Morgunblaðið - 19.10.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 19.10.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Alþjóðleg herferð Amnesty International gegn pyntingum Dauðsföll vegna pynt- inga í yfír 80 löndum Ljósmynd/Andrée Kaiser, Sipa Press í skýrslu Amnesty má meðal annars sjá myndir af konum sem lentu í skipulögðum nauðgunum af hálfu serb- neskra hermanna í Bosníu. Konurnar leyfðu inyndatökur af sér svo að „heimurinn fengi að vita hið sanna“ um stríðið í Bosníu. ALÞJÓÐLEGRI herferð mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- ernational gegn pyntingum var hrundið af stað í gær og einnig er komin út ítarleg skýrsla samtak- anna um stöðu pyntinga í heimin- um. Skýrslan er byggð á upplýs- ingum sem Amnesty International hefur aflað á undanförnum þremur árum og þar kemur meðal annars fram að í rúmlega 80 þjóðlöndum hafa orðið dauðsföll vegna pyntinga á síðustu þremur árum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty International, segir að þrátt fyrir þá staðreynd að 119 ríki séu aðilar að alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pynting- um, séu pyntingar ennþá viðvar- andi vandamál og að þær viðgang- ist út um allan heim. „I þessari skýrslu kemur fram að pyntingar eru ekki endilega bundn- ar við ríki þar sem er einhverskon- ar einræðisstjórn eða alræðis- stjórn, pyntingar eiga sér stað í mjög mörgum lýðræðisríkjum. Við höfum heimildir um pyntingar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Austur- ríki, Frakklandi, Sviss, Spáni, Portúgal og fleiri Evrópulöndum," segir Jóhanna. Flestir sem sæta pyntingum eru fólk í jaðarhópum Hún bendir á að í skýrslunni komi fram að pólitískir fangar séu ekki endilega í meirihluta meðalþeiiTa sem verði fyrir pyntingum nú. „Flestir sem sæta pyntingum í dag er fólk sem er í jaðarhópum. Til dæmis fátækt fólk og útigangs- börn sem fá enga vernd af hálfu yf- irvalda og eru ofsótt af þeim. Hommar og lesbíur, kynskiptingar og klæðskiptingar verða einnig mikið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hers víða um heim,“ segir Jó- hanna. Hún segir að í Evrópulöndum séu það gjarnan innflytjendur eða flóttamenn sem verði fyrir pynting- um, það er að segja fólk sem er af öðrum litarhætti en flestir innan samfélagsins. „Þeir hópar sem eru veikastir fyrir í samfélaginu eru í mestri hættu. Þetta er fólk sem á lítinn aðgang að stjórnvöldum og fjölmiðlum og á erfitt með að verja sig. I skýrslunni kemur einnig fram að mismunun og fordómar eru vatn á myllu þeirra sem beita pynting- um. Um leið og búið er að skil- greina hóp sem minna virði eða ómennskari en aðra hópa innan samfélagsins er hætta á því að meðhöndlun á einstaklingum innan hópsins verði eftir því. Fólk sem tilheyrir félags- og þjóðernishópum sem eiga undir högg að sækja inn- an samfélagsins er þannig í miklu meiri hættu á því að verða fórnar- lömb pyntinga en aðrir.“ Konur og börn í mestri hættu í innanlandsátökum Jóhanna segir að í skýrslunni komi fram upplýsingar um að á síð- ustu þremur árum hafí slæm með- ferð af hálfu yfirvalda átt sér stað í að minnsta kosti 150 þjóðlöndum og í 80 löndum hafi fólk látist af völdum pyntinga. Einnig hafi inn- anlandsátök orðið algengari á und- anförnum árum og segir hún að í slíkum átökum séu konur og börn í mestri hættu á því að verða fyrir pyntingum. „í mörgum tilfellum þegar þjóð- ernishópar eru að berjast fyrir sjálfstæði sínu eru börn tekin og pyntuð því þau eru tákn um fram- tíð þessa hóps. Konur verða fyrir nauðgunum og eru nauðganir í raun og veru orðnar vopn í stríðs- átökum,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að konur séu einn- ig mjög víða fórnarlömb pyntinga í einkalífi sínu og að það sé háalvar- legt vandamál hversu algengt það sé að yfirvöld horfi framhjá heimil- isofbeldi. „Konur eru hýddar, grýttar, það er skvett á þær sýru, þeim er nauðgað og þær eru drepnar víða um heim. Það er mjög erfitt að eiga við brot sem eiga sér stað í einka- lífi fólks, en Amnesty tekur upp mál þar sem yfirvöld líta framhjá staðreyndum því þá eru yfirvöld orðin samsek,“ segir Jóhanna. Hægt að skrá þátttöku sína á Netinu og senda tölvupóst Jóhanna segir að hér á landi verði leitað samstarfs við ýmis samtök, til dæmis kvennasamtök og samtök homma og lesbía á Is- landi. Hún segist hvetja allt fólk til að leggja samtökunum lið í herferð- inni. „Það eru ýmsar leiðir til að að- stoða okkur. Við þurfum á fjár- magni að halda og eins þurfum við fleiri virka félaga til að taka þátt í starfi okkar, skrifa bréf og hjálpa okkur við að þrýsta á yfirvöld um heim allan,“ segir Jóhanna. Einnig er hægt að skrá þátttöku sína í herferðinni á www.stoptor- ture.org. Þeir sem það gera fá sendar upplýsingar um einstök mál og tilbúin bréf sem má framsenda. Huld Magnúsdóttir formaður ís- landsdeildar Amnesty Internation- al segir að þetta sé í fyrsta sinn sem tölvupóstur sé notaður á þenn- an hátt í átaki á vegum samtak- anna, en með því að nýta tölvu- tæknina verði án efa hægt að fá fleiri til að leggja þeim lið. Hún bendir jafnframt á mikilvægi þess að bréfaskriftum verði haldið áfram af sama krafti, enda séu mörg þeirra landa þar sem ástand- ið er hvað verst, lítið eða ekkert tölvuvædd. Hvað Vesturlönd varð- ar segist hún telja að tölvupóstur geti vissulega haft mikil áhrif, sér- staklega ef hann er sendur í mjög miklu magni. Hún segist samt sem áður halda að hann komi seint í stað sendibréfa, því þau fái jafnan fomilegri meðferð. Hún brýnir þó mikilvægi þess að notaðar séu margar og fjölbreyttar aðferðir við að beita yfirvöld þrýstingi, en í hverju tilfelli fyrir sig verði bæði að hafa í huga að aðferðimar eigi við og að þær séu sem árangurs- ríkastar. Aukið álag á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu með auknum fólksflutningum Of margir íbúar á hvern heimilislækni MEÐ auknum fólksflutningum til höfuðborgarsvæðisins hefur álag á heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og í Mos- fellsbæ aukist en þar era nú mun fleiri íbúar á hvern heimilislækni en æskilegt þykir. „A þessu svæði búa um 145.000 manns og þar eru nú um 1.800 manns á hvem heimilislækni, þá eru meðtaldir sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar en það hefur gjarnan ver- ið miðað við að það sé ekki æskilegt að það séu fleiri en 1500 manns á hvern heimilislækni,“ segir Guð- mundur Einarsson forstjóri heilsu- gæslunnar í Reykjavík. „Við eram ekki ánægð með þetta ástand. Okkur tekst ekki að byggja heilsugæsluna upp nógu hratt til að sinna þeirri fjölgun íbúa sem orðið hefur í borginni því ekki hefur tekist að útvega fé til þess.“ Guðmundur segir það einnig valda erfiðleikum að kjör heilsugæslu- lækna séu úrskurðuð af kjaranefnd þar sem þeim eru ákveðin hámarks- kjör. Þetta sé erfið staða því vilji sé fyrir því kaupa meiri vinnu af heimil- islæknum en heimilt er. Bið eftir því að fá heimilislækni Hann segir stöðuna á mörgum heilsugæslustöðvum vera án vand- ræða en að sumar þeirra eigi erfitt með að sinna þeirri eftirspurn sem sé um þjónustu þeirra. Til dæmis hafi þurft að seinka stækkun heilsu- gæslustöðvarinnar í Grafarvogi og enn sé beðið eftii' því að hægt verði að byggja stöð í Voga-Heimahverfí. Eins sé staðan sumstaðar sú að fólk þurfi að bíða eftir því að verða skráð hjá ákveðnum heimilislækni en hann tekur jafnframt fram að engum sé neitað um læknisþjónustu á heilsu- gæslustöðvunum. Stöðvarnar veiti öllum þjónustu sem séu á svæði þeirra og segir hann að sé um bráða- tilfelli að ræða fái fólk þjónustu strax. Guðmundur segir að ástæða þess að fólk komist ekki að hjá heimilis- lækni strax sé gjarnan sú að þeir sem flytji frá hverfinu haldi áfram að sækja heilsugæslustöðina í gamla hverfinu sínu. „Við höfum verið að finna leiðir til að vinna úr þessu, ann- aðhvort með því að fá þá sem sækja stöðina úr öðram hverfum að snúa sér að sínum hverfisstöðvum eða að gera stöðvunum kleift að taka við fleiram," segir Guðmundur. Veldur auknum kostnaði annars staðar Guðmundur segist hins vegar ekki hafa áhyggjur af því að staða þessi eigi eftir að versna. „Það hefur verið bætt við töluvert af læknum núna. Það er góður skiln- ingur í ráðuneytinu á þörfinni fyrir uppbyggingu heilsugæslunnar. Því þegar við getum ekki sinnt þjónust- unni eins og við þyrftum veldur það auknum kostnaði annars staðar í heilbrigðiskei-finu. Fólk hefur yfir- leitt úrræði til að ná til læknis þegai- það þarf þess, það fer þá til sérfræð- inga eða á bráðadeildir en það er kostnaðarsamari þjónusta. Það leiðir því til spamaðar í heilbrigðiskerfinu að heilsugæslan geti sinnt sínu hlut- verki, “ segir Guðmundur. Ónóg nýliðun hjá sérfræðing- um í heimilislækningum Þórir B. Kolbeinsson, formaður félags íslenskra heimilslækna, segir að heimilslæknar hafi margsinnis bent á að uppbygging heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hafi setið á hakanum en fjöldi heilsu- gæslu- og heimilislækna þar sé mun minni en hann ætti að vera miðað við íbúafjölda. „Við stöndum líka frammi fyrir því að það hefur verið ónóg nýliðun hjá sérfræðingum í heimilislækningum en það er veralegt vandamál,“ segir Þórir og bætir því við að erfitt sé að finna eina skýringu þessu en að vin- sældir greina sveiflist gjarnan á þennan hátt. Hann segist telja að æskilegt væri að kynna störf heilsu- gæslulækna betur fyrr í læknanám- inu. Einnig segir hann að gjarnan sé rætt um að launakjör heimilislækna séu lakari en annarra sérfræði- menntaðra lækna. Verkefni hafa verið flutt til heilsugæslunnar Þórir segist hafa orðið var við að heimilislæknar á höfuðborgarsvæð- inu tali um að gífurlegt álag sé á heilsugæslustöðvunum og að það fari vaxandi. Það sé bæði vegna þess að íbúum og öldraðum fjölgar og einnig vegna þess að verið sé að flytja verk- efni frá sjúkrahúsunum til heilsu- gæslustöðvanna. ,Aherslurnar í heilbrigðiskerfinu era að breytast. Það er reynt að sinna þeim sem hægt er í heimahús- um og það fólk kemur þá meira inn á borð hjá heilsugæslustöðvunum." Þórir segir að þegar verkefni séu flutt til heilsugæslunnar verði einnig að huga að því að flytja þangað aukið fjármagn og mannskap. „Við heimilislæknar teljum að það hafi ekki verið hugsað nógu vel fýrir þeim þætti þegar verkefni hafa verið ílutt af sjúkrahúsunum og hefur ver- ið rætt um að það þurfi að skipu- leggja þetta mun betur,“ segir Þórir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.