Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 26

Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Síðustu sjónvarpskappræður forsetaefnanna í Bandaríkjunum fyrir kosningarnar eftir þrjár vikur Gore blæs til sóknar en óvíst um árangurinn A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, hlýðir á George W. Bush, ríkissljóra Texas, á síðasta kappræðufundi for- setaefnanna í fyrrinótt. A1 Gore gerði harða hríð að George W. Bush í fjörlegum kappræðum í fyrrinótt sem gætu ráð- ið miklu um hvor þeirra fer með sigur af hólmi í forsetakosningunum eftir þrjár vikur. Fram kom mjög djúpstæður ágreiningur í mörgum málum og skýr munur á framtíðarsýn forseta- efnanna. Þrátt fyrir snarpa sókn varaforset- ans virðist honum ekki hafa tekist að vinna marga óháða kjósendur á sitt band ef marka má fyrstu kannanir. DEMÓKRATINN A1 Gore blés til sóknar gegn repúblikananum George W. Bush í þriðju og síðustu kappræð- um þeirra fyrir forsetakosningamar í Bandaríkjunum 7. nóvember. Síðustu skoðanakannanir höfðu bent til þess að Bush nyti ívið meira fylgis en Gore og varaforsetinn reyndi að ná yfir- höndinni með hvassri gagnrýni á stefnu andstæðingsins, einkum í heil- brigðis-, mennta- og skattamálum. Gore reyndi að tengja Bush við hags- munagæslu fyrir stórfyrirtæki og kvaðst sjálfur vilja berjast fyrir bætt- um hag miðstéttarfólks. Bush lagði hins vegar áherslu á að draga fram hugmyndafræðilegan ágreining forsetaefnanna með því meðal annars að saka varaforsetann um að vilja auka útgjöld og umsvif ríkisins. „Ef þetta væri eyðslukeppni, væri ég í öðru sæti,“ sagði ríkisstjór- inn. Hvassari tónn en engar stunur Bush hafði mun minni reynslu af kappræðum en Goi'e, sem hafði tekið þátt í tugum slíkra viðureigna á 25 ára stjómmálaferli sínum, fyrst sem þingmaður og síðan sem varaforseti síðustu átta árin. Margir töldu því að Gore myndi bera hærri hlut í fyrstu kappræðunum en það gekk ekki eftir. Varaforsetinn var gagnrýndur fyrir að vera of oflætisfullur i fyrstu kapp- ræðunum en of bljúgur þegar forseta- efnin öttu kappi í annað sinn. Hann virðist hafa náð sér á strik í lokakapp- ræðunum og tónninn var þá hvassari en áður, en Gore lét hins vegar vera að dæsa hátt þegar Bush talaði, eins og í fyrstu kappræðunum. I þetta sinn öttu frambjóðendurnir kappi á nokkurs konar borgarafundi þar sem hópur óákveðinna kjósenda fékk að leggja spumingar fyrir þá. Frambjóðendumir settu tóninn þeg- ar þeir svöraðu fyrstu spumingunni og deildu um sjúkratryggingar og heilbrigðismál. Gore sakaði Bush um að ganga erinda lyfjafyrirtækja og annarra hagsmunaafla. „Ef þið viljið einhvem sem ætlar að styðja löggjöf sem nýtur stuðnings stóra lyfjafyrir- tækjanna, þá er þetta ykkar maður,“ sagði varaforsetinn og benti á keppi- naut sinn. „Ég vil hins vegar berjast fyrir ykkur.“ Bush svaraði ásökunum Gores með því að leggja áherslu á að hann vildi breyta tóninum í bandarískum stjórn- málum og draga úr ílokkadráttunum í Washington. „Við höfum fengið nóg af átökunum. Það er kominn tími til að sameinast." „Kominn tími til að koma einhverju í verk“ Gore kvaðst vera hlynntur því að komið yrði á almennu sjúkratrygg- ingakerfi í áfóngum en bætti við að ríkið ætti ekki að bera alla byrðina. Hann sagði að 44 milljónir Banda- ríkjamanna væru án sjúkratrygginga og lýsti því sem „þjóðarskömm". Bush kvaðst vera andvígur al- mennum sjúkratryggingum og sagði að Bill Clinton forseti og Gore hefðu fengið átta ár til að bæta almanna- tryggingamar og auka réttindi sjúkl- inga en ekki gert það. „Það er kominn tími til að koma einhveiju í verk,“ sagði hann. Bush sagði að störf sín sem ríkis- stjóra Texas sýndu að hann gæti starfað með demókrötum og léti ekki flokkadrætti koma í veg fyrir fram- gang nauðsynlegra umbóta. Líkt og í fyrri kappræðunum lagði Bush áherslu á að skýr hugmynda- fræðilegur ágreiningur væri milli hans og varaforsetans. Hann svaraði stundum ásökunum keppinautarins með því að útskýra tillögur sínar í smáatriðum en hélt sig yfirleitt við al- mennar yfirlýsingar. Þegar Gore krafði hann svara við því hvort hann styddi ákveðið framvarp um réttindi sjúklinga svaraði Bush að kappræð- urnar ættu að snúast um „leiðtoga- stíl“ fremur einstök framvörp eða ákvarðanir þingnefnda. „Munurinn er sá að ég get komið þessu í verk,“ sagði hann. „Ég get komið einhverju góðu í verk í þágu þjóðarinnar. Þetta er einmitt það sem þessi kosninga- barátta snýst um. Hún snýst ekki að- eins um hugmyndafræði okkar eða afstöðu í ákveðnum málefnum, heldur um það hvort við getum komið ein- hverju í framkvæmd." Tekist á um menntamál Hugmyndafræðilegui- ágreiningur frambjóðendanna kom skýrt fram í orðaskiptum þeirra um menntamál. Gore kynnti tillögui- sínar um aukin útgjöld til menntamála, meðal annars um að ráða 100.000 nýja kennara, bjóða þeim sérstakan kaupauka, sjá kennuram fyrir endurmenntun, veita foreldram háskólanema skattafrá- drátt vegna skólagjalda bama þeirra og veita öllum fjögurra ára bömum aðgang að forskólum. Bush lagði hins vegar áherslu á að auka ábyrgð skólanna með því leggja sérstök próf reglulega fyrir nemend- ur. „Menn geta ekki leyst vandamálin nema hægt sé að skilgreina þau,“ sagði hann. Bush kvaðst ennfremur vera hlynntur því að foreldrar fengju hluta þess fjár, sem annars rynni til þeirra ríkisskóla sem stæðu sig illa, til að gera þeim kleift að senda böm sín í einkaskóla. Gore kvaðst vera andvíg- ur þessari hugmynd og sagði að hún yrði til þess að meiri fjármunir yrðu teknir frá ríkisskólunum en allt það fé sem þeir ættu að fá samkvæmt út- gjaldatillögum Bush. Bush kvaðst treysta einstökum ríkjum betur en stjómvöldum í Washington til að stjórna skólunum. „Ég er ríkisstjóri. Mér líkar það ekki þegai' alríkisstjómin segir okkur fyr- irverkum.“ „Þetta er mikil eyðslukló“ Orðaskiptin vora einna hvössust þegar forsetaefnin deildu um útgjöld ríkisins eftir að Gore tíundaði tillögur sínar í menntamálum. „Ef við leggj- um saman öll útgjöldin sem hann boð- ar er þetta mesta útgjaldahækkun al- ríkisins í mörg ár,“ sagði Bush og hvatti hlustendur til að láta ekki ginn- ast „af öllu þessu tali um peninga hingað og þangað". Gore sagði að þetta væri ekki rétt. Hann kvaðst einsetja sér að skila hallalausum fjárlögum á hverju ári og greiða niður skuldir ríkisins, þannig að Bandaríkin yrðu skuldlaus árið 2012. „Samkvæmt fjöguma ára áætlun minni verða ríkisútgjöldin minni en þau hafa verið í 50 ár, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu," sagði varaforsetinn. Gore sagði einnig að áform Bush um stórfellda skattalækkun yrðu meðal annars til þess að ekki yrði hægt að koma á umbótum í mennta- málum. Hann bætti við að loforð Bush um skattalækkanir og aukin útjöld til að bæta hag aldraðra gengju ekki upp því samkvæmt þeim ætti að nota sömu fjármunina tvisvar. „Þetta er mikill eyðsluseggur," sagði Bush. „Hann ætti að vera stolt- ur af því. Það er eitt af þvi sem hann er þekktur fyrir. Viðhorf okkar era bara gjörólík." Gore reyndi að hrekja þessar stað- hæfingar og sagði að blaðamenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að slíkar ásakanir Bush væru ekki á rök- um reistar. „Gleymið blaðamönnun- um,“ svaraði þá Bush. Gore sagði að hann hefði haft yfii'- umsjón með því verkefni stjórnarinn- ar að draga úr skriffinnsku og ríkis- starfsmönnum hefði verið fækkað um 300.000. Á sama tíma og dregið hefði úr skriffinnsku alríkins hefði hún aukist í Texas í ríkisstjóratíð Bush. Gore leggur áherslu á hagsældina Gore hefur hamrað á þvi í kapp- ræðunum að skattalækkanirnar sem Bush hefur boðað myndu einkum koma auðugasta fólkinu til góða, eða um 1% af ölium skattgreiðendum. Bush var spurður hvort þetta væri rétt. .Auðvitað er það svo,“ svaraði ríkisstjórinn en bætti við að allir skattgreiðendur myndu hagnast á skattalækkununum. Margh- demókratar voru óánægðir með að Gore skyldi ekki hafa lagt meiri áherslu á hagvaxtarskeiðið í Bandaríkjunum síðustu átta árin í fyrri kappræðunum til að hvetja kjós- endur til að snúa ekki baki við demó- krötum í kosningunum. Varaforset- inn reyndi að bæta úr þessu og búist er við að hann leggi meiri áherslu á hagsældina síðustu vikumar fyrir kosningar. Gore sagði að atvinnulausum Bandaríkjamönnum hefði fækkað, 22 milljónir nýrra starfa hefðu verið sköpuð og ríkissjóður væri nú rekinn með hagnaði eftir margra ára halla. „Ég hef margoft heyrt ríkisstjórann tala um að lítið hafi verið gert síðustu átta árin, eins og ekki hafi verið staðið við loforðin sem ég gaf fyrir átta ár- um. Ég hygg að árangur stjómaiinn- ar sýni að það sé ekki rétt.“ Kappræðumar fóra fram í Wash- ington-háskóla í St. Louis í Missouri og stóðu í 90 mínútur. Frambjóðend- urnfr máttu ganga um salinn en Bush hélt sig oftast nálægt sæti sínu. Gore gekk hins vegar um salinn, yfh'leitt mjög nálægt áhorfendunum til að ná sambandi við þá. Þegar Bush var að tala um að hann væri leiðtogi sem kæmi stefnu sinni í framkvæmd skundaði varaforsetinn að honum, að því er virtist til að koma honum úr jafnvægi. Ríkisstjórinn virtist hissa í fyrstu en hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Gore greip nokkram sinnum framí fyrir Bush, þótt það mætti ekki sam- kvæmt reglum sem frambjóðend- urnir höfðu samþykkt. Bush reyndi stundum að verjast ásökunum varaforsetans með því að gera að gamni sínu, deplaði stundum augunum og kinkaði kolli íbyggilega til áhorfendanna. Búast ekki við miklum fylgissveifluni Skyndikannanh' bandaiíski'a sjónv- arpsstöðva benda til þess að þrátt fyrir snarpa sókn varaforsetans hafi hann ekki náð að vinna afgerandi sigur í kappræðunum. I könnun CBS sögðust 45% aðspurðra telja að Gore hefði staðið sig betur en 40% töldu að Bush hefði haft vinninginn. I könnun CNN töldu 46% að Gore hefði haft betur en 44% sögðu frammistöðu Bush betri. I könnun ABC-sjónvarpsins voru frambjóðendumir hníijafnir. Margir stjórnmálaskýrendur töldu að kappræðm'nar myndu ekki leiða til mikilla sveiflna í skoðanakönnunum og sögðu líklegt að margir óháðh' kjósendur myndu ekki gera upp hug sinn fyrr en síðustu dagana fyrir kosningamar. Nokkrir stjómmála- skýrendanna spáðu því að ýmsir aðrir þættir eins og spennan í Miðaustm'- löndum og verðlækkanh' á hluta- bréfamörkuðum gætu ráðið miklu um úrslit kosninganna. „Hvorugnr náði rothöggi“ Sagnfræðingurinn Richard Noi-ton Smith, sem sérhæfir sig í sögu for- setakosninga í Bandaríkjunum, segir að Gore hafi verið ákveðnari í kapp- ræðunum og haft staðreyndimar á hraðbergi en Bush hafi hins vegar lagt áherslu á að koma hugmynda- fræðilegum skilaboðum sínum á framfæri. Repúblikanar og demókratar vora yfirleitt ánægðir með frammistöðu frambjóðenda sinna. Repúblikanar sögðu að Gore hefði verið of ágengur og yfirlætisfullur. „Bandaríska þjóðin vill ekki árásarhund fyrir forseta," sagði Greg Stevens, fjölmiðlaráðgjafi repúblikana. „Ég tel að fólk vilji ein- hvem sem er geðfelldur og mann sem hægt er að treysta og Bush ríkisstjóri stóð sig öragglega mjög vel að því leyti.“ Demókratar gagnrýndu hins vegar Bush fyrir að virðast grannhygginn, stundum sjálfumglaðan, og hneigjast til að stagast á sömu setningunum. Fred Greenstein, prófessor í stjórnmálafi'æðum við Princeton-há- skóla, kveðst telja að málflutningui' Gores hafi verið áhrifameiri og Bush hneigst til að nota þaulæfð slagorð þegar hann hafi ekki getað rætt mál- efnin í smáatriðum. „Ég tel þó að hvoragur hafi náð rothöggi." „Ég tel að Gore hafi sigrað á stig- um, náð inn fleiri stungum,“ sagði David Brooks, ritstjóri íhaldssams vikurits, Weekly Standai-d, og líkti kappræðunum einnig við hnefaleika. Hann bætti þó við að stefið í málflutn- ingi Bush, það að hann gæti fengið demókrata og repúblikana til að vinna saman og koma á umbótum, kynni að standa upp úr í huga margra óháðra kjósenda sem væra orðnir þreyttir á flokkadráttunum í Washington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.