Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Ýmsar áherslubreytingar í Nýkaupi íKringlunni
Búið að setja upp
fisk- o g áleggsborð
NÝKAUP í Kringlunni hefur ver-
ið að taka breytingum undanfarna
daga. Arni Ingvarsson, kaupmað-
ur í Nýkaupi, segir að þegar sé
búið að gera ýmsar áherslubreyt-
ingar en að á næstu vikum muni
verslunin taka enn frekari breyt-
ingum.
„Búið er að setja upp fiskborð í
versluninni og þar getur fólk
keypt hefðbundinn ferskan fisk en
líka nýjungar eins og til dæmis
ferskan túnfisk og nílarkarfa. Þá
verðum við líka með úrval til-
búinna fiskrétta og yfirumsjón
með fiskborðinu verður í höndum
reyndrar húsmóður, Laufeyjar
Stefánsdóttur.“
Árni segir að nú verði lögð
áhersla á að bjóða viðskiptavinum
upp á fyrsta flokks álegg sem
verður selt eftir vikt. „Við bjóðum
tólf til fjórtán tegundir af áleggi
með þessum hætti og nokkrar
tegundirnar eru sérlagaðar fyrir
okkur. Meðal tegunda eru hvít-
lauksspægipylsa, hráskinka, man-
dolíuskinka og nokkrar mismun-
andi útfærslur af kalkúnaáleggi.
í sælkeraborði okkar verður
auk áleggsins hægt að kaupa ótal
tegundir osta eftir vikt og fá
danskt smurbrauð sem er fram-
reitt að hætti Bjarkar Óskarsdótt-
ur sem er lærð smurbrauðsjómfrú
frá Danmörku.“
25 tegundir
af hunangi
Ámi telur að á undanförnum
vikum hafi bæst í vöruval Ný-
kaups 600-700 vörutegundir en
aðallega er um að ræða sælkera-
vörur eins og framandi krydd,
sultur, te, hunang og kaffi. Arni
bendir á að úrvalið af hunangi sé
til dæmis orðið mjög gott, nú geti
viðskiptavinir valið um einar 25
mismunandi tegundir. Annar eins
fjöldi af nýjum vörum er væntan-
legur á næstu vikum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ámi Ingvarsson, kaupmaður í Nýkaupi, segir að búið sé að setja upp
fiskborð í Nýkaupi og stækka lgötborðið.
Morgunblaðið/Golli
Farið er að selja álegg
eftir vigt í Nýkaupi.
Heitur matur hefur um árin
verið á boðstólum í Nýkaupi en nú
stendur til að breyta aðeins til
þar. „Matreiðslumeistarinn Þor-
lákur Helgason mun nú taka við
yfirumsjón með heitum mat í
Nýkaupi. Allur matur verður eld-
aður á staðnum og boðið upp á
nýjungar í réttum.
Tvær tegundir af
ungnautakjöti
Þá hefur kjötborðið verið
stækkað til muna og úrvalið aukið
af kjöti. Kristján Hallur Leifs-
son, kjötiðnaðarmeistari hjá
Nýkaupi, mun framvegis fara
sjálfur til birgja og velja það
kjöt sem selt er í kjötborði
Nýkaups til að tryggja gæði.
Þá fékk Nýkaup tvo danska
kjötmeistara til liðs við sig íyrir
skömmu sem kenndu starfsfólki
ýmsar nýjungar í skurði á kjöti
og meðferð þess. Fyrirhugað er
að gera meira af því að fá til
landsins erlent fagfólk til að
þjálfa starfsfólk og kynna nýj-
ungar.
Ami segir að nú verði einnig
borðið upp á tvenns konar ung-
nautakjöt. Hægt verður að velja
milli hefðbundins íslensks ung-
nautakjöts og kjöts sem er af er-
lendu holdanautakyni eins og ang-
us-, limosine- og gallowaykyni
sem ræktað er af íslenskum naut-
gripabændum. Framboð af þessu
kjöti verður takmarkað fyrst um
sinn þar sem framboð er lítið.
Um helgar verður boðið upp á
ráðgjöf við matreiðslu og meðferð
matvæla og Árni segir að það sé
einn liður í að auka þjónustu við
viðskiptavini verslunarinnar.
Leikföng í súkkulaðieggjum hafa
valdið alvarlegum slysum
Vaxandi stuðningur
við að banna eggin
Morgunblaðið/Júlíus
VAXANDI stuðningur er við það
innan Evrópusambandsins að
banna svonefnd Kinder-súkku-
laðiegg sem innihalda leikföng,
en þau hafa valdið alvarlegum
slysum. Meðal þeirra sem berj-
ast fyrir banni eru breskir þing-
menn á Evrópuþinginu og neyt-
endasamtök í Danmörku og
Svíþjóð.
Á Norðurlöndunum einum
seljast árlega um 40 milljónir
eggja. ítalska íyrirtækið Fer-
rero, sem framleiðir súkkulaði-
eggin, hefur barist hart gegn
banni. Sérfræðingur í öryggi bama
hjá sænsku neytendasamtökunum,
segir í samtali við blaðið Syd-
svenska Dagbladet, að Ferrero hafi
nóga peninga, og geti því haft lög-
fræðinga í fullu starfi við að hrinda
þá sem vilja takmarka sölu á eggj-
unum.
Andstæðingar Kinder-eggjanna
telja að banna eigi að setja leikföng
í mat, en slíkt bann er þegar í gildi í
Bandaríkjunum. Philipp White-
head, þingmaður Verkamanna-
flokksins á Evrópuþinginu, fundaði
í vikunni með framkvæmdastjórn
ESB um málið. Með honum var
móðir barns sem lést eftir að það
hafði gleypt leikfang úr Kinder-
eggi-
Talsmaður Ferrero á Norður-
löndum segir að þegar hafi mikið
verið gert til að bæta öryggið, með-
al annars séu nú aðvaranir á eggj-
unum skýrari en áður, og hylkin
með leikföngunum séu stærri, til
þess að erfiðara sé fyrir böm að
gleypa þau.
Þarf skýrar reglur
um leikföng í matvörum
„Ástæðan fyrir því að ekki er
unnt að banna eggin að svo stöddu
er sú að leikföngin em í plasthylki
inni í egginu sem ungböm eiga ekki
að ná að opna án aðstoðar," segir
Fjólá Guðjónsdóttir hjá markaðs-
gæsludeild Löggildingarstofu.
Hún segir að merkingum sé full-
nægt en eftir standi að inni í egginu
sé hylki með smáhlutum sem geta
reynst varasamir ungum börnum.
„Um þessar mundir er unnið að
málinu innan Evrópusambandsins.
Það er nauðsynlegt að setja skýrar
reglur um leikföng og smáhluti sem
fylgja með matvöra, sérstaklega ef
markaðssetningin beinist að böm-
um.“
Að sögn Fjólu era ekki fyrirliggj-
andi upplýsingar hjá Löggild-
ingarstofu um að slys hafi orðið af
völdum Kinder-eggja hérlendis.
Engin áform um að
hætta sölu hér á landi
Samkvæmt upplýsingum frá
heildversluninni Nathan & Olsen,
sem er umboðsaðli Kinder-súkku-
laðieggja á Islandi, hefur ekki verið
rætt um að hætta sölu á eggjunum
hér á landi. íslenski umboðsaðilinn
kaupir eggin frá verksmiðju í Belg-
íu í gegnum umboð í Danmörku.
Smári Ólafsson, markaðsstjóri
Nathans & Olsen, sagðist ekki hafa
heyrt af þessu máli þegar haft var
samband við hann í gær. Hann
sagðist ekki vita til þess að íslensk
böm hafi hlotið skaða af neyslu
eggjanna.
NIVEA hreinsiklútar
fyrir nútímakonur
^ Andlitsfarða- og augnfarðahreinsir í einu bréfi
<4
SOFT
CLEANSING WIPES
Remoue Make-up, Purify, Skin Tonie
ln One Step
fOR FACE, NECK AND EYÍ5
MIOKA/BLODE RENCÖRINCSSERVETTER
PEHMEITA PUHOISTUSUINO|A
DAIIY CLtANSING
Ofnæmisprófað • Fljótlegt og handhægt • Án alkahóls
Frískandi • Hentar öllum húðgerðum
NIVEA Sofl Cleansing Wipes
hreinsa andlitsfarða á svipstundu
NIVEA hreinsiklútarnir eru fljótleg og þægileg lausn
fyrir kröfuharðar konur. Mjúkir og frískandi klútar
sem hreinsa farða og húðina um leið. Prófaðu NIVEA
Soft Cleansing Wipes. Hugsaðu vel um andlitið á
styttri tíma.
VISAGE