kvenna sem er fjöl-
þætt verkefni sem hefur
að markmiði að auka þátt-
töku kvenna í atvinnu-
sköpun. Dr. Guðrún Pét-
ursdóttir er stjórnarfor-
maður verkefnisins. Hún
var spurð hvað haft væri
að leiðarljósi við veitingu
verðlaunanna?
„Markmið þessara verð-
launa er að hvetja konur
með því að beina kastljós-
inu að konum sem hafa
sýnt sérstakt frumkvæði í
starfi sínu. Frumkvæðið
getur verið af ýmsu tagi. Það get-
ur verið fólgið í að skapa eigin
fyrirtæki, hrinda hugmynd í
framkvæmd - en það getur líka
verið fólgið í að hvetja aðra í
kringum sig. I mínum huga er það
þó alltaf tengt sköpun, hvort sem
hún er huglæg eða hlutbundin.“
-Hvers konar verkefni er:
A UÐ UR í krafti kvenna ?
„Ég sit í stjórn Nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins. Þegar sjóður-
inn hafði starfað í tvö ár var ljóst
svo ekki varð um villst að afar fá-
ar konur sóttu um þátttöku sjóðs-
ins í verkefnum sem þær vildu
koma áleiðis. Þar sem að konur
hér á landi eru vel menntaðar og
eru helmingur þjóðarinnar þá
hlýtur það að vera áhyggjuefni
þeirra sem vilja að stuðla að
auknum hagvexti og bættum
kjörum hér á landi að sá kraftur
sem í konum býr skuli ekki vera
virkjaður til hins ýtrasta í þessu
skyni. Þær geta skapað svo miklu
meira í kringum sig. Þess vegna
ákvað Nýsköpunarsjóður að
leggja sitt af mörkum til þess að
breyta þessu. Mér var falið að
koma með hugmyndir. Ég fékk til
liðs við mig Guðfinnu Bjarnadótt-
ur, rektor Háskólans í Reykjavík,
og hún lagði til að við fengjum
með okkur unga samstarfskonu
hennar, Höllu Tómasdóttur, sem
var nýráðinn endurmenntunar-
stjóri fyrrnefnds skóla.“
- Hvernig voru hugmyndirnar?
„Við vorum allar sammála um
það frá upphafi að lykilatriði væri
að auka sjálfstraust kvenna svo
þær treystu sér til að virkja þann
kraft sem í þeim býr til að stofna
fyrirtæki og hefja atvinnurekst-
ur. Grunnur að sjálfstrausti er til-
finningin um að maður ráði við
verkefnin og lykill að þeirri til-
finningu að maður hafi hlotið
nauðsynlega menntun og þjálfun
til þess að takast að við það. Þess
vegna ákváðum við að uppistaðan
í okkar vef yrðu námskeið um
fjármál og fyrirtækjarekstur fyr-
ir konur. Mjög margar konur líta
ekki á sig sem fjármálaverur, þær
fela öðrum ef þær geta að hugsa
um fjármál - jafnvel fjármál
heimilisins, og finnst þær vera á
hálum ís þegar talið __________
berst að vaxtakjörum,
skuldabréfum, hluta-
bréfum, vali á lífeyris-
sjóði og svo framvegis. ________
Við vildum bjóða þess-
um konum stutt námskeið sem
haldin eru á kvöldin og svipta þar
með dulúðinni af þessum hluta
heimsins. Það er enginn galdur að
rata í hinum almennu hugtökum
fjármálaheimsins.11
- Eru þessi námskeið vel sótt?
„Já, þau eru gríðarlega vel sótt.
Frá upphafi hefur verið langur
biðlisti. Við erum að halda sjötta
námskeiðið núna og það er ekki
Guðrún Pétursdóttir
► Guðrún Pétursdóttir fæddist í
París 1950. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1970, prófi í sálar-
fræði frá Háskóla íslands, meist-
araprófi í lífeðlisfræði frá
Oxford University og doktors-
prófi í taugalífeðlisfræði frá
læknadeild Óslóarháskóla. Hún
hefur starfað við kennslu og
rannsóknir hjá Háskóla íslands
og er nú dósent í frumulíffræði
og fósturfræði við námsbraut í
hjúkrunarfræði og síðan 1995
forstöðumaður Sjávarútvegs-
stofnunar Háskóla Islands. Mað-
ur hennar er Ólafur Hannibals-
son blaðamaður og eiga þau tvær
dætur.
Lykilatriði að
auka sjálfs-
traust kvenna
nema ár síðan við lögðum fram
fyrstu grunnhugmyndir að AUÐI
í krafti kvenna, og áttum alveg
eftir að fá samstarfsaðila.“
- Og hverja fenguð þið?
„Stjórn Nýsköpunarsjóðs varð
starx mjög hrifin af þeim hug-
myndum sem við lögðum fram og
fól okkur að finna góða samstarfs-
aðila til að standa að verkefninu.
Við fórum í allar stórar fjármála-
stofnanirnar og stærstu fyrirtæk-
in og kynntum verkefnin fyrir yf-
irmönnum þeirra og þetta var
stórkostlega skemmtilegt. Þeir
tóku hugmyndunum beinlínis
fagnandi því allir voru þeir með
konur að störfum í fyrirtækjum
sínum sem þeir vildu sjá vaxa og
taka á sig meiri ábyrgð, en þær
höfðu afþakkað. Síðan völdum við
úr hópi þessara aðila auk Ný-
sköpunarsjóðs, íslandsbanka
FBA, Deloitte&Touche og Morg-
unblaðið. Háskólanum í Reykja-
vík var falið að annast fram-
kvæmd verkefnisins."
- Er fleira eruð þið með?
„FrumkvöðlaAUÐUR er okkar
stærsta námskeið, sem við bjóð-
um tvisvar á ári. Það stendur í
sextán vikur og er ætlað konum
sem hafa hug á að stofna fyrir-
tæki. Fyrsta námskeiðið var hald-
ið í vor og annað námskeiðið er nú
vel á veg komið. Það þarf að
hvetja konur frá blautu barns-
beini í þessum efnum, þess vegna
________ ákváðum við að beina
líka sjónum að litlum
stúlkum. Við stóðum að
deginum: Dæturnar
með í vinnuna, í vor. Þá
var fólk og fyrirtæki
hvött til að kynna litlum stúlkum
fjölbreytni atvinnulífsins með því
að bjóða þær velkomnar á vinnu-
staði þennan dag. Þetta var mjög
vel heppnað. Við stóðum fyrir
sumarbúðunum FramtíðarAUÐ-
UR, fyrir ungar stúlkur sem eru
um það bil að velja sér námsbraut
í framhaldsskóla og einnig höfum
við leitt saman konur í stjórnun-
arstöðum í LeiðtogaAUÐI.