Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vitundarvakning - átaksverkefni til að auka almenna þekkingu á vélindabakflæði Samvinna sérfræðinga mikilvæg í forvörnum Slitgigt í mjöðm fímm sinnum algengari hér en í Danmörku SAMVINNA lækna innan ólíkra sérgreina er mikilvægur liður í átaki Vitundarvakn- ingar 2000 á vegum Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum (FSM), til að auka al- menna vitneskju um vélindabakflæði og tel- ur Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum og formaður stýrihóps verkefnisins, að sam- vinna af þessu tagi við fræðslu og forvarnir muni fara vaxandi í framtíðinni. Ásgeir segir að heilbrigðisstarfs- fólk finni mjög fyrir því að vitneskja og áhugi fólks um heilbrigðismál hafi aukist og því spyrji það gjarnan fleiri og nákvæmari spurninga um sjúkdóma og heilsufar sitt. Hann segist telja það jákvæða þróun að fólk hafi svo greiðan aðgang að upp- lýsingum um heilbrigðismál, sem sé fyrst og fremst tilkomið vegna nets- ins og annarra upplýsingamiðla og segir hann að starfsfólk í heilbrigð- isgeiranum verði að bregðast við þessum breyttu aðstæðum með því að vera tilbúið að ræða við sjúklinga og bæta við þá þekkingu sem sjúkl- ingamir hafi aflað sér, með sinni eigin þekkingu og reynslu. Einnig verði heilbrigðisstarfsfólk að vera tilbúið að fræða almenning um þekktar forvarnir gegn sjúkdómum. Meðferð við bakflæði verður skilvirkari Ásgeir segir að í átaksverkefninu um vélindabakflæði hafi sýnt sig mjög greinilega hversu mikilvæg samvinna sérfræðinga sé. í fræðslu- ráði FSM vegna átaksins sitja, auk sérfræðinga í meltingarsjúkdómum, fulltrúar heimilislækna, skurð- lækna, barnameltingarsérfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Fræðsluráðið hefur meðal annars sett saman bæklinga, bæði fyrir al- menning og fagfólk, þættir verða sýndir í sjónvarpi og greinar munu birtast í blöðum. Ásgeir segir að í greinum þessum verði bakflæði skoðað út frá ýmsum hliðum og í samvinnu sérfræðinga. Til dæmis verði fjallað sérstaklega um bak- flæði og meðgöngu, bakflæði og glerungseyðingu og bakflæði og asma. „Fræðsla er það mikilvæg- asta í öllum forvörnum og við sett- um okkur það markmið í upphafi að ná breiðri samstöðu um einn boð- skap varðandi vélindabakflæði. Ekki bara varðandi fræðsluna held- ur einnig um hvernig eigi að taka á rannsóknum og meðferð þegar fólk leitar til okkar,“ segir Ásgeir. Hann segist telja af- ar mikilvægt að sér- fræðingar beri saman bækur sínar á þennan hátt til að upplýsingar sem sjúklingar fái séu sem skýrastar og seg- ist hann tvímælalaust vænta þess að eftir þessa vinnu verði með- ferð við vélindabak- flæði skilvirkari. Hann segist einnig hafa trú á því að fólk muni taka sér slík vinnubrögð til fyrirmyndar innan Ásgeir annarra greina læknis- Theodórs fræðinnar. „Við teljum jafn- framt að fræðsla af þessu tagi eigi erindi inn í skólana, til dæmis í námsefni um lífsleikni," segir Ás- geir. Ásgeir segir að í átaki þessu sé jafnframt mikilvægt að kanna hver raunverulegur árangur af slíku átaki sé. Félag evrópskra melt- ingarsérfræðinga hafi mikinn áhuga á því að sjá hver árangur átaksins verði hér á landi og að vonandi verði tekið mið af þeim árangri í skipu- lagningu sambærilegra átaka í öðr- um Evrópulöndum. Ásgeir segir að árangur átaksins verði mældur mjög vandlega. Könn- un á þekkingu fólks á bakflæði, or- sökum þess og einkennum, var gerð áður en átakið fór af stað og verður sú könnun endurtekin að átakinu loknu. Hann segist telja afar mikil- vægt að árangurinn verði mældur á þennan hátt til hagsbóta fyrir næsta átak sem fer af stað eftir áramót og beinist gegn krabbameini í ristli og endaþarmi og einnig fyrir aðra sem kynnu að vilja nýta sér reynslu þess. Fornar lýsingar á ein- kennum vélindabakflæðis BAKFLÆÐI í vélinda virðist ekki alveg nýtt af nálinni, en í forn- bókmenntum má sjá lýsingar sem minna á einkenni vélindabakflæðis. Dæmi um slíka lýsingu er að finna í Þorgils sögu og Hafliða þar sem segir frá veislunni á Reykhólum. Þar er goðanum Þórði Þorvaldssyni Kjartanssonar úr Vatnsfirði lýst á eftirfarandi hátt. „Þórður var ekki mikill drykkjumaður, nokkuð van- gæft um fæðsluna sem oft kann að verða þeim, er vanheilsu kenna, því maðurinn var á efra aldri og var þó enn hraustur. Hann kenndi nokkuð innanmeins og var því ekki mjög matheill og nokkuð vandblæst að eta slátur því að hann blés svo af sem hann hefði vélindisgang og varð þá nokkuð andrammur." I veislunni hófst þá kveðskapur um andremmu. Kemur meðal ann- ars fram Ijót vísa um að allur þing- heimur „tók af nef með fíngrum“ þegar hann blés og endar með að Þórður gengur úr veislunni. SLITGIGT í mjöðm- um er allt að fimm sinnum algengari hér á landi en í Danmörku og Suður-Svíþjóð þar sem sambærilegar rannsóknir hafa farið fram. Þetta er meðal niðurstaðna í doktors- ritgerð Þorvaldar Ingvarssonar læknis sem hann ver við Há- skólann í Lundi í dag, fimmtudag. Doktorsritgerð Þor- valdar fjallar um al- gengi og , arfgengi slitgigtar í Islending- um en hún var unnin í samvinnu við Islenska erfðagrein- ingu. I niðurstöðum ritgerðarinnar segir að íslendingar hafi lengi gert sér grein fyrir að sjúkdómurinn erf- ist. Þorvaldur segir rannsóknir sín- ar styrkja mjög þá skoðun að slit- gigt í mjöðmum sé erfður sjúkdómur, a.m.k. að hluta og hvetji til áframhaldandi leitar að meingen- um slitgigtar. Litningur 16 inniheldur meingen Þorvaldur kannaði arfgengi slit- gigtar í mjöðmum með því að bera saman erfðafræðiupplýsingar úr Is- lendingabók ÍE og upplýsingar um þá sem höfðu gengist undir gervi- liðaaðgerð í mjöðm á árunum 1972- 1996.1 Ijós kom að arfgengi slitgigt- ar er mjög mikið. Börn þeii-ra sem þjást af slitgigt eru í þrefalt meiri hættu á að fá sjúkdóminn en aðrir. Jafnframt er mikill fjöldi einstaklinga úr sömu fjölskyldu með gervilið í mjöðmum. Þá kom í Ijós að slitgigtarsjúkl- ingar eiga miklu færri sameiginlega forfeður og að slitgigtarfjöl- skyldur eru miklu skyldari innbyrðis en samanburðarhópurinn. í ritgerðinni segir að nýjar aðferðir geri það nú mögulegt að kemba allt erfðamengi manns- ins í leit að erfðavísum og meingenum sem hafa áhrif á eða geta Þorvaldur orsakað slitgigt og Ingvarsson aðra sjúkdóma. „I Ijós kom erfðavísir stórrar íslenskrar fjölskyldu með erfða slitgigt í mjöðmum. í ljós kom erfðavísir á litningi 16 sem er talinn innihalda meingen sem getur orsak- að slitgigt í mjöðmum og stendur leit að meingeninu nú yfir.“ Helmingi fleiri aðgerðir vegna slitgigtar hér á landi Algengi slitgigtar var skoðað með því að skoða ristilmyndir af um 1.500 íslendingum en á ristilmynd- um sjást mjaðmaliðir vel. Rann- sóknin sýnir fram á að slitgigt er allt að fimm sinnum algengari á íslandi en í Suður-Svíþjóð og Danmörku. Rannsókn Þorvaldar tók einnig til fjölda gerviliðaaðgerða sem gerðar voru vegna frumslitgigtar í mjöðm- um á árunum 1982-1996. Þegar tillit hafði verið tekið til mismunandi ald- urssamsetningar þjóðanna kom i ljós að á íslandi voru gerðar um 50% fleiri gerviliðaaðgerðir en í Sví- þjóð. Siv Friðleifsdóttir umhverfísráðherra segir Norðurskautsráðið eflast Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Alaska. „Umhverfísmálin áhyggjuefni44 Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Rjúpur leita verndar varnarliðs ÞESSI rjúpnahópur spókaði sig um í friði og ró við skrifstofubyggingu Islenskra aðalverktaka á Keflavík- urflugvelli í gær eins og þær væru vissar um öryggi sitt fyrir veiði- mönnum á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir starfsemi norður- skautsráðsins afar mikilvæga og telur samstöðu vera um það innan ráðsins að hún verði stórefld á næstu árum. Siv sat nýlega tveggja daga fund ráðsins í Barrow í Alaska en ráðið er samstarfsvettvangur Norðurlandanna, Bandaríkjanna, Kanada og Rússlands. Það var stofnað árið 1996 og beinist starf- semin einkum að umhverfismálum og sjálfbærri þróun á norðurslóð- um. „Ég held að það sé tilfinning flestra, sem að samstarfinu koma, að norðurskautssvæðið hafi gleymst hingað til,“ segir Siv í sam- tali við Morgunblaðið. Bendir hún á að svæðið sé víðfeðmt, þar búi á heildina litið fáir og að náttúran þar sé viðkvæm. Öflugar stofnanir hafi hins vegar ekki komið að málefnum svæðisins og pólitískt samstarf um málefni þess hafi verið lítið hingað til. Siv leggur á hinn bóginn áherslu á að mikil þörf sé á auknu samstarfi þeirra landa sem koma að ráðinu ekki síst á sviði umhverfismála. „Menn hafa ti! að mynda miklar áhyggjur af söfnun þrávirkra líf- rænna efna á norðurslóðum en þau berast aðallega frá löndunum í suðri." Kvaðst Siv hafa á fundi ráðsins lagt mikla áherslu á að náð verði sem fyrst samkomulagi meðal þjóða heims um að dregið verði úr notkun þrávirkra lífrænna efna. Þau efni má m.a. finna í skordýra- eitri og eru þau mikið notuð í þró- unarríkjunum. Slíkur samningur er að sögn Sivjar í burðarliðnum og er vonast til að samkomulag náist á fundi í Suður-Afríku á næstunni. Unnið að þremur verkefnum í umhverfísmálum Siv segir að samstaða sé um það innan ráðsins að koma á traustum vísindalegum grunni um stöðu um- hverfismála á norðurslóðum. Það geti auðveldað löndunum að ná póli- tískri samstöðu um málefni sem tengjast umhverfismálum. Af þeim sökum er á vegum ráðsins unnið að þremur verkefnum í umhverfismál- um. í fyrsta verkefninu er m.a. fylgst með söfnun lífrænna þrá- virkra efna á norðurslóðum, í öðru verkefninu er m.a. fylgst með fjölda tegunda dýra og plantna á svæðinu og áhrifum umhverfisþátta þar á og í þriðja verkefninu er m.a. fylgst með mengun hafsins á svæðinu. Sagði Siv í samtali við Morgun- blaðið að rætt hefði verið um þessi verkefni á fundi ráðsins á dögunum og var þar m.a. ákveðið hvernig verkefnunum skuli hagað næstu tvö árin. Að sögn Sivjar taka öll aðild- arlönd ráðsins þátt í störfum ráðs- ins að miklum krafti og er skilning- ur meðal fulltrúa þeirra á mikilvægi þess að tekið verði á umhverfismál- um á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.