Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 30

Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigðisyfírvöld í Úganda reyna að hefta ebóla-faraldurinn Skólum lokað o g útfarir bannaðar Guiu. AP, AFP. YFIRVÖLD í Úganda hafa lokað skólum og bannað útfarir á þeim svæðum þar sem ebóla-veikin geis- ar. Hafa um 10 ný sjúkdómstilfelli bæst við á sólarhring síðustu daga en tala látinna er nokkuð á reiki. Virðist hún vera um eða innan við 4°. Heilbrigðisyfirvöld í Úganda gera hvað þau geta til að hefta út- breiðslu sjúkdómsins og eru að þjálfa fólk til að bera kennsl á sjúklingana og einangra þá. Pað er þó mjög erfitt vegna þess, að fyrstu einkenni sjúkdómsins eru lík einkennum annarra algengra sjúkdóma á þessum slóðum. Er sjúkdómurinn mjög banvænn en komið hefur þó í ljós, að lífslíkur þeirra, sem fá aðhlynningu snemma, eru miklu betri en þeirra, sem litla umönnun fá. Skortur á hjúkrunargögnum há- ir mjög starfi lækna og sjúkraliða og sem dæmi má nefna, að þeir verða að notast við heimatilbúnar grímur. Af gúmmíhönskum er þó enn nóg. Varasamir útfararsiðir Yfirvöld í Gulu-héraði þar sem veikin geisar aðallega hafa lokað skólum og útfarir hafa verið bann- aðar. Er það vegna þess, að ýmsir siðir, sem tengjast þeim, t.d. að þrífa líkama hins látna, eru taldir hafa stuðlað að smitun. Er far- aldurinn að þessu sinni - raunar rakinn til einnar útfarar en í fram- haldi af hcrini lést öll fjölskylda hins látna. Áður hafði hún þó smit- að aðra. Tveir sérfræðingar frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni eru Úganda- mönnum til aðstoðar en tvenn samtök, Alþjóða Rauði krossinn og kaþólsk hjálparsamtök, hafa sent burt aðra starfsmenn sína en Úgandamenn. Eins og fyrr segir er faraldurinn aðallega í Gulu-héraði en sjúk- Deilt um þátttöku í friðargæslu Kaupraannahöfn. Morgunblaðið. DEILT er nú um þátttöku Dana í væntanlegri friðargæslu evrópska varnarsamstarfsins þrátt fyrir að allir stjórnmálaflokkarnir séu sam- mála um ágæti þess að senda danska hermenn til slíkra starfa. Ágreining- urinn stendur um hvort það sé hægt. Þegar Danir höfnuðu aðild að evrópska myntbandalaginu lýsti Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra, því yfir að ekki kæmi til greina að ganga til atkvæðagreiðslu um þátttöku í varnarsamstarfi ESB næstu árin enda hefðu nei-hreyfing- arnar svokölluðu látið að því liggja að þær væru andvígar því. Danir njóta samningsbundinnar undan- þágu frá varnarsamstarfinu. Nú hefur sósíalíski vinstriflokkur- inn, sem beitti sér mjög gegn evr- unni, lýst sig reiðubúinn til þess að ræða þátttöku Dana í hluta varnar- samstarfsins, þ.e. friðargæslu. í samtali við Politiken segir Villy Sovndal, talsmaður flokksins í varn- armálum, að ekki eigi að vísa friðar- gæsluverkefnum á bug þótt þau heyri undir ESB, en ekki Samein- uðu þjóðirnar. Sakar Sovndal stjómvöld um stífni í málinu og seg- ir að horfa verði á málið í breiðara samhengi. Heimildarmaður blaðsins í utan- ríkisráðuneytinu tekur illa í tillögu flokksins og ítrekar að stjórnin taki ekki þátt í að móta ákvarðanir sem hafi áhrif á varnarstefnuna. Það verði þjóðin að gera. Utanríkisráð- herrann, sem hefur ekki tjáð sig um nýjustu tillöguna, hefur hingað til þvertekið fyrir nokkrar breytingar á þátttökunni í varnarsamstarfinu. i AP Hjúkrunarfólk á Lacor-sjúkrahúsinu í Gulu rannsakar barn sem talið er smitað af ebóla-veikinni. dómsins hefur líka orðið vart í nærliggjandi héraði, Kitgum, og einnig á stöðum í meira en 100 km fjarlægð frá Guluborg. Berst ekki með lofti Ebóla-sýkin hefur komið upp öðru hverju í Afríku frá árinu 1976 og oftast verður hún flestum sjúkl- ingum að bana áður en þeir ná að smita aðra. Enginn veit með vissu hvar veiruna er að finna í annan tíma eða hvað verður til að koma af stað faraldri. Það eina góða við veiruna er, að hún smitast ekki með lofti, aðeins líkamsvessum, og því er unnt að kveða niður faraldur með sótthreinsun og einangrun. Heilu fjölskyldurnar í valinn Dæmi eru um, að sjúkdómurinn hafi útrýmt heilu fjölskyldunum. Beatrice Achieng hefur séð á bak átta manns í sinni fjölskyldu og hún segist vera orðin „dofin og til- finningalaus. Meira að segja sorgin er sofnuð". Það byrjaði snemma í september þegar frænka hennar, Ester Awete, kvartaði um lasleika og hita. Fimm sinnum leitaði hún sér hjálpar á sjúkrahúsinu í Gulu en það breytti engu og ekki heldur særingar töframannnsins í þorp- inu. „Uppköst og niðurgangur, höf- uðverkur og hiti og loks fór henni að blæða. Þá átti hún skammt ólif- að,“ segir Beatrice. Hálfum mán- uði síðar dó níu mánaða gamall sonur Esterar, þá þrír aðrir í fjöl- skyldunni og loks amma Beatricar og tveir frændur. Ebólafaraldurinn hefur valdið miklum ótta meðal fólks í Úganda og nágrannaríkjunum og haft lam- andi áhrif á mannlífið á þeim svæðum þar sem sóttin geisar. Það er ekki aðeins, að skólum hafi ver- ið lokað og útfarir bannaðar, held- ur er fólki ráðið frá að takast í hendur og alls ekki að deila með sér matarílátum. FRÓÐLEGUR OG SPENNAND! BMMIÐV&RPffl ■y J V www.dt.dk DR, Danmarks radío Heimildamyndir, barnaefni ogfréttaskýringaþættir á daginn. Framhaldsþættir og bíómyndir á kvöldin. Kvikmyndir, skemmti- og íþróttaefni um helgar. —- HISTORIER FRA EN POLITISTATION HEIMILDAM YNDAFLOKKUR Á MIÐVIKUDÖCUM KL 18.00 Hvað gerist bak við luktar dyr Lögreglustöðvar nr. i við Vesturbrú? Fróðlegir þættir sem gefa innsýn í undirheima Kaupmannahafnar. Lö^rei>lusö\>vT ÆKý -• $ Til loka októbermánaðar verður nýjasta viðbót ‘ Breiðvarpsins, 6 norrænar stöðvar, lopinni dagskrá hjá þeim sem tengdir eru breiðbandinu. 4fr t I * ÁÍIar þessar stöðvar eru þekktarfyrir vandað afþreyingar-, íþrótta- og rhenningarefni og erufrábær kosturfyrir alla þá sem vilja fylgjast með frændum vorum á Norðurlönduhum. Þúsundir krefjast afsagnar Estrada Filippseyj aforseta Tillaga um embættissvipt- ingu lögð fram Manila. Reuters, AFP. ÞINGMENN stjórnarandstöðunn- ar á filippíska þinginu lögðu í gær fram tillögu um, að Joseph Estr- ada, forseti Filippseyja, yrði svipt- ur embætti. Voru þar bornar á hann ýmsar sakir, meðal annars að hafa þegið hundruð milljóna kr. í mútur. Ottast er, að þetta mál hafi slæm áhrif á ástandið í efnahags- lífinu, sem er slæmt fyrir, og skipti landsmönnum í tvær andstæðar fylkingar. Stjórnarflokkarnir og stuðnings- menn Estrada hafa mikinn meiri- hluta á þingi en í fulltrúadeildinni sitja 218 menn og 22 í öldunga- deildinni. Undir tillöguna skrifuðu 42 þingmenn, 36 stjórnarandstöðu- þingmenn og sex þingmenn, sem stutt hafa stjórnina. Það má því heita öruggt, að hún nái ekki fram að ganga. Þótt tillögunni verði að lokum vísað frá, gerist það líklega ekki fyrr en eftir nokkrar vikur, kannski mánuði, og í millitíðinni gæti efnahagsástandið versnað enn og hitnað betur undir Estrada. Hann reynir þó að bera sig vel en haft er eftir ráðgjöfum hans, að hann sé mjög áhyggjufullur. „Valdatími fjöldans" Um 15.000 manns efndu til mót- mæla í fjármálahverfi Manila- borgar í gær til að krefjast afsagn- ar Estrada og var þar fólk úr öllu hinu pólitíska litrófi og fulltrúar borgaralegra samtaka og kirkjufé- laga. Ymsir frammámenn í land- Reuters Mótmælendur við styttuna af Benigno Aquino. inu, til dæmis Corazon Aquino og Fidel Ramos, fyrrverandi forsetar, og Jaime Sin kardináli, hafa skor- að á Estrada að segja af sér og viðskipta- og atvinnulífið í landinu er sama sinnis. Estrada nýtur hins vegar mikils stuðnings meðal al- mennings, sem flykkti sér um þennan fyrrverandi kvikmynda- leikara og glaumgosa í kosningun- um 1998. Á fundi með stuðnings- mönnum sínum í fyrradag sagði hann, að andstæðingar sínir hefðu ráðið nógu lengi en nú væri „runn- inn upp valdatími fjöldans". Óheilbrigt líferni orsök Flóaveiki París. AFP. ÓHEILBRIGT líferni og vandamál sem fylgja því að hefja borgaralegt líf að lokinni herþjónustu eru orsök sjúkdóma sem hrjáð hafa fyrrum hermenn í Persaflóastríðinu. Flóa- veikin svokallaða tengist að mati vís- indamanna ekki því, að hermennimir hefðu komist í snertingu við eitur- efni. Þetta kemur fram í niðurstöðum breskrar rannsóknar sem birtust í bresku vísindariti í gær. Það voru vísindamenn rannsókn- arstöðvar sjúkdóma Persaflóastríðs- ins sem sendu spurningalista út til breskra uppgjafahermanna og spurðust fyrir um andlega og líkam- lega hreysti þeirra, fjölskyldumál, reykingar og drykkju. Vísindamennimir komust að því að lægra settir hermenn voru miklu lík- legritilaðveraviðlélegaheilsuenyf- : irmenn þeirra. Skýring þessa felst einkum í mismunandi lífstíl. Yfir- menn í hemum lifa almennt heil- brigðara lífi en undh-menn þeirra, eru betur menntaðir og búa við betri aðstæður. Sjúkdómseinkenni sem hafa sér- staklega verið sett í samhengi við herþjónustu í Persaflóastríðinu em síþreyta, svimi, minnistap, svefn- leysi. Yfir 100.000 breskir, kanadískir j og bandarískir hemenn hafa kvartað yfir þessum einkennum. Hingað til hafa vísindamenn ekki verið á eitt sáttir um skýringu einkennanna en m.a. bent á bólusetningu, móteitur gegn eiturgasi og eiturefnavopn ír- aka sem hugsanlega orsök. Sumir vísindamenn hafa hins veg- ar sagt sjúkdóminn ekki til. Þeir hafa haldið því fram að slæm heilsa upp- gjafahermanna sé ekkert nýtt fyrir- þæri, munurinn sé eingöngu sá, að nú sé henni veitt meiri athygli en áður \ fyrr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.